Dagur - 17.12.1997, Page 3

Dagur - 17.12.1997, Page 3
MIÐVIKUDAGUR 1 7 .DE SEMBER 1997 - 19 Ttyftr. LÍFIÐ í LANDINU Hrafnhildur Björgvinsdóttir mamma félagsmiðstöðvarinnar sem ber nafnið Laufin og spaðarnir. Bak við hana er Gunnar Freyr Gunnlaugsson en hann segir að unglingar i Grindavlk séu geysilega stoltir af félagsmiðstöðinni. Þegar laufin sofa llggja spaðamir andvaka Eftirað 18 árn sonur hemiarfyrirfór sér, fór HrafnhildurBjörg- vinsdóttirað hugsa um hvað væri hægt að gerafyrir unglingana í Grindavík. Það var upphafið að því að hún ogpresturinn Jóna Kristín Þorvalds- dóttir ásamt Hilmari Knútssyni ákváðu að komafélagsmiðstöð á laggimar ogfengu til þess afnot afgömlu frystihúsi. „Sonur minn var kominn í slík vandræði að hann sá enga leið færa aðra en að taka líf sitt,“ segir Hrafnhildur Björgvinsdótt- ir húsmóðir í Grindavík og fjög- urra barna móðir, en hún lenti í þeirri hræðilegu lífsreynslu í desember í fyrra að sonur henn- ar, Hafliði Ottósson framdi sjálfsvíg. „Hér í Grindavík er ekkert fé- lagslíf fyrir unglinga, það var bara hægt að detta f það, fara í partý eða keyra rúntinn í Kefla- vík eða Reykjavík. Unglingarnir höfðu engan samastað og það ýtti undir áfengisneyslu, sonur minn var orðinn alkóhólisti og það var honum óbærilegt. Hann vildi losna en gat það ekki sjálf- ur. Eg fékk Jónu Kristínu Þor- valdsdóttur, prestinn okkar, í lið með mér og Hilmar Knútsson pabba kærustunnar hans Haf- liða og við fórum að svipast um eftir húsnæði. Það varð úr að Finnbogi Alfreðsson fram- kvæmdastjóri Fiskimjöls og lýsis bauð okkur þetta húsnæði end- urgjaldslaust í eitt ár en við máttum gera það sem við vild- um.“ Hrafnhildur segir að það séu um 120 krakkar í Grindavík á aldrinum 16 til 18 ára, en á opnunarkvöld félagsmiðstöðvar- innar mættu einnig eldri krakk- ar, allt upp í tvítugt. „Það voru allskyns krakkar sem komu, mjög mörg þeirra hafa aldrei fengist til að vera með í neinu. Það hafa strax verið stofnaðir leikhús-, myndlistar-, ljóða- og íþróttaklúbbar og unglingarnir hafa myndað stjórn en þau bera ábyrgð á staðnum og taka stærri ákvarðanir í samráði við okkur.“ Ótti við sjálfsmorðsbylgju Hrafnhildur segist ekki geta hugsað sér að neitt slíkt gerist aftur og eina leiðin sé sú að snúa unglingunum frá áfenginu. „Það greip um sig ótti hér í Grindavík því fólk var hrætt um að sjálfsmorðsbylgja myndi ríða yfir í kjölfarið en sem betur fer hefur það ekki orðið. Presturinn okkar stóð líka að mikilli fræðsluherferð í kjölfarið til að koma í veg fyrir að slíkt gæti átt sér stað. Við Grindvíkingar erum svo Iánsöm að eiga alveg frábær- an prest. Nú höfum við snúið vörn í sókn og krakkarnir eru himinlifandi að hafa loksins fengið samastað og bæjarbúar Hafliði Ottósson framdi sjálfsvíg ífyrra 18 ára gamall. Mamma hans reyndi að vinna úr sorginni með því að koma ungling- unum í Grindavík til bjargar. hafa brugðist skjótt við og fært okkur ýmislegt nytsamlegt. Við höfum fengið gefins mynd- bandstæki, sjónvarp, sex sófasett og billjarð- og borðtennisborð og krakkarnir hafa lagt nótt við dag í vinnu við að gera þetta allt sem best úr garði. Kvenfélagið styrkti okkur um 150.000 og Grinda- víkurbær er búinn að veita 600.000 króna styrk til að skipta um hita, rafmagnslagnir og sal- erni. Við höfum lagt inn beiðni fyrir starfsmann til að halda utan um starfsemina en höfum ekki fengið svar. Það trúði eng- inn að þetta yrði að veruleika þegar við fórum af stað í upp- hafi en núna eru unglingarnir geysilega stoltir. Þau héldu vinnumaraþon til að Ijúka við staðinn og settu upp í leiðinni íjögur stutt leikrit sem voru flutt við opnunina." Hefði Hafliði sonur þinn orðið glaður? „Hann er glaður, það er eng- inn spurning. Hann er hérna með okkur. Hann var ákaflega stríðinn og þegar rafmagnið fór af í gær, sögðu Krakkarnir, „Þetta er bara Hafliði." Núna er hægt að kenna honum um allt sem aflaga fer.“ Ég er aftur orðin mamma Hrafnhildur segir að vinnan við Félagsmiðstöðina hafi dreift huganum og örugglega hjálpað henni til að takast á við sorgina. „Það er mjög gefandi að vinna með ungu fólki og ég sagði við opnunina að mér fynd- ist ég vera orðinn mamma einu sinni enn. Félagsmiðstöðin væri eins og bamið mitt.“ Nafnið á félaginu er Laufin og spaðarnir, en Hrafnhildur segir að Hafliði hafi alltaf verið með einhver orðatiltæki á tak- teinunum. Eitt þeirra hefði ver- ið: „Meðan laufin sofa liggja spaðarnir andvaka.“ „Hafliði var mjög vinsæll, gamansamur og hrókur alls fagnaðar þar sem hann kom. Eg hafði ekki orðið vör við að hann væri þunglyndur fyrr en skömmu áður en hann dó. Ótímabær dauði hans kom því afar flatt upp á krakkana í bæn- um. Ég hafði ekki hugmynd um að neitt væri að fyrr en tveimur vikum áður, þá kom hann til mín og trúði mér fyrir því að hann ætti í vandræðum með áfengisneyslu og hefði prófað fíkniefni. Hann sagði að sér liði ákaflega illa yfir öllu saman og hann vildi losna. Hann var sjómaður og bróðir minn er skipstjóri á bátnum. Hann var lengi í útilegum og ég veit fyrir víst að hann var ekki í neyslu þar. En honum leið svo illa að hann ákvað að fara inn á Vog og fá aðstoð. Þá sagði hann: „Mamma þetta er svo slæmt að ég hef oft hugsað um að fyrir- fara mér.“ Hann dvaldi þó ekki nema í sólarhring þar inni og sagði mér þegar hann kom að þarna væru ekki nema forfallnir alkóhólistar sem gætu varla haldið á kaffibolla.“ Dauði Hafliða var ekki eina áfallið sem reið yfir fjölskylduna í fyrra því mágkona Hrafnhildar fyrirfór sér þann 21. desember, átta dögum fyrir dauða Hafliða. „Þegar Hafliði bar sig upp við mig með vandamál sín áttum við öll um sárt að binda því sjálfsvíg mágkonu minnar hafði nýlega dunið yfir. Eg ætlaði þá að bíða fram yfir jarðarförina þar til ég gæti snúið mér heilshugar að því að hjálpa Hafliða en það var um seinan. Það er mjög erfiður tími framundan í fjölskyldunni og við ákváðum að fara öll til Kanarí- eyja fyrir jólin, 25 saman, og gera okkur þetta léttbærara en ella." ÞKÁ

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.