Dagur - 17.12.1997, Page 6
22 - MIÐVIKUDAGUR 17.DESEMBER 1997
Og^«r
LÍFIÐ í LANDINU
L ^
Datfur velur
skálcíverk ársins
Einar Már Guðmundsson:
Fótspor á himnum
Einar Már fylgir margverðlauri-
uðum Englum alheimsins eftir
með sérlega minnisstæðri fjöl-
skyldusögu sem gerist á fyrstu
áratugum þessarar aldar. Per-
sónugalleríið er fjölskrúðugl en
amman stelur senunni enda er
hún ein eftirminnilegasta per-
sóna sem Einar Már hefur skap-
að á ferli sínum.
Frásagnargleðin nýtur sín til
fulls og Ijóðrænan gæðir verkið
töfrum og hefði á einstaka stað
mátt njóta sín í ríkara mæli, eins
og í frásögn af spænsku borgara-
styijöldinni sem er helst til dauf
og veikasti þáttur bókarinnar.
Rammíslensk skáldsaga sem
stór hópur lesenda á eftir að
hafa ánægju af og besta íslenska
skáldsagan á jólamarkaðnum
þetta árið.
Guðbergur Bergsson:
Faðir og móðir og dulmagn
bemskunnar
ustu árum hefur Guðbergur
Bergsson verið mistækur höf-
undur en hann er á fljúgandi
ferð í æskuminningum frá
Grindavík. Guðbergur kallar
þetta verk sitt skáldævisögu og
þar sem hin skáldlega sýn og lif-
andi ímyndarafl höfundar leika
lausum hala í verkinu samþykkj-
um við þá flokkun og teljum
verkið til skáldverka.
Alþýðufólk og umhverfi þess
er í forgrunni þessarar bókar en
þetta er einnig saga um skynjun
barns á umhverfi sínu. Hugleið-
ingum höfundar um lífið, tilver-
una og listamanninn er ofið í
frásögnina, oftast á listilegan
hátt en á einstaka stað kann að
vera fullmikið um mas. Bestu
kaflar bókarinnar eru ógleyman-
legir og snilldarlega samdir.Nið-
urstaðan er ein persónulegasta
bók Guðbergs og besta verk
hans í mörg ár.
Gyrðir Elíasson: Vatnsfólbið
Smásagnasafn sem geymir tutt-
ugu og fimm sögur. Listavel
skrifuð bók og full af þokka.
Gyrðir býr yfir frábæru form-
skyni og á sögum hans finnst
ekki smíðagalli. Andrúmsloft
trega og söknuðar svífur yfir
vötnum, en einnig ber á dillandi
kímni. Nokkrar þekktar persónur
koma við sögu, þar á meðal eru
William Morris og Guðrún frá
Lundi og bæði standa lesandan-
um Ijóslifandi fyrir sjónum.
Hinn tregafulli og kyrrláti
sagnaheimur Gyrðis á ekki sinn
líka í íslenskum bókmenntum og
hér er á ferðinni eitt allrabesta
verk hans. Meistaralega unnin
bók og besta skáldverk ársins.
Það er ekkert réttlæti í íslenskum
bókmenntaheimi ef svona góð
bók vinnur ekki til verðlauna.
Sigfús Daðason:
Og hugleiða steina
Eitt merkasta Ijóðskáld íslendinga
á þessari öld, Sigfús Daðason,
lést fyrir tæpu ári og lét eftir sig
handrit að sjöttu Ijóðabók sinni
sem geymir 29 Ijóð og hefur hlot-
ið nafnið Og hugleiða steina.
Sigfús er vitsmunalegt og
heimspekilegt skáld með skýra
og hvassa hugsun og vandað og
agað orðfæri. Tilgangur Sigfúsar
er ekki sá að hafa ofan af fyrir
lesandanum heldur eiga við
hann rökræðu um sígildar
spurningar er varða tilgang lífs-
ins og örlög mannanna.
Ljóðaunnendur munu fagna því
að eiga stund með þessu agaða
og vandvirka skáldi.
Með þessari bók fylgir geisla-
diskur sem geymir ljóðalestur
Sigfúsar. Ómissandi eign fyrir
alla ljóðaunnendur.
Sigurður Pálsson:
Ljóðlínuspil
Mörgum finnst að Sigurður Páls-
son hafi átt skilið tilnefningu til
íslensku bókmenntaverðlaunanna
fyrir þessa frábæru ljóðabók.
Þetta er níunda ljóðabók höfund-
ar og sú síðasta í þríleik hans sem
hófst með Ljóðlínudansi og fylgt
var eftir í Ljóðlínuskip.
Tengsl náttúru, manns og um-
heims eru yrkisefni skáldsins.
Ljóðin einkennast af orðkyngi,
ríku hugmyndaflugi og sterku
myndmáli. I þeim býr ólgandi lífs-
þrá og ástríðufull skynjun skálds
og fagurkera sem kann svo einkar
vel að hrifast og Iætur sér aldrei
standa á sama. Þetta er heillandi
ljóðabók sem á skilið að fara víða.
Kennaraltfið í kvikmynd
Einn liðurí tóm-
stundastarfi unglinga-
deildar grunnskólans
erkennsla ígerð kvik-
mynda og myndbanda.
Nokkrir krakkar íAust-
urbæjarskóla gerðu
kvikmynd um kennar-
ana sína.
Krakkarnir í 9. og 10. bekk
Austurbæjarskóla réðust ekki á
garðinn þar sem hann var lægst-
ur, heldur ákváðu að gera mynd
af skólalífinu og leika kennarana
sína. Myndin heitir Kennaralíf
og er alveg bráðskemmtileg.
Blaðamaður Dags fékk að horfa
á myndina ag spjalla svolítið við
krakkana og einn kennaranna
sem „tekinn var fyrir“ í mynd-
inni.
Krakkarnir eru 10 og af þeim
eru aðeins tvær stúlkur, Júlíanna
Sigtryggsdóttir og Guðrún Lára
Alfreðsdóttir. Þær höfðu að
mestu orð fyrir hópnum, strák-
arnir létu sér nægja að skjóta
inn orði á ská.
- Hvers vegna ákváðuð þið að
leika kennara en ekki til dæmis
forseta?
„Þetta var eiginlega svona út-
rás,“ segir Guðrún. „Og svo
þurftum við að gera eitthvað
sem hægt var að sýna á skóla-
sýningu, eitthvað sem allir
þekktu og gátu skemmt sér yfir“.
Sérkennin skiptu öllu
- Hvað lá helst til grundvaUar,
þegar þið voruð að velja ykkur
kennara til að
leika?
„Jú, sko“ og nú
hafa allir skoðun.
„Við tókum auð-
vitað þá kennara
sem hafa einhver
sérkenni og eitt-
hvað sem hægt
var að ýkja og
hafa gaman af
um leið. En við
tókum ósköp
vægt á þeim og fórum ekki illa
með neinn,“ segja þau. Það er
nú spurning, finnst blaðamanni,
þegar hann horfir á einn leikar-
ann misþyrma nemanda í mynd-
inni og annan leikara rífa húfu
af barni.
„Okkur fannst þetta alveg
rosalega gaman og við skemmt-
um okkur vel. Við lærðum auð-
vitað heilmikið á þessu,“ segja
þau.
- En hvemig taka kennaramir
þessu? Eru þeir nokkuð sárir?
„Nei,“ segir Júlíanna, „þeir
taka þessu vel og skemmtu sér
bara á sýningunni. Sumir hafa
reyndar lagt sig fram um að vera
skemmtilegir síðan kvikmyndin
var gerð...“
Krakkarnir hafa náð kennur-
unum vel og greinilegt að þau
taka vel eftir töktum þeirra í
tímum og meira að segja virðast
þau hafa kíkt eitthvað í kennara-
stofuna, því það-
an er sýnd sena
sem getur vel
hafa átt sér stað í
raunveruleikan-
um.
Styrkir tengslin
Einn kennaranna
sem leikinn er í
myndinni og er
raunar nokkuð
áberandi, er
Sverrir Ragnarsson. Hann er
umsjónarmaður eins af 10.
bekkjunum og kennir í fimm
bekkum af sex á unglingastigi.
„Já, ég naut þess heiðurs að
hafa fengið að vera með í mynd-
inni,“ segir hann. „Reyndar sést
mest aftan á mig,“ bætir hann
við.
Hann segir að kennararnir
hafi tekið þessu mjög vel og ekki
annað að sjá en þeir hafi allir
haft gaman af.
Sumirkennaranna
hafa reyndarlagtsig
fram um að vera
skemmtilegir síðan
kvikmyndin
vargerð...
Krakkarnir sem gerdu myndina. Júlianna Sigtryggsdóttir, Guðrún Lára Aifreðsdóttir,
Einar Örn Kristjánsson, Elías Viggó Bildalhl, Jón þór Óiafsson, Ævar Ingi Páisson, Einar
Ásgeir Kristjánsson, Björn Viðar Aðaibjörnsson, Smári Roach Gunnarsson og Haraldur
Björn Sigurðsson.
„Kennarar eru auðvitað mis-
jafnir. Sumir eru frábærir á
meðan aðrir kunna bara ekkert
að kenna, þeir bara garga allan
tímann og maður lærir eklcert
hjá þeim,“ segir Guðrún og hin
taka heilshugar undir þessa
speki. VS
þá?
„Þetta styrkir líka tengslin á
Iéttari nótunum," segir hann og
kemur reglulega vel út hjá
krökkunum. Það voru flestir
kennaranna viðstaddir sýning-
una og enginn móðgaðist að því
er séð varð.“
- Hvað finnst krökkunum utn
kennarana sína? Eru þau sátt við