Dagur - 26.11.1997, Side 10
\ 9. 9. 1 R.3 8 M avim.is ’J 9 I' <1 '3 't í V O J %
26 - MIÐVIKVDAGUS 26 .NÓVEMBEB 1997
LÍFIÐ í LANDINU
ro^tr'
Hrossaræktin er
kominút
Dómarar aö störfum. Kynbótamatið byggir meira á einstakiingsdómi nú en áður. mynd: ej.
Hrossaræktin 1997 I.
og II. hefti eru komin
út. Fyrra heftið inni-
heldur eins og áður
kynbótamatið 1997.
Þar er birt kynbótamat
stóðhesta og hryssna
sem hlotið hafa 115
stig eða meira. Hér
hafa áður birst töflur
yfir efstu hrossin og
verða ekki endurteknar hér. Matið að
þessu sinni er byggt á endurmetnum
erfðastuðlum. Þetta gerir að verkum að
skalinn þéttist verulega þannig að eftsu
hross lækka og neðstu hross hækka. Sá
veikleiki kerfisins að endarnir væru
farnir að margfaldast nokkuð mikið
vegna stærðar sinnar hvort heldur var
upp eða niður er nú leiðréttur. Matið
var þannig farið að gefa ýkta mynd af
breytileikanum í kyninu. Sem dæmi má
nefna einkunnir fyrir hófa þar sem
hæsta einkunn gaf í skyn hófa sem
nálguðust að vera 100% yfir meðal hóf
og lægsta einkunn hófa sem.væru svo
lélegir að hesturinn væri varla gangfær.
Slíkar hættur eru sífellt fyrir hendi þeg-
ar ætternistengsl hafa mikil áhrif. Nú
er meira byggt á einstaklingsdómi.
Teigni dómskalans sem beitt hefur verið
nokkur síðustu ár á að gefa sannari
mynd af breytileikanum, en mikil mið-
lægni einkunna dregur hins vegar úr
því. Teigni einkunna, samhæfðari skali,
betri sýningar og jafnari aðstaða eru
allt tæki ti! að geta betur metið hrossið
og gert sér grein fyrir arfgengi þess og
væntanlegum erfðum. Reynt er nú í
fyrsta sinn að meta prúðleika þó hann
reiknist ekki inn í kynbótamatið.
Afkvæmafrávik - nýr þáttur í kyn-
bótamati. Þá er kominn nýr þáttur sem
nefnist Aflcvæmafrávik. Þarna er á ferð-
inni merkilegt nýmæli sem segir til um
hvort stóðhestur gefur afkvæmi sem
hafa betra eða lakara kynbótamat en
hann fékk sjálfur vegna einstaklings-
dóms og ætternis. Þessar upplýsingar
eru mikilvægar fyrir ræktandann því
þegar búið er að dæma fjölda hrossa,
kannski yfir 100 afkvæmi þá kemur
þetta mjög skýrt í ljós. Þetta er heildar
matið á afkvæmunum, eins konar með-
altal en segir ekkert um að hestar sem
gefa að meðaltali lakari hross en þeir
voru sjálfir þegar þeir voru dæmdir geti
ekki einnig gefið toppa. Þetta er vel
þekkt í ræktunarstarfinu og þess vegna
fylgir notkun slíkra hesta alltaf talsverð
áhætta. í þessari töflu kemur fram að
Orri frá Þúfu hefur vegna sinna af-
kvæma 13 stig umfram það sem hann
hefur fyrir einstaklingsdóm og ætterni.
Þannig dæmast afkvæmi hans upp til
hópa betur en hann sjálfur. Sama er
með Þátt frá Kirkjubæ að hans afkvæmi
dæmast mun betur en hann dæmdist á
sinni tíð, en hann hefur 10 stig umfram
vegna sinna afkvæma. Hrafn frá Holts-
múla hefur 9 stig umfram sem sýnir
hve einstakur ræktunargripur Hrafn
hefur verið því undan honum hafa verið
dæmd yfir 400 afkvæmi og þau reynast
svona jafnagóð. Þokki frá Garði sonur
hans hefur 8 stig umfram. Svo koma
hestar eins og Otur sem er með mínus
8 stig sem gefur til kynna mjög misjöfn
afkvæmi, en hann á sem kunnungt er
nokkra frábæra toppa í sínum afkvæma-
hópi. Sama er að segja um Pilt frá
Sperðli. Tafla .fylgir ekki um afkvæma-
hryssur og þarf að bæta úr því. Þar hlýt-
ur afkvæmafrávik að vera mikið eins og
t.d. hjá Glókollu frá Kjarnholtum sem
hlaut 133 stig fyrir afkvæmi en fékk
sem einstaklingur 7,61 í aðaleinkunn
og ekki háa ætterniseinkunn. Sem ein-
staldingur kemst hún ekki inn í Hrossa-
ræktina. Það eru reyndar ekki ný sann-
indi að það sé öruggt að allar hryssur
með háa einkunn skili góðum afkvæm-
um. Svo langt hefur ræktunin ekki náð.
I Hrossaræktinni I 1997 gerir ritstjór-
inn Kristin Hugason ítarlega grein fyrir
þeim breytingum og nýmælum sem nú
eru í kynbótamatinu.
Allir dómar frá 1997. Hrossaræktin
II dómar og tölulegt yfirlit hefur ekki
fyrr komið svo snemma út og er fagnað-
arefni. Væntanlega verður það svo til
frambúðar að bæði þessi rit komi tím-
anlega að hausti svo menn hafi gagn af
þeim vegna aðgerða í ræktunarstarfi
næsta árs. I þessu hefti eru allir dómar
ársins 1997 og gefur það mikilvægar
upplýsingar. Hverju hrossi fylgir ætl-
færsla í tvo liði í föður- og móðurætt. Í
þessu hefti sjást ekki bara dómar á
bestu afkvæmum stóðhesta heldur öll-
um afkvæmum sem komið hafa til
dóms. Þá eru í ritinu samanburðartöfl-
ur margskonar og flokkun hrossa eftir
aldri og kyni inn á viss einkunnabil sem
gefur upplýsingar um framþróun. Það
er mikið fagnaðarefni að útgáfan skuli
vera svona snemma á ferðinni því þó
upplýsingar séu fáanlegar í Feng þá eru
fjölmargir sem ekki hafa aðgang að
þeirri tækni sem til þarf auk þess sem
vaninn heldur mönnum enn við bókina.
Nú hafa Bændasamtökin samþykkt að
Fengur verði á veraldarvefnum og nefn-
ist Veraldar-Fengur og er slóðin:
www.bondi.is.
Kári
ftrnórsson
skrifar
Stundum þarfnast fólk aukaskammts af
járni, t.d. eftir miklar tíðablæðingar, veik-
indi og á meðgöngu. Grænmetisætur
þurfa að huga mjög vel að járni í fæð-
unni, sérstaldega ef viðkomandi borðar
ekki egg og er óduglegur við grænt græn-
meti. Matur sem er sérstaklega járnríkur
er t.d. egg, grænt grænmeti eins og spínat
og brokkoli, rautt kjöt, innmatur, sardín-
ur og heilhveitibrauð. I mörgum tegund-
um morgunkorns, svo sem hafrahringjum
og kornflögum er ríkulegur skammtur af
járni og vítamínum, hlutfall af ráðlögðum
dagskammti er gefið upp utan á pakkan-
um. C vítamín auðveldar líkamanum
járnupptökuna, þannig að gott er að
drekka glas af appelsínusafa eða borða
tómat með máltíðum þar sem járnmagn
er mikið í matnum.
o
m
Frí og streita
Sæl Vigdís. Þannig er mál með vexti að ég
er í mjög krefjandi starfi og vinn mikið.
Get kannski kallast vinnualki ef því er að
skipta. En stöku sinnum fer ég í frí með
fjölskyldu minni og þá fyrst byrja vand-
ræðin. Eg verð hreinlega veikur fyrstu 3-4
dagana og það tekur mig alveg vikuna,
jafnvel 10 daga að slaka á og fara að njóta
þess að vera í fríi. Er hægt að breyta
þessu eitthvað?
Einhvern tíma heyrði ég sagt að fyrsta
frívikan færi í stress, næsta í að jafna
sig á því að vera ekki í vinnunni og í
þriðju viku færi fólk að slaka á og njóta
lífsins. Því niiður er það svo með fólk
sem vinnur mikið og tekur vinnunna
inná sig í einhverjum mæli, að það á
erfitt með að slaka á. Helst get ég ráð-
lagt þér að draga úr vinnunni síðustu
2-3 vikurnar fyrir fríið og fara þannig í
einskonar aðlögun. Fjölskyldufrí eru
oft mikil raun og fólk hefur sterkar
væntingar til þeirra, en þegar dagleg
rútína er ekki fyrir hendi lengur, þá fer
allt úr skorðum og allt of oft kemur
fólk úr fríinu útkeyrt og tilfinningalega
í uppnámi, ef það hefur ekki undirbúið
sig því betur.
Vigdís svarar í símann!
Ertu með ráð, þarftu að spyrja,
viltu gefa eða skipta?
Vigdís svarar í símann M. 9-12.
Símiun er 563 1626 (beint)
eða 800 7080
Póstfang: Þverholt 14 Rvk.
eða Strandgata 31 Ak.
Netfang: ritstjori@dagur.is
Nýir dropar frá Kötlu
Katla hefur sett á markaðinn tvær nýjar
tegundir af kökudropum. Um er að ræða
appelsínudropa og sherrydropa og bætast
þeir við þær 8 tegundir sem fyrir eru. Þeir
eru seldir í 30 ml. glösum og henta vel í
konfektgerð, ábætisrétti svo og í allan
bakstur.
Blandið öllu nema hnetunum saman í
hrærivélarskál, hnoðið deigið varlega
saman með spaðanum. Kælið deigið lítil-
lega, gerið kúlur og setjið á plötu með
bökunarpappír. Látið heila heslihnetu á
hverja köku og bakið við 180°C í 10-12
mín.
Stnúkökuundur
230 g hveiti
20 g eðalkakó
250 g smjör
60 g sykur
I egg
‘A tsli. hjartarsalt
100 g súkkulaði
1 'A tsk. appelstnudropar
Heilur heslihnetur
Ýmis ráð
•Gamlar skyrtur er gott að
nota þegar krakkar vilja mála,
snúið þeim öfugt og hneppið
á bakinu.
• Þegar verið er að pakka niður fyrir
ferðalög, er gott að setja sokka og
aðra smáhluti innan í skóna, það
sparar pláss.
• Það er gott að ná upp lykkjum sem
dottið hafa niður við að prjóna, með
heklunál.
• Salatolía er góð til að mýkja málning-
arpensla.
• Með því að setja sítrónuna í örbylgju-
ofninn í nokkrar mfnútur, næst mun
meiri safi úr henni þegar hún er
lcreist.
• Ef mygla vill setjast í rakabletti á
veggjum er gott að strjúka yfir blett-
inn með klórblöndu sem er einn bolli
af klór í einn lítra af vatni.
• Bómullarhnoðri sem vættur hefur
verið í alkóhóli er góður til að
hreinsa síma.