Dagur - 13.12.1997, Blaðsíða 2

Dagur - 13.12.1997, Blaðsíða 2
II - LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 1997 SÖGUR OG SAGNIR 50 ár síðan skipverjimi á Dhoon var hjargað upp Látrabj arg Togarinn Dhoon frá Fleetwood. Á inn- feiidu myndinni er einn skipverjanna sem bjargað var. Hann hét Aibert Waii- bank og lifði, eftir því sem best er vitað lengst skipbrotsmanna. Hann hélt lengi sambandi við Slysavamafélagið og sendi kveðjur á jólum. ATBURÐIRNIR sem tengjast björg- uninni eru margþættir og áttu fleiri hlut að máli. Hér verður aðeins leitast við að rekja helstu og áhrifamestu þætti björgunar- innar og verður að undanskilja margt sem annars er sannarlega frásagnarvert. Það var að morgni 12. des. að Dhoon strandaði undan Látra- bjargi í foráttubrimi. Það tókst að senda út neyðarkall og tveir breskir togarar komu á vettvang og varðbáturinn Finnbjörn kom fljótt á staðinn, en björgun frá sjó var óframkvæmanleg vegna veðurofsa og brimskafla. Allan tímann sem björgunin stóð yfir beið varðbáturinn úti fyrir og leitaði lags að veita aðstoð. I hádeginu talar Slysavarnarfé- lagið við Hvallátra og biður um að athugað verði hvort togari sé strandaður undir bjarginu, en ekki var vitað með neinni vissu hvar skipið var. Fóru fjórir menn þegar út á Bjargtanga og héldu inneftir bjarginu. Þegar komið var á mitt Bjargið sáu menn að togarinn var strandaður undir Geldingsskorardal, um 100 metra frá Iandi og virtist standa kjölréttur. Um ástandið um borð segir í Steinar, en þeir sem af komust hímdu frammi á hvalbak: Vistin á hvalbaknum var allt önnur en þægileg. Menn voru hraktir og kaldir og klæðnaðurinn í engu samræmi við það veður og sjólag, sem yfir gekk. Þá sjaldan að rof- aði til, sást ekkert annað en stór- grýtisurð og upp af henni reis himinhátt bjargið, ísi Iagt og óá- rennilegt. Það var því ekki að furða þótt kjarkur manna færi dvínandi, þar sem þeir héldu sér f það sem hendi var næst og reyndu að veijast stórsjóunum sem gengu yfir skipið öðru hver- ju og lítt virtist lækka þótt útfall væri. Orðrétt hefur Steinar eftir einum skipverja: „Við sáum skip- in fyrir utan og íslenski báturinn var stöðugt að reyna að komast inn fyrir, en það var ógerningur, brimið var svo mikið. Skipveijar á honum sýndu mikið hugrekki, en gátu ekkert aðhafst. Við töld- um þó, að þeir hefðu komið boð- um til Iands, en hins vegar sýnd- ist okkur bjargið svo hátt að það væri með öllu ókleyft. Okkur voru allar bjargir bannaðar." Sjálfsagt að reyna Þegar bændurnir á Hvallátrum höfðu séð hvar skipin Iágu héldu þeir heimleiðis. Þeim var fylli- lega ljós við hvað var að etja, því skipsströnd undir Látrabjargi voru ekki nýjir atburðir og langt því frá að björgun hafi ávallt tek- ist og oft var ekki vitað um skip- skaða fyrr en löngu síðar. í Þrautgóðir á raunastund segir: Þegar Þórður og Hafliði komu heim, ræddu þeir ásamt Daníel möguleika á björgun næsta dag. Allir voru sammála um að reyna hana, þótt mennirnir gerðu sér fulla grein fyrir því að aðstæð- urnar væru eins örðugar og þær gætu frekast orðið. Bjargið var fullt af klaka, og við slíkar að- stæður hafði ekki verið sigið í það fyrr. En allir voru mennirnir vanir bjargferðum, og tveir þeir- ra höfðu meira að segja tekið þátt í að bjarga skipreika mönn- um upp. Það var um 1920, er tveir menn fóru í róður frá Breiðuvík, Grímur Arnason og Steinn Bjarnason. Kom þá ofs- arok af norðaustri, svo þeir náðu ekki landi í Breiðuvík. Komust þeir fyrir Látrabjarg og í svo- nefndan Barðsvog, sem er við innri hlíð Barðsins. Þegar mennirnir komu ekki heim úr róðrinum var farið að leita þeirra. Fundust þeir á öðr- um degi af mönnum sem gengu eftir bjargbrúninni. Hafði bát þeirra hvolft eftir að þeir voru komnir upp á Barðshleinina og komust þeir þaðan inn í lítinn skúta, sem veitti þeim nokkurt skjól. Þeir Daníel og Hafliði sigur þá niður Barðið, sem er um 90 faðma sig, þaðan gengu þeir nið- ur í Barðið um 20 faðma og köst- uðu síðan varð til skipsbrots- mannanna niður á hleinina, og var það um 20 faðma vegalengd. Síðan drógu þeir mennina upp á Barðið, og þaðan voru þeir svo dregnir þessa 90 faðma Ieið og stjórnað með leynivaðnum. Dan- íel og Hafliði voru svo dregnir upp á eftir. Þetta þótti hin fræki- legasta björgun, þótt lítið væri hún í hávegum höfð. M þekkir merk- m, Daníel Slysavarnarfélagið var með í ráðum þegar ávkeðið var að freista þess að bjarga skipveijum af Dhoon og var reynt að skipu- leggja aðgerðir eftir föngum þar sem Látrabændur töldu einsætt að reyna björgun. Símað var til Breiðuvíkur, KoIIsvíkur og Hænuvíkur og spurst fyrir um hvort menn vildu aðstoða þá á Hvallátrum við björgunina og voru allir fústir að leggja fram sína krafta. KI. 5.30 að morgni 13. des. lögðu menn af stað með flug- línubyssu, kaðla, björgunarstól, fatnað og mat og meðöl. Komið var til Geldingsskorardals kl. 8.30. Þá var farið að undirbúa að fara niður svonefnt Flaugar- nef,og er það um 120 metrar, fóru það felstir á handvað. Niður á það fóru 12 menn en 3 voru uppi til að gæta vaðsins. Akveðið var að 4 menn færu niður í tjöru með björgunartæk- in og voru sjálfboðaliðar beðnir að gefa sig fram. Gáfu þeir sig strax fram, segir í bók Steinars, Þórður Jónsson, Andrés Karls- son, Arni Helgason og Bjarni Sigurbjörnsson. Þórður var fyrst- ur bundinn í vaðinn og síðan hvarf hann félögum sínum fram af brúninni, Hættulegasti og erf- iðast hluti björgunarleiðangurs- ins var hafinn. Á leiðinni niður reyndi Þórður að hreinsa sigstaðinn eins mikið og hann gat. Fór hann hægt og braut upp klakastykki og hálf- lausa steina, sem gátu losnað hvenær sem var. Þegar Þórður var kominn heilu og höldnu nið- ur í föruna, gaf hann merki og vaðurinn var dreginn upp aftur. Næstur var Bjarni bundinn, og á eftir honum fór Andrés niður. Báðir tóku þeir með sér farang- ur, björgunartækin og vistir sem ekki þoldu hnjask, en kaðla og annað slíkt átti að gefa niður á eftir mönnunum í vaðnum. Þá var komið að því að síðasti maðurinn færi niður, Arni Helgason, en þegar komið var að því að binda hann í vaðinn gekk Hafliði Halldórsson fram. „Við förum ekki báðir í þessa ferð,“ sagði Hafliði, „ég ætla að fara niður." Vissi Hafliði manna best hversu mikið hættuspil þessi ferð mundi verða, og kaus frem- ur að fara sjálfur en Iáta tengda- son sinn fara, jafnvel þótt hann vissi að Árni væri mjög fær bjarg- maður. Um leið og Hafliði hvarf fram af bjargbrúninni sagði hann við Daníel: „Þú þekkir merkin, Daníel," Ljót aðkoma Leiðin frá sigstaðnum að strandaða skipinu var um hálfur kílómetri og mjög ógreiðfær. Yfir stórgrýtisurð var að fara, grjótið var sleipt af slýi og sums staðar gekk sjórinn svo segja alveg að Bjarginu. Strax og komið var nið- ur sáu björgunarmennirnir þijá menn á hvalbak skipsins. Ekkert ræddu menn um hvort fleiri mundu vera lifandi um borð. Þeir sáu að brú skipsins var möl- brotin að aftan og skammt frá skipinu lá björgunarbáturinn brotinn í fjörunni. Björgunarmenn skiptu með sér verkum. Andrés og Hafliði greiddu niður tildráttartaugina en Þórður og Bjarni skorðuðu kassann og festu byssuna á lok- ið. Þá var komið að því að koma línunni út í skipið. Þórður skaut. Lína stefndi beint á skipið en féll svo í sjóinn, hún hafði slitnað. Tók Þórður aðra rakettu, hlóð byssuna að nýju og skaut af slíku öryggi, í særokinu, að Iínan fest- ist í vantinn, sem er til styrktar frammastrinu. Samband var komið milli skips og Iands og björguanrmennirnir sáu að einn skipverjanna á hval- baknum tók sig út úr hópnum og klifraði upp á vantinn. A meðan þessu fór fram fjölgaði á hval- baknum og brátt gátu björgunar- mennirnir séð þar tólf manns. Um borð hímdu menn í skjóli undir hvalbaknum en einhverjir stóðu vakt ef sæi til mannaferða. Einn skipverja lýsir fyrstu við- brögðum svo: Það fyrsta sem við heyrðum þar sem við vorum undir hvalbaknum, að reyna að finna skjól fýrir rokinu og sjó- gangnum, var hvinurinn í rakett- unni sem fór yfir skipið. Við þustum auðvitað allir upp á hval- bakinn og í því að við komum þangað kom annað skot sem hitti reiðann á frammastrinu. Albert Head, bátsmaðurinn sem tekinn var við stjórninni því skipstjóri og stýrimaður voru horfnir, klifraði upp og náði í línuna. Annar skipverja orðaði hugará- stand mannanna þannig: Já, við vorum sannarlega fegnir að sjá þá í Ijörunni. Allir gengu af vit- inu, menn dönsuðu fram og aft- ur sem þeir höfðu mátt til. Það er ómögulegt að lýsa því, hvernig við vorum, jafnvel þó að maður sæi það með eigin augum. Hálfur sigur uirniim Eftir að Þórður hafði skotið línunni um borð og bátsmaður- inn sótta hana í reiðann og skip- brotsmennirnir dregið líflínuna um borð, gengu fjórmenningarn- ir í að festa hana f landi. Strekktu þeir línuna yfir stóran stein í flæðarmálinu og hélst hún vel á Iofti. Síðan var stóllinn dreginn út að skipinu og aftur skiptu menn með sér verkum. Þórður og Bjarni voru við til- dráttartaugina, en þeir Andrés og Hafliði tóku á móti mönnunum þegar þeir komu í land. Klukkustund eftir að línunni var skotið um borð voru tólf

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.