Dagur - 13.12.1997, Blaðsíða 1

Dagur - 13.12.1997, Blaðsíða 1
LAUGARDAGUR 13. DESEMBER - 237. TOLUBLAÐ 1997 Björgunarsveit Slysavarnafé- lagsins tókst að ná 12 mönn- um af hvalbak togarans á land og síðan upp þverhnípt Látrabjargið við eins erfið skilyrði og hugsast geta. Þrír skipverja komust ekki á hvalbakinn og drukknuðu áður en björgunarmenn komu á vettvang. Frækílegasta afrek slys vamar s ögiumar Fyrir TÍU ÁRUM, á þeim tíma árs sem sólargangur er skemmstur, safnaðist hópur slysavarnarmanna saman á brún Geldingarskorardals, þar sem farið var á handvað niður á Flaugarnef og síðan sigið 90 metra niður í fjöru þegar skipbrotsmönn- um var Dhoon var bjargað 40 árum áður. Þarna voru saman komnir fé- lagar úr björgunvarsveit SVFI á Pat- reksfiðri, ásamt þeim öldnu kemp- um Asgeiri vitaverði á Látrum, Ola á Geitagili og Bjarna frá Hænuvík, en þeir höfðu háð harða baráttu þarna á árum áður. Þarna fór fram falleg og látlaus minningarathöfn. Fagurgjörðum aðventukransi var komið fyrir á brún bjargsins. Hann minnir á árstímann og er einnig táknrænn fyrir björgunarstólinn. Þá voru tendruð 12 kertaljós, er minna á skipsbrotsmennina er bjargað var af Dhoon og þar hjá lagðar þijár fal- lega skreyttar grenigreinar til minn- ingar um þá skipveija er létust við strand togarans. Félagarnir taka ofan höfuðfötin, fara með bæn og syngja saman fyrs- ta erindið úr sálminum Á hendur fel þú honum, undir forsöng aldurs- forsetans Ásgeirs á Látrum. Það á vel við á þessari stundu, þegar minnst er þessa fræga affeks og for- veranna er það unnu. Að þessari at- höfn lokinni sigru tveir félagar úr björgunarsveitinni, Barði Sæ- mundsson og Omar Unnarsson, niður á Flaugarnef, þar sem þeir komu aðventukransinum fyrir, kveiktu kertaljósin og lögðu á sillu grenigreinarnar þijár. Áður en haldið var heim var kom- ið á framfæri jólakveðjunni frá Al- bert Wallbank háseta á Dhoon og konu hans frá Fleetwood. Þessa lýsingu á látlausri athöfn sem fram fór á Látrabjargi skrifaði Hannes Þ. Hafstein, sem lengi var í forystusveit slysavarnarmanna, í Ár- bók SVFÍ 1988. Þá var minnst eins sögulegasta og erfiðasta björgunarafreks á Islandi, sem sögur greina frá. Nú eru 50 ár liðin frá þeim atburðum, sem hinir eldri minnast með hrollkenndu stolti, en þeir yngri hafa kannski heyrt minnst á sem ævintýris með góðum endi. En góðar heimildir eru til af björgunarafrekinu við Látra- bjarg, sem unnið var um miðjan jólamánuðinn fyrir 50 árum. Kvik- mynd Óskars Gíslasonar sýnir vel þær afleitu aðstæður sem við var að glíma, og síðan hefur Steinar J. Lúðvíksson gert atburðum góð skil í hinu mikla verki sínu, Þrautgóðir á raunastund. Blöð og útvarp fylgdust með atburðum og greinargóðar skýrslur Slysavarnarfélagsins segja sína sögu. En samt sem áður mun nútíma- mönnum reynast erfitt að setja sig í spor þeirra manna og kvenna sem börðust við höfuðskepnunar í öllu sínu veldi við frumstæðar aðstæður og takmarkaðan tækjakost, til að freista þess að bjarga lífi manna, sem það eitt var vitað um að voru hjálpar þurfi. Og fá dæmi munu um að svo margir björgunarmenn hafi lagt eigið líf að veði og þegar áhöfn- inni af Dhoon var bjargað úr ham- förum hafróts og upp á brún Látra- bjargs fyrir réttri hálfri öld síðan. Félagar slysvarnardeildarinnar á Patreksfirði tendra Ijós á Flaugarnefi, þegar björg- unarafreksins við Látrabjarg var minnst fyrir 10 árum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.