Dagur - 01.11.1997, Blaðsíða 6

Dagur - 01.11.1997, Blaðsíða 6
22- ÞRIÐJUDAGUR l.NÓVEMBER 1997 LÍFIÐ í LANDINU Halldór Óskarsson lætursig ekki muna um að vera organisti við eina kirkju og stjóma fimm kómm til viðbótar. „Seginsaga að eftirþví sem ann- ríkið eykst kemur mað- ur meim í verk, því þá skipuleggur maður sig betur, “ segirHalldór. Sex kvöld í viku fara i kórstjórnina, en ég reyni að eiga föstudagskvöldið frítt. Stundum tekst það ekki einu sinni, “ segir Halldór Óskarsson. Þessi mynd var tekin sl. mánudagskvöid þegar hann var að stjórna Kvennakór Hafnarfjarðar, sem skipaður er 85 dugnaðarkonum. „Auðvitað er dagskráin í þessu starfi nokkuð stíf, og það er spurning hvað maður endist lengi. En eins og þetta kemur mér fyrir sjónir, er þetta spurn- ing um að skipuleggja sjálfan sig og störf manns vel. Það er segín saga að eftir því sem annríkið eykst kemur maður meiru í verk, því þá skipuleggur maður sig og sitt betur,“ segir Halldór Oskars- son, organisti í Víðistaðakirkju í Hafnarfirði. Því til viðbótar stjórnar hann fimm kórum í Hafnarfirði og Rangárvallasýslu og syngur með kvartett, sem kemur fram við jonis tækifæri. Atorka með listfengi gætu verið einkennisorð fyrir þennan unga, kappsama tónlistarmann. Orgeglnám í Hallgríms- kirkju Halldór Óskarsson er fæddur árið 1966 á bænum Miðtúni í Hvolhreppi, skammt frá Hvols- velli. Hann byrjaði níu ára gam- all í píanónámi við Tónlistar- skóla Rangæinga og stundaði það fram yfir fermingu. Þá tók við nokkurt hlé í tónlistarnámi hans, en árið 1990 hóf hann nám í Tónskóla Þjóðkirkjunnar í orgelleik hjá Herði Askelssyni organista í Hallgrímskirkju. „Eg stundaði nám þar í nokkra vetur, og síðan kom að því að fyrir jólin 1992 var ég beðinn um að taka að mér organistastörf í Odda- kirkju á Rangárvöllum. Þau störf lengdust nokkuð í annan end- ann, því ég var organisti við kirkjuna alveg fram á þetta ár en nú er ég í ársleyfi þaðan,“ segir Halldór. Kórarnir sem Halldór stjórnar eru Kór Víðistaðakirkju, Eldri- Þrestir, sem er sönghópur félaga sem áður sungu í Karlakórnum Þröstum í Hafnarfirði og þá stjórnar hann Kvennakór Hafn- arfjarðar, sem sífellt ijölgar í, og í dag eru kórkonurnar ekki færri en 85. Einnig stjórnar Halldór Samkór Rangæinga og Karlakór Rangæinga, en sönghópurinn sem hann starfar sjálfur með heitir Viri Cantantes, og syngur hann sígild sönglög af ýmsum toga við ýmis tækifæri. Sex kvöld 1 viku „Það eru sex kvöld í viku sem fara í þetta, en ég reyni að eiga föstudagskvöldið frítt. Stundum tekst það ekki einu sinni. En ég neita því ekki að þetta er oft strembið að fara austur í Rangárþing þrjú kvöld í viku, það er á miðviku-, fimmtu- og sunnudögum - þegar eru æfing- ar þar og síðan aðra daga hér í Hafnarfirði," segir Halldór. Hann segir - aðspurður um tónlistarlíf í Rangárþingi - að það sé afar blómlegt. „Við Rang- æingar stöndum Skagfirðingum ekkert að baki í sönglistinni. Fyrir austan eru allir syngjandi," segir hann. Silkiraddir á niræðisaldri Það þykir gjarnan viðkvæmt að spyija listamenn hvort þeir eigi sér eitthvert eftirlætisverk og í þessu sambandi er Halldór spurður hvort einhver kóranna fimm sem hann stjórnar sé í meira eftirlæti hjá honum en annar. Halldór svarar þessari spurningu nokkuð hikandi, en hann segir að sér finnist afskap- lega gaman að stjórna Eldri- Þröstunum. „Þetta eru gjarnan karlar sem eru búnir að vera að syngja í fimmtíu til sextíu ár og sumir þeirra eru enn býsna góð- ir, þrátt fyrir háan aldur. Einn er til dæmis orðinn 86 ára ára og syngur sinn fýrsta tenór með þessari fínu silkirödd," segir Halldór. „Þá eru í Karlakór Rangæinga margir ungir menn að koma inn, sem eru á aldrinum 25 til 30 ára. Þeir eru af þessari Duran- Duran kynslóð, en gera það engu að síður gott í því að syngja þessi sígildu kóralög - það er íslensku sönglögin sem svo lengi hafa verið þjóðarinnar yndi,“ segir hann. Bach og Mozart Halldór Oskarsson segist vera alæta á tónlist og íjölmargt fái að renna í gegnum geislaspilara hans. Hann segir hins vegar að gömlu meistararnir á borð við Bach og Mozart séu í miklu eft- irlæti hjá sér, enda hafi hann lært að meta þá vel þegar hann söng með Mótettukór Hall- grímskirkju. „Síðan hlusta ég talsvert á orgeltónlist, þó þetta geti líka farið út í að hlusta á þungarokk og annað ámóta þeg- ar þannig stendur á og ég er í skapi til að hlusta á þannig tón- list í það og það skiptið," segir hinn atorkusami Iistamaður -SBS. Nýr tölvuskóli fyrir böm hefurslegið í gegn víða um land. Á aðeins 6 vikum erbúið að opna 4 útibú. Nem- endur allt niður íjjög- urraára.. Nýtt fyrirtæki, Framtíðarbörn, hefur fest sig rækilega í sessi í menntakerfinu á örfáum vikum. Skólinn hóf starfsemi í Reykja- vík um miðjan september en viðtökurnar hafa Ieitt til þess að búið er að stofna útibú víða um land, nýjasti skólinn tók til starfa á Akureyri í gær. Nemend- ur eru frá fjögurra ára aldri til Ijórtán. Að sögn Baldvins Valtýssonar forstöðumanns eru auk Reykja- víkur starfrækt útibú í Keflavík, Isafirði og Vestmannaeyjum. Viðtökurnar hafa verið að hans sögn: „Alveg frábærar. Beinlínis sprengja. Því miður höfum við þó þurft að hafna umsóknum bæði í Reykjavík og úti á landi.“ Blaðamenn og veðurfræðingar „Tölvubörnunum“ er kennt að umgangast vélarnar á skapandi hátt að sögn Baldvins. Sam- kvæmt erlendri forskrift er árinu skipt upp í tíu tæknisvið: hag- nýtingt tölvunnar; myndvinnslu; forritun; tölvuna og jaðarbúnað; tölvusamskipti; gagnagrunn; töflureikni; umbrot og útgáfu; margmiðlun og ritvinnslu. „Eitt aðalmarkmið kennslufræðinnar er að námið eigi að vera skemmtilegt. Börnin gefa út tfmarit og setja upp útvarpsstöð. Gera veðurspá, fara á Internetið osfrv. Við leggjum mikla áherslu á að börnin séu f uppgötvunar- námi, séu virkir þátttakendur," segir Baldvin. En hefur 4ra ára gamalt barn nægan þroska til að fást við tölv- ur? „Já, við höfum verið með marga nemendur á þeim aldri og það er ótrúlegt að sjá hvað þau geta lært. Gagnvart þeim yngstu byggjum við þó meira á leik- námi. Förum í leiki sem tengjast tungumálinu s.s. stafaleiki." Allir sem kenna við skólann eru kennarar að mennt. Einn skóli, Sandgerðisskóli, er þegar kominn með námið sem hluta af stundatöflu og er slfkt framtíð- armarkmið skólans að sögn Baldvins. Starfsmenn eru 18 alls. BÞ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.