Dagur - 27.11.1997, Síða 7

Dagur - 27.11.1997, Síða 7
T^r- FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1997 - 7 ÞJÓÐMÁL Byggðamál, sameigin- legir hagsmunir allra MAGNUS STEFANS SON ALÞINGISMAÐUR OG FORMAÐUR BYGGÐA- mAlahóps ÞING- FLOKKS FRAMSÓKNAR- FLOKKSINS SKRIFAR Það liggur fyrir að ríkisvaldið og stofnanir þess geta ekki einar og sér komið í veg fyrir framhald þeirrar byggðaþróunar sem nú stendur yfir. Okkar þjóðfélag hefur mikið breyst á síðustu 2 - 3 áratugum og það hefur opnast æ meira gagnvart umheiminum. Valdsvið og möguleikar Alþingis og stjórnmálamanna til að grípa inn í atburðarásina hafa minnk- að mikið frá því sem áður var. Meðal íbúa í mesta þéttbýlinu gætir nú meira óþols en áður var gagnvart sértækum aðgerðum sem ætlaðar eru til að rétta hlut landsbyggðarinnar og því er erf- iðara en áður að ná samstöðu um slíkar aðgerðir. Sú staðreynd verður heldur ekki umflúin að fólksflótti úr dreifbýli til þéttbýl- is á sér stað þrátt fyrir mjög bættar samgöngur og samfélags- lega þjónustu í dreifbýli. Margar orsakir Orsaka vandans og lausna verð- ur því að leita víðar en hjá ríkis- valdinu einu. Af því sem fram hefur komið á byggðamálafund- unum er ljóst að orsakanna er ekld síður að leita í huglægum þáttum en þeim þáttum sem til þessa hafa verið taldir hefð- bundnir orsakaþættir í byggða- þróun, svo sem tekjumöguleikar og aðgengi að þjónustu. Sem dæmi má nefna að hið svo- nefnda „fjórða vald“ í samfélag- inu, þ.e.a.s. fjölmiðlarnir, draga oft upp mjög einhliða og fallega mynd af lífi þéttbýlisbúa meðan líf og störf landsbyggðarfólks eru túlkuð á minna spennandi hátt. Ljóst er að stjórnvöld eiga enga möguleika á að bregðast við gegn slíkri ímyndarsköpun, lausnin á þeirri hlið vandans Iiggur fyrst og fremst hjá fólkinu sjálfu á landsbyggðinni, sem verða að sameinast um að skapa jákvæða ímynd af sínu umhverfi. Þrjár megin leiðir Eins og fram hefur komið er það vandi þeirra sem um þessi mál fjalla með það að markmiði að leggja til aðgerðir til lausna á málinu, að orsakirnar eru svo margvíslegar og misjafnlega aug- Ijósar að erfitt reynisl að finna leiðir til lausna. Við sem störf- um í byggðamálahópi þingflokks Framsóknarflokksins teljum þó, að finna megi leiðir til þess að bregðast við og að nálgast megi lausnir á vandanum eftir þremur megin leiðum: A. Með breyttri umræðu um landsbyggðina og sköpun já- kvæðrar ímyndar af lífi og störfum fólksins. B. A vettvangi sveitarfélaganna. C. A vettvangi Alþingis og þjóð- mála. Til þess að árangurs megi vænta verður að koma til sam- stillt átak margra aðila. Eitt af grundvallar atriðum í þessu til- efni er það að landsbyggðarfólk sjálft leitist við að breyta umræð- unni til jákvæðari vegar og þann- ig verði reynt að breyta því hug- arfari sem þjóðin öll virðist hafa í þessum málum. Þannig getum við haft áhrif til þess að gera ímynd landsbyggðarinnar já- kvæðari. Sem dæmi má nefna að í byggðarlögum á Vesturlandi langtímaáætlun um uppbygg- ingu vegakerfisins. Sem for- gangsverkefni mætti t.d. leggja áherslu á að allir þéttbýlisstaðir verði tengdir megin þjóðvega- kerfinu með bundnu slitlagi inn- an ákveðins tíma. Mjög mikið er óunnið í vegagerð víða á lands- byggðinni og því mjög mikilvægt ber að efla möguleika til fjar- náms í framhaldsskólum og Há- skólum og að leggja áherslu á endurmenntun og starfsemi far- skólanna. Hraða þarf endurskipulagn- ingu á starfsemi Byggðastofnun- ar, þar sem áhersla verði lögð á þróunarstarf, atvinnuráðgjöf Magnús segir í grein sinni aö orsakir þeirrar byggðaþróunar sem nú á sér stað séu margbreytiiegar. Samgöngubætur telur hann vera einn liðinn í því að sporna við og koma i veg fyrir sóun og vannýtingu eigna og mannvirkja. hafa íbúarnir tekið sig saman um að mynda framfarafélög fyrir sín- ar byggðir. Þetta er athyglisvert framtak, sem er beinlínis til þess fallið að efla fólkið sjálft til dáða við að byggja upp menningarlíf og atvinnustarfsemi í sinni heimabyggð, sem getur bætt mannlífið og styrkt búsetu í byggðarlögunum. Efling sveitarstjómaistigs- ins Með eflingu sveitarstjórnarstigs- ins geta sveitarfélögin betur bætt samkeppnisstöðuna gagnvart höfuðborgarsvæðinu og þannig verið betur í stakk búin til að halda í fólkið og að ná til sín fólki og atvinnustarfsemi. Liður í þessu er m.a. stækkun sveitar- félaga með sameiningu þeirra, þannig má gera einingarnar öfl- ugri en verið hefur. Þetta er Iík- lega einn af mikilvægustu lyklunum að því að efla lands- byggðina. Stjórnvöld og opinberar stofn- anir geta á margan hátt komið að málinu, bæði með sértækum að- gerðum og almennum aðgerð- um, allt eftir því hvað pólitísk af- staða hýður hverju sinni. Samgöngur mikilvægar Bættar vegasamgöngur eru grundvallar byggðamál. Með ákvörðunum um aukið Ijármagn til vegamála á tilteknum ára- fjölda má setja upp markvissa að markvisst verði gengið í mál- ið. I því samhengi mætti setja upp samræmda samgönguáætl- un, sem næði yfir áætlanir á sviði vega-, hafna- og flugmála. Jafna verður aðstöðumun í út- gjöldum heimila í landinu, sem er landsbyggðinni mjög í óhag á mörgum sviðum. Húshitunar- kostnaðar verður að lækka með lækkun raforkuverðs. Þar leikur Landsvirkjun lykil hlutverk, en því er haldið fram að Landsvirkj- un selji raforku til almennings- veitna á verði sem er töluvert umfram langtímajaðarkostnað fyrirtækisins. Þess má geta að gjaldtaxtar Landsvirkjunar munu hækka um næstu áramót, það mun væntanlega kalla á hækkun gjaldtaxta RARIK, en fram hefur komið að Rafmagnsveita Reykja- víkur mun lækka raforkuverð á sama tíma. Því er eðlilegt að landsbyggðarfólk spyrji að því hvort arðgreiðslur Landsvirkjun- ar til Reykjavíkurborgar skekki þessa stöðu, en yfir 40% af for- gangsorku Landsvirkjunar er seld til um 24% þjóðarinnar gegnum RARIK. Endurskipulagning Byggða- stofnunar Það er aðkallandi að ríkisvaldið styðji betur við fjölskyldur sem þurfa að senda unglinga burt frá heimili til náms, þar sem fram- haldsnám býðst ekki nema fjarri viðkomandi heimilum. Einnig o.fl. Einnig er aðkallandi að byggja upp atvinnuþróunarsjóði úti um landið. Nauðsynlegt er að ná fram framþróun og hagræð- ingu í landbúnaði, m.a. með markvissu markaðs- og sölustarfi sem er grundvallar forsenda þess að atvinnugreinin verði lífvænleg til framtíðar. Þá er mikilvægt að áhersla verði Iögð á frekari upp- stokkun á landbúnaðarkerfinu með það að markmiði að styrkja stöðu atvinnugreinarinnar. Breyta þarf fiskveidistjóm- arkerfinu Það er líklega öllum landsmönn- um ljóst að gera verður nauðsyn- legar breytingar á fiskveiðistjórn- arkerfinu, sem m.a. miði að því að ná sem mestri sátt um það meðal þjóðarinnar. Einnig verð- ur að gera það sem mögulegt er til að jafna aðstöðumun milli landvinnslu og sjóvinnslu bol- fisks, að öðrum kosti mun vinnsla færast enn meira út á sjó sem veldur hruni í fiskvinnsl- unni og í mörgum sjávarbyggð- um. Mest af uppbyggingu stóriðju hefur átt sér stað á suð-vestur horni landsins í nágrenni höfuð- borgarsvæðisins. Við frekari uppbyggingu stóriðju ber að leggja áherslu á að hún eigi sér stað annars staðar í landinu. Tilkoma Nýsköpunarsjóðs mun veita atvinnulífinu á Iands- byggðinni aukin sóknarfæri. Hvetja þarf aðila úti um landið til þess að hagnýta sér þá mögu- leika sem því fylgja, ásamt því að hagnýta möguleika sem skapast hafa við uppstokkun sjóðakerfis atvinnuveganna og með áhersl- um iönaðarráðuneytis á lítil og meðalstór fyrirtæki og átak til atvinnusköpunar. Þjóðfélagslegur kostnaður Eins og fram hefur komð má gera ráð fyrir því að miðað við þá byggðaþróun sem nú á sér stað munu ekki færri en 5.000 manns flytjast frá landsbyggð- inni til höfuðborgarsvæðisins á síðustu 4-5 árum þessarar aldar. Slík byggðaþróun hlýtur að kosta okkar þjóðfélag mikla fjár- muni á einn eða annan hátt. Það er verðugt verkefni að skil- greina það hve mikill þessi þjóð- félagslegi kostnaður er. Fjárfest- ingar, uppbyggð mannvirki og þjónusta eru skilin eftir eða verða vannýtt á landsbyggðinni en á móti er lagt í gífurlegar fjár- festingar við uppbyggingu mann- virkja, þjónustu og annars á höf- uðborgarsvæðinu. I reynd þarf að byggja tvisvar upp fyrir hluta þjóðarinnar. Ef fólksflutningar frá lands- byggðinni umfram tilflutning þangað nemur yfir 5000 manns á 4 -5 árum og við gefum okkur að 3,5 manns nýti hverja íbúð að meðaltali, þá flytur fólk úr yfir l. 400 íbúðum. Aftur þarf að byggja íbúðarhúsnæði fyrir þetta fólk á höfuðborgarsvæðinu. Sóun, eða vannýting íbúðarhús- næðis á landsbyggðinni auk kostnaðar vegna nýbygginga á höfuðborgarsvæðinu gæti numið alls hátt í 30 milljörðum króna. Sóun og vannýting Ekki hafa komið fram tölur um það hvað sambærileg útgjöld samfélagsins vegna sóunar og vannýtingar á landsbyggðinni og nýrra Ijárfestinga á höfuðborgar- svæðinu vegna þessara fólks- flutninga gætu verið ef miðað væri við ýmis samfélagsleg mannvirki og þjónustu. Má þar m. a. nefna skólamannvirki, ýmsa samfélagsþjónustu s.s. heilbrigðisþjónustu, öldrunar- þjónustu o.fl., kirkjur og félags- heimili, atvinnuhúsnæði margs konar, götur og vegi, ásamt höfn- um og flugvöllum í einhverjum tilfellum, rafmagns- og veitu- kerfi, ásamt ýmsu öðru sem mætti telja til. Ef allt væri tiltek- ið gætu þessir fjármunir numið mörgum tugum, ef ekki hundr- uðum milljarða króna. Höfum við efni á þessu? Að auki mætti nefna til ýmsa fé- Iagslega þætti sem fylgja, m.a. þau þéttbýlisvandamál sem þekkt eru og mætti í því sam- bandi nefna glæpi og aðra óáran. Þá er ekki síður mikilvægt að gera sér grein fyrir því hverju þjóðin glatar með þessari þróun, til dæmis ef litið er til okkar sögu og menningar og annars sem eldd er auðvelt að meta til fjár. í ljósi alls þessa er því ekki óeðlilegt að spurt sé, er íslenska þjóðin það rík þjóð að þetta geti gengið með þessum hætti?

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.