Dagur - 31.12.1997, Qupperneq 2
2 - MIÐVIKVDAGUR 31. DESEMBER 1997
Tkgur
. FRÉTTIR
Hlé imlli lægða fyrir
brennur og nugelda
Veðurstofan gefur vonir
um hlé milli lægða svo
laudsmenn ná vonandi að
sýna 1.500 erlendum ára-
mótagestum flugelda sína
og brenur.
Grenjandi íslenskt rok og rigning
breytti áætlunum margra erlendra
ferðamanna sem komnir eru að kynn-
ast íslenskum áramótum. Aramóta-
gestirnir eru á fimmtánda hundrað að
jjessu sinni, eða álíka margir og um
síðustu áramót, að mati Magnúsar
Oddsonar ferðamálastjóra. Þeir tóku
því með jafnaðargeði að aflýsa þurfti
fyrirhuguðum skoðunarferðum í gær.
Spámenn Veðurstofunnar gefa vonir
um nægilega langt hlé á milli lægða á
gamlársdag og nýársnótt til að lands-
menn geti sýnt þeim sínar „heims-
frægu“ áramótabrennur og hvernig
þeir „fíra“ svona 1 50 tonnum af flug-
eldum upp í himingeiminn.
Góðar vonir um gamlárskvöld
„Við gerum ráð fyrir að á gamlársdag
verði veðrið nú bara glettilega gott
miðað við það sem er í dag og verður á
nýársdag," sagði Einar Sveinbjörnsson
veðurfræðingur í gær. Hann reiknaði
þá fastlega með að viðri til að brenna
og skjóta í kvöld. Einar spáði því að
veðrið gangi niður síðdegis í dag, gaml-
ársdag og fram yfir miðnættið a.m.k.
Attin verði á sunnan eða suðaustan,
kaldi eða stinningskaldi (4-6 vindstig),
hiti um eða ofan við frostmark víðast
hvar á landinu, einhver úrkoma í formi
slyddu eða slydduélja, en að öllum lík-
indum úrkomulaust á Norðurlandi og
Vestfjörðum. Um nýársdaginn sagði
Einar flest óljósara en útlit fyrir meiri
úrkomu og hvassara.
Óvedur líka spennandi
Um þriðjungur áramótagestanna kem-
ur á vegum Ferðaskrifstofu Guðmund-
ar Jónassonar og ætlar sá hópur að
fagna nýju ári í Perlunni. Flestir
komafrá Bandaríkjunum, en líka
Frakklandi, Lúxemborg, Bretlandi,
Þýskalandi, Hollandi, Belgíu, Japan og
víðar að. Og fyrirvarinn var ekki langur
hjá öllum. „Við fengum síðustu bókun-
ina 26. desember," sagði Marta Björns-
dóttir.
Vegna veðurs sagði hún að þurft
hefði að aflýsa skoðunarferðum í gær,
m.a. um Vesturland. Fólk hafi al-
mennt tekið þessu með jafnaðargeði,
enda gerir það sér grein fyrir að það er
komið til Islands þar sem allra veðra er
von. Þannig að á vissan hátt sé það
kannski að kaupa þessa áhættu með í
pakkanum. Margir hafi líka farið í
jeppaferðir í staðinn og fundist þetta
bijálaða veður bráðspennandi. „Japön-
unum fannst t.d. mjög gaman að
kynnast þessu líka,“ sagði Marta.
A gamlársdag væru fyrirhugaðar
ferðir til Gullfoss og Geysis og í Bláa
lónið einnig á nýársdag og anna'n. - HEI
Útspil Davíðs þegar hairn upp-
lýsti að ráðherraskipti væru á
döfinui eftir nokkra mánuði hef-
ur vakið verðskuldaða athygli í
heita pottinum. En þó Davíð hafi
aðeins lögsögu í sínum eigin
flokki virðist þetta hafa orðið til
þess að setja allt á hreyfingu í
þingflokki framsóknar líka. Þar
telja menn sig vita að Guðmundur Bjarnason hafi
haft áhuga á að taka við af Steingrími í Seðlabank-
anum, en nú sé sú ráðstöfun í uppnámi þar sem
Halldór formaður hafi lítinn áliuga á að láta for-
spár Davíðs ganga cftir hvað framsókn varðar...
Engu að síður hafa hugsanlegir
kandídatar íyrir ráðherrastól vað-
ið fyrir neðan sig og eru famir að
vinna að sínuin máluin á fullu.
Þeir sem einkum eru sagðir ætla
að blanda sér í ráðherraslaginn í
framsókn eru þau Siv Friðleifs-
dóttir, Valgerður Sverrisdóttir og
Guðni Ágústsson. Öll hafa þau
ýmls kjördæmarök með sér auk þess sem þær Val-
gerður og Siv munu njóta þess að vera konur.
Fjórði maðurinn sem líklegur er til að blanda sér
í slaginn er Gunnlaugur Sigmundsson, en hann á
þó á brattan að sækja því hann er hæði nýr og
kemur ekki úr sterku og fjölmennu kjördæmi...
Guömundur
Bjamason.
V
Davlð Oddsson leikur cinleik
víðar en í ráðherramálum, sam-
kvæmt því sem fullyrt er í pottin-
um. Þannig mun hann sjálfur
hafa boðað Guðrúnu Pé á sinn
fund í Ráðherrabústaðnum til að
bjóða hemú 8. sætið í Reykjavík
án þess að hafa um það nokkurt
samráð við Áma Sigfússon. Hvað
þá Kjartan Magnússon sem lenti í hinu sívinsæla
8. sæti í prófkjörinu. Þetta þykir ekki síst athygl-
isvert í Ijósi stuöningsyfirlýsingar Davlðs við
Áma fyrir prófkjörið...
Davíð
Oddsson.
Reykjavík
Fim Fös Lau Sun m
J ll -
NNV4 NNV5 VNV6 SSV6 ASA5
V3 NV5 V4 SA4
Akureyri_____________
"9 Fim Fös Lau Sun mm
5_j— — --- ----- --
ANA3 N3 S2 S3 SSA2
SV2 V3 ANA2 S2
Stykkishólmur
N4 N7 NV6 S5 A5
NNV4 NNV7 N4 ASA5
Egilsstaðir
Fim Fös Lau Sun m
\ -S
•
SA4 NNV2 SV2 SSV2 NNV2
SSV3 V3 SSV3 VSV2
Bolungarvík
NNA6 NNV6 NNA5 ANA3
Kirkjubæjarklaustur
V2 VNV3
V1 VNV3
SV3 ASA3
VSV3 SSA2
Blönduós
Stórhöfði
9 Fim Fös Lau Sun mm_
NA2 N4 N2 S3 ANA2
ANA1 NV4 NA2 SA2
VNV5 NV10 VSV11 SA8
Línuritin sýna
fjögurra daga
veðurhorfur á
hverjum stað.
Línan sýnir.
hitastig, súluritið
12 tíma úrkomu
en vindáttir og
vindstig eru
tilgreind fyrir
neðan.
Austan og suð-
austanátt, all-
hvasst við
Suðurströndina
en víða kaldi
annars staðar.
Skúrir eða
slydduél sunnan-
lands, og einnig á
Austfjörðum
seinnipartinn, en
úrkomulítið
annars staðar.
Hiti 0-5 stig
Færð á vegum
Allir Jijóðvegir landsins, sem á annað borð er haldið opnum, eru færir, en
hálkublettir kunna að vera á hæstu fjallvegum, s.s. Öxnadalsheiði, Holtavörðu-
heiði og Hálfdán á Vestfjörðum auk Isafjarðardjúps. Hringvegurinn er allur fær
og vel fært um ströndina til Vopnafjarðar.