Dagur - 18.11.1997, Síða 10

Dagur - 18.11.1997, Síða 10
26 - ÞRIÐJUDAGUR 18.NÚVEMBER 1997 Xhyptr LÍFIÐ í LANDINU L Kyndugt bátslag Þeir segja að á sýningunni í Frankfurt hafi verið erfitt að slá Peugout 806 Runa- bout út í skringilegheit- um. Það er dálítið bátslag á bílnum sem byggður er á 806 minivan þó þeir líkist nú lítið. Runaba- out, eða Ferðalangurinn, er frekar blanda af pall- bíl og blæjubíl, með mildu af tekki og ryðfríu stáli til að samræmast hinu kynduga bátslagi sem einkennir bílinn. Oll fjögur sætin snúast og í farþegahurðinni er kæliskápur. Nýir sýndir í Fraiikfiirt Kátir frá Toyota Toyota sýndi þrenningu í Frankfurt. Þrjá bíla sem allir eru byggðir á sama undirvagni en gert er ráð fyrir að hann fari í fram- leiðslu í nýrri verksmiðju í Frakklandi árið 2.000. Þeir kallast Funcope, Funcargo og Funtime eða í lauslegri þýðingu: Sportkátur, Hlaðkátur og Kátur. Þessir bílar voru hannaðir í hönnunar- deild Toyota í Brussel og verða búnir nýrri gerð véla og skiptingar þegar þeir verða framleiddir. Kátur (Funtime) er fimm dyra hlaðbakur og minnir svolítið á Ford Ka og Bens A- class, Sportkátur (Funcoupe) er tveggja dyra sportbíll og Hlaðkátur (Funcargo) er tveggja dyra fjölnotabíll. Olgeip Helgi Ragnarsson skrifar Iitíllálbíll Audi sýndi smábíl í Frankfurt sem er kallaður AI 2, en AI stendur fyrir ál, enda bíllinn að mestu úr áli. Þetta er frumgerð bíls sem líklegt er að muni kallast A2 þegar fram líða stundir. Hjólhafið er tiltölulega langt, en þetta er fjögurra manna bíll og minnir á Mercedes Bens A-class. Þakið er úr gegnsæju plasti en bfllinn úr áli og vegur aðeins ríflega 800 kíló og gæti orðið léttari þegar hann kemst í fram- Ieiðslu. Frumgerðin er knúin 1200 rúmsentí- metra, þriggja strokka 75 hestafla bensínvél með 15 ventlum og beinni innspýtingu. Gert er ráð fyrir að bjóða bílinn einnig með sam- bærilegri Túrbó díselvél. Bensínvélin er sögð sérlega sparneytin og skila bílnum úr kyrrstöðu í 96 km (60 mílna) hraða á innan við 12 sekúndum og á hámarks- hraðinn að vera meira en 160 kílómetrar á ldukkustund. Þessi litli Audi er með hliðarlíknarbelgjum í hnakkapúðunum fram í auk höfuð- líknarbelgja í þakpóstunum fyrir alla sem í bílnum eru. Meðal tæknilegs búnaðar má nefna sjálfvirka þ'arlægðarstýringu, siglingakerfi og fimm gíra beinskiptingu án kúplingar. Hér koma tvær ábendingar frá lesendum varðandi þvotta. Báðar varða þær þvotta- efnið Sólskinssápu eða Sun light, sem hefur fengist hér um áratuga skeið. Ef skyrtukragi er bleyttur og sólskinssápu nuddað í hann, þá er skyrtan sem ný eftir þvott. Engar fiturákir festast í henni. Og með barnaföt með blettum. Ef þau eru bleytt og sólskinssápa sett á blettinn, flík- in síðan látin út í sólskin, helst látin liggja á grasi í nokkra klukkutíma, þá fara verstu blettir. Meira að segja föt sem orð- in eru ljót og blettótt eftir langa notkun verða mjög góð eftir svona þvott. HVAÐ Á ÉG AÐ GERA Lengi í burtu Sæl Vigdís. Ég bý á Akureyri og þannig háttar til að maðurinn minn er oft lengi fjarri heimilinu vegna únnu. Þegar hann svo kemur loks heim, þá eru börnin oft lengi að venjast því að hafa hann heima og svo þegar þau hafa rétt vanist því, þarf hann að fara aftur. Er eitthvað sem þú getur ráðlagt til að stytta „aðlögunartím- ann“? Þú nefnir ekkert hversu lengi hann er í burtu, ef hann er einhverja mánuði, þá getur þetta verið erfitt, sérstaklega ef hann stoppar svo stutt. Mér dettur í hug að þið gætuð tekið upp video- myndir þar sem hann talar skilaboð til krakkanna, svo hann sé ekld alveg eins ókunnur. Auðvitað þarft þú svo að ræða mikið um hann þegar hann er í burtu. En hafið þið hugleitt að flytja nær vinnunni hans? Að því tilskyldu auðvitað að hann sé ekki á sjó eða við þannig vinnu að hann sé á sífelldu flakki. Svo fyndist mér alveg koma til greina að maðurinn skipti bara um vinnu. Börnin hans stækka og fara og þegar að því kemur þá sér hann eftir því að hafa ekki eytt meiri tíma með þeim. Vigdís svarar í símann! Ertu með ráð, þarftu að spyrja, viltu gefa eða skipta? Vigdís svarar í simauu kl. 9-12. Simiun er 563 1626 (beint) eða 800 7080 Póstfaug: Þverholt 14 Rvk. eða Strandgata 31 Ak. Netfang: ritstjori@dagur.is Húsgögn Áttu húsgögn sem þú vilt losna við? Til dæmis skrif- borð, hillur eða annað sem hentar í barnaherbergi? Það er fjölskylda sem getur alveg notað slík húsgögn og þau vantar líka borðstofuborð og stóla. Síminn hjá þeim er 462-5433. Lax eða eldislax? M frí Spurt var um hvort það væri einhver munur á næringar- gildi eldislax og þess sem syndir villtur um ár og haf. Laufey Steingrímsdóttir næringarfræðingur svaraði þeirri spurningu svo: „Eldislax- inn er feitari og öðruvísi, þetta er ekki sama vara, en hvað næringu snertir er ekki hægt að slá því föstu að hann sé betri eða verri en hinn. Það hlýtur að ráðast af því sem Iaxinn fær að borða. Feitari lax hefur ef til vill meira D- vítamín en sá magri“. Svo mörg voru þau orð og hollustan í laxinum rétt eins og með annan mat, fer eftir því hvað í hann er látið.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.