Dagur - 27.11.1997, Blaðsíða 5

Dagur - 27.11.1997, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGVR 2 7 . N ÓVEMBER 1997 - S FRÉTTIR Verslimunt fækkaði um 18 á einu ári Autt versluitarhús- næði var á 23 stöðum í miðborginni í sept- ember, meira en síð- ustu íiiiini ár a.m.k., enda búðum fækkað þar uni 18 á aðeins einu ári. „Verslun í Kvosinni er nú komin á hættumörk," segir í nýlegri skýrslu Þróunarfélags Reykjavík- ur. Verslunum í Kvosinni hefur fækkað um 10 á einu ári (15%) og eru nú aðeins 57 eftir á því svæði. Verði ekki gripið til rót- tækra aðgerða verði verslun og almenn þjónusta að mestu horf- in úr Kvosinni innan örfárra ára. Rúmlega 350 verslanir reyndust á miðborgarsvæðinu öllu, sam- kvæmt könnun í septemberlok, og hafði þá fækkað um 18 á einu ári. Autt verslunarhúsnæði fannst á 23 stöðum, fleiri en nokkru sinni frá því slíkar kann- anir hófust fyrir fimm árum. Strákar undir smásjá „Það er full ástæða til að beina at- hyglinni að strákunum og báðum kynjum, en ekki bara að stelpun- um, eins og algengt hefur verið á undanförnum árum. Það kemur t.d. í Ijós að námsárangur þeirra er ekki eins góður og hjá stelpun- um og er þannig talsverður kynja- munur í samræmdu prófunum," segir Inga Dóra Sigfúsdóttir dós- ent í samtali við Dag. Námsárangur drengja er lakari en stúlkna en ósagt skal látið hvort það á við um drenginn á myndinni sem var að störfum f Glerárskóla á dögunum. Kl. 13 í dag hefst á Grand Hót- el málþing á vegum Karlanefndar Jafnréttisráðs og menntamála- ráðuneytisins undir yfirskriftinni „Strákar í skóla“. Meðal annars kynnir Inga Dóra niðurstöður rannsóknarinnar Ungt fólk ‘97, sem rannsóknastofnun uppeldis- og menntamála framkvæmdi. Inga Dóra segir að aukin athygli á málefnum strákanna sé ekki bundin við Island. „Víða erlendis er farið að varpa ljósi á stöðu strákanna í meira mæli en hingað til hefur verið gert, segir hún. - FÞG Það er meira um autt versiunarhúsnæði í miðbæ Reykjavíkur en verið hefur undan- farin ár. Forsvarsmenn Þróunarfélagsins óttast að versiun og þjónusta hverfi frá Kvosinni innan örfárra ára, verði ekki að gert. Byggja þarf fjóra verslana- kjama Of fáar verslanir og of einhæft úrval verslana og þjónustufyrir- tækja er höfuðástæða þess að fólk sniðgengur miðborgina, að mati Péturs Sveinbjarnarsonar, framkvæmdastj. Þróunarfélags- ins. Fjölgun verslana þurfi að verða forgangsmál í uppbygg- ingu miðborgar Reykjavíkur. „Byggja þarf a.m.k. þijá verslun- arkjarna, milli Hverfisgötu og Laugavegar og einn í Kvosinni." Pétur segir nægt rými fyrir þetta, enda ekki að tala um nýjar „Kringlur". „Eg er að tala um verslunarhús með aðgangi bæði frá Laugavegi og Hverfisgötu, svipað Kjörgarði t.d., með 10-15 smærri verslunum.“ Pétur sér Hlemm og Ingólfs- torg sem útverði svæðisins. Litlir strætisvagnar ættu síðan að flytja fólk um svæðið með „færibanda- þjónustu“ um Laugaveg, Banka- stræti, Austurstræti, Hafnar- stræti og Hverfisgötu. Slíka þjónustu fyrir gangandi vegfar- endur segir hann mjög algengt fyrirbæri í miðborgum erlendis. Ekki íbúðasvæði Til að stuðla að þessu þurfi að skilgreina lóðirnar milli Lauga- vegs og Hverfisgötu sem versl- anasvæði. „Þannig að mönnum sé það fullljóst að þetta eru versl- unarsvæði en ekki íbúðasvæði, nema þá á efri hæðum. Það þarf að úthluta þessum svæðum sem slíkum." Pétur segir ýmsar ástæður fyr- ir því að verslunum fækki svo mjög í Kvosinni. Ein sé sú að eigendur veitingahúsa hafi yfir- boðið húsaleiguna. En þessu þurfi að stýra - og grípa verði inn f þessa þróun fyrr en síðar. Enda miklir hagsmunir í húfi. Fast- eignamat húsa í miðborg Reykja- víkur sé yfir 29 milljarða svo minnsta verðfall þeirra mælist því í hundruðum milljóna. - HEI Það kostar 1000 krónur að fá skjölum þingiýst hjá sýslumanni, en verði að lögum frumvarp sem lagt hefur verið fram á þingi, hækkar það i 1200 krónur um áramótin. Ýmis vottorð og leyfisgjöld hins opinbera eiga að hækka um 15%. Vottorð og leyfl hækka í verði Þinglýsing, veðbókar- vottorð og ýmis leyfis- gjöld hins opinbera hækka í verði um 15% inii áramótin, samkvæmt frumvarpi fj ármálar áðherra. Ýmis vottorð og leyfisgjöld sem ríkið innheimtir hækka um 1 5% um áramótin, samkvæmt frum- varpi til breytinga á lögum um aukatekjur ríkissjóðs, sem lagt hefur verið fram á Alþingi. Frá og með áramótum þarf að greiða 4600 krónur fyrir vega- bréf til útlanda og fyrir borgara- lega hjónavígslu, í stað 4000 króna áður. Veðbókarvottorð hækka úr 800 í 900 krónur, þinglýsing skjala og sakarvottorð úr 1000 í 1200 kr. og leyfi til lög- skilnaðar úr 2500 í 2800 krónur svo dæmi séu tekin. Fyrir heim- ild til greiðslustöðvunar eða nauðasamninga, opinber skipti á dánarbúi og fjárslit á milli hjóna þarf að greiða 3500 í stað 3000 króna áður. Breytingar þessar eiga að skila ríkissjóði tæpum 100 milljónum króna í auknar tekjur á ári. Leyfi til áfengisveitinga hækkað Samkvæmt frumvarpinu á að hækka gjald fyrir leyfi til áfengis- veitinga. Fram kemur í greinar- gerð að nefnd um endurskoöun áfengislaga leggi til að víneftirlit í núverandi mynd verði lagt nið- ur og verði hluti af almennu starfi lögreglunnar. Sérstakt víneftirlitsgjald verður því aflagt en Ieyfi til áfengisveitinga hækk- að. Fyrir leyfi til eins árs þarf að greiða 100 þúsund kr. en 200 þúsund fyrir Iengra leyfi. — VJ Yfir 60 luísuiid manns undir skattleysismörk- um Heldur færri voru með tekjur undir skattleysismörkum í fyrra en árið 1995, eða rúmlega 62 þúsund á móti liðlega 67 þús- und. Þetta kemur fram í svari fjármálaráðherra við fyrirspurn frá Jóhönnu Sigurðardóttur, þingflokki Jafnaðarmanna. Konur eru mun fjölmennari í þessum hópi. Um það bil 41 þúsund konur voru með tekjur undir skattleysismörkum í fyrra, en tæplega 21 þúsund karlar. Ellilífeyrisþegar undir skattleys- ismörkum voru um 10 þúsund og voru konur í þeim hópi mun fleiri en karlar. Kindum í kaupstöðum fjölgað Sauðfé hefur fækkað mjög hér á landi á þessum ára- tug, eða um 15% prósent. Þingmennirn- ir Einar Odd- ur Kristjáns- son, Sjálf- stæðisflokki, Einar Oddur og Stefán Kristjánsson, Guðmunds- Sjálfstæðisflokki. son, Fram- sóknarflokki, vilja að skipuð verði nefnd til að gera tillögur um hvernig efla megi sauðfjár- búskap í jaðarbyggðum þar sem beitilönd séu vannýtt. Fram kemur í greinargerðinni að sauðfé hefur fækkað í öllum sýslum landsins frá 1990, nema tveimur. Mest er fækkunin í Snæfellsnessýslu eða um 33%, en í Norður-Múlasýslu hefur sauðfé fjölgað um 40% á þessu tímabili og um 11% í Suður- Múlasýslu. Athygli vekur einnig að sauðfé hefur fjölgað um 18% í kaupstöðum frá 1990. 26 fál ríkisborgararétt Dómsmálaráðherra hefur lagt fram á Alþingi frumvarp um veit- ingu ríldsborgararéttar, en þar er lagt til að 26 manns fái íslenskan ríkisborgararétt, enda fullnægi þeir skilyrðum samkvæmt regl- um Alþingis. Frumvarpið er fyrra frumvarp tillagna um veitingu ríkisborg- araréttar sem lagt er fram á 122. löggjafarþingi. Blóðbankaþjónusta við þjóðarvá Sjö þingmenn úr öllum flokkum standa að þingsályktun um að skipuð verði nefnd til að gera til- lögur um hvernig öryggi þjón- ustu blóðbankans verði tryggt ef stórslys eða aðrar hamfarir verða. 1 greinargerð kemur fram að virkir blóðgjafar séu um 3,5% landsmanna sem sé lægra hlut- fall en meðal margra annarra þjóða. Við stórslys eða þjóðarvá sé mikilvægt að til sé áætlað lág- mark blóðhluta í landinu og að hægt sé að kalla til fjölda blóð- gjafa á skömmum tíma. Fyrsti flutningsmaður er Siv Friðleifs- dóttir, Framsóknarflokki.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.