Dagur - 11.11.1997, Síða 2
18 - Þ RID J U DAGU R ll.NÓVEMBER 1997
LÍFIÐ í LANDINU
rD^tr
Dagur • Strandgotu 31 • 600 Akureyri
og Þverholti 14 • 105 Reykjavík
Foreldrar: forvarnir eru á ykkar ábyrgd.
Slysið á
Stöovarfirði
Opið bréf frá foreldrum
Aðfaranótt 26. október varð gas-
bruni í geymsluskúr á Stöðvar-
firði. Fjórir unglingar voru
staddir í skúrnum og brenndust
þrír þeirra alvarlega á höndum,
fótum og andliti, en einn slapp
án meiðsla.
Ibúar í Sætúni, ásamt fleiri
heimamönnum, hjálparsveitar-
menn og hjúkrunarfræðingur frá
Fáskrúðsfirði hlúðu að ungling-
unum og unnu ómetanlegt starf
sem kom í veg fyrir að verri
meiðsl hlytust af.
Vegna misvísandi fréttaflut-
ings af slysinu, viljum við for-
eldrar unglinganna koma eftir-
farandi á framfæri:
Gaskútar voru ekki geymdir í
skúrnum þar sem slysið varð og
ekki gasleka um að kenna, held-
ur komu unglingarnir með kút-
inn þangað í þeim tilgangi að
sniffa gasið.
Við teljum að myndbirtingar
af unglingunum sem birtust á
Stöð 2 hafi verið ótímabærar og
komu þaer illa við þá sem til
þekktu. I ljósi þessa alvarlega
slyss, væri við hæfi að ábyrg um-
ræða hæfist á meðal foreldra og
unglinga. Æskilegt væri að for-
eldrar hefðu meira samstarf sín
á milli. Þannig yrðu þeir færari
um að veita unglingum stuðning
við að vinna á uppbyggilegan
hátt úr öllum þeim áreitum sem
þeir verða að takast á við. Okkur
finnst að það þurfi almennt að
mæta unglingum án fordóma og
með jákvæðara hugarfari.
Við hvetjum jafnframt alla þá
sem á einhvern hátt fjalla um
vímuefni og forvarnir á opinber-
um vettvangi, til að taka sniffið,
sem virðist vera vaxandi vanda-
mál, meira inn í umræðuna og
huga að lyrirbyggjandi aðgerð-
um í samstarfi við foreldra og
unglinga. Við foreldrar ungling-
anna sem Ientu í þessu slysi,
viljum koma þakklæti okkar á
framfæri til allra þeirra sem veitt
hafa hjálp sína og sýnt nærgætni
og hlýhug.
F.h. foreldra,
Sólrún Friöriksdóttir,
Rtkharður Valtingöjer.
Þessir hringdu
Hryllileg
stjömuspá
„Eg verð að kvarta undan þess-
ari hryllilegu stjörnuspá ykkar á
blaðinu. Þetta er tómt rugl og
kjaftæði. Stjörnuspá er ekkert
grín, þarna á viska frá fornu fari
að koma fram. Er ekki nóg af
helvítis fíflalátum í þjóðfélaginu.
Þið hljótið að geta komið með
betri stjörnuspá," sagði karlmað-
ur frá Akureyri sem hringdi í
blaðið.
„Það er ekkert að marka þótt
einhverjar útvarpsstöðvar séu að
lesa þetta upp og þyki vinsælt.
Það eru djöflastöðvarnar eins og
ég kalla þær, þar sem allt gengur
út á firringu, heimsku og vit-
leysu. Verst er að Rás 1 er líka
að verða dálítið biluð,“ bætti les-
andinn við.
Segðu eitthvað fallegt -
og faðmaðu mig!
4
Síminn hjá lesendaþjónustunni:
S63 1626netfang : ritstjori@dagur.is
Simbréf: <aa nim eða ■
460 6171 551 6270
Bréf úr...
Eyjafiröi
Það býr svolítið kraftaeverk I einlægu faðmlagi.
líka á götum úti, í sjoppunum
o.sv.frv.
Röddin, faðmlagið og
snertmgin
„Þegiðu þarna helvítis geðveiki
auminginn þinn“ er alls ekki
óalgengt svar við athugasemd-
um sem virðast saklausar. Högg
í bringuna eða spark í aftur-
enda að tilefnislausu má líka
„Þegiðu þama
helvítis geðveíki
auminginn þinn“
eralls ekki
óalgengt svarvið
athugasemdum sem
virðast saklausar.
sjá hvar sem er og enginn segir
lengur „fyrirgefðu" þótt
hann/hún stigi á fæturna á ein-
hverjum í biðröð við að kaupa
popp í bíó. Menn olnboga sig
áfram og láta sem þeir sjái ekki
náungann - þegar best lætur.
Hvað veldur? Ég varpaði fram
einhverjum atriðum hér í upp-
hafi, en hygg að margt fleira
komi til. Þar er kannski eftst á
blaði skortur á hlýju og snert-
ingu. Ja, mín bara væmin í dag!
Nei, hreint ekki. Ykkur er
óhætt að trúa því að með vís-
indalegum könnunum hefur
verið sýnt fram á að þroski og
tengsl taka stökk fram á við
þegar fólk verður aðnjótandi
blíðu og snertingar.
Það býr svolítið kraftaverk í
einlægu faðmlagi, hverju hlýju
orði sem kemur frá hjartanu, í
hverju brosi sem nær til augn-
anna. Þetta eru gjafir sem við
getum gefið hvert öðru á hverj-
um degi, án þess að hreyfa við
seðlaveskinu, sem er nú líka
fskyggilega oft tómt hvort eð er.
Faðmlag kostar ekkert og hlý-
legt orð ekki heldur. Og þá má
ekki gleyma raddbeitingunni,
sem er nú alveg kapítuli út af
fyrir sig. Röddin, hljómur
hennar, getur virkað sem árás,
alveg án tillits til orðanna sem
fram ganga af munni þess er í
hlut á. Ég viðurkenni luslega
að sumir einstaklingar hafa
slíka raddbeitingu að mér
finnst þeir alltaf vera að
skamma mig í hvert sinn sem
þeir opna munninn. Og ég er
nú komin af barnsaldri og hef
séð sitt Iítið smálegt um dag-
ana.
Rólegar fyrirmyndir
Ég held að við þurfum að
Iækka róminn aðeins og athuga
hvaða orð við notum við börn,
unglinga og sem fullorðið fólk
við hvert annað. Við þurfum
meiri kyrrð og ró í sálirnar okk-
ar og umhverfið. Við þurfum að
slökkva á síbylju fjölmiðla (ég
þori ekki að fara út í að ræða
um fólk sem mætir í stúdíó
glaðbeitt á hverjum degi og
treystir því að það verði „bara
alveg gasalega skemmtilegt" og
geti sagt setningar eins og
„Pocahontas - svaka montrass"
á 5 mínútna fresti, eins og ég
heyrði um daginn í útvarpi!) -
Ef við kyrrum okkur svolítið, þá
gæti verið að við yrðum sú fyr-
irmynd sem unga fólkið okkar
virðist vanta svo sárlega í dag.
Þá gæti verið að við þyrftum
ekki að horfa upp á sex ára
börn sem í upphafi skólagöngu
kunna fúkyrðafirn og hlaupa á
hvert annað - ekki í barnslegum
leik, heldur af fullkomnu tillits-
leysi við meðbræður sína. Og
hananú!
Það er þetta
með ofbeldið
hjá okkur. Mér
gengur hreint
ekkert að láta
mér standa á
sama um það.
Vissulega eru
uppi ýmsar til-
gátur um
hvernig það
hafi þróast og hverju megi
kenna um, en það eitt og sér
leysir engan vanda.
Einhvers staðar stendur að
það að vita en aðhafast ekki
jafngildi því að vita ekki. Kvik-
myndir hafa verið nefndar,
myndbönd, tölvuleikir, fjarvera
foreldra í þessum vinnubúðum
sem við nefnum íslenskt samfé-
lag o.fl. o.fl. Ég held að það sé
ýmislegt til í þessu öllu, en ekk-
ert gerist ef ekkert er aðhafst.
Nú hef ég aldrei haft sérstakt
orð á mér fyrir að vilja ofur-
stjórnun og eftirlit; er í raun
dálítið á móti eftirliti með lífi
fólks og persónuþróun. En
samt er svo komið að ég held
að við þurfum e.t.v. á einræði
að halda.
Þótt tílefnið sé lítið
Ég vil einfaldlega láta herða og
það all verulega allt eftirlit með
því efni sem boðið er upp á
bæði í sjónvarpi og á mynd-
böndum - og sama gildir um
tölvuleiki. Hafa menn almennt
gert sér grein íyrir að þeir felast
ákaflega margir í að hafa ein-
hvern undir? — Og svo eru
menn undrandi á að börnin í
skólum landsins vilji endilega
„hafa einhvern undir". Næstum
daglega horfi ég á algerlega
óþarfa pústra, hrindingar og
högg; hlusta á fáránleg gífur-
yrði sem eru ekki í neinu jafn-
vægi við tilefnið hverju sinni.
Þetta er ekki eitthvað sem ég sé
bara innan skólaveggja heldur