Dagur - 26.11.1997, Side 4

Dagur - 26.11.1997, Side 4
20-MIDVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 199 7 Dnffir UMBUÐALAUST Bókamessur og prédíkaiiir og ósýnilegir rithöfundar Er höfundur bókarinnar um Smillu og snjóinn ekki til? Skáidskapur sjáifur? Einar Kárason var á bókamessu í Danmörku og segir frá margháttuðum pælingum um höfunda - sem sumir voru til sýnis, en aðrir alls ekki. EIJVAR KARASON Sunnudagur 22. nóv, á leið heim frá bókasýningu/ kynn- ingu/stefnu í Kaupmannahöfn. Danir kalla það bókamessu, hafa sjálfsagt lært það af ná- grönnum sínum Þjóðverjum eins og svo margt annað. Svona stefna er haldin f stórri sýning- arhöll og þar hafa forlögin og önnur fyrirtæki úr bókabransan- um sett upp sína bása, mis stóra eftir umfangi sýnendanna, og þar eru nýjar bækur hafðar til sýnis og höfundarnir stundum líka; látnir sitja og Iesa upp og svara spurningum og helst vera gáfulegir í framan í von um að þ'að auki áhugann á þeirra skrif- um. I morgunkaffinu skiptast höfundar af ýmsu þjóðerni á ráðum um hvernig maður geti virkað gáfulegur, Norður-Iri seg- ist alltaf nota það óbrigðula trix að vera með sólgleraugu. Og höfundarnir eru Iíka misfrægir, innan um eru stórstjörnur sem ganga um með dálítið hofmóð- ugan svip, vilja sumir láta koma fram við sig eins og þjóðhöfð- ingja. Þar sem forleggjararnir sitja í pásum yfir kaffi eða bjór er stundum skipst á skemmtileg- um reynslusögum af því hversu erfitt sé að gera sumum höfund- anna til geðs; einn tekur ekki annað í mál en að hafa stöðugt til umráða límúsínu með inn- byggðu sjónvarpi, míníbar og einkabílstjóra, annar er leiddur af einu lúxushótelinu yfir á ann- að og ekkert er nógu gott, hann finnur hvergi híbýli sem sæma sinni konunglegu tign, og endar loks á D’Angleterre og það verð- ur að duga enda frægt úr ævi- sögum gamalla nóbelsskálda sem hæfilegt heimili mikilla hugsuða. Og svo eru líka aðrir sem eru þægilegir og viðmóts- blíðir og segja „elskan mín, vertu ekki að hafa fyrir mér,“ eins og íslendinga var siður til skamms tíma í hvert sinn sem tólfta kökusortin var borin fyrir þá. Og það eru jafnvel þeir allra frægustu sem eru lítillátastir. SigurðuT Valgeirsson í móðurhlutverki Sjálfur var ég með í að stjórna bókmenntahátíð í Reykjavík fyrir einhverjum árum og heimsmað- urinn Kurt Vonnegut kom frá Ameríku með þægilegt glott á andlitinu og fannst með öllu óþarft að það væri stjanað við sig; þá var Sigurður Valgeirsson útgáfustjóri forlagsins sem gaf hann út á íslensku og hann vildi eins og gestrisinna manna er siður láta Kurt líða sem best og greiða hans götu í hvívetna. Þótt Ameríkaninn vildi eins og áður sagði Iáta sem minnst hafa fyrir sér þá kunni hann að meta hjálpsemi íslenska útgefandans og þegar þeir kvöddust þakkaði Kurt Sigurði með orðunum: „You’ve heen like a mother to Höfundar til sýnis Danska bókamessan gengur sem sagt töluvert mikið út á það að hafa höfunda til sýnis, enda vor- um við eitthvað á milli fimmtíu og hundrað sem komum þarna fram. Suma var afar gaman að fá að heyra og sjá; ameríski höf- undurinn Edward Bunker var þarna, hann er um sjötugt en fremur nýlega farinn að verða þekktur sem rithöfundur. Sem barn að aldri stóð hann uppi næstum vegalaus í Kaliforníu og eins og títt var um götubörn lenti hann uppi á kant við lögin og dróst inn í vítahring sem leiddi hann frá einu betrunar- hælinu til annars. Atján ára var hann kominn á San Quentin, eitthvert alræmdasta fangelsi Bandaríkjanna, innan um for- herta morðingja og glæpamenn, og var meira og minna í fangels- um fram á áttunda áratug aldar- innar þegar hann fór að skrifa glæpasögur, eða öllu heldur skáldsögur um glæpamenn, því hann skrifar ekki venjulega krimma þar sem öllu máli skiptir að upplýst sé hver hafi framið ódæðið, hvort sem það lýsir sér í einu blóðlausu líki á bókasafni einsog hjá Agötu Christie, eða valkesti hræja í skuggalegu húsasundi einsog tíðkast meira vestanhafs - en nú er Eddie Bunker sem sagt orðinn frægur höfundur sem flýgur milli landa í bleiseijakka og púar sígara og áritar bækur og svarar fílósófísk- um spurningum um vandamál skáldskaparins á vorum dögum, og er jafnvel farinn að verða kvikmyndaleikari, lék meðal annars Mr. Blue í Reservoir Dogs eftir Tarantino, er með öðrum orðum að verða stjarna í bænum HoIIywood þarsem hann fæddist og ólst upp á meðal fá- tækra og útskúfaðra, og kallar þessa óvæntu frægð „the final irony of my life.“ Frægð augnabliksiiis Og það eru ekki bara útlendir höfundar sem spranga um sali bókamessunnar, þeir dönsku eru þarna líka, allir með nýútkomn- ar bækur og dálítið hátt stemmdir og viðkvæmir í lund og náttúrlega mishressir innst inni, því að ekki hafa allir fengið sömu elskusemina frá ritdómur- um blaðanna og þeir eru mis- hátt á metsölulistunum - og í rauninni er þeim öllum vor- kunn, bæði þeim sem eru álitnir hafa feilað með sínu nýjasta verki og líka hinum sem baða sig í frægð augnabliksins í anda enska orðatiltækisins sem segir „every dog has his day.“ Þó er einn alltaf mjiig kyrfilega fjarver- andi á svona stöðum þar sem danskir höfundar viðra sig, háir jafnt sem lágir, og það er sá allra frægasti og stærsti nú um stund- ir, sjálfur Peter Hpeg, höfundur bókarinnar um Smillu sem hef- ur gert það gott víða um heim. En þessi góði hölundur er sem sé að mestu ósýnilegur; hann kemur aldrei á bókamenntahá- tíðir eða kaupstefnur, næstum aldrei í veislur eða partí, og fjöl- miðlar ná helst ekki í hann. Þetta er á vissan hátt dálítið glæsilegt, að bara eiga sig sjálfur eins og þingkonurnar í Kvenna- listanum, og víst eru til þau augnablik í ævi jafnvel hinna hégómlegustu og athyglissjúk- ustu höfunda þar sem þeir vildu óska þess að þeir væru ósýnileg- ir. H0eg ekki til? Samt er Peter Hpeg mörgum ráðgáta - og þarna á messunni heyrðist sú kenning að kannski væri þessi höfundur ekki til, á dálítið kúnstugaan hátt. Og var þá vísað til metsölubókarinnar „Brýrnar í Madisonsýslu" og kenningar sem fleygt var um lil- urð þeirrar bókar. Hún gengur út á að bókin hafi í raun verið útkoman úr snjallri markaðs- könnun, eða rannsókn á því hvernig bók væri líklegust til að ná metsölu í Bandaríkjunum. Könnunin hafi leitt í ljós að stærsti hópur bókakaupenda þar í landi væru konur á milli þrí- tugs og fimmtugs, og að helst vildu þær lesa bækur um kven- persónu sem þær gætu miðað sig við og fundið sig í, og aðal- persónan ætti helst að lenda í ævintýrum eða atburðum sem þeim sjálfum þættu spennandi tilhugsunar, - en þarna er auð- vitað um að ræða gamalkunnug sannindi um tengsl lesandans og sögupersónanna. Og útkoman varð söguþráður sem væri ör- uggur til vinsælda, um vel stæða húsmóður sem er búin að koma sér upp öruggu heimili og börn- in að verða stór án þess hún sjálf hafi tapað æskuljómanum, og eina helgi kynnist hún sjálf- um draumaprinsinum, einhverj- um Marlboroughmanni eða Krókódíla-Dundee, og saman eiga þau innlifað ástarævintýri sem þó er blessunarlega lokið áður en eiginmaðurinn og börn- in snúa heim af landbúnaðar- sýningu í næsta fylki. Og kenn- ingin vill meina að nokkrir óþekktir en ritfærir menn hafi verið fengnir til fylla út í þennan söguþráð fyrir gott tímakaup á skrifstofum forlagsins, og svo hafi verið fengin einhver mið- aldra karlkyns ljósmyndafyrir- sæta, Robert James Waller, til að leika höfundinn og fullkomna plottið, og að hann hafi verið gæddur þeirri sérvisku að vilja sem óvíðast koma fram og tala um skáldskap, enda hefði það getað eyðilagt glansmyndina á augabragði. Og á sama hátt, heyrðist talað á bókamessunni í Kaupmannahöfn, var bókin um Smillu geníöl niðurstaða af ráð- stefnum sérfróðra um það sem bókmenntaheimurinn væri að bíða eftir á þeim árum þegar töfraraunsæið suðurameríska var að tapa nýjabruminu og vin- sældunum. Og þá hlyti að koma einhver andstaða þess, - í stað mollunnar og Iitaskrúðsins sem einkennir veröld þeirra bóka ásamt suði í skordýrum og frum- skógagróðri og hitamistri, þá kæmi hinn tæra veröld heim- skautssvæðanna, íroststillur, auðn, kaldir bláir litir og enda- laus víðátta, og svo kom náttúr- lega sjálft snilldarbragðið að setja inn í þetta allt unga fallega konu sem bæði er vel menntuð en þó líka náttúrubarn sem get- ur lesið í snjóinn eitthvað sem frumstæðir menn læra af návígi við náttúruna en stórborgarbúar munu aldrei fá séð. Og svo hafi verið fenginn ungur maður nor- rænn í útliti og fótógen, meira að segja ballettdansari, sem vílar ekki fyrir sér að horfa dreymandi út í loftið á ljósmyndum, ber- fættur og sviphreinn, en um- fram allt neitar að láta sjá sig, fer aldrei neitt nema kannski hjólandi á kvenreiðhjóli til bak- arans og kjötkaupmannsins heima f úthverfinu sínu; lætur aldrei hanka sig á að ræða verk sín og viðhorf. Guðsgafflar í rauðkálið Sjálfur er ég efins um þessa kenningu. Eg þekki fólk sem hef- ur hitt Peter Hpeg í eigin per- sónu, og það segir mér að hann sé heilsteypt náttúrubarn, einsog við sé að búast af slíkum höfundi, honum finnist meira að segja andstætt náttúrunni að borða með hníf og gaffli, og í matarboð- um snæðir hann bara með hönd- unum, kjötið, kartöflurnar, og líka sósuna og rauðkálið.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.