Dagur - 01.11.1997, Blaðsíða 17
LAUGARDAGUR l.NÓVEMBER 1997 - 33
LÍFIÐ í LANDINU
Mannsi íKvistási hef-
urséð miklarbreyting-
ar á Dettifossi, en
hann hefurfylgst með
fossinum íSO ár.
Hann telur aðfossinn
gæti horfið í næstu
framtíð.
Dropinn holar
steininn
„Ég byijaði fyrst að fylgjast með
Dettifossi árið 1946. Þetta ár
var ég feijumaður á Jökulsá á
Fjöllum og einhveiju sinni
ferjaði ég yfir ána mann, sem
var með einhverja dýrustu
myndavél sem nokkru sinni sem
hafði komið til landsins, og
kostaði hálf árslaun verka-
manns. Það endaði með því að
ég keypti af honum vélina og
nokkrum dögum síðar fór ég og
tók mynd af Dettifossi. Síðan
hef ég með jöfnu millibili verið
að fanga fossinn á filmu - þótt
ég sé síðan búinn að eiga marg-
ar myndavélar, síðan þetta var,“
segir Haraldur Þórarinsson,
verkstæðisgúrú og fréttaritari i
Kvistási í Kelduhverfi, vel þekkt-
ur undir nafninu Mannsi.
Bergið titrar
Á ferð sinni um Kelduhverfi á
dögunum fékk blaðamaður
Mannsa í lið með sér sem sér-
legan leiðsögumann austur að
Dettifossi. Fossinn er 44ra
metra hár og er líklega tilkomu-
mesti foss landsins. Jökulsá á
Fjöllum er líka straumþung og
vatnsmikil, meira að segja svo að
sé staðið við Jökulsárgljúfrið titr-
ar bergið undan þessum mikla
þunga árinnar.
Mjótt vik verður að gjá
„Auðvitað holar dropinn stein-
inn og ég hef horft uppá mildar
breytingar á fossinum síðustu
hálfu öldina," segir Mannsi.
Hann segir að brúnir fossins séu
orðnar ávalari en þær voru og
gjáin, eða raufin, í fossinum
vestanverðum hafi dýpkað og
stækkað síðustu árin. „Þegar ég
byrjaði fyrst að fylgjast með foss-
inum var þetta aðeins mjótt vik
en nú er þetta orðin Iöng gjá,“
segir Mannsi, sem telur að þetta
muni geta haft afdrifaríkar af-
leiðingar fyrir frekari breytingar
á fossinum í næstu framtíð. Við-
búið sé til dæmis að stapi mikill
sem gengur út að fossinn að
vestan molni niður á næstu
árum, ef allt fari fram sem horfi
nú.
Fylgst með fossimun
íhálfaöld
„Já, ég er eins og ég segi búinn
að fylgjast með fossinum núna í
hálfa öld og taka myndir af hon-
um öðru hverju æ síðan,“ segir
Mannsi. „Það kom reyndar hlé á
þessar myndatökur mínar í all-
mörg ár, þó ég safnaði myndum
af fossinum á þvi tímabili, en
sfðan tók ég upp þráðinn við
mínar eigin myndatökur um
1990. Stallurinn í fossberginu
að vestan hefur tekið miklum
stakkaskiptum á fáum árum og
mikið molnar úr berginu þeim
megin. Þess vegna er fossbrúnin
ekki jafn slétt og hún var. Hún
var nánast alveg bein þegar ég
var krakki og var að koma hing-
að í fyrstu skiptin að skoða foss-
inn.“
Ekki uni aldur og eilífð
Og Mannsi heldur áfram: „Fyrr
á tíð var ekki til siðs að taka
myndir af fossinum, því auðvit-
að hélt fólk að fossinn yrði
þarna um aldur og eilífð. En ég
er ekki svo viss um svo verði. Við
vitum það til dæmis að Víga-
bergsfoss, sem er nokkru neðar í
Jökulsá á Fjöllum, hvarf um
miðja þessa öld eftir mikinn og
stífan ágang árinnar, og hið
sama gæti vitaskuld gerst með
Dettifoss." -SBS.
Haraldur Þómrinsson, títtnefndur Mannsi. „Dropinn holar steininn og ég hef horft uppá miklar
breytingar á fossinum, “ segir Mannsi. mynd: sbs
Dettifoss á því herrans ári 1946. Feröamenn að skoða þetta undraverk náttúrunnar og vikið í fossinum er tiltölulega mjó raufá þessum timapunkti.
mynd: h.þ.