Dagur - 31.12.1997, Blaðsíða 4

Dagur - 31.12.1997, Blaðsíða 4
4- MIBVIKUDAGUR 31.DESEMBER 1997 FRÉTTIR i. Eitt tilboð í rafmagn löndunarbryggju Opnuð hafa verið tilboð í rafmagn í löndunarbryggju á Siglufirði en kostnaðaráætlun hljóðaði upp á kr. 3.197.108. Aðeins eitt tilboð barst, frá Rafbæ að upphæð kr. 2.740.707 m/vsk. sem er 85,7% af kostnaðaráætlun. Bæjarráð samþykkti að taka tilboðinu. Sirrý Geirs í Hollywood Einar Heimisson hefur óskað eftir framlagi frá Siglufjarðarbæ vegna gerðar myndarinnar „Sirrý Geirs í Hollywood". Erindinu var hafnað af bæja,rráði. Myndin er að hluta til tekin upp á Siglufirði og í Héð- insfirði. Elsta peningastofnun landsins Sparisjóður Siglufjarðar, sameign Siglfirðinga eins og segir í auglýs- ingunni, verður 125 ára 1. janúar nk. Af því tilefni verður opið hús í sparisjóðnum á nýársdag, þar sem boðið verður upp á veitingar, m.a. forláta nýárstertu. Ekki er að efa að margt verður um manninn í sparisjóðnum þann dag og á fleiri uppákomum sem munu fylgja í kjölfarið á komandi ári, m.a. mikil grillveisla á komandi sumri. Spari- sjóður Siglufjarðar er elsta peningastofnun landsins. Fækkun bæiarfuUtnia Runólfur Birgisson nefur flutt tillögu um breytingu á samþykktum Siglufjarðarkaupstaðar þess efnis að bæjarfulltrúum verði fækkað úr 9 í 7. I greinagerð með tillögunni segir m.a. að þegar nefndarkerfi bæjarins hafi verið endurskipulagt fyrir 4 árum var stjórnkerfið gert einfaldara og jafnframt ákveðið að fá reynslu á þá breytingu áður en umræða færi í gang um að fækka bæjarfulltrúum. Sterkustu rökin fyrir þeirri breytingu sé að íbúatala bæjarins sé í dag aðeins um 1.600, stjórnkerfið verði einfaldara, sveigjanlegra og skilvirkara. - GG Heitt í kolimitm hiá Hitaveitiiimi Það hitnaði heldur betur í koíunum hjá Hitaveitu Reykjavíkur í gærnótt og -morgun, en þá leiddi rafmagnsleysi til þess að vatns- blöndun datt út og heita vatnið fór allt upp í 100 gráður. Að sögn Hjörleifs Jónssonar hjá Hitaveitu Reykjavíkur stóð þetta vandamál yfir í skamman tíma og var blöndunin komin í lag um 9.30 um morguninn. „Vegna rafmagnsleysis stoppuðu dælurnar og þá gat blöndun ekki átt sér stað. Það þýddi að hitinn fór upp á vatninu í bor- holustöðinni sem véitir vatni til Laugarnesssvæðisins og Holtahverf- isins. Þegar svona gerist er helst hætta af því að 100 gráðu heitt vatn getur spýst út úr krönum, en sem betur fer hefur enginn kvartað við okkur og við ekki frétt af neinum skemmdum eða óhöppum," segir Hjörleifur. — FÞG Flugstjðmarsvæði tryggt hjá Sjóvá Tryggingarvernd sem nær til allra hugsanlegra óhappa á íslenska flugstjórnarsvæðinu, 5,6 milljónum ferkílómetra, varð að veruleika í gær. Flugmálastjórn kaupir þjónustuna frá Sjóvá-Almennum sem varð hiutskarpast í alþjóðlegu tryggingaútboði, bauð 200 þúsund Bandaríkjadali en hæsta boð var upp á 336 þúsund dollara. Vátrygg- ingarupphæðin er um 70 milljarðar ísl. króna og samningurinn sem undirritaður var í gær er stærsti tryggingasamningur sem gerður hef- ur verið hér á landi. Meira en 70 þúsund þotur eiga leið um íslenska flugstjórnarsvæðið árlega. Sú vernd sem tryggingin veitir kostar ríkið tiltölulega lítið, en veitir mikilvæga vernd gagnvart skaðabótakröfum sem íslenska ríkið kynni að eiga erfitt með að mæta. Nýárstrimm í Kjamaskógi Nýárstrimm fer fram í Kjarnaskógi við Ak- ureyri á nýjarsdag og stendur frá klukkan átta að morgni til átta að kvöldi. Skógrækt- arfélag Eyfirðinga hefur staðið fyrir nýárstrimmi undanfarin ár og í fyrra skráðu sig um 400 manns í gestabók sem liggur frammi í Kjarnakoti. — GG Verðtryggiiig enn torvelduð Lágmarkslánstími verðtryggðra Iána lengist úr þremur árum í fimm frá áramótum og lágmarksbinditími innláná sömuleiðis úr einu ári í þrjú ár. Þessi breyting er áfangi að því marki að draga úr notkun verð- tryggingar á skuldbindingum til skamms tíma, samkvæmt tilkynn- ingu frá Seðlabankanum. I reglum um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár frá 1995 kom fram að stefnt væri að lokaáfanga í breytingu verðtryggingarreglna í árs- byrjun 2000, þegar verðtrygging innlána yrði óheimil en lágmarks- tími verðtryggðra útlána og skuldabréfa lengdist í sjö ár. — HEI SDgftr Nú er lokiö áralöngum deiium miiii heistu útfaraþjónustuaöila í Reykjavík. Útfararþj ónustur grafa strídsöxina Davíð Ósvaldsson og Kirkjugarðar Reykja- víkur hafa loks náð sáttum. Samkomulag- ið auðveldar Davíð framkvæmd nauða- samninga. Kirkjugarðar Reykjavíkurpró- fastsdæmis (KRP) og Líkkistu- vinnustofa Eyvindar Arnasonar (LEA) hafa undirritað samkomu- lag sem felur í sér lokagreiðslu frá KRP til LEÁ og að öll mál milli aðilanna falli um leið niður. I fréttatilkynningu frá aðilunum kemur fram að samkomulagið hafi verið undirritað til að „skapa góðan starfsanda á viðkvæmum vettvangi fyrirtækjanna". Deilur fyrirtækjanna hafa staðið yfir árum saman, en í nóv- ember 1995 féll Hæstaréttar- dómur í skaðabótamáli Davíðs gegn KRP, þar sem úrskurðað var að KRP skyldi greiða Davíð 6 milljónir króna í bætur. Niður- staðan var að KRP hefði niður- greitt þjónustu sína með kirkju- garðsgjöldum og skekkt þannig samkeppnisstöðuna. Bæturnar voru greiddar, en um það leyti var LEÁ illa statt fjárhagslega og voru bæturnar notaðar í nauða- samningum. Davíð leitaði síðan til Samkeppnisstofnunar þar sem KRP greip ekki þegar í stað til íjárhagslegrar aðgreiningar á rekstri útfaraþjónustu sinnar og kirkjugarðastarfseminnar og þar vann Davíð málið. KRP undi þeirri niðurstöðu ekki, en tapaði málinu enn í undirrétti og fyrir Hæstarétti. Samkomulagið nú tekur til bóta vegna þessa til- tekna tímabils, en aðskilnaður- inn hefur farið fram. Davíð Osvaldsson, forstjóri LEÁ, vildi ekki tjá sig um málið og vísaði á lögfræðing sinn, Hrein Loftsson. Hreinn staðfesti að samkomulagið fæli í sér greiðslur frá KRP. „En aðilarnir eru sammála um að upphæðin skuli vera trúnaðarmál. Sam- komulagið gerir Davíð kleift að ná áttum í rekstrinum, en hann er enn að ganga frá ákvæðum nauðasamninganna," segir Hreinn. - FÞG Með heitustu jóla- ntánuðum aldarimiar Desembermánuður, sem nix er að renna sitt steið, var af- burðamánuður í veð- urfarslegu tilliti og hitamet var sett í Reykjavík. „Það má fullyrða að þessi desem- bermánuður er með hlýjustu jólamánuðum á öldinni,11 sagði Þóranna Pálsdóttir, veðurfræð- ingur á veðurfarsdeild Veður- stofu íslands í gær. Veðrið hefur reyndar leikið við landsmenn flesta daga síðan í haust. Hitastigið í höfuðborginni fór í 12 gráður þann 14. desember síðastliðinn og næstu tvo daga á eftir varð lítið Iát á þeim hita. Þóranna segir að þetta sé hita- met í Reykjavík, hærra hitastig hefur ekki mælst í borginni í desember frá þvf mælingar hófust. Á Akureyri fór hitastigið í 14,8 stig þann 15. desember og nálg- aðist að slá hitametið, sem er 1 5,1 stig síðan í desember 1964. Hitastig á landinu mun hafa farið allt upp í 18 gráður á Aust- fjörðum, en ekki hafði Þóranna nákvæmar upplýsingar í höndum um hitann í hnúkaþey aust- firskra fjalla. Eystra hefur hitinn áður farið í 18 gráður, það var á Seyðisfirði 1988, og mun það mesti desemberhiti sem mælst hefur. Þóranna segir að veðurfarið hafi um margt verið óvenjulegt, en ekki alveg einstakt. Desember fyrir 10 árum, árið 1987, var ein- muna góður og þá eins og nú mátti sjá grænan lit á túnum og gróður sem var í vöknun víða um land. — JBP

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.