Dagur - 31.12.1997, Qupperneq 13
MIÐVIKUDAGUR 31.DESEMBER 1997 - 13
ÍÞRÓTTIR
L
Kristján Jónsson í
viðræðum við Þrótt
Kristján Jónsson, sem síðastliðin
tvö ár hefur leikið með sænska
úrvalsdeildarliðinu Elfsburg,
hefur verið í viðræðum við ný-
Iiða úrvalsdeildarinnar, Þróttara,
og hann segir að um helmings-
líkur séu á því að hann gangi til
Iiðs við þá.
Ljóst er að Kristján verður
ekki áfram hjá sænska Iiðinu, en
að öðru leyti er framtíðin óráðin.
„Lið frá Svíþjóð og Noregi hafa
haft samband við mig, en ég veit
ekki hvert framhaldið verður og
hversu mikil alvara er að baki.
Eg ætla mér að skoða málin á
næstu dögum, en vonandi skýr-
ast þau sem fyrst,“ sagði Krist-
ján, sem er 34 ára gamall og hóf
ferilinn hjá Þrótti. Hann lék hins
vegar lengst af undir stjórn Fram
og var um tíma fastamaður í ís-
lenska landsliðinu.
Kristján Jónsson.
Siguiður Ragnar á fönun
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, sem
lék með Þrótti sl. sumar, mun
samkvæmt heimildum Dags vera
á leiðinni úr Þrótti. Akranes er
talinn líklegur áfangastaður hjá
Sigurði, sem leikið hefur með
KR, Víkingi og Þrótti á síðustu
árum. Sigurður Ragnar er þriðji
Ieikmaðurinn sem Þróttarar
missa, hinir eru Heiðar Helga-
son og Einar Orn Birgisson, en í
staðinn hafa þeir fengið Hrein
Hringsson frá Þór og Asmund
Haraldsson úr FH.
Kristiun Lárusson til IBV
Kristinn Lárusson, einn af
lykilmönnum Stjörnunnar, sem
féll niður í 1. deild á síðasta
tímabili mun Iíklega leika með
íslandsmeistaraliði IBV á næsta
Kristinn Lárusson.
keppnistímabili.
„Það eru töluverðar líkur á að
Kristinn komi til okkar, en á
meðan ekki hefur verið skrifað
undir, þá er þetta mál ekki orðið
klárt,“ sagði Jóhannes Ólafsson,
formaður knattspyrnuráðs IBV,
þegar rætt \'ar við hann í gærdag.
- FE
Unglingalið KKI tU Englands
Það verða ekki aðeins
gömlu mennimir í
körfuboltanum sem
verða á faraldsfæti
uiii hátíðamar. Ung-
lingalandsliðið U -
18, fer til Englands
og leikur við ungl-
ingalandslið Englend-
inga og urvalslið frá
London.
Upphaflega var valinn 30 manna
hópur unglinga til æfinga með
unglingalandsliðinu sem undir-
búið hefur sig frá því í byrjun
nóvember. Nú hefur hópurinn
verið skorinn niður f 14 leik-
menn en þjálfari er Haukamað-
urinn Ivar Ásgrímsson. KR-ing-
urinn Baldur Ólafsson hefur í
nógu að snúast því hann verður
rétt kominn heim frá Lux-
emburg þegar hann þarf að
pakka niður aftur og halda til
Lundúna. Ilann leikur með báð-
um landsliðunum og ætti því að
fá góða reynslu af alþjóðlegum
körfubolta í jólagjöf.
Þeir 14 Ieikmenn sem ívar
hefur valið eru:
Guðlaugur Eyjólfsson Grindavík
Baldur Ólafsson KR
Steinar Kaldal KR
Sigurður Sigurðsson
Birnir Björnsson
Pálmi Þórisson
Trausti Jónsson
Daði Sigþórsson
Finnur Jónsson
Brynjar Grétarsson
Ingvar Guðjónsson
Svavar Birgisson
Ægir Jónsson
Gunnar Stefánsson
Þór Ak.
Njarðvík
ÍA
ÍA
ÍR
Skallagrími
Haukum
Haukum
Tindastóli
Val
Keflavík
Sigurður Sigurðsson, Þór Akureyri.
Fyrsti leikur strákanna verður
við úrvalsliðið frá London 2. jan-
úar og síðan verður leikið við
unglingalandsliðið 3. og 4. janú-
ar. Fararstjóri verður Eyjólfur
Þór Guðlaugsson.
- GÞÖ
HANDBOLTI
Allt á huldu með Goldin
Enn er allt á huldu með það hvort
Vladimir Goldin, leikmaður KA,
komi aftur til liðsins eftir áramót.
KA-menn gera sér vonir um að svo
verði, en ljóst er að Goldin leikur
að minnsta kosti ekki með Akur-
eyrarliðinu gegn Breiðabliki, í
fyrsta leiknum á nýju ári. Mál
Hvít-Rússans munu væntanlega
skýrast 6. janúar, en þá verður
fundað í málum leikmannsins ytra.
KNATTSPYRNA
Asanovic £rá Derby
Miðjumaðurinn Aljosa Asanovic,
sem leikið hefur með enska úrvals-
deildarliðinu Derby í vetur, hefur
gengið að tilboði ítalska liðsins
Napoli, sem nú er í botnsæti A-
deildarinnar. Napoli greiddi sem
samsvarar rúmum fjörutíu milljón-
um ísl. kr. fyrir Asanovic, sem er í
króatfska landsliðshópnum, en
hefur átt erfitt með að vinna sér
fast sæti í liði Derby. Þá eru sögu-
sagnir uppi um það að Diego
Maradona, muni verða ráðinn sem
spilandi stjóri, hjá sínu gamla fé-
lagi, Napoli.
KARFA
Jordan jafnar met
Michael Jordan skoraði 41 stig
þegar Chicago Bulls lagði Dallas
Mavericks 111:105 í NBA-deild-
inni í fyrrakvöld. Þetta er 787 leik-
urinn í röð þar sem Jordan skorar
tíu stig eða meira í leik í deildinni
og hann jafnaði þar með met
Kareem Abdul-Jabbar, fyrrum leik-
manns Los Angeles Lakers. Leik-
urinn í fyrrakvöld var áttundi sig-
urleikur meistaranna í röð, en
Dallas hefur hins vegar tapað tólf
síðustu leikjum sínum.
Happdrætti
Styrktarfélags
lamaðra og fatlaðra
Útdráttur 24. desember 1997
Subaru Forrester, kr. 2.225.000
7792
Nissan Almera 1.6 sxx, kr. 1.450.000
98243 143155
Nissan Micra 5 dyra, kr. 1.116.000
21524 35161 76643 109529 124078
25638 39674 92279 111382 136438
27496 48135 98609 118565 142162
Moongose fjallahjól, kr. 25.500
9258 19708 50340 91694 132647
10375 30384 55220 104801 138171
11691 40468 65924 109378 144822
15453 48125 69674 130361 151600
Auglýsing um innlausnarverð
verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs
FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ* ÁKR. 10.000 GKR.
1978-l.fl. 25.03.98 kr. 11.152,10
1979-1.fl. 25.02.98 - 25.02.99 kr. 7.374,10
FLOKKUR INNLAU SNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ* ÁKR. 10.000,00
1981-1.fl. 25.01.98 -25.01.99 kr. 275.131,80
1986-1.fl. B 10.01.98 - 10.07.98 kr. 26.261.00
1989-1.fl. A 2,5 ár 10.01.98 - 10.01.99 kr. 22.229,60**
*) Innlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbætur.
**)Við innlausn fylgi ógjaldfallnir vaxtamiðar spariskírteinis.
Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Seðlabanka íslands,
Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin.
Reykjavík, 31. desember 1997
SEÐLABANKIÍSLANDS