Dagur - 30.12.1997, Blaðsíða 4

Dagur - 30.12.1997, Blaðsíða 4
4 -ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 1997 ro^tr FRÉTTIR L Laxá ekki hættulegasti vegarkafli Vesturlands Brúin yfir Laxá í Miklaholtshreppi verður breikkuð á næsta ári. En hún er ekki hættulegasti vegarkafli á Vesturlandi. Frá Laxá í Borgar- nes eru sjö einbreiðar brýr að Laxárbrúnni varasömu meðtalinni, átta einbreiðar brýr ef farið er alla leið til Reykjavíkur frá Laxá. Hættuleg- astur er þó vegarkaflinn ofan Borgarness og hættulegust vegamót Vesturlands- og Ólafsvíkurvegar. Ekki eru handbærar tölur hvað muni kosta að gera allar brýrnar tvíbreiðar, en kostnaður við breikk- un brúarinnar yfir Laxá er um 1 5 milljónir króna, en hún er ein minnsta brúin. „Það eru víða staðir þar sem er meiri hætta á slysum. Það þarf ekki að taka nema gatnamótin á Ólafsvíkur- og Vesturíands- vegi, þau eru slysahæst á Vesturlandi. Eða svæðið fyrir ofan Borgar- nes, frá Hrafnakletti um gatnamótin og upp að Hamri. Þetta er hættulegasti kaflinn á Vesturlandi. Við höfum áhættumat á stöðum og meðaláhætta er talin um 50, það er ákveðin formúla notuð til að finna það út. Kaflinn ofan við Borgarnes er með áhættustærð upp á 850. Þetta er miðað við slys sem hafa orðið á fimm ára tímabili. Það hafa orðið ansi mörg og slæm slys á þessum kafla, þrjú dauðaslys, að vísu ekki nema tvö á þessu tímabili. Síðan er kaflinn fyrir sunnan Borgarnes frá Seleyri yfir Borgarfjarðarbrú í bæinn minna hættuleg- ur með áhættustærð upp á 370,“ segir Birgir Guðmundsson, um- dæmisstjóri Vegagerðarinnar á Vesturlandi. Bifröst í samstarf við Háskóla íslands Samvinnuháskólinn á Bifröst og Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla íslands (HI) undirrituðu samstarfssamning á dögunum. Samningur- inn felur það í sér að skólarnir vilja efla rannsóknir og menntun í við- skipta- og rekstrarfræðagreinum á háskólastigi á Islandi og ætla með þessum samningi að stuðla að aukinni samvirkni miili skólanna og samnýta aðstöðu og færni hvors annars þegar hagsmunir fara saman. Gott að búa á Skaga Akranes hefur yfirburði yfir höfuðborgarsvæðið í búsetuskilyrðum samkvæmt nýlegri rannsókn á orsökum búferlaflutninga sem Stefán Ólafsson prófessor vann fyrir Byggðastofnun árið 1997. í rannsókn- inni eru farnar aðrar leiðir í að rannsaka búferlaflutninga með því að líta á þær frá sjónarhóli fbúanna sjálfra í stað þess að beina sjónum að atvinnulífi eða opinberum aðilum. I hluta rannsóknarinnar eru 10 stórir byggðakjarnar sérstaklega skoðaðir og er Akranes þeirra á með- al. Sterkar hliðar Akraness eru opinber þjónusta á borð við skóla og dagvistun en einnig þjónusta við aldraða og heilbrigðisþjónusta. Einnig eru umhverfisaðstæður góðar að mati íbúanna. Þá koma verslun og þjónustugreinar sterkt út í rannsókninni. Veikar hliðar bæjarins eru atvinnumál og húsnæðismál. Sérstaldega eru það möguleikarnir á því að afla tekna og húshitunarkostnaður. Þar sem atvinnuástand hefur batnað umtalsvert frá því rannsóknin var gerð sl. vor og búist er við að enn rætist úr má gera ráð fyrir að húshitun- arkostnaður verði sá þáttur sem íbúar á Akranesi setja mest fyrir sig í búsetuskilyrðum. HusafeHsheHan imdtr skriðu Bæjargilið á Húsafelli ógnaði Kvíunum, gróf Húsafellshelluna undir skriðu og kaffærði tvö listaverk eftir Pál Guðmundsson í leysingun- um sem urðu skömmu fyrir jól. Vatnsflaumurinn bar með sér urð og grjót en gilið ruddist meðal annars yfir Kvíarnar. Auk þess að kaffæra flatirnar í kring um ktáarnar eyðilagði vatnsflaumurinn göngustíg sem mikil vinna hafði verið lögð í að leggja í sumar og haust en stíg- urinn lá frá listasmiðju Páls Guðmundssonar og upp í Bæjargilið og gróf Húsafellshelluna frægu undir urðinni. Einnig var í sumar grafið frá kvíunum og svæðið í kring þökulagt. Vatnsflaumurinn og urðin fór yfir þetta allt saman. KristleifurÞor- steinsson á Húsafelli telur líkur á því að hefði ekki verið búið aðgrafa frá Kvíunum hefðu þær fyllst af aur og drullu. Einnig urðu skemmd- ir á hitaveitu og telur Kristleifur að heildartjónið sé um 2,5 milljón- ir króna. Frá bóksölu Bónuss fyrir jólin. - mynd: hilmar Bækur voru orðnar fulldýrar Rithöfundar leggjast hreint ekki gegn lækkuðu bókaverði. Rithöfundar brugðu skjótt við þegar tók að bóla á heiftarlegri verðsamkeppni í bóksölu fyrir 2- 3 árum. Samningar voru gerðir við útgefendur um útgáfu frum- saminna verka og miðast við svo- kallað verðlistaverð. Hlutur rit- höfunda af því verði er 23% að sögn Ingibjargar Haraldsdóttur, formanns Rithöfundasambands Islands. Áður var reglan sú að greidd voru 16% af útsöluverði, en nú er miðað við heildsöluverð útgef- andans, sem hann hefur í hendi sér hvert verður. „I rauninni erum við að sjá á eftir því sem lengi hefur verið okkar fasti punktur í tilverunni, þetta fasta verð á bókum. Það er eiginlega úr sögunni. En þetta er ekkert einsdæmi, þetta er orðið svona alls staðar," sagði Ingibjörg Haraldsdóttir. „En svo kemur auðvitað í stað- inn aukin sala á bókum. Það er þó huggun harmi gegn að þótt greiðsla fyrir hvert eintak sé minni, þá kunna eintökin sem seljast að verða miklu fleiri. Það er því erfitt að æsa sig upp yfir lækkandi bókaverði, það gerir maður ekki,“ sagði Ingibjörg. Hún segir að bækur hafi verið orðnar of dýrar. Nú sé ljóst að bókin haldi velli sem góð jóla- gjöf- „Strax eftir áramót munum við fara aftur í samninginn með út- gefendum og endurskoðum hann víðara og breiðara en gert var fyr- ir næstsíðustu jól,“ sagði Ingi- björg. Rithöfundar sjálfir hafa lítið látið í sér heyra um þær breyting- ar sem hafa orðið, enda þótt ósk- að hafi verið eftir að þeir létu í sér heyra við Rithöfundasam- bandið. — JBP Skattamlr lækka Lækkirn staðgreiðslu- hlutfallsms um ára- mótin kemur þanuig út að margir fá sína samningshundnu 4% kauphækkun nokkum veginn skatt- frjálsa. SkattleyHsmörkin hækka um 2,5% um áramótin, í um 62.360 kr. fyrir þá sem njóta skattfrels- is lífeyrisiðgjalda. Staðgreiðslu- hlutfallið lækkar um 1,86% milli ára, en persónuafslátturinn lækkar líka, um 540 krónur. Hjá miðlungslaunafólki kemur þetta þannig úr að skattalækkunin samsvarar nokkurn veginn stað- greiðslunni af 4% launahækkun- inni sem flestir Iaunþegar fá um áramótin, svo segja má að hún verði skattfrjáls - að vísu tæplega hjá Iáglaunafólki en meira en það hjá hálaunamönnum. Hækkun janúartekna eftir skatt verður þannig 3,7% hjá fólki á Iágmarkslaunum, um 4,7% hjá fólki sem nú hefur 120.000 kr. á mánuði og 5,8% hjá 250.000 kr. manninum. Þeir tekjuhæstu hagnast mest Miðað við óbreyttar tekjur Iækka skattarnir um 700 kr. af 70.000 kr. tekjum. - um 1.600 kr. af 120.000 kr. tekjum - um 6.700 kr. af 170.000 kr. tekjum - og um 3.900 kr. skattalækkun verður af 250.000 kr. mánaðar- tekjum. Sem fyrr segir dugar þessi skattalækkun nokkum veginn á móti sköttunum sem fólk hefði ella þurft að borga af 4% kauphækkuninni sem flestir fá um áramótin, að vísu tæplega hjá þeim lægst launuðu, en heldur meira en það hjá þeim betur settu. Þarna er lækkun persónuafsláttarins um að kenna - eða fyrir að þakka, eftir því hvaða augum menn lítað það mál. Sveitarfélögin fá drjúgan meirihluta Skattalækkunin kemur öll - og raunar eilítið meira - fram á tekjuskattinum til ríkissjóðs. Út- svar sveitarfélaganna hækkar hins vegar lítillega. Fjármála- ráðuneytið áætlar að ríkissjóður verði af 2,5 milljarða tekjum vegna skattalækkunarinnar. Heildartekjur af staðgreiðslu- sköttum áætlar ráðuneytið um 58 milljarða á árinu. Drjúgur meirihlutinn, eða 33 milljarðar, renna til sveitarfélaganna. Hlut- ur ríkisins er aðeins 25 milljarð- ar og þar af svífur þriðjungurinn beint út aftur í barnabætur og vaxtabætur. Einungis liðlega fjórðungur staðgreiðsluskatt- anna (29%), eða innan við 17 milljarðar, verða því eftir fyrir ríkiskassann til almennra út- gjalda. Staðgreiðsluprósenta nýja árs- ins verður 39,02%. Þar af fara 27,41% í tekjuskattinn en með- alútsvarið verður 11,61%. Rúm- lega helmingur sveitarfélaga notar hámarksútsvarið, sem verður 12,04%. Aðeins 9 sveit- arfélög eru með lágmarksútsvar, sem verður 11,24% á nýja árinu. Sex nýsköpimartUnefnmgar Nýsköpunarsjóður námsmanna er að ljúka sjötta starfsárinu og verða nýsköpunarverðlaun For- seta Islands afhent á Bessastöð- um 8. janúar nk. Sex verkefni hafa verið tilnefnd til verðlauna, þ.e. samþætting heimspeki og eðlisfræði í elstu bekkjum grunnskóla, Brynhildur Sigurð- ardóttir; Hvemig eru biðlistar í heilbrigðisþjónustunni upp- byggðir?, Aðalheiður Sigur- sveinsdóttir; Menningararfurinn í nútímanum, Andri Snær Magnason og Sverrir Jakobsson; Fáfnir - hugbúnaður fyrir flokk- un hráefnis í fiskvinnslu, Gísli Reynisson og Hálfdán Guðni Gunnarsson; Prófun á efnum úr íslenskum fléttum með tilliti til verkunar á krabbameinsfrumur og bólguviðbrögð, Gunnar Már Zoéga; Rannsóknir á líffræðilega virkum efnum í sjávargróðri og öðru sjávarfangi, Hans T. Björnsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.