Dagur - 13.12.1997, Qupperneq 8

Dagur - 13.12.1997, Qupperneq 8
Vlll - LAUGARDAGVR 13. DESEMBER 1997 MINNINGARGREINAR ANDLAT Elísa Elíasdóttir frá Ljósstöðum, til heimilis í Hátúni 12, Reykjavík, er látin. Eyrún Gísladóttir hjúkrunarkona, Byggðar- enda 19, Reykjavík, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur þriðjudaginn 2. desember sl. Finnbogi Asgeir Ásgeirsson er látinn. Guðbjörg Sigurjónsdóttir Heiðarvegi 25b, Reyðar- firði, lést á Fjórðungs- sjúkrahúsinu Neskaupstað fimmtudaginn 4. desem- ber. Halldór Kr. Jónsson lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli að kvöldi mánudags- ins 8. desember. Helga Guðrún Bergmannía Pétursdóttir Ægissíðu 98, Reykjavík, andaðist á heimili sínu að- faranótt mánudagsins 8. desember sl. Hildur (Guðmunda) Magnúsdóttir til heimilis á Hrafnistu, Hafnarfirði, lést fimmtu- daginn 27. nóvember. sl. Jökull Sigurðsson Hellulandi 24, Reykjavík, lést af slysförum föstudag- inn 5. desember. Ketill Hlíðdal Jónasson bifvélavirkjameistari, Kleppsvegi 42, Reykjavík, andaðist á Sjúkrahúsi Reykjavíkur föstudaginn 5. desember. Kristrún Steinunn Bene- diktsdóttir Hafnargötu 115a, Bolung- arvík, Iést á heimili dóttur sinnar í Bolungarvík að- faranótt föstudagsins 5. desember. Leifur Guðlaugsson Yrsufelli 7, Reykjavík, lést á Landspítalanum laugar- daginn 6. desember. Magna Ólafsdóttir Fellsmúla 16, Reykjavík, lést á Landspítalanum að- faranótt laugardagsins 6. desember. Pétur Sólberg Ólafsson frá Flatey á Breiðafirði, lést á endurhæfingardeild Landspítalans í Kópavogi laugardaginn 29. nóvem- ber. Rafn Alexander Pétursson fyrrv. framkvæmdastjóri, lést laugardaginn 6. desem- ber. Sigríður Guðmundsdóttir Kleppsvegi 142, lést á heimili sínu laugardaginn 6. desember. Sigurður Freysteinsson Kársnesbraut 33, lést mánudaginn 8. desember. Sigursteinn Gunnarsson tannlæknir, Suðurgötu 7, Reykjavík, til heimilis á Bragagötu 24, Reykjavík, lést á heimili sínu aðfara- nótt sunnudagsins 7. des- ember sl. Þorsteinn Blandon lést laugardaginn 29. nóv- ember sl. Sigiíður Amadóttir Sigríður Arnadóttir fæddist í Winnipeg í Kanada 25. júní 1975. Hún lést á heimili sínu á Sæbraut 2, Selljamamesi, 4. desember síðastlið- inn. Foreldrar hennar em Ami Hjart- arson ftá Tjöm í Svarfaðardal, jarð- fræðingur í Reykjavík, og Hallgerður Gísladóttir ffá Seldal í Norðfirði, safhvörður við Þjóðminjasafh Islands. Bræður: Guðlaugur Jón Arnason, nemi í MH, og Eldjám Amason, nemi í Hagaskóla. Sigríður útskrifaðist frá Oskjuhlíð- arskóla vorið 1993 og starfaði hjá Iðjubergi, vernduðum vinnustað í Gerðubergi 1, Reykjavík. Útför Sigríðar fór ffam fimmtudag- inn 11. desember síðastliðinn. Elsku Sigga mín. Þú varst ekki nema nokkra mánaða þegar ég kynntist þér fyrst. Það var veturinn 1976. Þú varst einstaklega fallegt bam, glókollur með dimmblá augu og bjart yfirbragð. Þá strax hitturðu mann beint í hjartastað. Þú bjóst ásamt foreldrum þínum í kommúnu, eins og það hét þá, í Skóla- stræti. Þar var oft glatt á hjalla og mikið sungið og hlegið. Engin kunni önnur eins ógrynni af kvæðum og ljóðum og móðir þín. Hún gat leitt söng tímunum saman án þess að stoppa og pabbi þinn spilaði undir á gítarinn. Þó það hafi aldrei átt fyrir þér að liggja að syngja vona ég að þú hafir notið þess í uppvext- inum að hlusta á allt þetta þróttmikla fólk sem stendur að þér syngja og gleðj- ast við ólíklegustu tækifæri. Þú áttir foreldra sem elskuðu þig og báru á höndum sér. Fáir foreldrar eru jafnríkir og þeir að eiga skráð lífshlaup bamsins síns, nánast frá degi til dags til hinstu hvíldar. Þau héldu dagbók um þig og bækumar fylla nú tugi þar sem skráð er nákvæmlega hvað þú gerðir, viðbrögð þín, gleði og sorg, jafhvel sárs- auki því auðvitað skynjaðir þú stundum að þú bast ekki bagga þína sömu hnút- um og samferðamennimir. Þú hafðir mikla útgeislun og sterka nærvem. Þú lést engan ósnortin sem kynntist þér. Eg sé þig fyrir mér háa og glæsilega, aldrei fallegri með þessi dimmbláu augu, ofurlítið fjarlaeg og stundum brá fyrir í þeim örvænting- arglampa. Eðlilega, því þú vildir tjá miklu meira en umhverfið var fært um að skilja. En alltaf skynjaði maður þessa miklu hlýju og gleði frá þér. Þú varst ein af þessum góðu, hrekklausu manneskj- um sem auðgaðir allt f kringum þig og öllum þótti vænt um. Mér hlýnaði alltaf um hjartarætur þegar við hittumst yfir því hvað mannlífið getur verið yndislegt og fjölbreytilegt. Þakka þér fyrir að hafa verið til. Þín verður sárlega saknað af öllum sem þig þekktu. Foreldrum þínum og bræðrum votta ég mína dýpstu samúð. Kristín Jónsdóttir Björgvtn Jónsson fyrrverandi útgerðarmaður og alþingismaður BjöRGVIN JÓNSSON fæddist á Hofi á Eyrarbakka 15. nóvember 1925. Hann lést á Kanaríeyjum 23. nóvem- ber síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jón B. Stefánsson, verslunarmaður, og kona hans Ilansína Asta Jóhanns- dóttir, húsmóðir. Jón var sonur Stef- áns Ogmundssonar, verslunarmanns, frá Merkigarði á Eyrarbakka og konu hans Kristínar Jónsdóttur frá Amar- bæli í Grímsnesi. Hansína var dóttir Jóhanns Gíslasonar, formanns, frá Steinskoti á Eyrarbakka og konu hans Ingibjargar Rögnvaldsdóttur frá Ásum í Gnúpveijahreppi. Systkini Björgvins eru: Ingibjörg, Kristín, Stefán, Margrét og Jóhann, sem lést 6. september sl. Björgvin kvæntist 9. júní 1946 Ólínu Þorleifsdóttur frá Norðfírði. Foreldrar hennar voru Þorleifur Guðjónsson, skipstjóri, frá Fáskrúðsfirði og kona hans Ingibjörg Sigurðardóttir frá Stuðlum í Norð- firði. Böm þeirra eru: 1) Hansína Ásta, grunnskólakennarí, gift Ingva Þorkelssyni, framhaldsskólakenn- ara, og eiga þau þtjú böm og þijú bamaböm; 2) Þorleifur, útgerðar- maður, kvæntur Ingu Onnu Péturs- dóttur, hárgreiðslukonu, og eiga þau þijú böm og þijú bamaböm; 3) Jón Björgin, skipstjóri, kvæntur Hall- dóru Oddsdóttur, Ieikskólakennara, og eiga þau þijár dætur; 4) Eyþór, læknir, kvæntur Agústu Benný Her- bertsdóttur, hjúkrunarfræðingi, og eiga þau þrjú böm; 5) Sigurður, lést nýfæddur; 6) Ingibjörg, hjúkrunar- fræðingur, gift Stefáni Baldurssyni, skrifstofustjóra, og eiga þau tvo syni; 7) Elin Ebba, skrífstofumaður, áður gift Krístjáni Ketilssyni, verktaka, og eiga þau þrjár dætur. Sambýlismaður Ebbu er Sigurður St. Jörundsson, rafvirki. Björgvin ólst upp i foreldra- húsum á Eyrarbakka. Hann lauk prófi frá Héraðsskólanum á Laugar- vatni 1944 og prófi frá Samvinnu- skólanum í Reykjavík 1946. Starfs- maður Kaupfélags Árnesinga var hann 1947-1953 og síðan kaupfé- lagsstjóri á Seyðisfirði 1952-1963. Eftir það starfaði hann við rekstur útgerðar og fiskverkunar austan- lands og sunnan. Björgvin var stofri- andi og framkvæmdastjóri útgerðar- fyrirtækjanna Glettings hf. 1957- 1990 og Húnarastar hf. 1973-1995 og einn af stofriendum og stjómar- formaður fiskimjölsverksmiðjunnar Óslands hf. 1993-1995. Björgvin var í bæjarstjóm Seyðisfjarðar og bæjar- ráði 1954-1961. Hann var vararæð- ismaður Noregs á Austurlandi 1958- 1963. Fulltrúi á Fiskiþingi fyrir Reykjavík 1970-1991. Sat í stjóm Sölusambands íslenskra fiskfram- leiðenda 1974-1992 og í stjóm Síld- arverksmiðja ríkisins 1986-1988. Var í bankaráði Útvegsbanka íslands um nokkurra ára skeið. Auk þess var hann í stjómum ýmissa hagsmuna- og áhugafélaga. Árið 1956 var Björg- vin kosinn á Alþingi fyrir Framsókn- arflokkinn á Seyðisfirði og átti sæti á fimm þingum. Hann var síðasti þing- maður Seyðfirðinga. Framfarasaga þjóðarinnar er samofin sögu einstaklinga og samtaka þeirra. Björgvin Jónsson er einn þeirra manna sem setti sterkan svip á samtíð sína. Hann var aðeins 26 ára þegar hann gerðist kaupfélagsstjóri á Seyðisfirði og nokkru síðar varð hann bæjarstjóri þar. Hann ávann sér traust og virðingu samborgara sinna og þeir sáu fljótt að hann var vel til forystu fallinn. Björgvin sá að á Seyðisfirði voru miklir mögu- leikar og sjávarútvegurinn átti fljótt hug hans allan. Ásamt Ólafi Ólafssyni útgerðarmanni hafði hann forystu um að fullgera og taka í notkun Fiskiðju- verið á Seyðisfirði. í aðdraganda Alþingiskosninga 1956 ákváðu Framsóknarmenn á Seyðisfirði að fá hann í framboð, enda naut þessi ungi og glæsilegi maður mikils stuðn- ings á staðnum. Hann vann einhvern glæsilegasta sigur sem um getur í ís- lenskri stjómmálasögu, en í kosning- unum næst á undan, árið 1953, hafði Framsóknarflokkurinn fengið aðeins 10 atkvæði í bænum. Er þetta einhver mesti viðsnúningur sem um getur f ís- lenskum stjórnmálum og glöggt dæmi um það hvernig lýðræðið getur virkað þegar ungir og efnilegir einstaklingar koma fram á sjónarsviðið. Þó Björgvin Jónsson væri ekki nema rétt rúmlega þrítugur þegar hann var kjörinn á Alþingi, sat hann þar aðeins í nokkur ár. Þetta var á síðustu árum einmenningskjördæmanna og þegar stóru kjördæmin tóku við, urðu miklar breytingar sem höfðu áhrif á þing- mennsku hans. Honum tókst á stuttum tíma að hafa mikil áhrif á Seyðisfirði, og enn þann dag í dag man fólk þar vel eftir þessum unga og glæsilega manni sem tókst á við verkefnin af hugrekki, dugnaði og framsýni. Þótt Björgvin hafi unað sér vel í fögrum fjallahring Seyðisfjarðar, vildi hann breyta til og róa á ný mið. Hann stofnaði útgerðar- og fisk- vinnslufyrirtækið Gletting og síðar út- gerðarfyrirtækið Húnaröst. Sjávarútvegurinn átti hug hans allan og tók hann ríkan þátt í félagsmála- störfum á vettvangi hans. Hann gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Fram- sóknarflokkinn, bæði í flokkstarfi og í stjómum sem flokkurinn skipaði. Það var gott að leita ráða hjá honum þegar vandasöm mál voru til meðferðar. Hann þekkti afar vel til í sjávarútvegin- um og var gjörkunnugur öðmm for- ystumönnum þar. Hann átti auðvelt með að miðla málum og finna lausnir sem sátt var um. Þó Björgvin Jónsson hafi ásamt fjöl- skyldu sinni búið í Kópavogi síðustu áratugina, tengdist líf hans og starf Iandsbyggðinni sterkum böndum. Hann starfaði ásamt fjölskyldu sinni af miklum krafti að sjávarútvegi í Þorláks- höfn og á síðasta áratug tengdist hann ásamt félaga sínum, Hákoni Magnús- syni, atvinnulífi á Hornafirði með af- gerandi hætti. Það var mikið gæfuspor þegar að þeir ákváðu að gera Húnaröst út frá Homafirði á þeim tíma þegar at- vinnulíf þar var í lægð. Sú ákvörðun bjargaði miklu í atvinnumálum á staðnum. Tókst mjög náið samstarf milli þeirra félaga og fólks á Homa- firði. Fyrir stuttu síðan ákváðu þeir síðan að selja skipið til Hornafjarðar, þannig að áfram mætti halda á þeirri braut sem hafin var með samstarfinu. Með Björgvin Jónssyni er genginn einn þeirra manna sem mótaði íslensk- an sjávarútveg. Hann var ákveðinn tals- maður þess að einstaklingar væm drif- krafturinn í atvinnulífinu. Hann var jafnframt mikill félagsmálamaður og hafði djúpa sannfæringu fyrir því að sjávarútvegurinn ætti sér sterk félags- málasamtök og ekki síður sameiginleg fyrirtæki sem staðið gætu fyrir öflugu markaðstarfi á erlendri grund. Björgvin Jónsson var mikill gæfu- maður í einkalífi. Óh'na kona hans er uppalinn í kringum útgerð austur á Norðfirði og hafði svipuð áhugamál og Björgvin. Þau stóðu þétt saman alla tíð í lífsstarfinu og saman unnu þau marga sigra. Börnin tóku jafnan ríkan þátt í starfinu og ríkti mikil samheldni í fjöl- skyldunni. Hann var einlægur stuðningsmaður Framsóknarflokksins alla tíð og Iagði mikið af mörkum í starfi hans. Vil ég lyrir hönd Framsóknarflokksins þakka samfylgdina, dugnaðinn og fómfysina sem við munum minnast lengi. Við Sigutjóna vottum Ólínu og fjölskyld- unni okkar dýpstu samúð og biðjum góðan Guð að styrkja hana í sárum missi. Guðrún móðir mín biður fyrir kærar kveðjur og þakkar áratuga sam- fylgd og vináttu. Halldór Ásgrímsson Mig Iangar með örfáum orðum að minnast vinar míns Björgvins Jónssonar fyrrverandi kaupfélagsstjóra, alþingis- manns og atvinnurekanda, sem lést þann 23. nóvember sfðastliðinn á Kanaríeyjum, þar sem hann var á ferða- Iagi ásamt konu sinni. Björgvin var fæddur að Hofi á Eyrar- bakka 15. nóvember 1925. Foreldrar hans voru hjónin Jón Björgvin Stefáns- son og Hansína Ásta Stefánsdóttir. Björgvin stundaði nám f Héraðsskól- anum á Laugarvatni árin 1942 til 1943 og í Samvinnuskólanum 1945 til 1946. Að námi loknu hóf Björgvin störf hjá Kaupfélagi Amesinga á Selfossi, þar sem hann vann næstu árin, eða til 1952, þegar hann tók við stjóm Kaup- félags Austfjarða á Seyðisfirði, sem hann gegndi til ársins 1963. Árið 1954 var Björgvin kjörinn bæj- arstjóri Seyðisfjarðarkaupstaðar og al- þingismaður 1956, þegar hann vann það afrek að fella sjálfstæðismanninn Láms Jóhannesson, sem ffarn að því hafði nánast verið talinn sjálfkjörinn þingmaður Seyðfirðinga. Eftir kjördæmabreytinguna 1956 var Björgvin fyrsti varaþingmaður Fram- sóknarflokksins í Austurlandskjördæmi til 1961. Eftir að Björgvin fluttist suður fór hann að halla sér að rekstri sjávarút- vegsfyrirtækja. En þar bera hæst Glett- ingur hf., Húnaröst hf. og fiskimjöls- verksmiðjan Ósland hf. Ég kynntist Björgvini fyrst veturinn 1941 til 1942, þegar við vomm báðir við nám á Laugarvatni. Okkar kynni þá voru strax mjög ánægjuleg og ævinlega síðan, þar sem leiðir okkar hafa legið saman. Það var alveg sama hvar Björgvin kom að, allsstaðar og ævinlega var hann hrókur alls fagnaðar og alveg sérstak- Iega velviljaður og hjálpsamur við alla, sem einhvers þurftu við. Árið 1927 kvæntist Björgvin eftirlif- andi konu sinni Ólínu Þorleifsdóttur, skipstjóra í Neskaupstað. Þau eignuð- ust sjö börn, en þau em: Hansína Ásta, grunnskólakennari, gift Ingva Þorkels- syni, framhaldsskólakennara, Þorleifur, útgerðarmaður, kvæntur Ingu Önnu Pétursdóttur, hárgreiðslukonu, Jón Björgvin, skipstjóri, kvæntur Halldóru Oddsdóttur, leikskólakennara, Eyþór, læknir, kvæntur Ágústu Benný Her- bertsdóttur, hjúkmnarfræðingi, Sigurð- ur, lést nýfæddur, Ingibjörg, hjúkmnar- fræðingur, gift Stefáni Baldurssyni, skrifstjofustjóra, Elín Ebba, skrifstofu- maður, áður gift Kristjáni Ketilssyni, verktaka. Sambýlismaður Ebbu er Sig- urður St. Jömndsson, rafvirki. Með Björgvini er horfinn af sjónar- sviðinu athafnasamur og góður dreng- ur, sem lengi verður saknað. Útför Björgvins var gerð frá Hall- grímskirkju þriðjudaginn 9. desember síðastliðinn. Blessuð veri minning hans. Guttormur Sigurbjömsson

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.