Dagur - 16.01.1998, Blaðsíða 1
Undirbúa stórverk-
smiðju á Sudurlandi
Nokkur stórfyrirtæki
á Suðurlandi eru að
undirbúa stofnuu
kj ötmj öls verksmiðj u
sem viiiiiur úr slátur-
íirgangi á svæðinu og
stefnt að útflutningi
a kjotmjoli.
Verið er að undirbúa stofnun
kjötmjölsverksmiðju á Suður-
landi til að vinna úr sláturúr-
gangi. Að því standa Atvinnuþró-
unarsjóður Suðurlands, Slátur-
félag Suðurlands, Höfn, Þrí-
hyrningur, Reykjagarður, Fóður-
stöð Suðurlands, Sorpstöðin og
Heilbrigðiseftirlitið.
Hagkvæmnisathuganir hafa
sýnt að þetta sé álitlegur kostur,
en verð á bæði kjöt- og fiskimjöli
er nú mjög hátt erlendis. Stefnt
er að því að flytja bæði mjöl og
lýsi á markað erlendis og einnig
að nýta það innanlands. Eitt
ESB-Ijón liggur þó á útflutnings-
veginum. Þar er um að ræða
væntanlega nýja reglugerð um
innflutning á kjötmjöli, sem taka
á gildi 1. apríl. Er þar búist við
mjög hertum kröfum í kjölfar
kúariðu. Haft hefur verið samráð
Hagkvæmt er talið ad vinna kjötmjöl úr
sláturúrgangi og Sláturfélag
Suðurlands og fleiri fyrirtæki á
Suðurlandi eru að undirbúa stofnun
kjötmjölsverksmiðju.
við bæði yfirdýralækni og Land-
læknisembættið um heilbrigðis-
og reglugerðarþáttinn og gera
menn sér góðar vonir um að
hægt verði að komast framhjá
reglugerðarvandamálinu.
Leitað að húsnæði
Verið er að leita að hentugu hús-
næði og stað fyrir verksmiðjuna.
Þar eru hafðar í huga flutnings-
vegalengdir og orkukostnaður.
Enn sem komið er, er aðeins
horft til vinnslu sláturúrgangs
frá Suðurlandi, en til greina
kemur líka að taka á móti slátur-
úrgangi víðar að. Hægt er að
nýta allar tegundir af sláturúr-
gangi, bæði af ferfætlingum og i
fiðurfé.
Á hverju ári eru vigtuð um
4100 tonn af sláturúrgangi til
urðunar frá sláturhúsum á Suð-
urlandi. Ef af rekstri kjötmjöls-
verksmiðjunnar verður, ætti hún
að geta tekið við öllum þessum
úrgangi og urðun hans þar með
að verða algjörlega hætt. Ur
þessu magni ættu að fást 11-
1200 tonn af kjötmjöli og um 5-
600 tonn af dýrafitu. Mjölið og
fituna er hægt að nota til fram-
Ieiðslu á fóðri fyrir loðdýr og
gæludýr. — SS
Gudrún
úr stjóm
Aflvaka
Guðrún Péturs-
dóttir, sem tekið
hefur níunda
sætið á fram-
boðslista sjálf-
stæðismanna í
Reykjavík, ætlar
að segja sig úr
stjórn Aflvaka,
en hún situr þar
skipuð af borgar-
stjóra.
„Meðal starfs-
reglna hjá Aflvaka er að sveitar-
stjórnarmenn sitji ekki í stjórn-
inni. Því er eðlilegt að þegar ég
nú fer í framboð til borgarstjórn-
ar segi ég mig úr stjórn Aflvaka,"
segir Guðrún í viðtali við Dag.
Hún staðfestir að henni hafi
sérstaklega verið boðið að taka
áttunda sætið á framboðslista
sjálfstæðismanna. „Þegar svo
kjörnefnd Ieitaði ákveðið eftir því
við mig, með fullum stuðningi
flokksforystunnar, að ég tæki
sæti á listanum, hlaut ég að
íhuga alvarlega þá málaleitan
ásamt fjölskyldu minni og vinum
og öðrum ráðgjöfum sem ég leit-
aði til. Það varð síðan ofan á að
ég þægi sæti á listanum og ég
stakk upp á 9. sætinu."
Sjá Efst á baugi á bls. 4.
Goshver í Öskjúhlíð
Prufukeyrsla fór fram á manngerðum goshver f gær sem ísleifur Jónsson hefur hannað. Hverinn stendur i Öskjuhlíðinni og
hefur formaður veitustofnana, Alfreð Þorsteinsson, ákveðið að hverinn muni gjósa á þriggja mínútna fresti á afmælisdegi
forsætisráðherra á morgun. - mynd: þök
Rættum
sameiuingu
í Rangár-
þingi
Hreppsnefnd Vestur-Eyjafjalla-
hrepps í Rangárvallasýslu hefur
sent frá sér bréf til fjögurra ná-
grannasveitarfélaga þar sem
kannaður er vilji manna til sam-
einingar þessara sveitarfélaga.
Sveitarfélögin sem hér um ræðir
eru, auk Vestur-Eyjafjallahrepps,
Fljótshlíðarhreppur, Vestur-
Landeyjahreppur, Austur-Land-
eyjahreppur og Austur-Eyja-
fjallahreppur. Ibúafjöldi þeirra
allra er um 200 manns og Iand-
búnaður uppistaðan í atvinnulífi
þeirra.
Að sögn Sveinbjörns Jónssonar
í Stóru-Mörk, oddvita Vestur-Ey-
fellinga, er þess óskað að menn
gefi svör um áhuga sinn á mál-
inu fyrir 20. janúar. „Það er alltaf
spurning hve langt á að ganga,
en \dð ákváðum að opna málið
svona,“ segir hann - en bætir við
að umræða hafi verið um að
sameina alla sýsluna í eitt sveit-
arfélag. Það sé þó nokkuð sem
hann sjái ekki fyrir sér að rætist í
bráð.
Útflutningur menntafólks bætir
ekki viðskiptajöfnuð íslands við
önnur lönd.
15 dagar
í prófkjör Reykjavíkurlistans
Premium
miðlarar
BIACK&DECKER
Handverkfæri
SINDRIS
-sterkur í verkl
B0RGARTUNI 31 • SÍMI 562 7222 • BREFASÍMI 562 1024