Dagur - 31.12.1997, Qupperneq 6

Dagur - 31.12.1997, Qupperneq 6
6-MIÐVIKUDAGVR 31.DESEMBER 1997 X^MI- ÞJÓÐMÁL U. Útgáfufélag: oagsprent Útgáfustjóri: eyjólfur sveinsson Ritstjórar: stefán jón hafstein ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Aðstoðarritstjóri: birgir guðmundsson Framkvæmdastjóri: marteinn jónasson Skrifstofur: strandgötu si, akureyri, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK OG PVERHOLTI 14, REYKJAVÍK Símar: 460 6ioo OG 800 7080 Netfang ritstjórnar: ritsijori@dagur.is Áskriftargjald m. vsk.: 1.680 kr. á mAnuði Lausasöluverð: 150 kr. og 200 kr. helgarblað Grænt númer: 800 7080 Símbréf auglýsingadeildar: 460 6161 Símbréf ritstjórnar: 460 6171(akureyri) 551 6270 (reykjavíK) Við áramót í fyrsta lagi Árið sem er að kveðja hefur að mörgu leyti verið gott fyrir Is- lendinga. Efnahagsleg uppsveifla er hafin. Góðærið margum- talaða, sem í upphafi kom fyrst og fremst hinu opinbera og fyr- irtækjum til góða, er farið að bæta lífskjör verulegs hluta þjóð- arinnar, Á grundvelli þess tókst að ná langtímasamningum um kaup og kjör sem eiga að auðvelda áframhaldandi efnahags- uppbyggingu og stöðugleika. Þannig hefur verið lagður grunn- ur að velmegunarskeiði sem þarf að ná til allrar þjóðarinnar. í öðru lagi Á alþjóðavettvangi hefur hrun „tígranna" svonefndu í Asíu sett mestan svip á gang efnahagsmála. Marglofað efnahagsundur í löndum á borð við Suður-Kóreu og ýmis ríki Suðaustur-Asíu var byggt á pólitískri og fjármálalegri spillingu sem hefur gegn- sýrt þjóðfélögin. Gripið hefur verið til stórfelldra alþjóðlegra björgunaraðgerða til að draga úr áhrifum hrunsins á heimsvið- skiptin, enda ljóst að alvarleg efnahagsáföll í einni heimsálfu geta haft veruleg áhrif á efnahagsástand annars staðar. Skipt- ar skoðanir eru um hvort þær ráðstafanir muni bera tilætlað- an árangur. í þriöja lagi Tvennt hefur öðru fremur einkennt stjórnmálaástandið innan- lands á árinu sem nú er að líða. Annars vegar styrkur ríkis- stjórnarinnar sem hefur að baki sér mikinn þingmeirihluta og nýtur verulegs stuðnings meðal þjóðarinnar samkvæmt niður- stöðum skoðanakannana. Hins vegar tilraunir stjórnarand- stöðuflokkanna til að móta samfylkingu sem geti veitt Sjálf- stæðisflokknum samkeppni sem stærsta stjórnmálaafl þjóðar- innar eftir næstu Alþingiskosningar. Eins og vænta mátti geng- ur sú fæðing ekki átakalaust fyrir sig og enn er óvíst um nið- urstöðuna. Dagur þakkar samfylgdina á árinu sem er að líða og býður les- endum sínum og öllum landsmönnum gleðilegt nýtt ár. Elias Snæland Jónsson. Þaggað niöur í emsöngvur- uinini Það virðist heldur vera að hvessa í stjórnarsamstarfinu. Á forsíðu Dags í gær eru þeir Ieiddir fram Halldórarnir í rík- isstjórninni og Ásgrímsson slær hressilega á puttana á Blöndal varðandi söluna á hlutahréfum í Landsímanum. Halldór Blön- dal er búinn að tilkynna það vítt og breitt um landið að Landsími Is- lands sé nú heldur betur tii sölu og best væri að útlendingar kæmust í málið til að tryggja að lífeyris- sjóðamafían sölsi ekki þetta óskabarn Blöndalsins undir sig. Þessar yfirlýsingar hafa þó ekki byggst á traustum grunni ríkisstjórnarsamþykkta og ganga greinilega gegn hug- myndum ráðherra framsóknar- flokksins í málinu. Sölumál Landsímans eru með öðrum orðum enn einn sólóleikurinn hjá sjálfstæðisráðherra, en síð- ustu vikurnar virðist sú smit- andi hugmynd hafa hreiðrað um sig meðal ráðherra flokks- ins að þeir væru slíkir hetju- tenórar að þeir verðskulduðu að syngja sóló með ríkisstjórn- arkórnum. Nýjar raddir Einsöngvarasyndrómið náði sem kunnugt er hámarki þegar söngstjórinn Davíð tilkynnti Halldór Ásgrímsson. óvænt að hann hygðist skipta út röddum í kórnum. Halldóri Ásgrímssyni og framsóknar- mönnunum var þá greinilega misboðið og þótti nóg um prímadonnutaktana hjá höf- undi smásagnaheftisins sem seld'st svo vel fyrir jólin. Þetta gekk svo langt að Halldór gaf ótvírætt til kynna að sér þætti yfirpríma- donnan hegða sér sérstaklega heimskulega. Hann gerði þetta að vísu kurteisislega og líkti þessu við að menn til- kynntu um gengisfellingu fýrir- fram. Það eru gömul og ný sannindi að sá sem tilkynnir um gegnisfellingu fyrirfram er asni. Nóg komið! Og Halldór Ásgrímsson ætlar greinilega ekki að búa lengur við ólagvissan einsöngvara- kvintett sjálfstæðisráðherr- anna. Hann lét Kínaævintýri Davíðs og Tævansheimsókn yfir sig ganga í nafni stjórnar- samstarfsins. Það mun varla gerast aftur. Ódulbúin skilaboð hans til samstarfsflokkins má lesa út úr viðbrögðunum við yfirlýsingagleði Halldórs Blön- dal. Þau eru: Nú er nóg komið! GARRI ODDIJR ÓLAFSSON skrifar Island er illa lagað fyrir bílaum- ferð, og raunar allar samgöngur ef út í það er farið. Þess vegna þarf að lagfæra landslagið og breyta því á ýmsan hátt til að auðvelda umferð um þá 102 þús- und ferkílómetra sem mannfjöld- inn þeysir um. Ekki liggja á lausu upplýsingar um hve mörg þús- und km. strandlengjan er, en að sjálfsögðu þarf að varða hana alla höfnum og flugvöllum og bílfær skal hún öll vera. Það er trúaratriði, að hægt skuli að komast á bílum um gjör- vallt landið og það fljótt og vel. Með tækni og auðmagni tekst það furðu vel og eru firðir og fjöll engin fyrirstaða lengur, þar sem bílgengt er undir hvorutveggja. En fyrir kemur að vegir teppast þegar snjóar. Slíkt er óþolandi, bílar verða að komast Ieiðar sinn- ar hvar sem er og hvenær sem er. Landslag og hnattstaða má ekki koma í veg fyrir bílastopp nokk- urt augnablik ársins, og frétta- Borað, grafið og bruað stofur nánast tryllast þegar fjall- vegir teppast í aftökum. Bormenn íslands En slíkar hörmungar munu brátt heyra til horfinni tíð. Bormenn Islands eflast við hverja dáð og munu bora og grafa samgöngu- kerfið undir hverja torfæru og mun það að Iokum allt lenda neðanjarðar. Þingmaður á Suðurlandi boðar tiliögu um göng undir Hellisheiði og telur það lítið mál. Annar þingmaður sama kjördæmis vill framlengja Suðurlandsgöngin út í Eyjar, sem varla er nema spöl- korni lengra en undir Hvalfjörð- inn. Firðir og fjöll Austfjarða verða ekki farartálmar um þann landshluta nema um örfá ár til viðbótar. Svona má áfram telja. I Reykjavíkinni stendur til að hefja niðurgröft gatnakerfisins, þar sem ólíft er að verða í borg- inni vegna yfirborösumferðar. Einnig stendur til að brúa þar víkur og firði og tengja eyjar landi til að komast á sem auðveldastan hátt að Hvalljarðargöngum sem verða með annað opið í Reykjavík og hitt í Borgarfjarðarsýslu. Leiðakerfi SVR mun þá ná til Vesturlandsins líka. Þegar búið verður að bora og brúa allt vegakerfið svo að hvergi og aldrei verði nein lyrirstaða til að bílar komist á methraða hvert á land sem er verður vonandi eitthvað eftir af mannabyggð til að nýta dýrindin, bílana og vega- kerfið. Lent á gjaldþrotabrautum Flugsamgöngur hafa aldrei verið meiri og betri en á því ári sem er að líða. Þær eru svo góðar að flugfélögin eru að fara á hausinn og þöldauppsagnir starfsfólks eru hafnar. Samtímis eru uppi kröfur um meiri og betri flugvelli og flugfélögin lofa hressilegri sam- keppni í anda markaðshyggjunn- ar. En því miður eru gjaldþrota- brautirnar auðfarnari en flug- brautir þorpanna, sem eiga allt sitt undir ódýrum samgöngum, samkvæmt trúarsetningunni, og á nú að efla innanlandsflugið með uppsögnum og fargjalda- hækkunum. Og að sjálfsögðu er verið að undirbúa enn eitt fríkortaplatið til að efla flugrekst- urinn. Eftir því sem íbúum fækkar í landshlutum, eru samgöngurnar margefldar, því góðar samgöngur eru forsenda byggjajöfnunar, segja stjórnmálaskúmar, verktak- ar og jeppaeigendur. Flugvélaeig- endur eru sama sinnis. Það eru aðeins búsetubreytingatölur Hagstofunnar, sem benda til hins gagnstæða. En Mörlandinn hefur aldrei skipt sér af staðreyndum. Og ein- mitt þess vegna er landið enn í byggð. Og verður á meðan enn eru til fjöll og firðir til að bora sig undir. Gleðilegt borár. snurBs sváraö Strengirðu áramóta- heit? Ari Teitsson fonnaður Bændasamtalta íslands „Nei það geri ég ekki og hef aldrei gert það. Hins vegar velti ég svolítið fyrir mér lífinu og tilver- unni um áramót, meira en aðra daga. Eg hef heldur ekki neinar sérstakar væntingar til ársins 1998 en vona að það verði lands- mönnum hagstætt. Sjá má þó framundan næga atvinnu og vax- andi kaupgetu, þ.e. batnandi tíð með blóm í haga, og meiri um- svif í þjóðfélaginu." Jakob Bjðmsson bæjarstjóri Ahureyrarbæjar „Það hef ég yfir- leitt ekki gert, hef kannski frek- að strengt heit á öðrum tíma árs- ins. Því er hins vegar ekki að neita að ég hug- leiði ýmis mál frekar um áramót, sérstaklega fram á veginn. Ég hef þó sérstakar væntingar til næsta árs, það verða sveitarstjórna- kosningar á árinu sem verða mjög spennandi. Ætli ég segi ekki að við framsóknarmenn stefnum að hreinum meirihluta í bæjarstjórn Akureyrar, hafa ekki flestir það markmið að stjórna einir, enda væri það langsamlega þægilegast fyrir alla.“ Benedikt Sveinsson forstjóriíslenskra sjávarafurða „Eg er enginn heitstrenginga- maður og hef aldrei strengt áramótaheit svo mig reki minni til. Eg hlakka hins vegar mikið til ársins 1998 og það leggst mjög vel í mig. Við hjá IS erum svo vel í stakk búnir í byrjun árs- ins, erum m.a. komnir með nýja verksmiðju vestur í Ameríku sem nú er komin í full afköst, nýja og glæsilega verksmiðju í Frakk- landi og nýja aðstöðu í Reykjavík undir okkar starfsemi með ný- endurbætt tölvukerfi. Kannski strengir maður þess heit að koma sem oftast til Akureyrar á næsta ári.“ Sigríöur Aiuia Þórðardóttir alþingismaður „Eg hef aldrei strengt áramóta- heit. Árið 1998 leggst hins vegar mjög vel í mig, það eru svo mörg góð teikn á lofti frá sjónarhóli stjórnmálanna sem eykur á bjart- sýnina. Svo á ég von á nýju ömmubarni í byrjun febrúar- mánaðar svo ég hlakka mjög til þess, en ég á eitt barnabarn fyrir. Svo væntingarnar eru af ýmsum toga."

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.