Dagur - 27.11.1997, Síða 10

Dagur - 27.11.1997, Síða 10
tt - uei a'iaMavö/1.'í£ anailaiiTtt*u 10- FIMMTUDAGUR 27.NÓVEMBER 1997 FRÉTTIR Hvaöa eftirmaim á lífeyrir vitavarða nú að miðast við? BSRB farið fram á að fresturiim til flutn- ings í A-deild Lífeyris- sjóðs starfsmanna ríktsins verði fram- lengdur. Fjöldi til- kynninga fimmfald- ast á einni vikn. Þótt fimmfalt fleiri tilkynntu flutning í hina nýju A-deild Líf- eyrissjóðs starfsmanna ríkisins nú í vikunni en heilt ár á undan höfðu aðeins um 5% (1.000 af alls um 20.000) stigið skrefið fimm dögum fyrir lokafrest. En örtröð var hjá sjóðnum í gær og framkvæmdastjórinn býst við ein- hverjum þúsundum síðustu dag- ana. Þetta verði líkt og með skatt- framtalið og hlutabréfakaupin sem menn geri helst á gamlárs- dag. Formaður BSRB segir bandalagið hafa farið þess á leit við fjármálaráðherra að hann beiti sér íyrir því að tímasetningunni - 1. des- ember - verði breytt. Stjórn sjóðsins sé sömu skoðunar. „Það er elcki spurning að það væri skynsamlegt að fresta þessu, t.d. í eitt ár.“ Hvar á nú að fínna við- miðun fyrir vitaverði Seingrímur Ari Arason, að- stoðarmaður fjármálaráð- herra, telur ekkert komið fram sem rökstyðji að fólk mundi frekar í stakk búið að velja einhvern tíma seinna. Hann vildi ekki samþykkja að þessi mikil- væga breyting hafi mis- heppnast í framkvæmd, enda enn nokkrir dagar til stefnu. Það virðist þó ljóst, að miklu færri fari yfir heldur Bent er á að ellilífeyrir igamla kerfinu midist við eftir- en menn hafi ætlað. Sam- mann■ Hver er eftirniaður vitavarða? bandið milli þess sem borg- að er inn og áunninna rétt- inda sé t.d. alveg hreint í nýja kerfinu. 1 gamla kerf- inu ráðist ellilifeyririnn af launaþróun eftirmannsins. „Hvar á t.d. að finna þessa eftirmannsviðmiðun fyrir vitaverði sem nú eru komn- ir á eftirlaun?" Steingrímur Ari segir örorkubætur Iíka miklu betri í nýju deildinni - en makalífeyri aftur á móti lélegri. Valið ótimabært Af hverju hefur fólk ekki skipt - álítur það A-deiIdina verri kost? „Nei, það hef ég ekki heyrt - enda er nýja deildin ekki verri kostur," sagði Ogmundur. „Ég held að ástæðan sé sú að það er ennþá svo margt sem er óljóst í kjaramálunum, að fólki finnst það ekki hafa nægilega traustar forsendur til að grundvalla val sitt á og þar með ekki tímabært að taka þessa ákvörðun." Þeir sem lengi hafa verið í gömlu deildinni, þar sem lífeyrir miðast við laun eftir- manns, vilja t.d. vita hvort það verður ofan á að yfirvinna fari í ríkari mæli inn í sjálfan launa- taxtann - og viðmiðunin þar með hækka. Fimm miUjónir í kyaningu Að sögn Hauks Hafsteinssonar, framkvæmdastjóra LSR, hefur sjóðurinn reynt að sjá til þess að upplýsingarnar kæmust til sjóð- félaga en jafnframt halda kynn- ingarkostnaðinum í lágmarki. Hann sé einhvers staðar kring- um fimm milljónir, sem fyrst og fremst liggi í gerð og dreifingu á vönduðum upplýsingabæklingi sem öllum sjóðfélögum var send- ur í vor og síðan fréttabréfi nú nýiega. - HEI Framkvæmdir á Seyðisfiröi Miklar framkvæmdir hafa verið njá S.R. Mjöli á Seyðisfirði að undanförnu. Verið er að reisa 6 tanka undir mjöl. Þeir eru 35 metra háir og taka 6000 tonn af mjöli. Fyrirtækið Fitjar í Sandgerði sér um uppsetninguna, en um undirstöður sér Töggur á Seyðisfirði. Aætlað er að verkefninu verði lokið síðast í janúar, í byrjun vetrarvertíðar. Þá er einnig verið að byggja ísverksmiðju sem framleiðir 60 tonn á sólarhring. Geymslur fyrir ís verða tvær og taka samtals 240 tonn. Það er Kæli- smiðjan Frost sem sér um uppsetningu ísverk- smiðjunnar. BySféðasamlag um skíðasvæði í óvissu Skíðalyftan í Stafdal var sett upp og lengd árið 1994 og tók Seyðis- fjarðarbær að sér að standa bak við sjálf lyftukaupin en skíðadeildin að fjármagna uppsetningu og lagnir. Til þess voru tekin tvö lán með persónulegum ábyrgðum einstaldinga í skíðadeildinni. Þegar byggða- samlag um rekstur skíðasvæðisins var stofnað með Egilsstöðum og Fellabæ tapaði skíðadeildin þeim tekjum sem standa áttu undir af- borgunum. Samþykkt var að ræða við bankastjóra Landsbanka um raunhæfa lausn. FuIItrúar Seyðisfjarðar í byggðasamlaginu telja að ekki sé stætt á áframhaldandi rekstri byggðasamlagsins og framlög til rekstraraðilanna, skíðadeilda Hattar og Hugins, duga engan veginn til. TIL SÖLU Til sölu eru eignir Úrvinnslunnar hf., Réttarhvammi 3, Akureyri. Eignirnar eru fasteignin Réttarhvammur 3, norðurhluti Akureyri, sem er 536 fm. iðnaðarhúsnæði á einni hæð, ásamt vélum og tækjum. Tilboðum skal skilað til Fasteignasölunnar ehf, fyrir 10. desember nk. Fasteignasalan ehf., Gránufélagsgötu 4, Akureyri. Sími 462 1878, fax 461 1878. Æ fleiri taka leigubíl Góðærið hefur víða skilað sér í aukinni þjónustu og virðist sem töluvert fleiri landsmenn nýti sér nú leigubílaþjónustu en fyrr. Sæmundur Sigurlaugsson, fram- kvæmdastjóri Hreyfils, segir að stöðin hafi töluvert fjölgað mönnum að undanförnu. Upp- sveiflan hafi byrjað fyrir um ári og stigið markvisst. Von er á nýbreytni hjá Hreyfli á næsta ári í viðskiptaháttum þegar allir bflstjórar stöðvarinnar munu taka upp debetkortavið- skipti. Kostnaður er nokkur við framkvæmdina en kortanotkun Islendinga eykst markvisst og sjá æ fleiri þjónustuaðilar sig knúna að koma á móts við þarfir neyt- endanna. Hreyfill mun að lík- indum ríða á vaðið með þessa nýbreytni en samkvæmt beim- ildum blaðsins hugsa samkeppn- isaðilar sér einnig til hreyfings á þessu sviði. Allir bílar Hreyfils taka nú kreditkort og hafa gert um skeið. — BÞ Leiguflugfélög harðlega gagnrynd Formeim atviimuflug- manna og flugfreyja taka uiidir gagnrýni á leiguflngfélög. Engar flugfreyjufélagskonur hjá Atlanta. Formenn bæði Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FIA) og Flugfreyjufélags Islands (FI) taka undir þá hörðu gagnrýni á leiguflugfélög, sem fram kom í bréfi sem forseti Norræna flutn- ingamannasambandsins (NFS) ritaði forseta íslands, í tilefni af heillaóskum forsetans vegna 10 ára afmælis Atlanta. Forseti NFS talar um félagsleg undirboð, að réttindi starfsfólks til þátttöku í eigin stéttarfélög- um sé nánast bönnuð, innan- hússfélög - s.n. gul stéttarfélög þar sem eigendur fyrirtækjanna ráða mestu sjálfir - séu stofnuð, laun séu lítil sem engin og mikil brögð að því að starfsmenn slfkra fyrirtækja séu illa tryggðir. „Það er engin flugfreyja Atl- anta í okkar félagi og hefur aldrei verið. I mörg ár höfum við ítarlega reynt að fá félagið til að gera kjarasamning og þar með að flugfreyjur þeirra gerðust félags- menn hjá okkur, en því hefur alltaf verið hafnað,“ segir Erla Hatlemark, formaður FI. FÍA átti í deilum við Atlanta á sínum tíma, sem leiddu til stofn- unar sérstaks félags atvinnuflug- manna hjá fyrirtækinu. Aðeins tveir flugmenn Atlanta eru með kjarasamning í gegnum FÍA. Kristján Egilsson, formaður FIA, sagðist þekkja þann vanda sem um er rætt í bréfi NFS. „Þetta kemur æ betur upp á yfirborðið núna þegar flug hefur aukist svo mikið og valkostir manna um leið. Þá fara flugmenn síður til þessara félaga. Nefna má að áhafnaleigur hafa nú títt sam- band við okkur til að láta vita af lausum stöðum, sem ekki gerðist mikið áður,“ segir Kristján. Fram hefur komið gagnrýni á málflutning forseta NFS frá tals- mönnum ASÍ og Verkamanna- sambandsins, sem eru aðildarfé- lög að NFS. — FÞG

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.