Dagur - 01.11.1997, Blaðsíða 13

Dagur - 01.11.1997, Blaðsíða 13
LAUGARDAGU R 1. NÚVEMBER 1997 - 29 O^UT LÍFIÐ í LANDINU 1 bolli hveiti 3 egg, hrærð _________Fylling:__________ 30 g smjör 1 laukur, smátt skorinn 250 g sveppir, smátt skornir 3 tsk. hveiti 1 bolli kjúklingasoð 2 tsk. franskt sinnep 250 g skinka 1 tómatur 1 tsk. ferskt basil Deig: Smjör og vatn er hitað í potti og suðan látin koma upp. Potturinn er þá tekinn af hell- unni og hveitinu blandað saman við og hrært mjög vel. Látið kólna aðeins. Eggjunum er þá blandað saman við, einu í einu. Deigið látið í eldfast mót og lát- ið ná vel upp á kanta mótsins. Fylling: Laukur og sveppir er steikt á pönnu í smjöri. Hveiti blandað saman við og þá kjúklingasoði. Látið malla í 3 mín. en þá er sinnepinu, skin- kunni, tómatnum og basil hrært út í. Fyllingunni er hellt yfir deigið í mótinu og bakan bökuð í 30 mín á 180°C hita. LAUK „TERTA“ Deig: 2'A bolli hveiti 150 g smjör, mjúkt 2 msk. sítrónusafi 1 msk. vatn _________Fylling:__________ 30 g smjör 5 sneiðar beikon, fínt skorið 3 blaðlaukar, fínt skornir 1 tsk. hvítvínsedik 'A bolli hveiti 1 bolli mjólk 2 egg, hrærð 1 bolli rifinn ostur svartur pipar Deig: Smjörið og hveitið er sett í blandara og látið blandast vel saman. Sítrónusafinn og vatnið sett út í og hrært vel. Deigið sett í ísskáp í 30 mín. Fylling: Beikonið er steikt á pönnu, blaðlaukurinn settur með eftir örlitla stund, þá er ed- ikið og hveitið hrært út í blönd- una. Pannan tekin af hellunni og mjólkin hrærð út í og bland- an látin þykkna. Látin kólna að- eins. Þá er eggjunum, ostinum og piparnum blandað saman við. Deigið er flatt úr og sett í hringlaga böku form, látið ná upp á kantana og passa það að nóg deig sé eftir til að setja ofan á líka þegar fyllingin hefur verið sett í formið. Bakað í 30-40 mín. á 210°C hita. OSTABAKA ________Deig:________ 17 5 g hveiti 'A tsk. salt 75 g smjör 2-4 msk. vatn Fylling: 25 g smjör 7 5 g feitur ostur, rifinn 50 g þroskaður camr nbert 175 g ijómaoscur 3 msk. rjómi ______2 egg, þeytt___ 1 msk. saxaður graslaukur salt og pipar Hráefninu í deigið er öllu bland- að saman og deigið látið vera mjúkt. Flatt út í hringlaga form og bakað á 200°C hita í 20 mín. Þá er smjör og ostur hrært sam- an fyrir fyllinguna. Bjómi, egg, graslaukur, salt og pipar sett saman við og dreift vel yfir hálf- bakaðan botninn á bökunni. Þá er hún sett aftur í ofn og bökuð í 20-25 mín. þar til bakan hefur lyft sér og er orðin fallega gyllt. ROMMHRINGIR 15 g þurrger 2 msk. ylvolgt vatn örlítill flórsykur 250 g hveiti 1 msk. sykur _______3 egg_______ 1/2 tsk. salt 6 msk. romm 100 g smjör, mjúkt 250 g strásykur 9 dl vatn 250 g fersk ber Gerinu er blandað út í vatn og flórsykur og geymt í 10 mín. Hveiti og sykur er sett í skál og hola búin til í miðjunni. Eggin eru sett þar ásamt salti og ger- blöndunni. Þá er hnoðað og gert úr þessu mjúkt deig. Geymt á yl- volgum stað og látið hefast. 2 msk. af rommi er hrært saman við mjúkt smjörið og smjörið hnoðað saman við deigið. Sett í lítil hringform og geymt á volg- um stað í 45-50 mín. og deigið aftur látið lyfta sér. Bakað á 200°C hita í 15-20 mín. Kælt áður en sykurblöndunni er ausið yfir hringina sem gerð er úr sykri, vatni og afganginum af romminu. Blandan er hituð í potti og sykurinn látinn leysast vel upp. Borið ffam með beijum. FRÖNSK EPLAKAKA Deig: 1 'A bolli hveiti 1 bolli möndlur 2 msk. sykur 125 g smjör, mjúkt 1 msk. vatn Fylling: 5 græn epli 2 msk. sítrónusafi 2 msk. hveiti _________4 egg__________ 1 ’A bolli mjólk eða rjómi 1 tsk. vanilludropar 'A bolli flórsykur A tsk. kanill Allt hráefnið er hrært saman í blandara og látið standa í 30 mín. áður en það er flatt út í eldfast hringlaga mót. Eplin eru flysjuð og skorin í báta, sítrónusafa hellt yfir þau. Hveiti og eggjum blandað vel saman, þá mjólkinni og vanilludropun- um. Deigið er flatt út í mótið, eplin lög í hring ofan á deigið, kanil og flórsykri stráð yfir eplin og bakað í 30 mín. á 210°C hita. Þá er eggjablöndunni hellt yfir eplin og kakan bökuð á 150°C hita þar til eggjablandan hefur fengið á sig gullin lit. FRAMTÍÐARBÖRN Kynning á Akureyri í dag Við verðum með kyDDÍDgU í húsnæði Framtíðarbarna að Skipagötu 16, 3ju hæð, í dag laugardaginn 1. nóv. kl. 12-20. Þar verður tekið á móti skrán- ingum, skólinn kynntur og farið yfir námsefnið. Skráningar og upplýsingar fást einnig í síma 461 3957 Akureyri (eftir kl. 17) og í sima 553 3322 í Reykjavík. Gefðu barninu þínu tækifæri til að læra á heim tölvutækninnar. Við hlökkum til að sjá sem flesta og þeir sem skrá sig fyrir mánudaginn 3. nóvember fá ókeypis Framtíðarbarnabol í kaupbæti.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.