Dagur - 16.01.1998, Qupperneq 4
é-FÖSTUDAGUR 16. JANÚAR 1998
FRÉTTIR
Viðbygging grannskóla haftn
Bæjarstjórn Lgilsstaða hefur samþykkt að bjóða út byggingu við
grunnskólann í einu lagi og skal neðri hæð skólans vera tilbúin 1.
september 1998, ásamt lyftu. Efri hæð hússins ásamt anddyri skal
vera tilbúin til notkunar 1. september 1999. Ráðstöfunarfé ársins
1998 er 40 milljónir króna. Bæjarstjórn hefur einnig samþykkt að
greiða halla af rekstri byggðasamlags um skíðasvæði að upphæð
287.167 krónur.
Amór Benediktsson oddviti nýs
sveitarfélags
Arnór Benediktsson, fyrrum oddviti Jökuldælinga, hefur verið kjör-
inn oddviti nýs sveitarfélags sem varð til við sameiningu Hlíðar-
hrepps, Jökuldalshrepps og Tunguhrepps. Sjö umsóknir hafa borist
um starf sveitarstjóra. Þær eru frá Jenný Dögg Björgvinsdóttur á Ak-
ureyri, Jóni Hávarði Jónssyni Selllandi, Kristjáni B. Þórarinssyni Eið-
um, Olafi Þ. Jónssyni Akureyri, Valdimar Þór Hrafnkelssyni Dalvík,
Þorsteini Þorsteinssyni Reykja\ik og einn óskaði nafnleyndar. Kosið
verður úr þremur tillögum um nafn á nýja sveitarfélagið og verða
kjörseðlar sendir í pósti á næstunni.
Kostar 5 þúsirnd krónur að eiga hund
Bæjarstjórn Egilsstaða hefur samþykkt að sorphirðugjöld verði 6 þús-
und krónur og sömuleiðis lægsti flokkur sorpeyðingargjalds. Hunda-
leyfisgjald verður 5 þúsund krónur á ári.
Körfuboltaþjálfara sparkað
Körfuknattleikslið Hattar á Egilsstöðum hefur farið að dæmi hinna
„stóru“ og rekið þjálfara félagsins, Úkraínumanninn Sergei Ivtchatov,
en' hann mun þó leika áfram með liðinu í 1. deildarkeppninni. Við
starfi hans tekur Agnar Olsen, endurskoðandi á Eskifirði, sem einnig
mun leika með liðinu. Liðið er í 5. sæti 1. deildarinnar, næst á eftir
IS með 12 stig en efst tróna Hólmarar og Þorslákshafnar-Þórsarar
með 18 stig. - GG
Reiknistofa fiskmarkaða selur tölvu-
kerfi til Bremerhaven
Reiknistofa fiskmarkaða
(RFS) og Fiskmarkaður-
inn í Bremerhaven (FB)
hafa gengið frá sölu á
CASS, enskri útgáfu
Tengils (tölvukerfis
RSF) til FB. Kerfið
verður aðlagað að þýsk-
um aðstæðum og full-
búið til notkunar í
Þýskalandi í mars. For-
stöðumenn FB hyggjast
nota þá möguleika kerf-
isins að tengja kaupend-
ur utan Bremerhaven
við kerfið og gera þeim
kleift að kaupa fisk óséð
og styrkja markaðinn í
Bremerhaven. — GG
Samningurinn undirritadur, aftari röð f.v.: Ólafur Þór Jó-
hannsson, RSF, J. Henry Wilhelms, hafnarstjórí fiskihafnar-
innar i Bremerhaven, og Samúel Hreinsson, isey. Fremri röð
f.v.: Ingvar Örn Guðjónsson, RSF og Jochen Jantzen, fram-
kvæmdastjóri fiskihafnarinnar í Bremerhaven.
Afiaverðmæti Grandatogara tæpur
2,1 milljarður króna
Togarar Granda í Reykjavík öfluðu alls 29.235 tonna á árinu 1997 og
var Asbjörn hæstur með 5.676 tonn og aflaverðmætið 316,1 milljón
króna. Þerney var hins vegar með mesta aflaverðmætið, eða 466,8
milljónir króna og aflinn 5.051 tonn. Jón Baldvinsson var með 3.024
tonn að verðmæti 144,9 milljónir króna; Ottó N. Þorláksson var með
5.097 tonn að verðmæti 210,9 milljónir króna; Snorri Sturluson með
4.584 tonn að verðmæti 410,1 milljón króna; Örfirisey með 4.280
tonn að verðmæti 425,6 milljónir króna og Engey var með 519 tonn
að verðmæti 36,4 milljónir króna. Engey var á árinu seld norður til
Þormóðs ramma-Sæbergs og er gerð út þar undir því nafni. — GG
Leiðrétting
Rangt var farið með tölur í frétt Dags um skuldir stjórnmálaflokk-
anna. Alþýðuflokkurinn skuldar 27 milljónir en ekki 37 og vega
skuldir vegna Alþýðublaðsins þar þungt samkvæmt gjaldkera flokks-
ins. Beðist er velvirðingar á misherminu.
EFSTÁ BAUGI
Guðnún Pétursdóttir segist vera að stíga sín fyrstu skref í pólitík
Mér var boðið
áttunda sætið
Mikið hefur verið ritað og rætt
um væntanlega þátttöku Guð-
rúnar Pétursdóttur f stjórnmál-
um og þá að hún tæki sæti á
borgarstjórnarlista Sjálfstæðis-
flokksins í vor. Nú liggur það fyr-
ir að hún tekur 9. sætið á listan-
um. Lengi var talað um að hún
tæki 8. sætið, hið raunverulega
baráttusæti listans. Það varð
ekki. Dagur ræddi við Guðrúnu
eftir að niðurröðun á lista
flokksins Iá fyrir var.
- Var þér boðið 8. sætið á list-
anuml
„Kjörnefnd kom að máli við
mig um að ég tæki sæti á Iistan-
um, án þess að ákveðið sæti væri
nefnt. Þegar svo viðræður okkar
hófust var 8. sætið rætt ásamt
fleiri sætum á listanum."
- En var þér ekki boðið það
sæti?
„Jú, mér var sérstaklega boðið
það sæti.“
Af hverju ekM í prófkjörið?
- Þú tókst ekki þátt í próf-
kjöri flokksins i haust þótt þú
værir beðin um það, en ert nú
tilbúin til að taka sæti á listan-
um. Hvað hefur breyst?
„Það er rétt að það var nefnt
við mig að taka þátt í prófkjörinu
síðastliðið haust. Þegar það stóð
fyrir dyrum hafði ég alls ekkert
leitt hugann að því að taka þátt í
borgarmálapólitíkinni. Þess
vegna tók ég ekki þátt í prófkjör-
inu. Þegar svo kjörnefnd leitaði
ákveðið eftir því við mig, með
fullum stuðningi flokksforyst-
unnar, að ég tæki sæti á listan-
um, hlaut ég að íhuga alvarlega
þá málaleitan ásamt fjölskyldu
minni og vinum og öðrum ráð-
gjöfum sem ég Ieitaði til. Það
varð síðan ofan á að ég þægi sæti
á Iistanum og ég stakk upp á 9.
sætinu.“
- Er það rétt sem ég hefheyrt
að þú sért með því að fara inn
í borgarmálaflokkinn að ná
þér í reynslu til þess að hella
þér af krafti út í lands-
málapólitikina fyrir alþingis-
kosningar að ári?
„Eg er að stfga mín fystu skref
í pólitík og er því reynslulaus á
þeim vettvangi. Mér finnst rétt
að fara ekki of bratt f bytjun. Ég
geri mér fulla grein fyrir að ég
þarf margt að læra í þessum efn-
um og ætla því bara að taka eitt
skref í einu. Eins og staðan er í
dag hef ég engin plön önnur en
þau að taka þátt af fullum heil-
indum í þeirra kosningabaráttu
sem nú stendur fyrir dyrurn."
Læra á borgarmálin
- Er það ekki rétt að ákveðn-
ir aðilar i þínum vina og ráð-
gjafahópi ýti á þig að fara út í
landsmálapólitíkina næsta
vor?
„Þeir hafa nú flestir lagt meg-
in áherslu á að ég reyndi að læra
sem best á borgarmálin. Við
erum sammála um það að góður
stjórnmálamaður sprettur ekki
albúinn fram án nokkurs undir-
búnings. Það er með því hugar-
fari sem ég fer inn í þetta.“
- Ertu þá ef til vill að hugsa
4 ár fram i tímann um nýjan
lista í borgarmálunum?
„Veistu það að aðrir velta því
mun meira fyrir sér hvað kunni
að Iiggja að baki þessum ákvörð-
unum mínum heldur en ég sjálf.
Þær eru ekki eins flóknar og fjöl-
miðlar vilja vera að láta. Þetta er
mjög einfalt. Mér býðst að setj-
ast í þetta sæti á listanum og er
sýndur með því bæði heiður og
traust sem ég met mikils. Ég
ætla að taka þátt í borgarmálun-
um af fullum heilindum og von-
ast til að sú reynsla sem ég mun
afla mér þar muni nýtast mér
bæði til skamms og Iengri tíma
litið."
Fer úr stjóm Aflvaka
- Þú varst skipuð af Ingi-
björgu Sólrúnu Gísladóttur
borgarstjóra i stjóm Aflvaka.
Ætlar þú að segja afþér þar nú
þegar þúferð í kosningabarátt-
una?
„Aflvaki er ekki flokkspólitískt
fyrirtæki. Þvert á móti er lögð
áhersla á að fagleg sjónarmið
séu höfð í fyrirrúmi en ekki
flokkspólitísk. Meðal starfs-
reglna hjá Aflvaka er að sveitar-
stjórnarmenn sitji ekki í stjórn-
inni. Því er eðlilegt að þegar ég
nú fer f framboð til borgarstjórn-
ar segi ég mig úr stjórn Aflvaka."
- Mér er sagt að fyrir síðustu
borgarstjómarkosningar hafir
þú dvalið i Noregi en samt ver-
ið áliafur stuðningsmaður
Ingibjargar Sólrúnar Gísla-
dóttur enda séu þið vinkonur?
„Það er rétt að ég dvaldi í Nor-
egi fyrir síðustu borgarstjórnar-
kosningar og það er líka rétt að
okkur Ingibjörgu Sólrúnu hefur
verið ágætlega til vina. Sem bet-
ur fer eru fjölmörg dæmi þess að
menn geti verið góðir vinir þótt
þeir velji ólíkar leiðir í stjórnmál-
um.“
- En varstu stuðningsmaður
Ingibjargar Sólrúnar siðast?
„Þetta er nú spurning bara til
að misskilja. Við Ingibjörg Sól-
rún höfum oft rætt ýmis borgar-
mál þar sem ég hef sagt henni
mfna meiningu um það hvernig
ég teldi málum best háttað.
Meira get ég í raun og veru ekki
um þetta sagt.“
Ómetanleg reynsla
- Á sinum tíma barðist þú
hatramlega gegn byggingu ráð-
hússins í Tjörninni. Eru þau
sár sem þá opnuðust öll að
fullu gróin?
„Ég hef vanist því að menn
fylgi málum sínum eftir af fullri
einurð og jafnframt að maður
berji ekki höfðinu við steininn
eftir að mál eru afgreidd. Ég tók
ráðhússlaginn á sínum tíma
meðan hann stóð og á meðan
hægt var að breyta ákvörðuninni
um byggingu hússins á þessum
stað. Eftir að það var orðið að
veruleika hef ég ekki Ieitt hug-
ann að því máli.“
- Átök á borð við þau sem
urðu milli ykkar Daviðs Odds-
sonar í þessu máli hljóta að
hafa skilið eftir sár?
„Það er rétt að okkur Davíð
Oddsson greindi á í ráðhúsmál-
inu. Sá ágreiningur er jafnaður
að mínum dómi, enda 10 ár síð-
an. En þetta mál var mér ómet-
anleg reynsla. Ég lærði mjög
mikið um skipulagsmál og bygg-
ingareglugerðir sem ég hafði
ekki kunnað áður.
- Að lokum, lýsir þú yfirfull-
um stuðningi við Arna Sigfús-
son sem borgarstjóraefni ykkar
sjálfstæðismanna?
„Já, ég geri það.“ — S.DÓR