Dagur - 30.12.1997, Blaðsíða 12

Dagur - 30.12.1997, Blaðsíða 12
12- ÞRIÐJUDAGUR 3O.DESEMBER 1997 ÍÞRÓTTIR i. Geir Sveinsson er íþróttamaður ársins Geir Sveinsson varð efstur i kjöri iþróttafréttamanna á Iþróttamanni ársins 1997. Geir er fimmti handknattieiksmaðurinn sem hlýtur útnefningu frá því íþróttafrétta- menn byrjuöu að velja íþróttamann ársins árið 1956. íþróttamemn ársins hjá sér- samböndum Geir Sveinsson, fyrir- liði íslenska lands- liðsins í handknatt- leik og leikmaður jjýska liðsins Wnpper- tal, var kjörinn fþróttamaður ársins, af samtökum íþrótta- fréttamanna, en val þeirra var tilkynnt á hófi á Hótel Loftleið- um í gærkvöld. Geir Sveinsson hlaut 351 stig, rúmlega 70 stigum fleira heldur en þeir Jón Arnar Magnússon, tugþrautarmaður frá Sauðár- króki, og Kristinn Björnsson ,skíðamaður frá Ólafsfirði, en segja má að þessir þrír íþrótta- menn hafi verið í nokkrum sér- flokki í kjörinu. Þetta er í fyrsta skipti sem Geir verður fyrir valinu sem íþrótta- maður ársins, en hann hefur oft verið nálægt toppnum. Hann varð í 2. sæti, á eftir Sigurbirni Bárðarsyni árið 1993 og lenti í sama sæti tveimur árum síðar, þegar Jón Arnar var kjörinn í fyrra skiptið. Beyndar hefur Geir verið á Iista þeirra tíu efstu allt frá 1992. Þá hafnaði hann í 3. sæti, eins og í fyrra. „Ég hef stefnt að því lengi að ná þessum titli, sem er sá eftir- sóttasti sem íslenskur íþrótta- maður getur fengið. Ég vil ekki vera með hroka eða merkileg- heit, en ég væri Iygari ef ég segði að kjörið hefði komið mér á óvart. Það hefði þó ekki komið mér á óvart þó aðrir hefðu verið valdir og það eru margir frábærir íþróttamenn á listanum sem hefðu verið vel að kjörinu komn- ir,“ sagði Geir. Geir Sveinsson er 34 ára gam- all og hefur verið atvinnumaður í handknattleik á undanförnum árum. Hann lék með franska lið- inu Montpellier á fyrri hluta árs, en síðan í haust hefur hann leik- ið með þýska liðinu Wuppertal. Það er þó leiki hans með ís- lenska landsliðinu sem óneitan- lega ber hæst á árinu. Geir var að margra mati einn albesti línu- maður heimsmeistarakeppninn- ar í Kumamoto í Japan, auk þess sem hann var þungamiðjan í varnarleik islenska liðsins sem náði 5. sætinu í keppninni. „Þetta var mjög gott ár fyrir mig og íslenska landsliðið og þó ýmislegt hafi gerst þá er keppnin í Kumamoto það sem stendur upp úr. Það er oft talað um að hópíþróttamenn eigi erfiðara með að fá viðurkenningu sem þessa og ég er ekki frá því að það sé rétt. Á hinn bóginn hefði ég aldrei orðið þessa heiðurs að- njótandi, ef ekki hefði komið til mikill stuðningur félaga minna í landsliðinu, bæði leikmanna og þeirra sem standa að liðinu utan vallar," sagði Geir. Geir Sveinsson er fimmti handknattleiksmaðurinn til að hljóta útnefningu frá því íþrótta- maður ársins var fyrst kjörinn árið 1956 og fyrsti hópíþrótta- maðurinn sem kjörinn er frá 1989, þegar Alfreð Gíslason varð fyrir valinu. íþróttamenn úr ein- staklingsgreinum hafa orðið fyrir valinu sl. sjö ár. Sérsambönd og nefndir innan íþrótta- og Ólympíusambands Islands stóðu fyrir vali á íþrótta- mönnum ársins í hinum ýmsu greinum og var val þeirra til- kynnt í gærkvöld við hátíðlega athöfn á Hótel Loftleiðum. Eftir- taldir íþróttamenn þóttu skara framúr á árinu sem nú er senn liðið. BADMINTON Vigdís Asgeirsdóttir, TBR BLAK Dagbjört Víglundsdóttir, ÍS BOGFIMI Leifur Karlsson, ÍFR BORÐTENNIS Guðm. Eggert Stephensen FIMLEIKAR Elva Rutjónsdóttir, Björk FRJÁLSIÞRÓTTIR Jón Arnar Magnússon, UMFT GLÍMA Ingibergur J. Sigurðss., Víkverja GOLF Birgir Leifur Hafþórsson, Leyni HANDBOLTI Geir Sveinsson, Wuppertal HESTAÍÞRÓTTIR Sigurbjörn Bárðarson, Fáki FATLAÐIR Kristín Rós Hákonardóttir, ÍFR JÚDÓ Gísli Magnússon, Ármanni KARATE Halldór Svavarsson, KFR KEILA Jón Helgi Bragason, ÍR KNATTSPYRNA Hermann Hreiðarsson, Crystal Pal. KVONDO Björn Þ. Þorleifsson KÖRFUKNATTLEIKUR Guðjón Skúlason, Keflavík LYFTINGAR María Dögg Hjörleifsdóttir, ÍR RÓÐUR Armann Kojic Jónsson, SR SIGLINGAR Hafsteinn Ægir Geirsson, SR SKAUTAR Sigurður S. Sigurðsson, SA SKÍÐI Kristinn Björnsson, Leiftri SKOTFIMI Víglundur Grétar Jónsson, SR SKVASS Kim Magnús Nielsen SKYLMINGAR Helga Eygló Magnúsdóttir SUND Örn Arnarson, SH. TENNIS Arnar Sigurðsson, TK ÝMISLEGT Sktn og skúrir í LuxemDiLrg íslenska körfuboltalandsliðið vann Austurríkismenn, 88-80, í fjögurra landa æfingamóti sem staðið hefur yfir í Luxemburg yfir hátíðina. Guðmundur Bragason fór fyrir sínum mönn- um þar og skoraði 22 stig í leiknum. 1 öðrum Ieik sínum tapaði liðið fyrir pólska U 22 Iið- inu með 14 stiga mun, 66-80. Aftur var Guðmundur Bragason stigahæstur íslendinganna og skoraði 14 stig. Leikurinn við Pólverjana var mun slakari af ís- lands hálfu en leikurinn við Austurríkismenn. íslendingarnir náðu sér aldrei á strik og skotnýting þeirra var mjög slæm. Reyndar eru Pól- verjarnir með sterkasta liðið á mótinu, mjög háa og flinka Ieik- menn. I gærkvöld léku Islendingar síðasta Ieik sinn á mótinu, við Luxemborg, og unnu hann með 55 stigum gegn 53. Enn og aftur var það Guðmundur Bragason sem leiddi sína menn til sigurs og skoraði 17 stig og tók 10 fráköst. Landsliðsþjálfarinn, Jón Kristinn Gíslason, sagðist vera ánægður að hafa unnið þennan síðasta leik, sérstaklega m.t.t. þess að 3ja stiga skytturnar okkar brugðust algjörlega. Þær hittu aðeins úr þremur 3ja stiga skotum af 24. — GÞÖ ísland féH um tólf sæti Islenska landsliðið í knattspyrnu er í 72. sæti í styrkleikaröð landsliða samkvæmt síðasta styrkleikalista FIFA á árinu. ls- land var í 60. sæti um síðustu áramót og hefur því fallið niður um tólf sæti. Islenska liðið er með 38,64 stig og bætti reyndar stöðu sína um tvö sæti frá nóv- emberlistanum. Brasilíumenn hrepptu sæmd- arheitið „lið ársins“, fjórða árið í röð. Brasilía er með 73,45 stig yfir áramótin, Þýskaland 65,41, Tékkar 64,92, Englendingar 61,26 og önnur lið sem skipa sér í röð þeirra tíu efstu eru Mexíkó, Frakldand, Rúmenía, Danmörk, Italía og Kolumbía. Júgóslavar fengu viðurkenningu fyrir mestu framfarirnar á árinu, liðið bætti árangur sinn um sautján stig og stökk úr 35. sætinu í það 20. Opið hús fyrir kylfinga Einheijaklúbburinn mun gang- ast fyrir hófi fyrir Einherja í kvöld kl. 18 á Hótel Borg í Reykjavík. Á hófinu verða veitt- ar viðurkenningar fyrir þá sem fóru holu í höggi á árinu. Allir kylfingar, hvort sem þeir hafa farið holu í höggi eða ekki, eru boðnir velkomnir. Eirikur Júusson Þau leiðu mistök áttu sér stað í umljöllun blaðsins um bók Víð- is Sigurðssonar, Islenska knatt- spyrnan 1997, að vitlaust var farið með nafn ljósmyndarans. Það er að sjálfsögðu Eiríkur Jónsson sem tók myndirnar nú sem fyrr. Eiríkur hefur tekið all- ar myndir í þessum bókum á annan tug ára. Pjetur Sigurðs- son sá hinsvegar um mynd- vinnsluna. Viðkomandi eru beðnir velvirðingar á þessum mistökum. -GÞÖ Þessir fengu atkvæðin Þrjátíu íþróttamenn fengu stig í kjöri íþróttafréttamanna á íþrótta- manni ársins 1997. Atkvæðin skiptust þannig: 1. Geir Sveinsson, handknattleiksmaður, Wuppertal 351 2. Jón Arnar Magnússon, fijálsíþróttamaður, Tindastóli 264 3. Kristinn Björnsson, skíðamaður, Leiftri 263 4. Guðrún Arnardóttir, frjálsíþróttakona, Armanni 167 5. Orn Arnarson, sundmaður, SH 110 6. Birgir Leifur Hafþórsson, kylfingur, Akranesi 73 7. Ólafur Stefánsson, handknattleiksmaður, Wuppertal 55 8. Vala Flosadóttir, fijálsíþróttakona, ÍR 46 9. Halldór Svavarsson, karatemaður, KFR 41 10. Sigurbjörn Bárðarson, hestaíþróttamaður, Fáki 33 11. Gísli Magnússon, júdómaður, Armanni 18 12. Valdimar Grímsson, handknattleiksmaður, Stjörnunni 18 13. Eyjólfur Sverrisson, knattspyrnumaður, Hertha Berlin 17 14. Guðni Bergsson, knattspyrnumaður, Bolton 16 15. Ómar Halldórsson, kylfingur, Golfklúbbi Akureyrar 13 16. Hermann Hreiðarsson, knattspyrnumaður, Crystal Pal. 10 17. Arnór Guðjohnsen, knattspyrnumaður, Örebro 9 18. Kristín Rós ITákonardóttir, sundmaður IFR 7 19. Guðmundur E. Stephensen, borðtennismaður, Víkingi 7 20. Tryggvi Guðmundsson, knattspyrnumaður, ÍBV 6 21. Patrekur Jóhannesson, handknattleiksmaður, Essen 5 22. Vigdís Ásgeirsdóttir, badmintonkona, TBR 5 23. Bjarki Sigurðsson, handknattleiksmaður, Drammen 5 24. Ragna Lóa Stefánsdóttir, knattspyrnukona, KR 4 25. Edda L. Blöndal, karatekona, Þórshamri 3 26. Jóhannes B. Jóhannessón, snókermaður, 2 27. Elva Rut Jónsdóttir, fimleikakona, Gerplu. 2 28. Þórður Emil Ólafsson, kylfingur, Leyni 1 29. Herbert Arnarsson, körfuknattleiksmaður, Antwerpen 1 30. Kolbrún Yr Kristjánsdóttir, sundkona, IA 1

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.