Dagur - 18.11.1997, Blaðsíða 7
Tfe^ui'
ÞRIÐJUDAGUR 18.XÓVEMBER 1997 - 23
LÍFIÐ í LANDINU
Óskar bróðir kom
einn til greina
hafi verið að framundir morgun.
„Já, ég var búin að eiga heima
í þrettán ár í Noregi, en sjálf er
ég úr Reykjavík. Við Jón Fjölnir
kynntumst úti, en hann var ytra
í þrjú ár,“ segir Fanney. - Þau
hafa nú komið sér ágætlega fyrir
á Egilsstöðum, en þaðan er ætt-
bogi Jóns Fjölnis. Hann starfar
nú sem yfirmaður byggingavöru-
deildar Kaupfélags Héraðsbúa.
Fanney er hinsvegar heimavinn-
anndi húsmóðir og gætir tveggja
stráka, þeirra Daníels Smára,
sem er 5 ára, og hún átti sjálf
fyrir hjónaband, og Markúsar
Víðis, eins árs, sem þau Jón
Fjölnir eiga saman. -SBS.
Móðir Theresa
bj argaði llfL hennar
Amanda Mays fæddist handa-
laus og var átta mánaða gömul
þegar hún var skilin eftir í
vöggu sinni við dyr munaðar-
leysingjahælis Móður Theresu
í fátækrahverfi Kalkútta. Móð-
ir Theresa tók litlu stúlkuna
að sér og fann henni fósturfor-
eldra í Bandaríkjunum. Am-
anda er nú tvítug og um það
bil að heija starf í banka. Hún
segist ekki kvarta vegna fötl-
unar sinnar, hún hafi lært að
takast á við hana.
Fósturmóðir Amöndu segir
dóttur sína trúa því staðfast-
lega að Móðir Theresa sé
verndarengill sinn. „Mér
finnst eins og Móðir Theresa
fylgist með mér frá himnum.
Eg veit að hún elskar mig,“
segir Amanda. „Eg sé kær-
leiksríkt andlit hennar í
draumum mínum og er um-
vafin hamingju."
Amanda segist \ilj;i fylgja
fordæmi Móður Theresu og
starfa að mannúðarmálum.
„Eg er góð manneskja en ég
gæti orðið enn betri,“ segir
hún. „Móðir Theresa kenndi
okkur að við berum ábyrgð á
velferð náungans."
Amanda er nú tvítug hamingjusöm stúika
þrátt fyrir fötlun sína og trúirþví að Móð-
ir Theresa vakiyfir henni.
Móðir Theresa með Amöndu sem
fæddist handalaus.
Jón FjölnirAlbertsson
og Fanney Kr. Inga-
dóttir voru gefin sam-
an í Egilsstaðakirkju í
júnísl. afbróðurbrúð-
arinnar, sr. Óskari
Inga Ingasyni.
„Það kom ekkki annað til greina
en fá hann bróður minn til að
gefa okkur saman,“ segir Fanney
Kr. Ingadóttir á Egilsstöðum.
Hún og Jón Fjölnir Albertsson
voru gefin saman í Egilsstaða-
kirkju þann 21. júní á liðnu
sumri af Oskari Inga Ingasyni,
bróður hennar, sem er prestur í
Búðardal.
„Athöfnin í kirkjunni hófst
síðdegis og Óskari bróður tókst
vel upp með hana,“ segir Fann-
ey. Brúðhjónin héldu veisluna
um kvöldið í félagsheimilinu á
Skriðdal og sóttu hana alls um
100 manns. Þar af komu um 20
Norðmenn, þar á meðal nánasta
fjölskylda Fanneyjar, sem búið
hefur ytra í þrettán ár. Fanney
segir að þau brúðhjónin hafi far-
ið heim úr veislunni kl. 1:30 um
nóttina, en hinir glaðværustu
Bryndís og Skúli
Gefin voru saman í Áskirkju í
Reykjavík þann 21. júní sl. af sr.
Sigurfinni Þorleifssyni þau Bryn-
dís Sigurðardóttir og Skúli
Gunnlaugsson. Heimili þeirra er
í Reykjavík. (Ljósmyndarinn
Lára Long)
Brynhildur og Guðmundur
Gefin voru saman í Hafnarfjarð-
arkirkju þann 10. maí sl af sr.
Sigurði Helga Guðmundssyni
þau Brynhildur Ingihjörg Hauks-
dóttir og Guðmundur Ingvar
Sveinsson. Heimli þeirra er að
Brautarlandi 19 í Reykjavík.
(Ljósmjmdastofan Mynd í Hafn-
arfirði.)
Stjórn listamannalauna
Auglýsing um starfslaun
listamanna árið 1998
Hér með eru auglýst til umsóknar starfslaun til handa listamönnum
árið 1998, í samræmi við ákvæði laga nr. 35/1991 með áorðnum
breytingum.
Starfslaunin eru veitt úrfjórum sjóðum, þ.e.:
1. Launasjóði rithöfunda.
2. Launasjóði myndlistarmanna.
3. Tónskáldasjóði.
4. Listasjóði.
Umsóknir einstaklinga skulu hafa borist Stjórn listamannalauna,
menntamálaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, á þartil
gerðum eyðublöðum fyrir kl. 16 mánudaginn 15. desember 1997.
Umsóknir skulu auðkenndar „Starfslaun listamanna 1998“ og til-
greina þann sjóð sem sótt er um laun til. Umsóknareyðublöð fást
hjá menntamálaráðuneytinu.
Heimilt er að veita starfslaun til stuðnings leikhópum enda verði
þeim varið til greiðslu starfslauna til einstakra leikhúslistamanna.
Umsóknir leikhópa skulu berast Stjórn listamannalauna, mennta-
málaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, á þar til gerðum
eyðublöðum fyrir kl. 16 mánudaginn 15. desember 1997. Umsóknir
skulu auðkenndar „Starfslaun listamanna 1998 - ieikhópar". Um-
sóknareyðublöð fást hjá menntamálaráðuneytinu.
Ath. Hafi umsækjandi áður hlotið starfslaun verður umsókn hans
því aðeins tekin til umfjöllunar að hann hafi skilað Stjórn lista-
mannalauna skýrslu um störf sín í samræmi við ákvæði 4. gr. laga
um listamannalaun nr. 35/1991 með áorðnum breytingum.
Vakin er athygli á að hægt er að ná í umsóknareyðublöð á Inter-
netinu á heimasíðu Stjórnar listamannalauna. Slóðin er:
http://www.mmedia.is/listlaun.
Athygli er vakin á að umsóknarfrestur rennur út mánudaginn 15.
desember nk.
Reykjavík, 14. nóvember 1997.
Stjórn listamannalauna.