Dagur - 02.12.1997, Blaðsíða 11

Dagur - 02.12.1997, Blaðsíða 11
 ÞRIÐJUDAGUR 2.DESEMBER 1997 - 27 LÍFIÐ í LANDINU Heimaey í Vestmanna- eyjum er vemdaður vinnustaður, þarsem fram- leidd eru kerti aföllum stærðum og gerðum. Ný- lega vargerð rækileg skipu- lagsbreyting ográðinnnýr framkvæmda- stjóri, María Jónsdóttir. SPJALL María við kertastand í Blómavali. Byggir upp kertaframleiðslu -María hefnr brennandi áhuga á því að koma vinnu fatlaðra á markað, en hvemig hlutaðist svo til að hún hóf störf hjájdeimaey? „Það var nú þannig að ég keypti alltaf þessi kerti, Heima- eyjarkerti, á árunum 1985- 1990, til að nota á mínu heimili. Mér leið vel að kveikja á þessum kertum, því ég vissi að ég var að gera gagn um leið og ég naut kertaljósanna og svo voru þetta bara bestu kertin," segir Maria. „En svo varð ég vör við það að kertin seldust upp og komu ekki aftur í búðir og ég var farin að aka bæinn á enda til að kaupa Heimaeyjarkerti og var ekkert sátt við það,“ bætir hún við. María tók sig til og hringdi til Vestmannaeyja og ræddi þar við verkstjórann, Runólf, sem hún segir alveg frábæran mann. Hann sagði að markaðsmálin væru í ólestri, það væri ekki svo að fólkið vildi eklci framleiða eða að fólkið í landinu vildi ekki kaupa, þetta væri bara ekki í nógu góðu lagi. María gafst ekki upp og hringdi aftur ári seinna Það hefurengin opin- berstofnun keyptkerti hjá þessum vemdaða vinnustað, þráttfyrir allar veislumar hjá hinu opinbera. og var þá sagt að það væri verið að vinna að markaðsmálum. Enn leið ár og í vor frétti hún af því að bærinn væri að taka yfir verksmiðjuna og hún var ráðin sem framkvæmdastjóri. „Eg var með þá hugmynd að búa til sölukeðju í sumar. Við fórum í gang með að búa til nýj- ar pakkningar og standa til að hafa í verslunum og svo gekk þetta svona ljómandi vel. Eg taldi reyndar að þegar þetta kæmi í búðirnar allar í einu þá myndi það vekja athygli fjöl- miðla, en það reyndist ekki vera rétt. Sjálfsagt er það okkur að kenna, við kunnum ekkert á þetta,“ segir María. Vörumar verða að vera ábcrandi María segist hafa skoðað marga verndaða vinnustaði og framleiðslu þá sem þar er unn- in. „Þetta eru kannski um 20 vörutegundir og það skiptir verulegu máli að koma vörunum á framfæri, það er allt of lítið um að þær séu áberandi á mark- aðnum. Það fólk sem þarna vinnur kemst kannski Iítið og þegar engin vinna er, þá situr það heima,“ segir hún með þunjga. „Ég las grein um daginn um það hvort opinberar stofnanir keyptu framleiðslu verndaðra vinnustaða. Eg er búin að vera við þetta í sex mánuði og á þeim tíma hefur engin opinber stofn- un keypt kerti hjá okkur, þrátt fyrir ótölulegan fjölda veisla sem haldnar eru,“ segir hún að lok- um, þessi kjarnakona. VS NÝJAR ÍSLENSKAR ÞJÓÐSÖGUR Má bjóða þér öruggt sæti Fyrir allmörgum árum var alsiða hjá handknattleiksliði KA, þegar það fór í keppnisferðir suður til Reykjavíkur, að gista á Hótel Holti, sem þá var og er enn dýrasta hótel borgarinnar. Hlut- irnir voru því teknir með trompi og á Holtinu lifðu menn með stæl, að því er sagan segir. Saga sú sem hér fer á eftir gerðist í kringum áramótin 1982 og 1983. Um þær rnundir hafði Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík efnt til opins prólhjörs vegna alþingiskosninga og urðu úrslit þess ýmsum góðum og gegnum sjálfstæðismönnum reiðarslag, því þar lenti Geir Hallgrímsson, formaður flokks- ins, í 7. sæti. Ymsir þeir, sem höfðu verið taldir minni spá- menn, náðu hinsvegar betri ár- angri í prófkjörinu, til að mynda Albert Guðmundsson, sem var kjörinn í 1. sætið. Sérstaldega minnast menn krókódílatára sem Morgunblaðið grét í frétta- og leiðaraskrifum sínum vegna þessa. En þegar hér kemur við sögu voru KA-menn í góðum fagnaði á Hótel Holti. Og þá er gleðin stóð sem hæst gekk þar í salinn Geir nokkur Hallgrímsson. Hann bauð gott kvöld. Undir það tóku ILY menn - og síðan tók einn úr þeirra hópi sig til, dró stól frá borði og sagði: „Geir Hallgrímsson, má nokk- uð bjóða þér öruggt sæti.“ Umsjón: Sigurður Bogi Sævarsson. SMÁTT OG STÓRT Söngl og prump Dr. Gunni og vinir hans syngja og spila á geisla- diskinum Abbababb fyrir jólin og hefur diskur- inn fengið afbragðsdóminn „frábær barnaplata“ í blaði allra landsmanna þar sem Ivar Páll Jóns- son heldur ekki vatni yfir snilld doktorsins og vina hans. Diskurinn virðist enda prýðis- góður... eða þannig. Miðað við spilunina sem Prumpulagið fær í Sjónvarpi allra landsmanna þá verða allir foreldrar löngu búnir að fá pakknóg af doktor Gunna, laginu og gaulandi og prump- andi krökkum löngu fyrir jól. Því að lagið er grípandi og festist í kollinum. Allir krakkar byrja að söngla og prumpa, löngu áður en maður veit af, og þykir það skemmtilegt. En foreldrarnir? Það er svolítið annað mál. Takk, dr. Gunni! Mildum höndum um ráðherra Páll Pétursson félagsmálaráðherra var á fundi með trésmiðum um daginn og sagði þar eina skemmtisögu, samkvæmt fréttum Trésmiðafélags Reykjavíkur. Inn á borð til hans hafði borist er- indi frá stórhuga athafnamanni, sem fór fram á að fá atvinnu- Ieyfi fyrir hátt á annað hundrað konur frá Filippseyjum til ákveð- inna starfa. Ráðherrann kallaði að sjálfsögðu manninn á sinn fund og krafðist skýringa á því hvers vegna ekki hefði verið leitað til íslenskra kvenna. „Athafnaskáldið kvaðst hafa lagst í rannsóknir miklar og kom- ist að því að Fósturlandsins freyjur hefðu þvílíka bjarnarhramma að ónothæfar væru til þeirra verka sem hann hygði á. Eftir þessar útskýringar mannsins mótaðist afstaða mín til málsins og var beiðninni synjað, enda hafa íslenskar konur ávallt farið mjúkum höndum um mig,“ sagði Páll Pétursson. Svanhildur og Ellen Merkilegt hvernig sumir geta átt sér tvífara og það algjörlega óskyldan. Frægt varð í sumar þegar tvífari Antonios Banderas lék hlutverk sögumannsins í Evítu í Óperunni. Þegar síðum Morgunblaðsins var flett nýlega yar sem birtist sprelllifandi á síðum blaðsins Svanhildur Kon- ráðsdóttir, ritstjóri Dagsljóss. Þegar nánar var að gáð átti tví- farinn þó el<ki mikið sameigin- legt með Svanhildi annað en kannski andlitið, því að hún er samkynhneigð gamanleikkona að nafni Ellen DeGeneres og býr í Bandaríkjunum. Halldór og Siggi Bogi Tvífarar mættir. Bera sig eins, andlitssvipurinn nokkuð Hkur og hárgreiðsluna má alltaflaga! Hinn spræki ráðherra, Halldór Blöndal, sem hellti úr visku sinhi í Degi um helgina, er í hópi þeirra sem á sér tvífara þó að ekki hafi það farið hátt hingað til. Vaskur blaðamaður Dags, Sigurður Bogi Sævarsson, er nefnilega svo mikill tvífari Halldórs að gestur á pressuballi Blaðamannafélags Islands fyrir tíu dögum taldi ráð- herrann mættan á svæðið og nuddaði augun tvisvar og trúði því samt ekki að þarna væri aðeins vesæll blaðamaður á ferð. Ekki sjálfur ráðherrann. Sigurður er nefnilega hár og ber sig nákvæm- lega eins og Halldór fyrir nú utan það að andlitssvipurinn er bara nokkuð likur og greiðsluna má alltaf laga. Ekki ku þeir skyldir fé- lagar ... Allir krakkar verða prumpandi til jóla. Takk, dr. Gunni! A 12.1.1 UMSJÓN Guðnin Helga Sigupðardóttir

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.