Dagur - 26.11.1997, Side 11

Dagur - 26.11.1997, Side 11
MIÐVIKUDAGUR 2 6.NÓVE MBER 1997 - 27 LÍFIÐ í LANDINU Áfimmtudag verðurhaldið málþing á vegum Karla- nefndarjafn- réttisráðs og Menntamála- ráðuneytisins á GrandHótel íReykjavík. SPJALL Lilja Jónsdóttir kennir í Háteigsskóia, sem áður var æfingaskóli Kennaraháskóla íslands. Stelpur og strákar Yfirskrift þingsins er STRAKAR I SKOLA og mun þar meðal annars verða rætt um samskipti kynjanna og mismun þeirra varðandi athygli og árangur í skólastofunni. Skólaárið 1992-93 tók ég þátt í samnorrænu verkefni NORD- LILIA; um jafna stöðu kynja í skólastarfi. „I tengslum við þetta verkefni gerðu tveir kennaranemar at- hugun í skólastofunni hjá mér. Gengið var út frá spurningunni: Er munur á vinnubrögðum stúlkna og drengja í samvinnu í skólastofunni?, enda hafa kenn- arar rætt um muninn á krökk- um á miðstigi grunnskólans, sem erulO-12 ára,“ segir Lilja M. Jónsdóttir, kennari í Há- teigsskóla (áður æfingaskóli Kennaraháskóla Islands). „Kennararnir athuguðu sam- vinnu krakkanna í þremur afar ólíkum þemaverkefnum, þar sem þeir unnu saman í hópum. Notaðar voru mismunandi að- ferðir við að skipta þeim í hópa til að hafa allt mjög ólíkt. Eitt verkefnið var svokölluð lista- smiðja þar sem unnið var með Strákamirfóru ein- göngu í tónlistarhóp og stelpumar í danshóp. skapandi ritun og ljóðagerð. Krakkarnir ortu Ijóð eftir ákveðnum aðferðum og lásu líka ljóð eftir nokkra höfunda. Svo var ætlunin að þeir túlkuðu ljóðin á skapandi hátt með dansi, tónlist og með leikrænni tjáningu. Þeir máttu algerlega ráða því hvernig þeir hópuðu sig saman í þessari tjáningu. En það sem gerðist var það að það voru eingöngu strákar í tónlist- arhóp, eingöngu stelpur í dans- hóp og svo blandað í leikrænni tjáningu. En svo skemmtilega vildi til að stelpuhópar leituðu til strákanna vegna þess að þær vildu hafa tónlistina með og það sama gerðist hjá strákahópum, þannig að áður en við vissum höfðu hóparnir blandast." Og hver var útkoman? „A þessum árum er sjálfsmynd krakka að mótast og því skiptir miklu máli að nemendur fái tækifæri til að fást við skapandi og krefjandi viðfangsefni. Þessi aldurshópur, þ.e. 9-12 ára, verð- ur gjarnan útundan í skólamála- umræðunni. Hann hefur náð grundvallarfærni í náminu og þessi börn eru flest í góðu lík- amlegu jafnvægi. Þetta er því ákaflega mikilvægur tími, þau eru að fá mynd af sér sem námsmönnum og kynhlutverkið er að mótast. Við sjáum hvernig kynhlut- verkið mótast á þessum árum og ég hef reynt að gæta þess í minni kennslu að stelpur og strákar fái jafnmikla athygli og alltaf þegar ég spyr bekkinn, þá reyni ég að spyrja þau jafnt, koma eins fram við bæði stráka og stelpur. Og ég hef heyrt það utan að, að stelpurnar sem koma úr slíku umhverfi séu sterkari og hafi mun meiri trú á námsgetu sinni en komið hefur fram hjá stelpum í öðrum rann- sóknum. Jafnvel þó að stelpur séu kannski betri námsmenn en strákar, þá er greinilega full þörf á því að efla sjálfsmynd þeirra og sjálfstraust," segir Lilja að lokum. vs. NÝJAR ÍSLENSKAR ÞJÓÐSÖGUR Bræðumir þrír Frá Brún Reykjadal eru bræð- urnir Teitssynir, sem eru vel gefnir gáfumenn og hafa víða Iátið til sín taka. Þeir njóta trausts samferðafólks síns og það er ekki af engu sem þeim eru falin metorð og völd. Björn Teitsson er einn þessara bræðra. Hann hefur um langt skeið verið skólameistari Fram- haldsskóla Vestfjarða á ísafirði. Þá má nefna Ara sem síðastliðin ár hefur verið formaður Bænda- samtaka Islands, en áður var hann héraðsráðunautur Búnað- Ari Teitsson er traktor, en bræður hans eru rektor og doktor. arsambands Suður-Þingeyinga. Einnig skal hér nefndur Ingvar Teitsson, sem er bæklunar- og gigtarlæknir við Fjórðungs- sjúkrahúsið á Akureyri. Svo sem siður er á Islandi eru þessir bræður uppnefndir, rétt einsog annað fólk. Uppnefni sitt draga þeir af störfum sínum og hver skyldu þau nú vera. Jú, Björn er kallaður rektor, Ingvar er doktor og Ari er traktor. Umsjón: Sigurður Bogi Sævarsson. UMSJON Sigupður Bogi Sævarsson Félagsvlstiii í hættu Formaður Framsóknarflokksins kom með ágætt komment í þjóðfélagsumræðuna í fréttum Út- varpsins mánudags- kvöldið. Þar sagði hann að flokksstarf Framsóknarmanna hefði skaðast þar sem hann hef- ur samstarf við aðra flokka um framboðslista. Ekki skulu hér bornar brygður á þessa yfirlýs- ingu Halldórs Ásgrímssonar, en það litla sem pistlahöfundur dagsins þekkir til í húsi Fram- sóknarflokksins hefur félags- starf hans að verulegu leyti byggst upp á að spila félagsvist. Það væri nú vá fyrir dyrum ef félagsvistin væri í hættu. Halldór Asgrímsson, formaður Fram- sóknarflokksins. Flinkur í félagsvist. SMÁTT OG STÓRT í útgerðarstað á landsbyggðinni. Fólkið leitar suður i leit að hamingju. Er það betra að það sé í heimaranni að bræða uppsjávarfisk? Óskum við þessu fólki þá þess hefði setið áfram í heimaranni v Að bræða uppsjávarfisk Annars hefur þjóðfélagsumræð- an, meðal annars af hálfu stjórnarflokkanna, verið leiðin- leg síðustu daga. Upp er kom- inn hinn sívinsæli söngur um byggðamál, sem er ævinlega án upphafs, endis og skilaboða. En gleymum því ekki að þeir sem hafa utan af landi komið til borgarinnar - og eru þar með hluti af þessu stóra, skilgreinda þjóðarvandamali, sem byggðar- flutningarni eru - komu þangað í Ieit að hamingju. Og hafa ef til vill fundið hana í Reykjavík. að hafa farið hvergi og að það ð að bræða uppsjávarfisk! í fóstri hjá Eim skip Ríkisstjórnin minnir afar Ift- ið á ríkis- stjórnir einsog þær eiga að vera - og þá skiptir ekki öllu hvort þær eru á hinum Stjórn Eimskipafélags ísiands. Isál og sinni eru ríkisstjórnin pólítíska ekki ólík þessari stjórn. kvarða til vinstri eða hægri, svo marklaus sem þau hugtök nú eru. Ríkis- stjórnir eiga að vera lifandi og skemmtilegar og vekja dug og dáð með þjóðinni. Stjórnin sem nú situr er einna líkust stjórn stórfyr- irtækis, þar sem eiga sæti menn sem eru verulega loðnir um lóf- ana og mér kemur í þessu sambandi einna helst í hug stjórn Eimskipafélags Islands. Jakkalakkar, sem tala um eiginfjárhlut- föll, verðbréfamarkaði, ávöxtunarkröfur, gengislækkun og hvað þessi hugtök nú heita. Geðlaust fyrirhæri I þessum sama fréttatíma nefndi fréttamaður Útvarps þó aðra skýringu sem er hugsanlega miklu senni- legri: Það er eins gott fyrir Framsóknarflokkinn að hafa allt sitt á hreinu og vera ekki í slagtogi með vinstri mönnum, þegar þarf í hart gagnvart Sjálfstæðis- flokknum. Það liggur í loft- inu að samstarf þeirra flokka sem nú sitja í ríkisstjórn á ekki að vera til einnar nætur. En annars er núverandi ríkisstjórn afar geðlaust fyrirbæri og þar skortir alla gleði, líf og fjör. Nýjar skáld- legar hugmyndir og hvernig megi landsmenn alla. En svo er ekki. Ríkisstjórnin sem nú situr. Geðlaust fyrir- bæri.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.