Dagur - 02.12.1997, Blaðsíða 3

Dagur - 02.12.1997, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 2.DESEMBER 1997 - 19 LÍFIÐ í LANDINU Er Marel drauma- yiimustaðuriim? Marel ehf. erstóifyrír- tæki á íslandi sem hlómstrar. Menn líta á stóra húsið upp á Höfða og hugsa með sérað þama værí nú gottað vinna. Erþað svo, eru þeirhjáMarel fjölskylduvænir? Hvernig er annars fjölskyldu- vænt fyrirtæki? Sumir myndu segja að stimpillinn kæmi ef nóg væri sett í vasa starfsmanna, en aðrir myndu segja að til þyrfti mun styttri vinnutíma en tíðkast á Islandi. Dagur frétti nýlega af fyrirlestri Gunnars Arnar Gunn- arssonar, framkvæmdastjóra Framleiðslusviðs Marel ehf., á námsstefnunni Vinna og vel- ferð, sem Dagvist barna hélt ekki alls fyrir löngu. Hjá Marel vinna nú um 240 starfsmenn, þar af u.þ.b. 210 á íslandi. Síðan keypti Marel fyr- irtæki í Danmörku á árinu, sem heitir Carnitech og starfa þar í kringum 250 starfsmenn, þar af um 50 í Bandaríkjunum. Fyrir- tækið hefur þanist út á ótrúlega skömmum tfma og var Gunnar beðinn um að halda fyrirlestur sinn, vegna þess að bent hafði verið á Marel sem fyrirtæki sem gott væri að vinna hjá. „Það er að sjálfsögðu annarra að dæma hvort við gerum vel við starfsmenn okkar, en við leitumst við að gera það,“ segir Gunnar þegar stimpillinn ljölskylduvænt fyrirtæki er ræddur. „Við höfum tekið stjórnkerfið og stokkað það upp, erum hættir að vinna eftir hinu hefðbundna skipulagi. Þeg- ar fyrirtækið stækkaði ákváðum við að halda flötum valdastrúktúr en fórum í staðinn í hópvinnu- kerfi. Starfsmenn vinna hópvinn- una í ákveðnum ferlum eins og vöruþróunarferli og framleiðslu- ferli og er ffamkvæmdastjóri yfir ferlinu. Síðan leysast hóparnir upp þegar verkinu er lokið og aðr- ir eru myndaðir. I sumum tilfell- um er þó um fasta hópa að ræða, eins og í framleiðslunni." Enok Sveinbjörnsson og Gunnar Örn Gunnarsson. Sá fyrrnefndi er ánægður í starfi hjá þeim siöarnefnda. myndik-þök. Gunnar segir að þessi stjórn- unarleið geri það að verkum að menn hafi meiri áhrif og ábyrgð, sem alla jafna þýði að hans mati meiri ánægju í starfi. „Ef fyrir- tækið gengur vel höfum við stundum gefið aukafrídaga eða hækkað launin, sem eru einka- mál hérna, og því á fyrirtækið alla möguleika á að umbuna starfsmönnum sem standa sig vel.“ Minni vinna, flótti starfsfólks - En hversu lengi d dug þurfa starfsmenn Marels að vinna fyrir laununum sínum? „Við erum að taka fyrsta skrefið í framleiðslunni með því að setja þak á yfirvinnuna hjá okkur og hækka jafnframt grunnlaunin. Fyrir nokkrum mánuðum var algengt að hér væri unnið fjögur kvöld til níu og líka um helgar þó ekki væru allir starfsmenn alltaf að vinna þennan tíma. I dag er unnið til sjö á kvöldin nema í undantekn- ingartilfellum. Best væri að vinna til fimm en ef ég myndi stinga upp á að stíga svo stórt skref myndi ég missa starfsfólkið nema hægt væri að greiða þeim mun hærri laun.“ - Er sveigjanleiki fyrirtækisins mikill þegar kemur að veikind- um starfsmanna og hama þeirra? „Það er starfsmannanna að segja til um það, Hér eiga allir á framleiðslusviði að byrja klukk- an hálf átta á morgnana og vinna til fimm nema á föstudög- um þá er unnið til klukkan eitt. Ef hópurinn sem viðkomandi er í er sammála því að einhver komi seinna eða sé svo og svo mikið frá, þá er ég það einnig. Þurfi starfsmaður að fara með barn á leikskóla og mæti ekki fyrr en hálf níu þá er það allt í lagi ef hópurinn samþykkir það.“ íslendmgar lifa fyrir mikla vinnu Þótt yfirvinna hjá Marel hafi minnkað snarlega er hún enn nokkur og mörgum þætti seint f&i J V ‘ “ 4 ! 'M' I H ' j * 1 Hjá Marei var aö ósk starfsmanna tekið upp á því að vera með leikfimi innanhúss, teygjur og slíkt til að liðka menn. í eldhúsinu starfar rússnesk kona sem er með sex ára menntun i iþróttafræðum og tvisvar i viku mætir hún niður á gólf og lætur menn gera æfingar. að ldára vinnudaginn klukkan sjö. Maður veltir því fyrir sér hvað það er í rauninni íslenskt að finnast vinnudagurinn átta til sjö hátíð. „Við breytum ekki þessum ís- Ienska bakgrunni allt í einu, hér lifa menn fyrir mikla vinnu. Starfsmenn okkar fara heim með sömu laun eða meiri en starfsmenn okkar í Danmörku, en þeir þurfa að hafa meira fyrir þeim. Markmiðið er auðvitað að Idára vinnuna í dagvinnu en þetta gerir maður ekki nema fá framleiðnina upp á móti. Auð- vitað gætum við fjölgað starfs- mönnum en þá myndum við eins og ég sagði missa fólkið frá okkur. Menn verða að hafa tekjumöguleika líka. Við hljót- um samt að fara í sömu átt og aðrar þjóðir í kringum okkur, að minnka þessa óheyrilegu yfir- \ánnu og mönnum hér finnst heiimikil breyting að loka á kvöldin." Þegar rætt er um vinnu og velferð er annað og meira en tímafjöldi og laun sem skipta máli. Hjá Marel er blaðamanni tjáð að ýtt sé undir liðsanda manna á ýmsan hátt. „Við styrkj- um t.d. starfsmannafélagið myndarlega," segir Gunnar. „Og borgum 10 þúsund í styrk á ári fyrir þá sem stunda íþróttir og flestir nýta sér þetta. Starfs- mannaíélagið á síðan tvo mynd- arlega sumarbústaði sem eru nánast upppantaðir árið um kring.“ -MAR Róbert Guðjónsson og Embla Ásgeirsdóttir við vinnu sina, þau eru ánægð hjá Marel og segja vinnustaðinn betri en marga aðra. Betra en í Álverinu „Það er mjög gott að vera hérna,“ segir Enok Sveinbjörnsson sem unnið hefur hjá Marel í tæp tvö ár. „Marel er fjölskylduvænn vinnu- staður að ýmsu leyti enda þótt vinnudagurinn sé langur, en sptli við séum ekki flestir með um 40 yfirvinnutíma á mánuði." Enok er Qölskyldumaður og er yngsti strákurinn hans af þremur 8 ára gamall, hinir eru fullorðnir, eða 18 og 24 ára. Áður vann hann á vöktum hjá Alverinu og segir muninn mikinn í dag og þá hvað varðar allt fjölskyldulíf. „Þegar ég byijaði hérna var algengt að vinna til hálf níu á kvöldin og stundum lengur en núna er mælst til þess að við vinnum ekki nema til sjö sem er ágætt til að byrja með.“ Hann segir að vinnan sé nú jafnari og að breytingin hafi ekki komið niður á launum.“ Betra en víða Róbert Guðjónsson á sex ára stelpu og tveggja ára strák, hann segir að það fari eftir því hvernig litið sé á málin hvort Marel sé fjöl- skylduvænn vinnustaður. „Þetta hefur batnað mikið, ég get oftast hætt klukkan fimm en núna fyrir jólin vinnum við oftast til sjö.“ - Er konan útivinnandi? „Já, en hún vinnur skemur en ég og þetta gengur ágætlega núna með börnin og leikskólann." - Ertu ánægður með þetta eins og það er? „Auðvitað myndi maður vilja vinna skemur en þetta er ágætt og betra en víða annars staðar." SveigjanleiM vegna bama Embla Asgeirsdóttir er nemi og hefur verið hjá Marel í nokkrar vik- ur, hún er einstæð móðir með tvö börn, fimm og tíu ára. „Ég mæti klukkan átta en ekki hálfátta og hætti korteri fyrir fimm á daginn, þá get ég farið með börnin í skólann og á leikskólann áður en ég mæti og ég get lfka sótt þau klukkan fimm.“ - Finnst þér fyrirtækið sýna skilning efbömin eru veik, er sveigjan- leiki? „Það hefur ekki reynt á þetta með veikindin en mér finnst það vera sveigjanleiki að fá að rnæta átta úr því ég get ómögulega mætt hálf átta. Ég vinn svo til enga yfirvinnu en stundum annan hvern laugardag þegar börnin eru hjá pabbanum.“ Embla segir að þegar hún hafi komið í viðtal hjá Marel hafi það ekki þótt nein fyrirstaða að hún væri einstæð með tvö börn. - Hvemig er að vinna með öllum þessum körlum? „Það er fínt, ég hafði dálitlar áhyggjur að menn myndu hjálpa mér of mikið eins og í skólanum en það er sem betur fer ekki þannig þótt ég fái að sjálfsögðu þá hjálp sem ég bið um.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.