Dagur - 13.12.1997, Blaðsíða 7

Dagur - 13.12.1997, Blaðsíða 7
.X^wr LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 1997 -VII HÚSIN í BÆNUM FREYJA JÓNSDÓTTIR SKRIFAR Á horni Vallarstrætis og Veltu- sunds er hús sem flestir Reyk- víkingar þekkja. Það er byggt í nokkrum áföngum og var fyrsti hluti þess byggður 1886. Húsið á sér merkilega sögu vegna þess að allar götur frá því að það var byggt hefur verið versl- að þar með úr og klukkur. Þar hefur einnig verið úra og klukkuviðgerð. Það eru því ekki ófáir Iandsmenn sem hafa lagt leið sína þangað til þess að fá aðstoð við að fylgjast með tím- anum eins og að fá klukkuna sína viðgerða. í þessu húsi hafa margir úrsmiðir lært iðngrein sína undir tilsögn færustu manna í faginu. Á Ióðinni Veltusund 3, var áður hús sem Jón Laxdal kaup- maður lét reisa Iaust uppúr aldamótunum 1800. Jón rak þar verslun og veitingahús og var húsið kallað „Klúbbhúsið". Vegna íjárhagsörðugleika varð hann að selja húsið eftir nokk- urra ára búsetu í því. Margir eigendur voru síðan að eigninni þar til Rafn Sigurðsson keypti það 1881. Hann lét rífa húsið 1887 og byggði sama ár hluta þess húss sem enn stendur. Húsið var tekið til virðingar 23. ágúst 1887 en þá var það á byggingarstigi. Þar segir að grunnflötur sé 25 x 12 álnir og að húsið sé tvílofta, byggt af bindingi með járnklæddu brot- nu þaki. Þá var búið að fullgera þrjú herbergi á fyrstu hæð, tvö þeirra voru með pappa og striga á veggjum og eitt með borðaþilj- um og með tvöföldum loftum og máluð. Uppi í húsinu voru fjögur herbergi í smíðum. Á efsta lofti voru sex herbergi og tvö af þeim alsmíðuð en Ijögur í smíðum. Húsið var metið aftur í október sama ár en þá var það fullgert. Laust fyrir áramótin 1887 og 1888 selur Rafn Sigurðsson, skósmiður, Magnúsi Benja- mínssyni úrsmið, suðurhluta húseignarinnar ásamt tilheyr- andi lóð. Magnús setti upp úr- smíðavinnustofu á neðri hæð hússins en bjó uppi með fjöl- skyldu sinni. Árið 1896 fær Magnús leyfi til þess að byggja skúr á lóðinni 2 1/3 x 7 1/4 álnir og Iengja húsið sjö álnir suður að Vallar- stræti. I brunavirðingu sem gerða var 3. ágúst 1896 segir að viðbyggingin sé byggð við suð- urgafl hússins, klædd með bit- um og pappa og þar yfir með járnldæðningu á austurhlið og á suðurgafl. Vesturhlið hússins borðaldædd með pappa á milli þilja. Járnþak er á súð með pappa í milli. Þá eru í húsinu sex herbergi niðri auk eldhúss. Allt þiljað og með tvöföldum loftum. Neðan á loftum í þrem- ur herbergjum er strigi og pappi. I þessum herbergjum eru íjórir ofnar. Uppí eru sex herbergi og eldhús sem öll eru þiljuð og máluð. Þau eru öll með tvóföldum loftum og í þremur af herbergjunum eru loftin klædd pappa. Samkvæmt íbúaskrá frá árini 1901 búa í húsinu: Magnús Benjamínsson úrsmiður, fædd- ur 6. febrúar 1853, Sigríður Einarsdóttir kona hans, fædd 24. apríl 1872, Lilja Antons- dóttir, 20 ára, bróðurdóttir hús- bóndans, fædd í Myrkársókn, Kristinn Eyjólfsson, 6 ára, upp- eldissonur hjónanna, Guðlaug Gísladóttir, 71 árs, móðir hús- bóndans, Ragnhildur Bjarna- dóttir, 60 ára, móðir frúarinnar, Þórður Jónsson, 17 ára, úr- smíðanemi, Vilborg Jónsdóttir, 33 ára, verslunarstúlka og Jörg- ina Valdimarsdóttir, 20 ára, nemi í saumaskap. Á öðru heimili í húsinu voru: Hannes Þorsteinsson, 41 ára, ritstjóri, kona hans Jarþrúður Jónsdóttir, 50 ára, meðútgef- andi kvennablaðs, Þorsteinn Þorsteinsson, 21 árs, bróðir húsbóndans, Bogi Brynjólfsson, 18 ára og systir hans Helga Brynjólfsdóttir, 16 ára sem bæði voru börn bróður frúar- innar, og vinnukonan Halldóra Jónsdóttir, 43 ára. Magnús Benjamínsson var sonur Benjamíns Jónssonar bónda að Stekkjarflötum í Eyja- firði og konu hans Guðlaugar Gísladóttur frá Litla-Eyrar- Iandi. Magnús lauk úrsmíða- námi á Akureyri 1879, fór eftir það í framhaldsnám erlendis. Þegar hann koma heim haustið 1881, settist hann að í Reykja- vík og kom á fót úrsmíðavinnu- stofu og verslun. Hann var heiðursfélagi í Iðnaðarmanna- félagi Reykjavíkur og beitti sér fyrir að Iðnaðarmannahúsið var reist um aldamótin síðustu. Hann var hvatamaður að bygg- ingu Iðnskólans. Magnúsi Benjamínssyni var falin umsjón með kirkjuklukkunni þegar hann kom heim frá námi og þar með hafði hann ábyrgðina á því að bæjarbúar hefðu réttan tíma. Þá voru ekki nein tæki til að stilla klukkur með utan sólar- gangurinn og strik í Latínu- skólaganginum. En stundum gat, eins og nú, Iiðið langur tími þar til sást til sólar og því erfitt um vik að halda klukkunni rét- tri. Á vinnustofu sinni hafði Magnús klukku sem gekk nokkurn veginn rétt og var farið eftir henni við að stilla kirkju- klukkuna ef ekki sást sól í há- degisstað. Hann smfðaði sér áhöld til þess að geta daglega sett klukkuna rétta. Það var sekundpendulúr og kíkir með þráðarkrossi. Þessi tvö tæki smíðaði hann eftir kennslubók í úrsmíði sem kom út árið 1885 í Aarhus. (Lærebog for praktisk Uhrmageri). Á meðan Magnús var á Akureyri fann hann upp kambavél sem notuð var til þess að beyja vírinn í kamba sem ull- in var kembt með. Seinna smíð- aði hann mjög vandaða stunda- klukku og lauk við hana 1894 og er þetta fyrsta klukka sem smíðuð var á Islandi og er varð- veitt á Þjóðminjasafninu. Marga fleiri merkilega munu smíðaði Magnús og má þar nefna mjög vönduð vasaúr. Árið 1905 var reist tvílyft hús syðst á lóðinni, áfast austurhlið hússins að Vallarstræti. Það er byggt af bindingi, klætt utan með plægðum 1“ borðum, pappa, listum og járni þar yfir og með járnþaki á plægðri 1“ súð og með pappa í milli. Að austan er brandgafl. Innan á binding er pappi og millumgólf á öllum bitalögum. Niðri í við- byggingunni er eitt íbúðarher- bergi, eldhús, skápur og gangur sem allt er þiljað. Herbergið er með pappa á veggjum og striga og pappa í lofti. Allt málað. Þar er einn ofn og ein eldavél. Uppi eru tvö íbúðarherbergi, eldhús, gangur og fastur skápur. Allt þiljað og herbergin með pappír á veggjum og striga og pappa í loftum og máluð. Þar er einn ofn og ein eldavél. Á þriðja gólfi eru þrjú íbúðarherbergi, geymsluklefi og gangur, allt þilj- að og málað. Þá var eldri hluti hússins einnig virtur og ekki að sjá neinar marktækar breytingar utanhúss, en tekið fram að í búðinni séu gylltir listar í lofti. I henni sé búðarborð, hillur, tveir fastir skápar með gleri á hliðum og hurðum. Ennfremur eru þar íjörutíu skúffur í búðarinnrétt- ingunni. Árið 1917 var byggður kvistur f vestur á eldri hluta hússins. I brunavirðingu frá 1918 er þess getið að húsið hafi verið endur- bætt frá síðustu virðingu og settur nýr inngangur. Árið 1931 tók Magnús sem meðeigengur sína: Sverrir Sig- urðsson tengdason sipn sem var giftur Maríu dóttir þeirra hjóna, Hjört Björnsson og Ólaf Tryggvason. Saman ráku þessir úrsmiðir verslun og vinnustofu í húsinu undir heitinu Magnús Benjamínsson & CO. Kona Magnúsar Sigríður Ein- arsdóttir vann um tíma með honum á verkstæðinu að við- gerðum á úrum og klukkum, en hún var bæði laghent og list- ræn. Heimili þeirra hjóna var rómað fyrir gestrisni og höfð- ingsskap en það var mikill gestagangur enda í hjarta bæj- arins. Magnús Benjamínssin lést 2. mars 1942. Sigríður Einarsdóttir lést 3. maí 1955. I gegnum árin hafa orðið nokkrar breytingar á útliti húss- ins og þá sérstaklega á glugg- um. Verslunargluggar hafa ver- ið stækkaðir og dyr færðar til. Árið 1943 var húsið múrhúðað og fer það húsinu ekki vei. Fyrir tuttugu og fimm árum var reksturinn seldur og keypti hann ungur úrsmiður, Her- mann Jónsson, sem hefur þar samskonar rekstur; verslun með úr, klukkur og skartgripi og við- gerðarverkstæði. Sunnanmegin í húsinu er Texas snack bar, á hæðinni er saumastofa og skrif- stofur, í rishæð eru tvær íbúðir. Húsið er í eigu afkomanda Magnúsar Benjamínsson. /. vetcfíaun C7£ey£javi£ f883 &. 1911 "Shtnc/a£fu£/iurf TJasattr, Qfetaugu, cSfónaufar, vSaumavfefar, CPfánavfefar, fPiévfefar. y aKJALAOAFN BÆJAnms cSi'mi /4 cfímnefni: U/fagnús O. T .. cStm/y/i/i SZ. C8. C. 5. ú/g Qj/ofnsei/ 1881 ^ , y y ^ CPósiGó/fsw 7J/Yagnús CSgnfamznsson OJef/usutic/i 3. /7/eyfíjauif, 2o/9 19 21 /Jsfanc/ 9 ______________ HJermeð leyfi Jeg undirritaður mjer.að úiðja um eamþykki byggingarnefndar Reykjavikur,að setja dyr á framhlið á húsi minu við Veltusund 3 B.síjmhvmmt meðfylgjandi teikningu. Dyrnar eru teiknaðar með rauðum strikum. ViröingarfylBt.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.