Dagur - 27.11.1997, Side 4

Dagur - 27.11.1997, Side 4
4 -FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1997 rD^tr FRÉTTIR L Útsvarsprósentan 11,99% Við gerð fjárhagsáætlunar Dalvíkurbæjar fyrir árið 1998 hefur bæjar- ráð lagt til að útsvarsprósentan verði 11,99%; fasteignaskattur af íbúð- arhúsnæði og lóð 0,375%; fasteignaskattur af atvinnuhúsnæði og lóð 1,4%; holræsagjald 0,15% af íbúðarhúsnæði og 0,36% af atvinnuhús- næði. Ellilífeyrisþegar fá 20 þúsund króna afslátt af fasteignagjöldum af eigin íbúðum. Árgerði verður gistiheimili Ingveldur Bjarnadóttir og Þröstur Einarsson hafa keypt fyrrum lækna- bústaðinn Argerði við Dalvík og hafa farið fram á það við bygginga- nefnd að samþykktar verði breytingar á húsnæðinu til notkunar fyrir gistiheimili. Jafnframt er óskað eftir rekstrarleyfi. Samþykkt hefur ver- ið breytt starfsemi í húsinu. Hitaveita Dalvíkur þátttakandi í hita- veitu á Árskógsströnd Árskógshreppur telur eðlilegt að með tilliti til samkomulags sveitarfé- laganna um samráð um fjárfestingar svo og eðli framkvæmda vegna hitaveitu á Arskógsströnd og framhald þeirra, að Hitaveita Dalvíkur verði þátttakandi á einn eða annan hátt. Erindinu var vísað til veitu- nefndar Dalvíkur. Dalvíkurbær og Arskógshreppur sameinast næsta vor sem kunnugt er. Þrotahú lýsir kröfum á starfsmenn Þrotabú Skriðjökuls hf., útgérðarfélags Snorra Snorrasonar, hefur lagt fram kröfu á hendur fyrr- verandi starfsmönnum útgerðarinnar. Skýringin er sú að þegar gert var út á fjarlæg mið eins og Flæm- ingjagrunn og Smuguna voru stundum gerðar ijár- hagsráðstafanir fyrir þá án þess að til fullnaðarupp- gjörs kæmi. Skiptafundur verður um miðjan des- ember og þá liggur fyrir upphæð lýstra krafna og skulda en þær voru f gjaldþrotabeíðninni taldar vera 158 milljónir króna. Hlutafjáraukuiug hjá Sjóferðum Sjóferðir ehf. hafa farið fram á það við bæjarráð að Atvinnuþróunar- sjóður leggi fram hlutafé að fjárhæð 2 milljónir króna til fyrirtækisins. Hluthafafundur í fyrirtækinu hefur samþykkt heimild til aukningar hlutafjár í 15 milljónir króna og er stefnt að sölu á 8 milljónum af því. Erindið er til umfjöllunar hjá Atvinnumálanefnd. Snorrí Snorrason, útgerðarmaður á Dalvík Hið svarfdælska söltuuarfélag Svarfdælingurinn Jóhann Daníelsson vakti verulega athygli á sínum tíma þegar hann tyllti sér upp á stein í kvikmyndinni Land og synir og söng svo undir tók í fjöllunum. Þessi Iífskúnstner er sjötugur og af því tilefni verða haldnir tónleikar £ dag, fimmtudag, í félagsheimilinu Rim- um þar sem fram koma m.a. karlakór, kvennakór, samkór, kvartett, hljóðfæraleikar og ekki síst, Hið svarfdælska söltunarfélag, sem mun eflaust flytja honum kveðju í bundnu máli. — GG HoUviuir Sjómanuaskólans Samtök hollvina Sjómannaskólans voru stofnuð í gærkvöld og er þeim ætlað að verða breiður vettvangur umræðna um skólann og málefni hans. Einkum eiga Hollvinasamtökin að láta til sín taka þróun mennt- unar þeirra starfstétta sem skólinn hefur þjónað frá öndverðu. Meginefni fundarins í gær voru hugmyndir nefndar menntamálaráðu- neytis um að flytja starfsemi Sjómannaskólans í húsnæði við Höfða- bakka. Stjórnendur og nemendur skólans hafa mótmælt þessu og einn- ig samtök sjómanna. Meðal frummælenda voru Guðmundur Kjærne- sted, fyrrverandi skipherra, Helgi Laxdal, formaður Vélstjórafélagsins og Guðjón A. Krístjánsson, formaður farmanna- og fískimannasambandsins. Lifandi vísindi komin út Fyrsta tölublað nýs tímarits um vísindi er komið út. Það heitir Lifandi vísindi og er gefið út í samvinnu við erlenda tímaritið Illustreret Videnskab. I fyrsta tölublaðinu eru m.a. greinar um geimvísindi og ferðamannaþjónustu, rannsóknir á fæðingum, end- urkomu seglskipa og um vísindi og dulúð. Þá er í blaðinu fjallað um íslenskar hátæknirannsóknir sem gagnist fötluðum um allan heim, en ætlunin er að greina frá íslenskum vísindarannsóknum í hveiju tölublaði. Ritstjórí Lifandi vísinda er Guðbjartur Finnbjörns- son. Hann segir viðtökurnar framar öllum vonum. Áskrifendur séu þegar orðnir um 1500 og mikið hafi Lorsíða nýs tímarits: verið spurt eftir tímaritinu í bókaverslunum. Lifandi vísindi. Næg verkefni eru framundan hjá Slippstöðinni. Vegur til vaxtar hjá Slippstöðiuni Verkefnastaða Slipp- stöðvariimar á Akiir eyri hefur verið mjög góð á árinu, raunar allt of mikið að gera ]jví hlutfall yfirviimu stuuda hefur verið mjög gott. Helstu verkefni yfirstandandi árs hafa verið viðhald á togurum Mecklenburger Hochsee- fischerei (MHF) og miklar end- urbætur á tveimur rússneskum togurum. Einn rússneskur togari liggur bundinn við Torfunefs- bryggju, en fjármál útgerðarinn- ar verða að leysast áður en end- urbætur geta hafist á honum. Samingaviðræður standa yfir um smíði á flakafrystibúnaði í tvo rússneska togara frá Murmansk. Verkefhi stöðvarinnar skiptast í almennar viðgerðir og sérverk- efni og fellur landtaka á skipum og verk henni tengd undir al- mennar viðgerðir, sem hafa verið kjölfestan í starfsemi Slippstöðv- arinnar undanfarin ár. Búist er við að þau verkefni verði álíka mikil £ vetur. Næg verkefni eru framundan, m.a. endurbætur á togþilfari og bobbingagörðum togarans Gull- vers ásamt sandblæstri og klæðningu á vinnslurými og upp- setningu á nýjum vélgæsluklefa. Einnig eru næg verkefni í litlu dráttarbrautina og hefur um helmingur slipptaka á þessu ári verið í henni. Þar er hægt að taka upp báta allt að 150 þunga- tonn. Flestir bátar sem þar hafa verið teknir upp hafa verið heil- málaðir og einnig hefur verið mikið um vélaviðgerðir og stál- smíði. Undanfarið hefur verið í gangi hjá Slippstöðinni verkefni sem heitir „Vegur til vaxtar". Tilgang- ur verkefnisins er að móta fram- tíðarstefnu fyrirtækisins og vinna á skipulegan hátt að lag- færingum á þeim atriðum sem bæta þarf í skipulagi og starfs- háttum. Leitast hefur verið við að svara eftirtöldum þremur spurningum: Hvar stöndum við? Hvert viljum við fara? og Hvern- ig komumst við þangað? — GG Sanumigaleiðm ætti að vera fær Lögmaður bænda í Grímsnesi telnr að ná megi samningum um bætnr vegna lagning- ar háspennulínu um lönd þeirra. Lands- virkjun krefst eignar- náms ef ekki viU bet- ur til. „Helst vilja menn línuna í burtu og að hún verði lögð annars staðar eða í jörðu. Slíkar kröfur eru sjálfsagt óraunhæfar. En það er ekki fullreynt að mínu mati að samningar náist milli Lands- virkjunar óg þeirra tólf bænda í Grímsnesi sem hafa leitað til mín. Á næstu dögum verður haldinn fundur málsaðila þar sem samkomulags verður leit- að,“ segir Sigurður Jónsson, lög- maður á Selfossi. Þeir Grímsnesbændur sem hafa leitað til Sigurðar vilja fá hærri bætur en Landsvirkjun bíður vegna Iagningar Búfells- línu 3A, sem á að flytja 220 KW - en í hönnun h'nunnar er þó gert ráð fyrir að auka spennuna í 400 KW. Þeir hafa neitað því að hefjast megi handa við að reisa háspennulínuna og hefur Landsvirkjun því óskað eftir því að mega taka lönd bændanna eignarnámi. Að sögn Þorsteins Hilmars- sonar, upplýsingafulltrúa Lands- virkjunar, mun Búrfellslína 3A liggja yfir Iönd alls 55 jarða. Þeg- ar hefur verið gengið frá samn- ingum við eigendur um 30 jarða, en við 25 hefur enn ekki verið samið. Þorsteinn segir að sumir landeigenda hafi gefið sitt leyfi fyrir því að framkvæmdir megi hefjast, en hafi hins vegar ekki lagt fram bótakröfu. Þeir ætli að sjá hvaða bætur verði greiddar öðrum. Árið 1991 fékk Landsvirkjun leyfí til lagningar 220 KW há- spennulínu, sem átti að fara um sömu slóðir og væntanleg Búr- fellslína 3A nú. Skipulag ríkisins úrskurðaði að leyfi sem fékkst fyrir línunni fyrir sex árum mætti standa áfram nú, enda þó spenna Iínunnar hefði verið auk- in svo mjög. Þann úrskurð voru aðilar í Gnúpverjahreppi ósáttir við og lögðu fram stjórnsýslu- kæru, þar sem þess var krafist að mat á umhverfisáhrifum 400 KW línu færi fram. Umhverfis- ráðuneytið féllst á þá kröfu, í úr- skurði sem kveðinn var upp í sl. mánuði. Nú er unnið að mati á þeim umhverfisáhrifum, en eignarnámskrafa Landsvirkjunar er hinsvegar vegna 220 KW línu. Sigurður Jónsson, lögmaður, segir að bændur í Grímsnesi telji að verðgildi jarða þeirra falli mjög verði háspennulína lögð um lönd þeirra. „Það er ekki hægt að miða við það eitt að há- spennulínan liggi á á 100 metra breiðu belti. Háspennulínan hefur í för með sér sjónmengun og einnig getur umræða um hættu um mengun út frá rafsviði haft áhrif." — SBS

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.