Dagur - 01.11.1997, Blaðsíða 18

Dagur - 01.11.1997, Blaðsíða 18
3é - LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 1997 ro^ur' jAfið í landinu SífJAN Ný dönsk. Kveður með virktum. Fortíðarhyggjan/nostalgí- an verið mjög ráðandi í popp- og rokklífi hins vest- ræna heims síðustu árin. Hafa Bítlaárin verið þar mesta uppsprettan og hér á landi hefurfortíðar- hyggjunnar auðvitað líka gætt. Nýdönsk var þar fremst í flokki en hún var lengst af sínum tíu ára feril skipuð þeim Jóni Ólafssyni, Birni Jör- undi Friðbjörnssyni, Stefáni Hjör- leifssyni, Daníel Agúst Haraldssyni og Ólafi Hólm. Nánast frá fyrstu hendi, með Hólmfríði Júníusdóttur af fyrstu plötunni árið 1987 og fram til 1996 voru þeir félagarnir mjög áber- andi í íslensku tónlistarlífi og sendu frá sér sex plötur undir eigin nafni auk tveggja annarra, Drög að upprisu með Megasi, og Gauragang með tón- list úr samnefndu leikriti. Nú tíu árum eftir að sveitin varð til í Menntaskólanum við Hamrahlíð, eru meðlimirnir hins vegar farnir hver í sína áttina, en til að ljúka samstarf- inu með hátíðarbrag er nú komin út vegleg tvöföld geislaplata með úrvali af lögum sveitarinnar ásamt þremur nýjum lögum, tónleikaupptökum o.fl. Alls eru þetta 37 lög í vönduðum búningi, sem er veglegur minnisvarði um þetta tíu ára Iífstarf Nýdanskrar. Hólmfríður, Kirsuber, Alelda, Horfðu til himins, Ilmur, Nostradamus, Himnasending o.fl. eru dæmi um þau fínu lög sem Nýdönsk skilur eftir sig og er að finna á safnplötunni. Er greinilegt að landinn hefur ekki gleymt þessum piltum og saknar þeirra eitthvað, því á kveðjutónleik- unum tveimur fyrir viku mættu vel á annað þúsund manns og á skóla- skemmtun á Akureyri var hún líka vel kvödd. I sögubókum mun sveitarinn- ar því væntanlega verða vel minnst og þáttur hennar í íslenskri rokksögu teljast all nokkur. geislaformi. Hefur Skífan staðið að þessu og má segja að viss endapunktur hafa verið sleginn í því í síðustu viku, þegar tón- leikaplatan, Drög að sjálfsmorði, með Megasi og sjálfsmorðssveitinni, kom út að nýju. Það má deila um hversu góð eða merk þessi plata er, en víst er að hún er einhver frægasta tónleika- plata sem nokkurn tfmann hefur kom- ið út á íslandi. I stuttu máli sagt var platan tekin upp á tvennum tónleikum sem haldnir voru í MH í nóvember 1978. Þessir tónleikar urðu, og eru enn, sérlega minnistæðir og þá ekki bara fyrir frammistöðu Meistarans á þeim og Sjálfsmorðssveitarinnar, held- ur ekki hvað síst fyrir umgjörðina og allar sögurnar sem urðu til í kjölfarið. Muna sjálfsagt margir eftir því þegar Megas var knúinn til að koma fram opinberlega til að kveða niður háværar sögusagnir um sjálfsmorð sitt í kjölfar tónleikanna. En eitt var hins vegar ljóst á þeim tíma, að ástandið á kapp- anum var ekki gott og eitthvað varð til bragðs að taka ef ekki átti illa að fara. Utgáfa plötunnar árið 1979, markaði Meistaradrög Megasar að sjálfsmorði eru komin út á geislaformi. vissan endapunkt hjá Megasi, sem næstu fjögur árin eða svo dró sig í hlé. Hann snéri svo aftur með Bubba á plötunni Fingraförum 1983 og í sveit- inni Ikarusi á piötunni The boys from Chicago það sama ár. Sem fyrr sagði er Drög að sjálfsmorði ekki endilega snilldarverk, menn voru til dæmis gagnrýnir á úrvinnslu hennar, en hún er samt sem áður mjög svo merk heim- ild í poppsögu íslands. Meistarans frægu drög Síðastliðin tvö árhefurver- ið unnið að því að endurút- gefa plöturMegasar á 6 Magnús Geir Guömundsson skrifar • Þrátt fyrir að fjármálaspekúlantar og fleiri vilji ekki spá stúlkunum snoppu- fríðu og gríðarvinsælu í Spice girls vel- gengni í langframa, er í bili ekki að sjá að æðinu kringum þær sé að linna. Nýja smáskífan þeirra, Spice up your life, fór nefnilega rakleiðis á toppinn í liðinni viku í Bretlandi, en útgáfu þess hafði verið frestað um nokkrar vikur vegna frá- falls Díönu prinsessu og útgáfunnar á Candle in the wind með Elton John. Mun svo stóra platan, Spice world, væntanlega fylgja fordæmi smáskífulags- ins og fara á toppinn víða um heim. • í Bandaríkjunum, á breiðskífulistanum þar, fór Janet Jackson með nýju plötuna sína, Velvet rope, í efsta sætið í síðustu viku. Kemur það ekki svo mjög á óvart, Siðskeggjuðu suðurrlkjarokkararnir i ZZ top eiga lag á Pottþétt - Rokk. en hins vegar vekur það athygli, að plat- an er aðeins nefnd undir fornafni söng- konunnar ffægu, Janet. Gæti þar spilað inn í einhverjar erjur við aðra fjölskyldu- meðlimi, en slíkt er engin nýlunda á þeim bænum, samanber það að yngri systir Janet, LaToya, hefur í flestu eða öllu sagt skilið við aðra í fjölskyldunni. Hvað Janet varðar en þó ekkert hægt að alhæfa. • Gleðipopps- og útihátíðasveitin Húsvísk- ættaða, Greifarnir, sendir nú frá sér nýja plötu innan tíðar. Mun gripurinn bera nafn sveitarinnar og ætti að vera kominn í verslanir annan mánudag. • Pottþétt-plöturnar tvöföldu hafa náð miklum vinsældum hérlendis og halda plöturnar áfram að koma út. Sú nýjasta í þeim hópi er Pottþétt - Rokk. Tæplega 40 lög prýða safnið og eru þau frá ýms- um tíma, allt frá 1967 til 1995 og með bæði innlendum og erlendum flytjend- um. Meðal flytjendanna eru, David Bowie, Jet Black Joe, Queen, Foreigner, Radiohead, Survivor, Oasis, Deep purple, Start(Sekur) og Flowers(SIapp- aðu af) Rainbow, Blue Oyster cult og ZZ top (Gimmie all your lovin’) og margir fleiri.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.