Dagur - 13.01.1998, Side 3

Dagur - 13.01.1998, Side 3
Xfc^MT' ÞRIÐJUDAGUR 1 3.JANÚAR 19 9 8 - 3 FRÉTTIR LÍÚ vill verkbann á allan flotaim Kristján Ragnarsson segir deiluna horfa mjög illa. Atkvæðagreiðsla uni verkbann með gildis- töku 9. febrúar nk. Herskáir útvegsmenn. Kemur vélstjórum ekki á óvart. Sátta- fundir í dag og á morgun. „Það er full ástæða til þess að vera herskáir. Deilan horfir mjög alvarlega og illa. Við ætlum að verjast með öllum tiltækum ráð- um,“ segir Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ. Verkbann 9. febrúar Stjórn LIÚ hefur ákveðið að fram fari atkvæðagreiðsla meðal félagsmanna um boðun verk- banns á allan fiskiskipaflotann. Stefnt er að því að niðurstaða í atkvæðagreiðslunni liggi fyrir síðar í vikunni. Verði verkbannið samþykkt kemur það til fram- kvæmda 9. febrúar nk. Það þýð- ir að vélstjórar á fiskiskipaflotan- um sem boðað verkfall Vélstjóra- félagsins nær ekki til verða tekn- ir af launaskrá viku eftir að boð- að verkfall undir- og yfirmanna kemur til framkvæmda þann 2. febrúar nk., hafi ekki samist íyr- ir þann tíma. Það hefur einnig þau áhrif að ef undir- og yfir- menn ákveða að fresta boðuðu verkfalli sinna félagsmanna, þá geta þeir það ekki án samþykkis útvegsmanna. Benedikt Valsson, fram- kvæmdastjóri Farmanna- og fiskimannasambandsins, segir ótímabært að tjá sig um málið fyrr en niðurstaða er fengin í at- kvæðagreiðslu LIÚ. „Þetta er bara til samræmis við það sem þeir hafa gert áður. Þannig að þetta kemur mér sfður en svo á óvart,“ segir Helgi Lax- dal, formaður Vélstjórafélagsins. Fundað í Karphúsinu Samninganefndir LÍÚ og vél- stjóra eru boðaðar til fundar hjá ríkissáttasemjara í dag, þriðju- dag. A þeim fundi er líklegt að vélstjórar tilkynni frestun á boð- uðu verkfalli á 80 stærstu skip- um flotans fram undir mánaða- mót. Gangi það eftir verður það í annað sinn á skömmum tíma sem vélstjórar fresta þessu boð- aða verkfalli sem upphaflega átti að koma til framkvæmda í árs- byrjun. Fundurinn er boðaður klukkan 11 en líklegt er talið að vélstjórar fari fram á að honum verði frestað til klukkan 13 en þeir hafa boðað til blaðamanna- fundar klukkutíma seinna, eða klukkan 14. Þá hefur ríkissáttasemjari boð- að samninganefndir Farmanna- og fiskimannasambandsins, Sjó- mannasambandsins og Alþýðu- sambands Vestfjarða til samn- ingafundar á morgun, miðviku- dag klukkan 14. — GRH Jólatré hafa fokið um götur Reykjavikur að undanförnu. Logandi jðlatré Allur tiltækur mannskapur hjá Reykjavíkurborg var kallaður út í gær til að smala saman jóla- trjám í Reykjavíkurborg og átti að vinna fram á kvöldið. Til vandræða horfði vegna íkveikja í jólatrjám á götunum. Útköll slökkviliðs voru farin að skipta tugum og eitthvert eignatjón varð, einkum þegar biðskýli SVR váð Bústaðaveg brann. „Það er ekki nýtt að kveikt sé í tré og tré, en núna greip um sig einhver múgæsing og mildu meira af íkveikjum en áður hef- ur gerst og útköll slökkviliðs orðin 30 heyri ég. Það er óvenju þurrt þessa dagana, en í venju- legu árferði er ekki auðvelt að kveikja í trjánum,“ sagði gatna- málastjórinn í Reykjavík, Sig- urður Skarphéðinsson, í samtali við Dag í gær. — JBP Bifreið fór út af veginum neðan Bakkaselsbrekku i Öxnadal og á myndinni er verið að undirbúa drátt á bifreiðinni aftur upp á veginn. - mynd: björn Ofærð vegna sand- byls og snjókomu Vetur konungur heimsótti Norð- lendinga, þó aðallega Eyfirðinga, í gær og varð víða illfært á vegum í nágrenni Akureyrar. Oxnadals- heiði tepptist um tíma, bíll sat fastur á heiðinni og önnur bif- reið rann út af veginum í hálku og stormi. A Norðurlandi var snjórinn fyrst og fremst í Eyja- firði, t.d. var nær snjólaust f Skagafirði. Flug lá niðri til Akur- eyrar fram eftir degi en síðan opnaðist glufa um kvöldmatar- leytið. Spáð er norðvestan stinnings- kalda og allhvassri norðvestanátt um allt Iand í dag og á Norður- og Austurlandi má búast við élja- gangi eða snjókomu eða slyddu og allt að 7 stiga frosti. A Öxna- dalsheiði og Víkurskarði var í gær snjókoma og skafrenningur og lokaðist Öxnadalsheiði um tíma en opnaðist aftur síðdegis, en færi var leiðinlegt. Þegar heiðin opnuðust komust menn niður sem höfðu verið fastir þar frá því í fyrrakvöld. I gærkvöld var mikill skafrenningur á Víkur- skarði og mjög blint að aka. A Vestfjörðum voru víða hálku- blettir á heiðum, snjókoma og skafrenningur og ófært um hæstu heiðarnar en á Austfjörð- um var krap á vegum og þung- fært um Skriðdal vegna skafrennings. Stórhríð var á Möðrudalsöræfum og ófært í Jökuldal en kannað verður með mokstur af Vegagerðinni f dag ef einhver uppstytta verður. A Mýrdalssandi og Skeiðarár- sandi var ófært í gær vegna sand- foks og á sunnanverðu Snæfells- nesi var mjög varahugavert ferðaveður. Veturinn hefur því áþreifanlega minnt á sig. — GG Maður stórslasast í háspeimumastri Maður slasaðist mjög alvarlega í gærmorgun þegar hann féll 10 metra niður úr háspennustaur við spennustöðina skammt frá Korp- úlfsstöðum. Talið er að hann hafi fengið í sig um 11.000 volta straum þegar hann tók um vír sem hann hélt að ekki væri straumur á. Mað- urinn var í gærkvöld enn í bráðri lífshættu þar sem hann lá á gjör- gæsludeild Sjúkrahúss Reykjavíkur. Hann brenndist mjög illa á hand- leggjum, hlaut áverka á brjósti og hryggbrotnaði. Hann gekkst undir aðgerð síðdegis í gær. Holræsagjaldið lækkar árið 2000 Tímamót urðu í umhverf- ismálum er Hreinsi- og dælustöðin við Ánanaust tók til starfa. Hreinsuðu og síuðu skólpi er þar dælt 4 km á sjó út. Ingi- björg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri segir að hægt verði að lækka holræsa- gjaldið verulega árið 2000 þegar framkvæmd- um \áð hreinsistöðina við Héðinsgötu verður lokið. Þetta kom fram í ræðu borgarstjóra við gang- setningu Skolpu, hreinsi- og dælustöðvarinnar við Ananaust, í gær. „Með þessari stöð hef- ur verið stigið eitt stærsta skrefið í hreinsun umhverfis. Með því hef- ur verið tekin ótvíræð forusta í umhverfismálum sem vonandi verður höfð til eftirbreytni um land allt á næstu árum,“ segir Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir borgarstjóri. Ingibjörg Sóirún Gísladóttir borgarstjóri gangsetti nýju hreinsi- og dælustöðina við Ánanaust við formlega athöfn í gær að viðstöddu fjölmenni. Rekstrarkostnaður stöðvarinnar, sem hlotið hefur nafnið Skolpa, er áætlaður um 50 milljónir króna á ári. - mynd: hilmar KR semur við Sigurö Öm KR hefur samið við Sigurð Orn Jónsson, landsliðsbakvörð til þriggja ára. Fleiri leikmenn hafa skrifað undir á liðnum vikum til þriggja ára, eins og segir í frétt frá KR: Einar Þór, Guðmundur Ben., Bjarni Þor- steinsson og Þorsteinn Jónsson. Stjórn knattspyrnudeildar KR lýsir jTir ánægju með að hafa tryggt sér „þjónustu“ þessara leikmanna, eins og segir orðrétt.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.