Dagur - 13.12.1997, Blaðsíða 3

Dagur - 13.12.1997, Blaðsíða 3
X^M*- LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 1997 - JŒT SÖGUR OG SAGNIR menn komnir í land, en þrír höfu drukknað Iöngu áður en björg- unarmenn komu á staðinn, skip- stjórinn, stýrimaður og einn há- setanna. En ekki var nema hálfur sigur unninn þótt tekist hafi að ná mönnunum upp í stórgrýtta fjör- una, hröktum og illa á sig komn- um. Eftir var þrautin þyngri, að koma þeim heilum á húfi upp á bjargbrún. Deilt var mat og fötum milli mannanna og hresstust þeir svo að hægt að að styðja þá eftir fjör- unni að þeim stað sem sigið var niður. Þegar komið var að vaðn- um skildu skipbrotsmennirnir fyrst hvernig björgunarmenn höfðu komist til þeirra. Viðbrögð eins þeirra: Við héldum að þeir hefðu komið niður einstigi ein- hvers staðar. Við létum okkur aldrei detta í hug að þeir hefðu sigið. En þegar ég sá vaðinn var ég í senn undrandi og dauð- hræddur. Eg er ekki lofthræddur maður að eðlisfari, en skelfingin greip mig þegar mér skildist að það ætti að draga mig upp í þessu reipi. Mennina uppi sáum við ekki þar sem okkur var hald- ið alveg að bjargveggnum. Albert Head, bátsmaður, mis- sti aldrei móð né þrek : Meðan á björguninni stóð var ég að velta fyrir mér hvaðan þessir menn hefðu komið. Við sáum þá aldrei koma eftir ströndinni og ekki heldur niður bjargið. „Hvernig í andskotanum hafa þeir komist niður,“ spurði ég sjálfan mig, hvað eftir annað. Gat það verið að þeir hefðu klifrað? En svo þegar að sigstaðnum kom, sá ég undireins f hendi minni hvemig þetta færi fram. Og enn einn skipbrotsmanna minntist atburðarins löngu síðar: Ég gat ekki látið mér detta í hug hvemig þeir hefðu komist á stað- inn. Þegar ég sá það, hugsaði ég með mér að þessum mönnum væri ekki fisjað saman. I mínum augum voru þessir menn eins og englaflokkur. Stórir og sterkir en þögulir menn, sem vissu hvað þeir voru að gera og hikuðu aldrei eitt andartak. Ósjálfbjarga og varanáttugir Skipbrotsmenn gáfu hrikaleg- ar lýsingar á því hvernig þeim leið þegar þeir voru dregnir upp bjargið, ósjálfbjarga og van- máttugir. En lýsing björgunar- manna í skýrslu Slysvarnarfé- Iagsins er stuttorð og fá lýsingar- orð notuð til að lýsa þeim afleitu afstæðum sem við var að glíma. Ákveðið var að draga svo marga upp sem unnt var, meðan Ijara var og birtu naut. Eftir að komið var með hrakningsmenn undir Flaugarnef segist björg- unamönnum svo frá: Þegar þangað kom var það ráð tekið að einn af sigmönnunum, Þórður Jónsson var látinn fara í vaðinn og hann dreginn upp, bæði til þess að sýna skipsbrots- mönnum hvernig þeir ættu að vera sig til í berginu hangandi í vaðnum og til að aðstoða þá menn, er á Flaugarnefinu voru við að draga strandmennina upp. Kl. 4.30 var búið að draga sjö skipbrotsmenn og einn björgun- armann upp á Flaugarnef, og var þá komið myrkur og sjór tekinn að ganga á klöppina og því full- séð að fleirum yrði ekki bjargað upp þann dag. Var þá sendur all- ur sá matur og föt sem menn á á Flaugarnefinu höfðu með sér niður til þeirra sem í íjörunni voru, því að öllum kunnugum var ljós sú staðreynd, þó ömurleg GAMLA MYNDIN Hver kannast við fólkid? Ef lesendur Dags-Tímans þekk- ja einhverja á þeim myndum sem hér birtast eru þeir vin- samlega boðnir að snúa sér til Minjasafnsins á Akureyri, annað hvort með því að senda bréf i pósthólf 341, 602 Akureyri aða hringja í síma 462 4162 eða 461 2562 (símsvari). arnef með nýjar vistir og var komu hans fagnað mjög. Tók um tvo tíma að ná mönnunum upp á brún, þar sem tjöld og ylur beið þeirra. Þá var eftir að ná mönnunum sem enn voru í fjörunni, þar sem brimið ógnaði á aðra hlið og ís- og gijóthrun á hina. Þar voru fimm Bretar og þrír Islendingar. Klukkan tvö um daginn var búið að ná þeim öllum upp á Flaug- arnef. Þar fengu allir mat og aðra hressingu og við það færðist nokkuð líf í menn. Var þess líka full þörf því veð- ur var tekið að breytast enn á ný og komin hellirigning og storm- ur. Voru fjórir Islendingar dregn- ir upp til að aðstoða við dráttinn á þeim sem eftir voru. Var lokið við að draga skipbrotsmennina upp kl. Ijögur og voru þá enn átta Islendingar eftir niðri. Var nú komið myrkur og önnur nótt í Bjarginu var mönnumóbærileg tilhugsun. Komu brúnamenn þá fyrir ljósi á bjargbrúninni og lýsti það sigmönnunum að nokkru íeiðina, en þeir voru allir mjög illa fyrir kallaðir til að leggja í Bjargið, kaldir, holdvotir og auk þess flestir með þungar byrðar, og urðu þeir þó að skilja nokkuð af björgunartækjum eftir á Flaugarnefi og f fjöru, og eru þar enn, eins og segir í orðfárri en greinargóðri skýrslu björgunar- manna. Menn voru nú færðir til byg- gða, þar sem þeir nutu aðhlynn- ingar og hvíldar. Hafði björgun- arstarfið þá staðið yfír f rúma þrjá sólahringa, frá hádegi föstu- daginn 12. des. til síðdegis mánudags 15. des. Albert Head, bátsmaðurinn óbugandi, lýsti litlu atviki er hann hvíldist á Látrum eftir þrekraunina miklu: „Ég sofnaði strax og fannst ég hafa sofíð í óratíma þegar er ég vaknaði aft- ur við það að lítil telpa kom inn í herbergið til mín. Hún var með tebolla sem hún rétti mér. Mér fannst Ijóma einhvem veginn kringum þessa litlu stúlku, og ör- stutta stund fannst mér ég vera kominn til himnaríkis. Svo drakk ég teið og sofnaði aftur.“ (Grein þessi er að mestu unnin upp úr ár- bókum Slysavarnarfélags íslands og tcknar eru tilvitnanir úr bók Steinars J. Júlíussonar, Þrautgóðir á raunastund, með góðfúslegu leyfi höfundar.) Ókræsileg næt- nrbol Var hvílurúmið fölnað gras, sem reitt var þar á staðnum og það breitt jafnt yfir þá sem und- ir. Var breidd þess staðar er sldp- brotsmenn lágu á undir bergsill- unni ekki meiri en svo að fætur stóðu fram af ef menn réttu úr Andrés Karlsson. Hafliði Halldórsson. Bjarni Sigurbjörns- son. Þórður Jónsson. væri, að ekki var um annað að ræða, en að láta fyrirberast næt- urlangt í bjarginu. Annar hópur- inn á flugarnefínu en hinn í smáurð, miðja vegu milli Flaug- arnefs og strandstaðarins. Strax og Þórður Jónsson kom upp á Flaugarnefið sendi hann mann upp á bjargbrún og var hraðsendur þaðan heim að Látr- um eftir mat og fötum. Skiptu nú menn á Flaugarnefí með sér verkum. Sumir fóru að koma strandmönnum upp á Flaugarnefíð, uppundir bergst- all, þar sem fá mátti nokkur af- drep fyrir steinkasti úr berginu, og var sá staður valinn fyrir nátt- sér, en björgunarmenn sem voru sex alls á þessum stað, stóðu til hliðar og fyrir framan bergsill- una, sem var tæpur metri á hæð og höfðu þeir helst hita af því að nudda fætur strandmanna og hinna að þeim á annan hátt. Var það kannski mönnum til lífs þessa döpru og niðdimmu nótt, að veður var milt og gott, en mjög þráðu þó allir að dagur rynni. Af mönnum þeim, fimm strandmönnum og 3. Islending- um sem eftir urðu í fjöru, er það að segja, að þeir héldu inn í áð- umefnda urð og reyndu að búast þar um eftir föngum, en er þeir Daníel Eggertsson. stað fyrir steinkasti, undir steini einum stórum, en björgunar- menn urðu að hafast við á mjög ótryggum stað. Um nóttina reyndist brim hafa aukist svo mikið, að með morgunflóðinu gekk sjór svo á urðina, að björg- unarmenn urðu að yfírgefa veru- stað sinn og héldust eftir það við á bersvæði. Mun nóttin síst hafa reynst þessum mönnum styttri, en félögum þeirra á Flaugarnefí. A meðan þessu fór fram bjug- gu sig út hjálparsveitir frá Rauðasandi, Orlygshöfn, Hvalskeri og Patreksfírði. Lentu þær allar í villu og komust sum- ar aldrei á standstað. Aðrar náðu stað, en þrír menn fóru upp eftir handvaðnum á brún og vildu freista þess að færa vaðinn á ein- hvern annan stað, þar sem nota mætti hann fyrir sigvað, í sem beinastri línu upp af Flaugamef- inu. Fundu þeir að lokum leið sem þeir hugðu besta, en þegar fyrsti maður af þeim þrem, sem að leið þessari leituðu, seig aftur niður á Flaugarnefið, reyndist vaðurinn vera of stuttur. Var þá ákveðið að senda yngsta mann- inn, 16 ára ungling, Halldór Ólafsson, upp í vaðnum, af ótta við að nóttin yrði honum ofraun þarna í berginu og skyldi hann ásamt þrem mönnum, sem á brún voru, fara til byggða og koma aftur að morgni með meiri vaði og vistir. En er Halldór kemur á brún, er þangað kominn matur og föt, sem kvenfólk frá Látrum, ásamt einum karlmanni frá Kollsvík höfðu komið með þangað á með- an. Var nú Halldór látinn síga með vistinar niður á Flaugarnef og var hann í þeirri för mjög hætt kominn. Á Flaugarnefí var tekið á móti vistunum með fögnuði og þeim deilt bróðurlega milli allra og hlynt að skipbrotsmönnum eftir föngum. voru að því verki kom íshrun úr Bjarginu og lenti að nokkru leyti á tveim mönnum, þeim Hafliða Halldórssyni og bátsmanni tog- arans og hjó höfuðföt þeirra sundur og særðiþá allmikið á höfði. Komu þá meðöl og sára- umbúðir, sem björgunarmenn höfðu haft með sér, að góðum notum. Eftir þetta var Englend- ingunum komið fyrir á öruggum á brún og höfðu sumar með sér tjöld og hitunartæki. Á sunnudagsmorgni, tveim sólarhringum eftir strandið, voru ellefu menn komnir á Bjargbrún með nýjan vað, vistir, tjöld og annan útbúnað. Klukkan níu var farið að lýsa að degi og var þegar hafíst handa við að ná mönnum úr Bjarginu og úr fjörunni. Mað- ur var látinn síga niður á Flaug-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.