Dagur - 01.11.1997, Blaðsíða 16
32 - LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 1997
LÍFIÐ í LANDINU
J ÓHANNE S AK SPJALL
„Hann er mikill
ræpumaður."
Þessa yfirlýsingu
gaf ég í leiðara
sem ég reit fyrir
einhveijum
árum og vísaði til
þekkts alþingis-
manns. Ymsir
sem lásu höfðu
samband og voru
hæstánægðir með þessa frum-
legu og skörpu mannlýsingu á
síblaðrandi þingmanni. Eg þakk-
aði gullhamra en sagði þá
óverðuskuldaða, ég væri hvorki
frumlegur né fyndinn, heldur
hefði tölvan í þessu tilfelli tekið
völdin. Þama átti sem sé að
standa „Hann er mikill ræðu-
maður." Hinn voðalegi prent-
villupúki var ábyrgur fyrir þess-
ari ósvinnu. En reyndar með
nokkuð skemmtilegum árangri f
þessu tilviki. Því þó viðkomandi
þingmaður væri mikill ræðu-
maður þegar sá gállinn var á
honum, þá var oftar en ekki um
skrifar
hreinræktaða munnræpu að
ræða hjá honum (eða munn-
ræðu að ræpa, ef prentvillupúk-
inn hefði komist í þessa grein).
Seingrímux og Imbi BjSm
Og ég fór að fylgjast með því hjá
sjálfum mér hvort fleiri slíkar
merkingarbreytandi og tvíræðar
prentvillur skytu upp kollinum.
Ég hef þann háttinn á við ritun
að lemja uppstyttulaust á tölv-
una og brúka þann fingur sem
næstur er takka hveiju sinni, án
þess að skeyta um stafsetningu
eða hin fínni blæbrigði málsins.
Það geri ég ekki fyrr en eftir á
þegar ég fer yfir handritið, leið-
rétti og Iaga. Því er gnótt af
prentvillum í frumhandriti og
sumar reyndar halda sér allt til
birtingar.
Einu sinni t.d. birtist í blaði
mínu leiðari þar sem ég var m.a.
að fjalla um þáverandi ríkis-
stjórn og Steingrím Hermanns-
son sérstaklega. Steingrímur var
fimm sinnum nefndur á nafn í
leiðaranum, en ekki sem Stein-
grímur, heldur sem „Seingrím-
ur“ í öll skiptin. Þetta þótti ýms-
um helvíti gott og dæmi um
beittan húmör Ieiðararitara. En
enn hafði prentvillupúkinn brot-
ist upp úr undirmeðvitundinni
og tekið völdin. Enda hefur það
t.d. aldrei komið fyrir hjá mér að
breyta Steingrími J. Sigfússyni f
Seingrín. Afturámóti varð Ingi
Björn Albertsson einu sinni
„Imbi“ Björn í einhveijum skrif-
um mínum, að sjálfsögðu óverð-
skuldað og óviljandi. Og svipað
gerðist þegar ég var að fjalla um
ritstjórann „Ekkert“ B. Schram.
Ballgrímur og rændur
Ég fór að gefa frekari gaum að
svona „Freudískum mistökum"
eða tölvugerðum „Spoonerisma"
sem áttu upptök sín hjá þeim
voðalega púka sem í tölvunni
bjó eða undirmeðvitund minni. I
grein um illa meðferð á bænd-
um stóð „rændur" í stað orðsins
bændur og auðvitað nokkuð góð
lýsing á ástandinu. Hallgrímur
Helgason varð í meðförum tölv-
unnar „Ballgrímur" sem sannar
að böllur fylgir jafnan skamm-
rifi. Framsóknarflokkurinn varð
„Framsóknarrokkurinn." Presta-
þing breyttist í „brestaþing" í
mínum meðförum, löngu áður
en ýmsir siðferðisbrestir presta
urðu á allra vörum. Alvitrir lög-
fræðingar urðu „falvitrir" lög-
fræðingar, sem er nokkuð nærri
lagi Ifka því lögfræðingar selja
yfirleitt þekkingu sýna dýru
verði.
Ung og gröð
Svona mætti auðvitað lengi telja
og fleiri hafa lent í þessu sama
kviksyndi fyrir og eftir tölvubylt-
inguna. Samanber grútarbiblí-
una. Og flennifyrirsögnina í
Fréttum í Vestmannaeyjum þar
sem stóð yfir viðtali við unga og
laglega konu: Ung, gröð og á
uppleið! Konan var reyndar
glöð, um hitt kom ekkert fram í
viðtalinu, en hugsanlega hefur
verið verulegur fótur fyrir fyrir-
sögninni, eða hún túlkað þá ósk-
hyggju sem valt upp úr í undir-
meðvitund blaðamanns á meðan
hann tók viðtaðið, ég meina við-
talið.
Tölvupóstur að handan
Ef ég væri sniðugur bisnesmað-
ur, þá myndi ég stofna trúar-
söfnuð með tilbeiðslu á hinn yf-
irskilvitlega prentvillupúka sem
býr í gömlu tölvunni minni. Frá
honum kæmi sannleikurinn um-
búðalaus, skilaboð að handan,
ósjálfráðar yfirlýsingar og óskilj-
anleg stafa- og orðabrengl sem
hægt væri að útleggja sem djúp-
spaka túlkun á tilgangi lífsins.
Þetta væri örugglega ekki vit-
lausari söfnuður en ýmsir þeir
sem nú starfa og „prentmiðil-
inn“ minn örugglega jafn líkleg-
ur til að koma fram með eitt-
hvað af viti eins og ýmsir aðrir
vakningamiðlar, eða hrakninga-
friðlar eða pakningabiðlar.