Dagur - 31.12.1997, Qupperneq 3
MIÐVIKUDAGUR 31. DESEMBER 1997 - 3
FRÉTTIR
Steiner
ennþá
í felum
Bardaginn hefur
kostað milljónatugi
Samkeppnin í innaniandsfiuginu hefur tekiö sinn toll og nú er komid ad þvíað fargjöld hækki á ný.
Gifurlegt tap hefur orðið hjá
Flugfélagi íslands hinu nýja
fyrstu 6 mánuðina í starfsemi fé-
lagsins. 24 starfsmenn Flugfélags
Isiands hafa fengið uppsagnar-
bréf. Frjálst innanlandsflug, sam-
keppni við íslandsflug, hefur
reynt á þolrifin í endurstofnuðu
Flugfélagi íslands hf., sem hóf
starfsemi að nýju í júní með
hreint borð og góðan höfuðstól.
Samkvæmt heimildum Dags hef-
ur umtalsv'ert tap orðið á félaginu,
sem nú hefur starfað í hálft ár. I
flugheiminum í gær var sagt að
tapið gæti orðið ailt að 300 millj-
ónir. Páll Flalldórsson fram-
kvæmdasljóri mótmælti því í gær.
Vissulega hefði orðið tap á starf-
seminni fyrstu mánuðina en ekk-
ert í líkingu við þessa tölu.
Páll Halldórsson framkvæmda-
stjóri Fí sagði í gær að nú um ára-
mót yrðu gerðar breytingar á
nokkrum þáttum í rekstri félags-
ins til að ná fram aukinni hagræð-
ingu og að reynt yrði að tryggja
áframhaldandi framboð á lágum
fargjöldum innanlands. Uppsagn-
ir 24 starfsmanna, 9% starfsliðs-
ins, hafa vakið óróa á vinnustaðn-
um. Þriðjungur þeirra mun fá
endurráðningu til annarra starfa.
Starfsfólkið sem fær reisupass-
ann vinnur aðallega við flug-
afgreiðslu, margt af því með mjög
mikla reynslu, en fækkun á sér
stað í öllum deildum fyrirtækis-
ins. Tekið verður í notkun nýtt
kerfi við innritun farþega og ný
símatækni sem á að auðvelda
meiri samnýtingu starfsfólks.
Flugfélag íslands hefur kynnt
ný fargjöld á helstu flugleiðum
sínum, allflókið kerfi bónussæta,
sparsæta, ferðasæta, vildarsæta
og forgangssæta.
Bónussæti til Akureyrar og til
baka kostar 7.830 krónur, hækkar
um 500 krónur frá í sumar, en
síðan hækkar verðið eftir flokkum
og kostar forgangssæti á þeirri
leið 11.930 krónur. Til Vest-
mannaeyja kostar 6.030 krónur ef
setið er í bónussæti, - en vilji
menn forgangssæti þá kostar það
7.930 krónur. Fargjöld til Egils-
staða eru dýrust, bónussæti á
8.030 krónur og forgangssæti á
13.330 krónur. — JBP
Franklin Kr. Steiner er enn
ófundinn, en hann átti að gefa
sig fram til að hefja afplánun á
20 mánaða fangelsisdómi á Þor-
láksmessudag. Aður en hann
hvarf kvartaði hann hástöfum yfir
því að fá ekki frest fram yfir jólin.
Af samtölum Dags við lög-
reglumenn í Reykjavík og Hafn-
arfirði má ráða að ekki er mikill
viðbúnaður í gangi við leitina að
Steiner. Engir lögreglumenn hafa
það að sérstöku verkefni að
grennslast íýrir um hann, heldur
eiga menn „að hafa augu og eyru
opin“. Þó hefur verið sérstaklega
kannað hvort hann hafi farið úr
landi í gegnum Keflavíkurflug-
völl, en um það fundust engar
vísbendingar.
Steiner er ekki í farbanni.
Fangelsismálastofnun beindi til-
mælum til lögregluembætta
landsins á aðfangadag að hafa
uppi á Steiner, en helst er á
mönnum að skilja að reiknað sé
með því að hann gefi sig fram
fljótlega. „Hvarfið" hefur ekki
áhrif á refsilengd Steiners, hon-
um verður með öðrum orðum
ekki refsað sérstaklega fyrir að
mæta ekki á réttum tíma til af-
plánunar. — FÞG
Finimtíu krakkar leitað
liðsinuis á 5 dögum
Starfsfólk Rauða
kross hússins hefur
verið dvenju önnum
kafið að liðsinna
krökkum vegna for-
eldravandamála milli
jóla og nýárs.
Óvenju mörg börn og unglingar
þurftu að leita liðsinnis starfs-
fólks Rauða kross hússins vegna
„foreldravandamála" helgina milli
jóla og nýjárs að þessu sinni.
„Núna milli jóla og nýárs hefur
verið áberandi mikið um drykkju-
og ofbeldisvandamál sem krakkar
hafa verið að glíma við á heimil-
um sínum. Bæði hefur verið mik-
ið um símhringingar og mikið um
að krakkar haf verið að flýja hing-
að til okkar til að reyna að finna
einhverja lausn á málunum,"
sagði Edda Hrafnhildur Björns-
dóttir, kynningarfulltrúi Rauða
kross hússins.
Spurð um jólagesti sagði hún
bara 2 ungmenni í húsinu á að-
fangadagskvöld. Enda venjan, að
örtröðin sé miklu meiri fyrir jól og
eftir þau, því fölskyldur reyndu
oft að halda friðinn og fá börnin
sín heim yfir sjálfa hátíðardagana.
En oft sæki síðan fljótlega í óefni
á ný. I gær sagði Edda alls 50
börn og ungmenni hafa fengið
einhverja hjálp frá starfsmönnum
Rauða kross hússins frá því á að-
fangadag, 24. desember.
„Það er búið að vera rennerí
svona 10 til 20 krakka, sem hafa
komið og farið," sagði Gumnú í
Götusmiðjunni í Fáxafeni. „Á að-
fangadag var ekkert mætt klukkan
6 og sest að veisluborði - enda er
þetta ekki sá markhópur. En við
vorum með standandi mat og það
má búast við að 10-15 krakkar
hafi komið og látið sjá sig í ein-
hverri mynd á aðfangadagskvöld."
Sum þeirra áttu ekki í önnur hús
að venda, sagði Gummi. En önn-
ur hafi fremur verið að forðast
óþægilegar aðstæður heima hjá
sér. Síðustu daga segir hann að
gestum hafi farið fjölgandi. - HEI
LeiMélagið var sýknað
Viðar Eggertsson
vildi fá 12 milljónir
vegna „ólögmætrar og
ærumeiðandi“ upp-
sagnar.
Leikfélag Reykjavíkur var £ gær
sýknað af kröfum Viðars Eggerts-
sonar í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Sigurður Hallur Stefánsson hér-
aðsdómari tók ekki til greina
kröfu Viðars um tæplega 12 millj-
ón króna skaðabætur.
Viðar Eggertsson var ráðinn
Ieikhússtjóri haustið 1995 af leik-
húsráði, en ekki var gengið form-
lega frá ráðningarsamningi. Þó
var óumdeilt að ráðningin væri til
fjögurra ára og að uppsagnarfrest-
ur væri sex mánuðir. Viðari var
hins vegar vikið úr starfi 12. mars
1996 og tilgreint að hann ætti rétt
til launa í sex mánuði frá þeim
tíma. I stefnu sinni bendir Viðar á
að uppsögnin hafi verið ólögmæt
og að hann hefði sagt upp annarri
leikhússtjórastöðu, á Akureyri, til
að gegn þessari, en ár var eftir af
eldri samningnum. Hann telur að
brottvikningin, sem framkvæmd
var nánast í beinni útsendingu í
fjölmiðlum, hafi verið ærumeið-
andi og tilefnislaus. Dómarinn
taldi hins vegar að LR hefði full-
nægt öllum skilyrðum og skyldum
í málinu og úrskurðaði að upp-
sögnin væri lögmæt. - FÞG
Mikil röskim á flugi
Veðurofsinn í gær
hafði mikla röskun á
flugi í för með sér.
Bæði hjá Flugfélagi
Islands og íslands-
flugi lá allt innan-
landsflug niðri um
daginn og útlitið allt
annað en bjart þegar
Dagur fór í prentun í
gærkvöldi. Þó stóðu
vonir til þess að
Flugfélagið gæti flog-
ið norður og hjá ís-
landsflugi vonuðust
menn til að geta flog-
ið til Vestmannaeyja.
Flugplön hátt á annað þúsund manns riðluðust vegna óveðursins og
sá bópur stækkar þegar millilandaflugið bætist við. Þar urðu vélar
sem voru að koma frá NewYork, Balitmore og Halifax að sleppa lend-
ingu hér og fara beint til Glasgow og tafðist heimkoma 102 einstakl-
inga vegna þessa. Þá tafðist brottför yfir 300 manna frá landinu
vegna óveðursins.
Dvr Landakixkju fuku upp
Nokkrar skemmdir urðu á dyrum Landakirlyu í Vestmannaeyjum í
óveðrinu í gær, en þær fuku upp og slógust fram og til baka.
„Það cr mikill strengur sem myndast þarna í austanátt. Ég er ekld bú-
inn að skoða skemmdirnar en ég vona að þær séu ekki miklar. Þá
fauk um koll jólatréð, sem árlega er sett upp við kirkjuna. Hvað kirkj-
una varðar þá brá manni við fréttirnar, því við erum að tala um 217
ára gamlan helgidóm og það hefði getað farið illa ef gluggar hefðu
verið opnir og það hefði trekkt í gegn. Kannski sýnir þetta okkur bara
að kirkjan hefur dyr sínar opnar undir öllum kringumstæðum,“ sagði
sr. Bjarni Karlsson í samtali við Dag í gær.
Stutt rafmagnsleysi á Suðurlandi
Rafmagn fór af í Rangárvallasýslu og uppsveitum Arnessýslu í óveðr-
inu í gærmorgun, en straumleysið stóð aðeins yfir í um 30 mínútur.
Að sögn Lárusar Einarssonar hjá Rarik á Hvolsvelli er líklegt að veð-
urhæðinni hafi verið um að kenna eða samslætti. Fyrst fór suðurlín-
an frá Sigöldu að detta út en síðan sló út línan frá Búrfelli. Straumi
var komið á eftir öryggisleiðum og leitað að bilun á línunni frá Búr-
felli, en Ifkast til var um samslátt að ræða vegna veðursins. — FÞG