Dagur - 26.11.1997, Blaðsíða 6

Dagur - 26.11.1997, Blaðsíða 6
22 — MIÐVIKUDAGUU 26.NÓVEMBER 1997 'Dafptr LÍFIÐ í LANDINU „KRvannVal 7-0 í jöfnum leik.“ Hverjireru bestir? er nafn á bók sem nýlega erkomin út hjá Bóka- útgáfunni Hólum. Þar erað finnafjölmargar gamansögur afíþrótta- mönnum. Dagurbirtir nokkrar sögur með góð- fúslegu leyfl útgef- enda. Með boltann í höndunum Hermann Gunnarsson, sem við þekkjum öll sem Hemma Gunn, var um nokkurra ára skeið íþróttafréttamaður ríkisútvarps- ins. Hann er manna hressastur og skortir sjaldnast orð þegar lýsa þarf mönnum eða atburð- um. finna þessa fyrirsögn á íþrótta- síðunni: „KR vann Val 7-0 í jöfnum Ieik.“ Ágæti áborfandi Bogi Þorsteinsson í Njarðvík var formaður Körfuknattleikssam- bands íslands á fyrstu árum þess. Einhverju sinni var Bogi að setja Islandsmót í körfuboltan- um. Eitthvað var fátt um áhorf- endur því Bogi hóf ræðu sfna á þennan veg: „Ágaeti áhorfandi..." Hvor hefst á undan? Björn Jónsson, sem lengi lék með FH og var fyririiði þess um tíma, var eitt sinn að spjalla við þáverandi samherja sinn, Birgi Skúlason. Þetta var skömmu fyr- ir Evrópuleik FH við skoska fé- lagið Dundee. Er þeir höfðu skeggrætt um væntanlegan leik segir Björn allt í einu: „Hvernig er það, er ekki fyrri Ieikurinn alltaf á undan?" Einhveiju sinni var Hemmi að lýsa körfuknattleik og sagði þá meðal annars: „Það er ótrúlegt að horfa á þessa ungu stráka og engu líkara en að þeir hafi fæðst með bolt- ann í höndunum." Eftir smáþögn bætti Hemmi við: „Það hefur áreiðanlega verið erfitt fyrir mæðurnar." Dómari gefur ráðleggiugar Einhverju sinni hafði leikmaður gerst grófur f tali við Gylfa Þór Orrason, dómara, sem aldrei þessu vant svaraði fyrir sig og sagði: „Reyndu bara að hitta bolt- ann svona til tilbreyting- ar.“ Verðskuldað lof Leikmaður í KR, sem var þekktur fyrir að vera nokkuð drjúgur með sjálfan sig, „hrósaði" sam- heija sínum á eftirfarandi hátt: „Rosalega var það vel gert hjá þér, þegar þú tókst innkastið og gafst á mig, og ég tók boltann niður, lék á þrjá mótherja og skoraði!“ Sanngjörn úrslit? I Þjóðvilj- anum 1960 var Hvenær rekur maðiir iiiann? Guðjón Guðmundsson var liðs- stjóri Bogdans Kowalcyck þau ár sem hann starfaði hér á landi. Guðjón starfar nú sem íþrótta- fréttamaður á Stöð 2. Bogdan reiddist Guðjóni eitt sinn á landsliðsæfingu í Hafnar- firði og rak hann. Daginn eftir hringdi Bogdan í Guðjón og spyr hvort hann ætli ekki að mæta á æf- ingu. Guðjón varð fremur undrandi en svaraði: „Nú, var ég ekki rekinn í gær Þá svar- aði Bogd- an: cLLi ha ir verið reki nn 1 Gylfi Þór. „Reyndu bara að hitta boltann svona til tilbreytingar," sagði þessi rólyndi dómari þegar hann hafdi fengið nóg af tuði leikmanns. Því má svo bæta við að alls rak Bogdan Guðjón sautján sinnum. Fæddir 3. og 4. flokkur KR fór eitt sinn í keppnisferð til Skotlands. Einn af fararstjórunum var Magnús Pétursson, landskunnur knatt- spyrnudómari hér áður fyrr. I Skotlandi þurftu allir að fylla út eyðublöð vegna dvalarinnar. Vafðist það fyrir sumum drengj- unum og fór svo að einn þeirra Siggi Sveins. „Á að tapa leiknum?" var viðkvæði hans þegar Bogdan sagði hon- um að skipta út í vörninni. kallaði upp og spurði hvað orðið BORN þýddi. Magnús var skjót- ur til svars og sagði: „Það þýðir fæddur. Þið skrifið bara YES í þann dálk." Skipulagt tap I hvert sinn sem Bogdan setti Sigga Sveins inná í landsleik var hann vanur að segja: „Svo skiptir þú auðvitað út af í vörninni." Og alltaf svaraði Siggi: „Nú, á að tapa leiknum?" Hvar er vaskuriim? Stefán Hallgrímsson tugþrautar- kappi rak um árabil líkamsrækt- arstöð. Einu sinni komu til hans frakkaklæddir menn, með skjalatöskur undir hendi og ábúðarmiklir á svip. Þeir kynna sig og segjast vera komnir til að athuga um vaskinn. „Hann opnar þarna,“ svarar Stefán og bendir þeim út í horn þar sem gat að líta slitinn vask. „Og hann lekur." Sprett úr spori Torfi Bryngeirsson hljóp fjórða sprettinn í 4x100 metra boð- hlaupi í landskeppni við Dani. Islenska sveitin sigraði. Eftir hlaupið vindur einhver sér að Torfa og spyr hvað hann hefði nú gert ef Daninn hefði komist upp að hliðinni á honum? Torfí svarar: „Þá hefði ég hlaupið aðeins hraðar." 't.'j r.-j Alt'l uíibe i.vi áivci'iií í I i__________

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.