Dagur - 31.12.1997, Blaðsíða 5

Dagur - 31.12.1997, Blaðsíða 5
 MIÐVIKUDAGUR 3 l.DESEMBER 1997 - 5 FRÉTTIR Hlutábréfasala meira en tvöfaldast milli ára Mikiö hefur verið að gera hjá verðbréfasölum síðustu dagana. Hlutabréfasala tvö- faldast a árinu og ára- mótasala „skatta- afsláttar“ virðist ekki dragast saman í þeim mæli sem búist var við. Hlutabréfaviðskipti á Verðbréfa- þingi og Opna tilboðsmarkaðin- um eru komin í rúma 16 millj- arða á árinu, tvöfalt meira en allt síðasta ár. Vegna þessa auk lækk- unar á hlutabréfavísitölunni og lækkunar skattafsláttar höfðu verðbréfasalar búið sig undir að eitthvað kynni að draga úr hinni hefðbundnu áramótasölu á „skattaafslætti". I gær sýndist hins vegar flest benda til að sala gæti orðið svipuð eða litlu minni en fyrir ári, sem var mikið metár. Nær 2,7 milljarða hlutabréfa- kaup gáfu mönnum þá um 870 milljóna skattaafslátt - sem nú yrði um 150 milljónum minni. Bæöi nýir kaupendur og gamlir „Það er mikið um að vera. Eg hef Dauðaslvs urðu4:3 Samkvæmt bráðabirgðayfirliti Slysavarnafélagsins fórust 43 einstaklingar í slysum á íslandi á árinu sem er að líða, en þá eru tveir síðustu dagarnir ekki með- taldir. Þessir einstaklingar, 35 karlar og átta konur, fórust í 39 slysum. Af þessum einstaklingum voru tveir erlendir ríkisborgarar og af 41 Islendingi fórust fjórir er- lendis. Annars er skipting dauðaslysanna nánar þannig, að 17 fórust í umferðarslysum, 10 í sjóslysum og drukknunum, þrír í flugslysum og 13 fórust í ýmsum öðrum slysum. Banaslysum fjölgaði nokkuð frá síðasta ári eða um 11, en þá voru þau reyndar í sögulegu lágmarki miðað við skráningar Slysa- varnafélagsins. Dauðaslys í ár eru um leið 14 færri en þau voru að meðaltali 1988-1995. Á síð- ustu árum sker árið 1995 sig úr vegna snjóflóðanna á Vestfjörð- um. - FÞG Jeppar vekja athygli Islendingarmr sem eru a loyota- jeppum á Suðurskautslandinu fyrir tilstuðlan Pólstofnunarinn- ar hafa vakið milda eftirtekt, ekki síst í Ástralíu og hefur Toyotaumboðinu m.a. borist fyr- irspurnir um bílana. Loftur Ágústsson hjá Toyota segir að förin sé fyrst og fremst rós í hnappagat íslenskra jeppa- manna og jepparnir hafi sannað sig við óvenjulegar aðstæður, séu nýjung í faratækjaflórunni í þessum heimshluta. Þeir séu mun vistvænni en snjóbílar og fari auk þess mun hraðar yfir, en ekki er á áætlun að aka alla leið á Suðurpólinn. Ferðinni lýkur í lok febrúar, en óvíst hvort bfl- arnir koma aftur heim á Frón. á tilfinningunni að það sé ekki ósvipað og í fyrra,“ sagði Mar- grét Sveinsdóttir hjá VÍB. Hlutabréfasölu í desember sagði hún suma daga hafa verið heldur meiri en í fyrra og aðra heldur minni og þannig svipaða í heild- ina. Endanleg niðurstaða liggi auðvita ekki fyrir ennþá. „En það er mikil sala, þannig að fólk er greinilega ennþá að nýta sér þennan skattafslátt, bæði nýir aðilar og fólk sem keypt hefur ár- Ársreikningar Dvalar- heimilis aldraðra sf. í Þingeyjarsýsliun hafa ekki legið fyrir í 6 ár og hefur stjómarfor- maðurinn Egill 01- geirsson, sem jafn- framt hefur farið með fjármálastjóm félags- ins, sagt af sér. Vérið er að vinna að endurskoð- un félagsins af hálfu Coopers og Lybrand og stefnt að því að hún liggi fyrir eigi síðar en í febrúar- lok. Bæði er um venjulegan frá- gang reikninga að ræða og „krítíska" endurskoðun þar sem farið verður niður í saumana á ýmsum greiðslum og samning- um. M.a. er rætt um hagsmuna- tengsl í þessu máli, en fyrirtækið Tækniþjónustan hefur haft með höndum eftirlit með flestum verkum á Hvammi undanfarin ár, en Tækniþjónustan er í eigu Egils Olgeirssonar. „Dvalarheimili aldraðra sf. er félag sem eingöngu hefur séð um uppbyggingu og ljárfestingar og umsýslu eignanna og hefur al- gjörlega verið aðskilið frá rekstr- arþættinum, sem er dvalarheim- ilið Hvammur á Húsavík og dag- vistunin á Kópaskeri og húseign á Raufarhöfn. Það var búið að leggja mikinn þrýsting á að geng- ið yrði frá reikningum, en án ár- angurs. Það hefur alltaf verið gerður ársreikningur fyrir rekstr- arþáttinn, þ.e. Hvamm, með eölilegum hætti. Það er því ekk- ert óeðlilegt við það að forstöðu- Iega.“ Margréti sýnist því varla stefna í þann samdrátt sem menn hefðu búist við, af framan- greindum ástæðum, og búið sig undir. Yfir 16 milljarða sala, auk nýrra bréfa Að sögn Stefáns Halldórssonar hjá Verðbréfaþingi íslands hefur hlutabréfasala á þessu ári bæði verið miklu jafnari yfir árið og tvöfalt meiri en árið áður. Við- maður Hvamms skuli tímabund- ið fara með framkvæmdastjórn félagsins," segir Einar Njálsson bæjarstjóri, sem hefur verið til- nefndur í stjórnina í stað Egils. Eru hagsmunatengsl milli Tæktiiþjónustunnar og Dvalar- heimilisins? “Mér er alveg ókunnugt um það en veit þó að þegar Mið- hvammur var byggður var þáver- andi starfsmaður Tækniþjónust- unnar eftirlitsmaður.“ Sigurjón Benediktsson bæjar- fulllrúi hefur á fundum hæjar- stjórnar sl. 2 ár krafist skýringa á því af hverju reikningar lægju ekki fyrir og verið sakaður um persónulegan skæting í málinu. Sigurjón kom síðan inn í stjórn- skipti með skráð bréf á þinginu eru komin í tæpa 13 milljarða á árinu horið saman við 5,8 millj- arða allt síðasta ár. Og á Opna tilboðsmarkaðnum er búið að selja bréf fyrir 3,4 milljarða bor- ið saman við 2 milljarða í fyrra. Þar fyrir utan er síðan öll útgáfa nýrra hlutabréfa, upp á einhverja milljarða, sem verið er að taka saman þessa dagana. Sölu vegna skattaafsláttar seg- ir Stefán aðeins að litlu leyti fara fram gegnum Verðbréfaþingið. Megnið af þeirri sölu sé í bréfum hlutabréfasjóðanna, sem séu ný bréf. Stefán segir ýmsar skýringar á því að menn hafi nú búist við minni áramótasölu. 1 fyrsta lagi miklu meiri sölu yfir árið. Þannig sé t.d. viðbúið að margir þeirra 7 þúsunda sem keyptu hlutabréf í útboði Samheija í mars sl. muni færa þau á fram- talið vegna skattaafsláttar. Um fjórðungs lækkun á skattaaf- slættinum gæti einnig haft áhrif og lækkandi gengi hlutabréfa sömuleiðis. Venjan væri að sala aukist almennt þegar gengi bréfa sé í uppsveiflu en dvfni í niðursveiflu. -HEI ina og þá fóru hjólin að snúast hraðar. Sigurjón segir um hreina van- rækslu stjórnarformannsins að ræða og neitar því ekki aðspurð- ur að einnig sé verið að kanna meint hagsmunatengsl Tækni- þjónustunnar og Dvalarheimilis aldraðra. Það sé eðlilegt fram- hald að reikningar lendi í gagn- rýninni endurskoðun ef bókhald- ið sé í miklum ólestri, ekki bara verið að setja upp reikninga held- ur líka bera t.d. samninga saman við greiðslur og tleira. Sigurjón segir það barnaskap að neita al- vöru málsins og það sé mjög óeðlilegt að framkvæmdum hafi verð haldið fyrir utan reksturinn. -gg SKAGAFJ ORÐUR Stórframkvæmd- um mótmælt Bæjarráð Sauðárkróks mótmælir þeirri fyrirætlan ríkisvaldsins að skeröa tekjur sveitarfélaga um allt að 500 milljónir króna vegna samninga um kaup og kjör á vinnumarkaðinum. Bæjarráð minnir á að stórframkvæmdum og hækkun útsvarstekna, sem af þeini Ieiðir, hefur eingöngu verið beint inn á suðvesturhorn lands- ins á meðan langtímaatvinnu- leysi leiðir til Iækkunar tekna Sauðárkróksbæjar. Bæjarráð hvetur stjórn Sambands ís- lenskra sveitarfélaga til að koma í veg fyrir þessa áætlun ríkis- stjórnarinnar. Byggiug heima- vistar kostuð af ríkissjoði Bæjarráð Sauðárkróks telur að sanngirnismál að bygging heima- vista framhaldsskóla verði greidd að fullu úr ríkissjóði. Bæjarráð bendir á fyrri samþykktir um þetta mál og einnig samþykkt stjórnar Sambands ísl. sveitarfé- laga um sama málefni. Skagafj arðarlist- iun Framboðsmálin í Skagafirði eru þegar komin á skrið og þegar hefur verið ákveðið að bjóða fram einn lista í hinu nýja sveit- arfélagi sem verður til úr 11 sveitarfélögum, Skagafjarðarlist- ann. Það eru einstaklingar úr Al- þýðubandalaginu, Alþýðuflokki, Kvennalista og Þjóðvaka sem standa að framboðinu auk þess sem eitthvað af óflokksbundnu fólki hefur sýnt málinu áhuga. Jafnrétti, réttlátt samfélag þar sem virkt lýðræði verður í fyrir- rúmi verður leiðarljós Skaga- fjarðarlistans. KS aðstoðar við kj ötframleið slu Kaupfélag Skagfirðinga hefur skipað nefnd til að skoða með hvaða hætti hægt sé að auka sauðfjárframleiðslu í héraðinu. Kannað verður með hvaða hætti verður hægt að auka framleiðslu hvers býlis og jafnframt auka tekjur af búrekstrinum. KS hef- ur að undanförnu verið með átak til eflingar mjólkurframleiðslu í Skagafirði og einnig til eflingar loðdýraræktar og hefur orðið verulega ágengt í báðum bú- greinunum. Þrettáudatónleik- ar Heimis Karlakórinn Heimir í Skagafirði heldur þrettándaskemmtun í fé- lagsheimilinu Miðgarði í Varma- hlíð 3. janúar nk. klukkan 21.00. Kórinn mun flytja lög úr ýmsum áttum, m.a. ný lög eftir Björgvin Þ. Valdimarsson, Geirmund sveiflukóng Valtýsson og Hörð G. Olafsson. Einsöng og tvísöng syngja Álftagerðisbræðurnir Sig- fús, Pétur, Gísli og Óskar Pét- urssynir ásamt Einari Halldórs- syni. Steingrímur J. Sigfússon alþingismaður llytur gamanmál en kynnir verður Hjálmar Jóns- son, alþingismaður og prófastur Skagfirðinga. — gg Dvalarheiinilið sett í endurskoðun Hvammur á Húsavík.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.