Dagur - 30.12.1997, Blaðsíða 2

Dagur - 30.12.1997, Blaðsíða 2
2 -ÞRIÐJUDAGVR 30.DESEMBER 1997 ro^tr FRÉTTIR Halla Björk Evans ásamt vinkonum sínum íjafningjafræðslunni, Viktorfu Ósk Almarsdóttur og Ingibjörgu Maríu Einarsdóttur. „Krakkar á Suðurnesj- um koma illa út í samanburðinum við aðra unglinga, ekki síst stúlkurnar." Vímulaus valkostur Suðumesjafólk fær póst- kort frá áhyggjufuliuin samborgurum, sem vilja ekki að foreldrar og eldri systkini séu að útvega imglingum áfengi. „Ekki kaupa né veita börnum ykkar áfengi!“ eru skilaboð áhyggjufullra Suðurnesjamanna þessa dagana, en þar í bæ er í gangi forvarnarátakið „Vímulaus valkostur" á vegum íþrótta- bandalags Reykjanessbæjar (IRB) og fleiri aðila. Að þessari vinnu kemur Jafningjafræðslan og fulltrúi hennar í Vímuefnaforvarnarnefnd Reykjaness- bæjar (VFR) er Halla Björg Evans. „Því miður er talsverð drykkja meðal unglinga um jól og áramót í Reykjanes- bæ og það er eitthvað um að foreldrar og systkini aðstoði krakkana við að fá áfengi. Það sýndi sig líka í skoðana- könnun nýverið að krakkar á Suður- nesjum koma illa út í samanburðinum við aðra unglinga, ekki síst stúlkurnar. Núna um helgina voru t.d. tvær stúlk- ur handteknar vegna slagsmála í Stapa og það er staðreynd að krakkar komast f vín nánast eins og þeir vilja. Það er því full þörf á svona átaki,“ segir Halla Björg. Atakið felst meðal annars í dreifingu á n.k. póstkorti með texta gegn því að fullorðnir útvegi ungling- um áfengi. Reynslusögur virka best Atak í forvörnum hófst að ráði í sept- ember, en VFR er vinnuhópur margra aðila. Agætt starf hefur verið unnið í tóbaksvörnum og nú einbeita menn sér að áfenginu. Fljótlega er von á póst- korti í dreifingu þar sem varað er við notkun eiturlyfja. Einnig má nefna að ætlunin er að Jafningjafræðslan komi með fræðslu með sér inn í bæjarvinnu unglinga í sumar, en nokkur sveitarfé- lög hafa gert slíkt við ágætar undirtekt- ir. Fleira er á döfinni í Reykjanesbæ, t.d. er foreldrarölt byrjað og rætt um samstarf við SÁA um fræðslu. „Það er auðvitað ekki mikil fyrir- mynd hjá foreldrum eða eldri systkin- um að „redda“ unglingum áfengi. Það þarf að berjast gegn slíku. Hvað neyslu almennt varðar þá eru unglingar meira en tilbúnir til að hlusta á áróður og fræðslu, en það er ekki sama hvernig það er gert,“ segir Halla Björg. „Ung- lingar vilja frekar hlusta á reynslusögur fólks sem lent hefur í vondum málum en að hlusta á fræðinga. Ég man eftir því að hafa einu sinni hlýtt á einhverja slíka umræðu í grunnskóla og það er of lítið," segir Halla Björg að lokum. - FÞG í jólaboðum ber margt á góma og pott- verjar sern báru saman bækur sínar í gær voru sammála um að augljóst væri að Guðrún Pétursdóttir tæki áttunda sæti á lista Sjálfstæðismanna í höíúð- Gudrún borginni. Hún væri löngu ákveðin. péturs- „Umhugsunarfresturinn“ væri yfir- dóttir. varp, enda fáránlegt að koma fram eftir árainót og segjast ekki ætia vera með, eftir allan þeiman tíma. En spurt var: hvenær segir hún af sér trúnaðarstörfum fyrir Reykjavíkurlistaim? Sömu boð herma að ritdeila Þorgríms Gcstssonar og Víkverja Morgunblaðs- ins uin gangrýna blaðamennsku hafi haft flóknari bakgrunn en sýndist. Þorgrímur gagnrýndi blaðið fýrir aó éta umyrðalaust það sem stjómmála- menn hefðu um fjárhagsstööu borgar- innar að segja, í stað þess að koma með eigin rannsókn. Ágætis ábending sem hið ríka Morgunblað tók til sín og réði tvo endurskoð- endur til að hlýða embættismönnum úr borgar- kerfinu yfir um „raunverulega" stöðu borgarinn- ar. Þaó var gert. En niðurstaðan hefur ekki birst. Hentar það ekki? í pottinn bárust fréttir frá Kanaríeyj- um þar sem um 1000 íslendingar eru yfir jólin, þar af um 70 Vestmannaey- ingar. Þar er meðal aimara Örvar Kristjánsson hinn víðkunni hramonikkuleikari að skemmta á sér- stökum íslcndingabar. Eitt kvöldið fékk Örvar Guðlaug Tiyggva til að syn- gja með sér nokkur lög og gcrði Guðlaugur slíka lukku að bæði var klappað og stappað í salnum. Eftir þetta þótti sjálfsagt að munstra Guðlaug sem jólasvein íslendinga á Kanarf og lék hann það hfut- verk með stakri piýði. Skemmtikrafturinn Guð- laugur Tryggvi er orðinn slíkt númer að búið er að panta hann á nýársfagnaö Vestmannaeyinganna til að syngja og skemmta. Guðlaugur mun þó hugsi yfir málinu því hann óttast að Árna Johnsen inuni sánia við sig leyfi liann Eyjamönnum að heyra í „alvöru söngvara!. Guðlaug- ur Tryggvi. Þorgrímur Gestsson. FRÉTTAVIÐ TAIAÐ Ástþór Magnús- son Ástþór Magnússon segir það dagljóstað Vesturlönd verði að gefa eftir í við- skiptabanninu. Bandaríkja- menn séu búnirað mála sig út í hom í málinu og þaðan verði að bjarga þeim. * Eg er ekkl hliðhollur Saddam Hussein „Ég hafna þeirri gagnrýni á mig að ég hafi verið hliðhollur Saddam Hussein í yfirlýs- ingum mínum. Ég var það alls ekki. Hins- vegar hef ég áttað mig á |>ví að Vesturlönd verða að gefa eftir hvað viðkemur viðskipta- banninu. Það var samdóma álit fréttamanna frá sjónvarpsstöðvum og öðrum fréttamiðl- um, sem dvalið hafa í Irak að viðskiptabann- ið sem Bandaríkjamenn settu á í Iok Flóa- bardaga virki ekki og sé farið að hafa öfug áhrif og að Bandaríkjamenn séu búnir að mála sig út í horn í þessu máli. Þess vegna beindi ég orðum mínum til þeirra og Sam- einuðu þjóðanna. Það er ekki til neins að beina orðum að Saddam Hussein, hann hlustar ekki og því reynir maður að fá Vest- urlönd til að gefa eftir,“ sagði Ástþór Magn- ússon, foringi Friðar 2000, um þá gagnrýní sem fram hefur komið á málflutning hans meðan hann dvaldi í írak á dögunum. Greinilegt er að Saudi-Arabar tóku orð hans sem áróður fyrir Saddam Hussein því þegar flugvél Friðar 2000 snéri frá írak áleiðis til Hollands, fékk hún ekki að fljúga í gegnum s-arabíska lofthelgi. Ástþór telur að þar hafi undirtillur misskilið orð sín og tekið ranga ákvörðun. Hann segir ljóst að viðskiptabannið sé að koma hrikalega niður á almenningi í írak. Börn deyi í hrönnum vegna skorts á matvæl- um og lyfjum og almenningur líði skort. „Þetta er að byggja upp gríðarlega mikla reiði fólksins í landinu í garð Vesturlanda. Við sáum víða skrifuð'slagorð gegn Banda- ríkjunum og Vesturlöndum. Meira að segja í anddyri hótelsins sem við gistum á var skilti sem á stóð „Bush er glæpamaður." Ég er ekki að mæla því bót hvernig Saddam Hussein hefur hagað sér, síður en svo, en ég er hræddur við þetta hatur sem búið er að magna upp,“ sagði Ástþór. Hann segir það ákveðin vonbrigði að hafa ekki náð fundi Saddams Hussein, eins og hann ætlaði. Ástþór segir að eftir að það kom upp að þeir flyttu litlu stúlkuna til HoIIands hefði ekki verið hægt að bíða Ieng- ur, en sennilega hefði fengist fundur með Saddam ef þeir hefðu getað staðið lengur við í landinu. Ástþór var spurður hvort hann óttaðist ekki að þau lyf sem hann fór með á sjúkra- húsið hafi síðar farið út bakdyramegin til vina Saddam Husseins? „Ég hef enga trú á því enda hafa þeir öll ráð til að ná sér í það sem þeir þurfa,“ sagði Ástþór. -S.DÓR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.