Dagur - 01.11.1997, Blaðsíða 14
HEILSULÍFIÐ í LANDINU
30 — LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 1997
Laufey Steingríms.
Öll vltamín eru
nauðsynleg
„Áhugi fólks er mikill á heilbrigðu líferni en þekk- lega að sjá það að t.d. C vítamínið skipti máli varð-
ing fólks á vítamínum og næringu er ekki nægileg," andi almenna heilsu og gat minnkað líkur á ýmsum
segir Laufey Steingrímsdóttir hjá Manneldisráði. sjúkdómum því það var andoxunarefni. Þau efni
„Það þarf að koma á meiri fræðslu
því það eru margir sem hafa áhuga
og eru fróðleiksfúsir. I þessum geira
eru nefnilega ýmsir spámenn en
málið er að ekki fer alltaf saman
áhugi og staðgóð þekking. Misskiln-
ingurinn getur orðið ansi útbreidd-
hafa fengið mesta athygli en nokkur
B vítamín hafa verið að bætast í
þennan hóp. Sérstaklega B vítamín-
ið fólasín og B6. Þau virðast líka
gegna hlutverki í sambandi við fleiri
sjúkdóma en hörgulsjúkdóma."
Ávextir og grænmeti B
B vítainín eru mðrg ólík efni
Eins og Laufey nefndi er áhugi
fólks á heilbrigðu líferni mikill og
tengt því er töluverður áhugi á B
vítamínum og gildi þeirra. Laufey
segir B vítamín ekki eitt efni held-
ur séu þau nokkur og alls ólík að
gerð og þau gegni einnig ólíku
hlutverki í líkamanum. „Það er
bara sögulegs eðlis að þau eru öll
kölluð B, eða frá þeim tíma að
vítamín voru uppgötvuð á fyrri
hluta þessarar aldar. Þá vissu
menn ekki hvaða efni þeir voru
með og þau voru því kölluð A, B, C
og D. Svo kom í ljós að það sem
þeir kölluðu B var mörg efni sem
ekkert eiga sameiginlegt nema það að vera vítamín.
Upp frá því var farið að númera þau, B1 og B2, en
í dag eru nöfnin á þeim aðallega notuð.“
B vítamíain eru öll nauðsynleg
B vítamínin eru öll nauðsynleg rétt eins og önnur
vítamín. „Það er mikið talað um vítamín almennt í
næringarfræðinni núna og það er vegna þess að
rannsóknir hafa sýnt að þau gegna víðtækara hlut-
verki í líkamanum heldur en bara það að koma í
veg fyrir einhver skortseinkenni. Menn fóru neíhi-
vítamínrík fæða
Það eru mjög spennandi rannsókn-
ir í gangi í sambandi við fólasínið
að sögn Laufeyjar. „T.d. það að ríf-
leg neysla á fólasíni minnkar líkur
á alvarlegum fósturgalla. Þannig
að verðandi mæður ættu að borða
ríflegt magn af fólasíni fyrir þung-
un og meðan á henni stendur. Það
minnkar líkur á klofnum hrygg og
jafnvel fleiri fóstursköðum. Það
virðist líka gegna hlutverki í
minnkun hjartasjúkdóma. Áhug-
inn er því mikill á fólasíni."
Fólasínið er helst að finna f
ávöxtum og grænmeti og segir
Laufey að áhugi á vítamínum eigi
að hluta til rætur sínar að rekja til
þeirrar staðreyndar að rannsóknir hafi verið að
sýna hvað ávextir og grænmeti skipti miklu máli í
sambandi við sjúkdómavarnir langvinnra sjúk-
dóma. „Oll vítamín eru nauðsynleg og það er mik-
ilvægt að líkaminn fái hæfilegt magn af þeim. Þeg-
ar fólk fer að kaupa sér eitt ákveðið efni úti í apó-
teki þá er það oft tískufyrirbrigði. Ég mæli ekki
með því að fólk fari þá leiðina nema um skort á
ákveðnum vítamínum sé að ræða.“ HBG
Vítamín þýðirlífs-
nauðsynlegur. Það að
maðurínn verði að fá
ákveðin efni í kropp-
inn sem hannfram-
leiðir ekki sjálfur og
nærekkiínemaí
gegnumfæðu.
Heilsumolar
Sitthvað um magasár
Magasár og sár í skeifugörn
stafar í 90 prósent tilfella af því
að viðkomandi er smitaður af
sýkli einum sem gengur undir
nafninu Heliobacter pylori. En
reyndar eru um það bil tveir
þriðju jarðarbúa smitaðir af hon-
um.
Sígarettureykingar auka síðan
Iíkurnar á magasári. Sömuleiðis
langvarandi notkun á verkjalylj-
um eða öðrum bólgueyðandi
lyfjum.
Algengustu einkennin eru
miklir verkir í kviðarholi milli
bringubeins og nafla. Verkirnir
koma oft á milli máltfða og að
næturlagi. Magasár eða sár í
skeifugörn geta Iíka valdið
ógleði, uppköstum, lystarleysi,
þyngdartapi og máttleysi, auk
þess sem blóð getur komið í
uppköstum og hægðum. Sum
þessara sára valda hins vegar
engum einkennum.
Magasár eða sár í skeifugörn
eru sjaldgæf í börnum og ungl-
ingum. Tíðni sára í skeifugörn
byrjar svo að aukast verulega á
aldrinum milli þrítugs og fimm-
tugs en magasárin eru algengust
í fólki sem komið er yfir sextugt.
Af lífi og sál
W ? í® „Ég náttúrulega missti niður
|g g g allar blæðingar...Fékk svima-
* köst og mér var alltaf skítkalt.
Ég gat ekki farið í bað því ég
gat ekki legið á rófubeininu af
því það var svo aumt og ég gat
ekki legið á hliðinni, mjaðma-
beininu..."
Fíkn kvenna í sjálfsvelti heltekur huga þeirra, DV 15. júní
1996.
HEILSA
Anorexía
er tabú
Matur er mannsins megin, segir máltækið, en í rauninni er
maturinn að mörgu leyti einn helsti höfuðverkur nútímans.
Fólk er með sífelldar vangaveltur um mataræði og líkamsþyngd
og þess vegna má segja að maturinn sé orðinn að óvini manns-
ins þó að maðurinn lifi víst ekki á loftinu einu saman. Sam-
kvæmt plastreglum samfélagsins má enginn hafa hold á bein-
unum og þess vegna fara allir í megrun. Sumir láta sér nægja
að vanda mataræðið og fara í líkamsrækt, aðrir verða helteknir
af megruninni, kunna sér ekki hóf, megra sig og megra þangað
til allt stefnir í óefni, þyngdin er komin niður úr öllu og fúlsað
er við öllum mat. Þetta gildir einkum um ungar konur og jafn-
vel smástelpur. Þær þjást af sjúkdómnum sjálfsvelti, anorexíu.
Anorexía er tabú og það gildir Iíka um búlimfu, Iotugræðgi,
þar sem sjúklingurinn belgir sig út af mat og sælgæti í lotum
og ælir svo aftur til að passa upp á útlitið, tekur jafnvel niður-
gangslyf og grípur til alls kyns óheillaráða til að megra sig nóg.
Engin kona vill viðurkenna þá skömm og niðurlægingu að hún
svelti sjálfa sig eða éti í Iotum, sérstaklega ekki meðan hún er
veik, og þær sem ná sér aftur á strik vilja alls ekki segja frá veik-
indum sínum. Þvílík er niðurlægingin! Það er ekki furða hve
lítið er vitað um þessa sjúkdóma. Þeir hafa þó verið rannsakað-
ir, mest í útlöndum þar sem þeir eru óhugnanlega útbreiddir,
en líka örfáum sinnum hér heima. Rannsóknirnar sýna að tíðni
sjúkdómanna fer hraðvaxandi í vestrænu útlitsþjóðfélagi, jafn-
vel meðal barna.
Konur sem þjást af sjálfsvelti eru svokallaðar fyrirmyndar
manneskjur með fullkomnunaráráttu og lítið sjálfstraust. Þær
koma frá lokuðum og ofverndandi Ijölskyldum þar sem málin
eru lítið rædd. Það er því kannski engin furða að þessar konur
vilji ekki segja frá reynslu sinni þó að auðvitað geti upplýsing-
in hjálpað fólki að skilja veikindin. Konurnar virðast vera ofur-
viðkvæmar fyrir útlitinu og taka afskaplega nærri sér allar at-
hugasemdir. Islensk stelpa lenti í vftahringnum því að henni
Ieið svo illa yfir athugasemd frá pabba bestu vinkonunnar að
hún byrjaði strax í megrun. Það var ekki að sökum að spyrja.
Hún varð smám saman heltekin af megrunaræðinu - það sveið
sárt.
íslensk rannsókn hefur
sýnt að svo lítið er vitað
um sjálfsvelti og lotu-
græðgi hér á landi að
læknar og hjúkrun-
arfólk kunna ekki
að bregðast við
þegar sjúklingur
óskar eftir aðstoð
og heilbrigðiskerf-
ið er alls ekki í
stakk búið til að
veita konunum að-
hlynningu - það er
ekki til nein sérstök
deild eða stofnun
með sérhæfðu starfsfólki
eins og þyrfti. I kerfínu er
vísað frá manni til manns því
að enginn veit hvar svörin
Iiggja. Þetta er óhugnan-
leg staða í þjóðfélagi
þar sem útlitið skipt-
ir öllu. Þessir sjúk-
dómar verða sífellt
algengari. Smá
umræða og upp-
lýsing gæti vissu-
lega hjálpað.
Guðrún Helga
Sigurðardóttir.