Dagur - 31.12.1997, Page 10

Dagur - 31.12.1997, Page 10
10 - MIÐVIKUDAGVR 31. DESEMBER 1997 FRETTIR Þetta voru Mammonsj ól Salan á ýmsiun vam- ingi fyrir jólin var meiri en nokkru sinni fyrr. Þetta voru Mammonsjól. Jólakauptíðin var vel heppnuð hjá kaupmönnum landsins að þessu sinni. Glöggur kaupmaður Námskeið í svœðameð- ferð verður haldið á Akureyri 5.-23. janúar. Fullt nám sem allir geta lært. Mæting að Geislagötu 12b uppi, kl. 10.00 f.h. mánu- daginn 5. janúar. Kennari: Sigurður Guðleifsson, sími 5871164. giskaði á að sala í krónum talið hafi hækkað um allt að 20% fyr- ir þessi jól. Bolli í Sautján var enn bjartsýnni í útvarpsviðtali og taldi að þessi tala gæti nálgast 30%. Það er enn sem komið er óstaðfest tala. En kaupmenn sem rætt var við voru ánægðir, - og það þarf mikið til að gera kaupmann ánægðan. Ekkert kringluveður í desember Ef rætt er um Reykjavíkurversl- unina sérstaldega, þá rann aldrei upp svokallað kringluveður. Höf- uðborgarbúar versluðu meira á Laugavegi en oft áður og á Þor- láksmessu er talið að yfir 30 þús- und manns hafi verið í miðborg- inni, en tiltölulega lítið að gera í verslunum í Kringlunni og ýms- um verslunarmiðstöðvum. Sigurður Jónsson, fram- kvæmdastjóri Kaupmannasam- taka Islands, sagði í gær að hann heyrði á öllum sínum mönnum að vel hefði gengið. Söluaukn- ing í desember í fyrra hefði verið með ágætum, en í desember í ár virtist hún enn betri. Sölubúðir hafa aldrei fyrr ver- ið opnar jafn lengi og í þessum mánuði. Fjölmargar þeirra hafa staðið opnar almenningi meira en hálfan sólarhringinn dögum og vikum saman. Verslunarfólk hefur haft í mörg horn að líta og átt erfiða daga. Eldri kaupmenn vilja loka fyrr, en þeir yngri gefa Jólaverslunin jókst um allt að 20% í krónum talið frá því í fyrra. skít í allar reglugerðir um af- greiðslutíma verslana. Slíkt eigi að vera frjáls ákvörðun hvers kaupmanns fyrir sig. Ljóst er að þessi aukni opnunartími kostar stórfé, og það fé greiða neytend- ur að lokum í hærra vöruverði. „Við getum ekki sagt eins og Einar í Visa að enginn borgi þennan viðbótarkostnað,“ sagði n DAGSBRÚN OG FRAMSÓKN STÉTTARFÉLAG Verkamannaféiagíð Dagsúrún og Verkakvennafélagið Framsékn veröa Dagsbrún © Framsökn -sléttarfélag Frá og með 1. janúar 1998 hætta félögin Verkamannafélagið Dagsbrún og Verkakvennafélagið Framsókn starfsemi sinni. Nýtt sameiginlegt stéttarfélag sem ber heitið Dagsbrún og Framsókn - stéttarfélag tekur til starfa frá sama tíma. Heimilisfang nýja stéttarfélagsins er: Dagsbrún og Framsókn - stéttarfélag Skipholti 50d 105 Reyjavík Aðalsímanúmer: 56111 00 Faxnúmer: 561 68 68 Frá sama tíma lokar skrifstofa Verkakvennafélagsins Framsóknar að Skipholti 50a. Hið nýja stéttarfélag tekur við öllum skyldum og réttindum Dagsbrúnar og Framsóknar. Við viljum nota þetta tækifæri til að þakka öllum samskiptaaðilum gott samstarf við Verkamannafélagið Dagsbrún og Verkakvennafélagið Framsókn og setja fram þá ósk um leið að samskiptin við nýja stéttarféiagið verði farsælt. Dagsbrún og Framsókn - stéttarfélag kaupmaður í gær. „Það er alveg ljóst að aukinn launakostnaður í versluninni rennur beinustu leið út í verðlagið." Opnunartíminn kostar neyt- endur sitt. Það mál er vandamál og allir vita að kostnaðurinn kemur niður á neytendum. En ljósar hliðar er líka að finna á ís- lenskri verslun í dag. Kaupmenn á Islandi vanda í dag mun betur til innkaupa sinna. Til skamms tíma keyptu fatavöruverslanir stærstan hluta vöru sinnar frá heildsölum hér á landi, sem keyptu af heildsölum erlendis, sem keyptu af framleið- anda, eða jafnvel enn einum milliliðnum. Sumir smásölu- kaupmenn keyptu til búða sinna frá húðum í London á smásölu- verði, sem var þeirra hagur þeg- ar kaupmönnum var skömmtuð prósentuálagning! Tíu minútur fyrir lokun í búðimar Skúli Jóhannesson, kaupmaður í Tékkkristal, sagði að hann teldi opnunartímann ríflegan um of. Það væri reynsla margra kaup- manna í öllum greinum að fjöl- margir viðskiptavinir kæmu ekki í búðina fyrr en klukkuna vant- aði tíu mínútur í lokun, - sama hvenær sú lokun væri. Verið væri að fletja út verslunartímann og það kostaði sitt. Kaupmátturinn ratar í búðimar „Þetta gekk vel fyrir þessi jól. Eg tel að smásöluverslunin hafi núna loksins fundið fyrir kaup- máttaraukningu almennings. Aður hefur fólk notað aukið fé til bílakaupa og ferðalaga. En núna var meira verslað en á síðuslu árum,“ sagði Skúli í Tékkkristal. Birgir Georgsson, kaupmaður í Herrafataverslun Birgis, sagði að hann væri ánægður. „Eg kaupi mest allt mitt inn frá Hollandi og Þýskalandi. Það eru engir milliliðir í spilinu. Þetta þýðir að ég get tryggt mikil gæði og verðið er til muna lægra en áður gerðist. Eg er mjög sáttur við söluna fyrir jólin, þetta var betra en nokkru sinni,“ sagði Birgir. Birgir segir að langur opnun- artími hefði nýst sér vel, oftast hefði verið nóg að gera og hægt að sinna viðskiptavinum betur en þegar allt lendir í einni bendu á Þorláksmessu eins og var áður fyrr í herrafatabúðunum. Vídeóskápar í stað bókaskápa „Bókin var orðin allt of dýr .og var á undanhaldi, hún hafði ekki náð flugi vegna þess að upp á milli hjóna voru komin bæði geisladiskurinn og vídeóspólan,“ sagði Jóhannes Jónsson í Bónus, maður ársins í viðskiptalífinu hjá Frjálsri verslun ásamt Jóni Ás- geiri syni sínum. „Ég spái jm' að á komandi árum verði heimilin komin með vídeóskápa í stofurn- ar í stað bókaskápa," sagði Jó- hannes. Jóhannes sagði að verslunin hjá Bónus hefði gengið betur en nokkru sinni fyrr. Reyndar var þröngin slík fyrir jólin að all- margir þurftu að byrja í biðröð- inni inni í mjólkurvörukælinum! „Við verðum vör við miklar breytingar á neyslumunstrinu hjá viðskiptavinum okkar. Fólk kaupir dýrari vöru. Þannig er svínakjöt sem var hátíðamatur orðinn hversdagsmatur,11 sagði Jóhannes í Bónus. — JBP Jólatrésskemmtun VR. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur heldur jólatrésskemmtun fyrir börn félagsmanna, sunnudaginn 4. janúar nk. kl. 15.00 á Hótel íslandi. Miðaverð er kr. 600,- fyrir börn og kr. 200,- fyrir fullorðna. Miðar eru seldir á skrifstofu VR í Húsi verslunarinnar, 1. hæð og við innganginn. Nánari upplýsingar í síma félagsins 510 1700. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.