Dagur - 31.12.1997, Blaðsíða 1

Dagur - 31.12.1997, Blaðsíða 1
Menn fóru sér hægt við að skipa upp úr Helgafellinu í Reykjavík í gær. Útvarps- stjórí öðm sinni Davíð Oddsson forsætisráðherra skipaði í gær Markús Orn Antonsson út- varpsstjóra Rík- isútvarpsins frá 1. janúar. Þetta er í annað sinn sem Markús Örn er skipaður útvarpsstjóri. Þegar Davíð Oddsson hætti sem borgarstjóri og gerðist forsætisráðherra, fékk hann Markús Örn til að hætta sem útvarpsstjóra og gerast borg- arstjóri. Skömmu fyrir borgar- stjórnarkosningar 1994 var fylgi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík orðið svo lítið í skoðanakönnun- um að Markús Örn kaus að segja af sér sem borgarstjóri og tók því ekki sæti á lista flokksins. Þá tók Arni Sigfússon við forystuhlut- verki flokksins í borgarstjórn en flokkurinn varð að lúta í lægra haldi fyrir R-listanum í kosning- unum vorið 1994. Markús Örn Antonsson, útvarpsstjóri. Sex reknir fyrir að fylgj a samningum Danskur skipstjóri á leiguskipi Samskipa rak 6 íslenska undir- meun fyrir að neita að standa vaktir imi borð í skipinu í höfn yfir jólin. Nokkrir þessara sjómanna voru á Dís- arfellinu þegar það fórst. „Mennirnir voru ekki að gera annað en fara eftir gerðum kjara- samningum. Islenskum far- mönnum ber ekki að standa vakt- ir um borð í skipunum yfir hátíð- arnar og þess vegna voru þeir í fullum rétti að neita kröfu dans- ka skipstjórans um að standa vaktir yfir hátíðarnar," sagði Jónas Garðarsson, formaður Sjó- mannafélags Reykjavíkur, um þann furðulega atburð þegar 6 íslenskir undirmenn á Helgafell- inu, leiguskipi Samskipa, voru reknir fyrirvaralaust úr starfi á mánudag fyrir að neita að standa vaktir um borð f skipinu yfir hátíðarnar. Þetta mál mun draga dilk á eftir sér. Jónas segir að Sjómannafélag Reykja- víkur muni beita öllum mætti sínum og áhrifum til að fá leiðréttingu á máli sjómannanna. Þá er Verkamannafélagið Dags- brún komið í málið. „Það sem við getum gert er að boða afgreiðslu- bann á skipið en það tekur viku- tíma að undangengnum samn- ingaviðræðum. Við höfum til- kynnt Samskipum að fái sjó- mennirnir ekki leiðréttingu sinna mála munum við boða af- greiðslubann. Þetta skip verður hér ekki lengi ef á að koma svona fram við mannskapinn," sagði Halldór Rjörnsson, formaður Dagsbrúnar. Þá hefur Dagur heimildir fyrir því að hafnarverkamenn í Sundahöfn muni ekki flýta sér neitt við að af- greiða skipið. Eins er AI- þjóða flutningaverka- mannasambandið komið í málið en það getur lokað fyrir afgreiðslu skipsins í erlendum höfnum. „Þetta er mjög erfitt mál, en við munum gera allt sem við getum til að ná samkomuíagi. Danski skipstjórinn segir að mennirnir hafa brotið danskar reglur og það er staðreynd að þeir eru ráðnir til danska útgerðarfyrirtækisins og verða því að fara eftir dönskum samningum. Við gerðum ekki annað en tilnefna þá við útgerð- ina þegar við tókum skipið á Ieigu,“ sagði Kristinn Geirsson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Samskipa, í samtali við Dag. Hér er um að ræða 4 stöður um borð, sem 6 menn sjá um svo menn geti fengið eðlileg frí. Meira að segja þeir tveir sem voru í fríi í landi og vissu ekkert um deiluna, voru reknir líka. Nokkrir þessara sjómanna voru á Dísarfellinu þegar það fórst í fyrra. Samkvæmt heimildum Dags er danski skipstjórinn afleysinga- maður sem vildi nota tækifærið og sýna útgerðinni að hann hefði bein í nefinu. Eftir að hásetarnir neituðu að standa vaktirnar krafðist sá danski þess að stýri- mennirnir, sem eru íslenskir, stæðu vaktirnar og gerðu þeir það. - S.DÓR Ingþór Bjarnason, Ólafur Örn Haralds- son og Haraldur Ólafsson. Um 60 km frá Pólimm Þremenningarnir Ingþór Bjarnason, Ólafur Örn Haralds- son og Haraldur Ólafsson voru í gær í 60 km fjarlægð frá lokatak- markinu, Suðurpólnum. Sterkar líkur eru því á að þeir nái á Suðurpólinn um áramótin en þeir hafa gengið um 24 til 28 km á dag. Aðstæður hafa verið mjög erfiðar, þungt að draga sleðana vegna þess að snjórinn hefur verið mjög gljúpur, þyngd sleðanna allt að því tvöfaldast. Engir aðrir leiðangrar eru í ná- grenni við þá, næst er ásttalskur leiðangur í um 150 km fjarlægð. Á Suðurskautsjöklinum er veður hins vegar fremur stillt og 28 stiga frost. Þegar takmarkinu verður náð bíður þeirra flugferð til Patriot Hill búðanna, þar sem leiðangurinn hófst. — GG msmmmmmmmm BLACKdDECKER Knndvefkfæri SINDRI kjt -sterkur í verki 1 3 BOBBARTÚUt 31 • SÍWI -iBg im • BMFFASlMI 552 1021 Þetta voru Mammons- jól Bls. 10 1 1

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.