Dagur - 16.01.1998, Page 7

Dagur - 16.01.1998, Page 7
FÖSTUDAGUR 16. JANÚAR 1998 -7 ÞJÓÐMÁL Menntun í anda j aihaðarstelhu „Mergurinn málsins er að hlutverk skylduskólans er orðið annað og viðameira en fyrrum I kjölfar breyttra þjóðfélags- og atvinnuhátta, “ segir Magnea m.a. í grein sinni. Mennt er máttur hvort tveggja fyrir einstaklinga sem samfélag- ið í heild sinni. Um mikilvægi þeirra sanninda hafa og eru meðlimir Reykjavíkurlistans í borgarstjórn sem og aðilar sem vinna á vettvangi hans í nefnd- um og ráðum höfuðborgarinnar mjög meðvitaðir um. Til vitnis um það er hin mikla og faglega hugmyndavinna, stefnumótun og áætlunargerð sem hefur verið unnin fyrir tilstuðlan Reykjavík- urlistans í tengslum við nám ungmenna á skólaskyldualdri. Ber þar hæst skýrslu vinnuhóps um 6-7 klst. vinnudag grunn- skólabarna: Vinnudagur grunn- skólanemenda eftir einsetningu og lengdan skóladag - hugmynd- ir og tillögur, gefin út af Fræðsluráði og Fræðslumiðstöð Reykjavíkur í apríl 1997, Fimm ára áætlun um einsetningu grunnskóla Reykjavíkur sem gef- in var út í maí 1997 og að end- ingu Starfsáætlun Fræðslumið- stöðvar Reykjavíkur 1998 gefin út í nóvemher 1997. En Iofsverð athafnasemi meðlima Reykjavík- urlistans er ekki einungis í orði heldur einnig í verki. Einsetning skylduskólans A kjörtímabili Reykjavíkurlistans í borgarstjórn er fjöldi einset- inna skóla í borginni orðinn 18 af 29 en við upphaf kjörtímabils- ins voru 4 skólar einsetnir. I kjölfar einsetningar skóla hefur síðdegisbekkjum fækkað um helming á kjörtímabilinu og til- raunaskólum verið hrint af stokkunum. En hvað merkir ein- setning skylduskólans? Einsetn- ing þýðir að „...unnt er að skipu- leggja vinnudag allra nemenda frá morgni og fram eftir miðjum degi.“ (Vinnudagur grunnskóla- nemenda eftir einsetningu og lengdan skóladag - hugmyndir og tillögur, bls. í, apríl 1997.) Helsti ávinningur einsetins skóla samfara lengri viðveru barna í skólanum er aðlögun skyldunámsins að þeim veru- leika sem nútíma börn og for- eldrar þeirra lifa við sem og möguleikar á útvíkkun skyldu- námsefnisins. Margþætt nám Fjölbreytni í námi er mjög mikil- væg þannig að sem flest ung- menni geti komist að því á hvaða sviðum þeirra Guðs gjafir liggja. Margir foreldrar hvetja hörn sfn til dáða í skólanáminu og einnig með því að gera þeim kleift að njóta sín í list- eða verknámi af einhverju tagi, íþróttum, tölvu- námi og/eða heimspeki. Galli á gjöf Njarðar er hins vegar sá að það nám er ekki nema að veru- lega litlu leyti hluti af menntun barna í skylduskólanum. 1 kjöl- farið eru engin tengsl milli náms barna utan og innan veggja skylduskólans er hefur í för með sér vöntun á því sem börnum er mikilvægt; aðhald og eftirlit. Vitaskuld er það foreldranna að veita börnum sínum aðhald, aga og eftirlit en hins vegar eiga margir foreldrar erfitt með að vera stoð og stytta barna sinna á sama tíma og þeir draga björg í bú með vinnu sinna utan heim- Það, að einkafyrir- tæki og fagaðilar á tiltekniun námssvið- nm styrki menntun bama í Reykjavík með einhverjum hætti, er óhefðbundið en mögulegt enda hef- ur það verið gert þó í litlum mæli se. ilisins. Mergurinn málsins er að hlutverk skylduskólans er orðið annað og viðameira en fyrrum í kjölfar breyttra þjóðfélags- og at- vinnuhátta. Það hefur vitaskuld verið komið á móts við foreldra í takt við tímana tvenna m.a. með því að bjóða upp á vistun skóla- barna fyrir og eftir skyldunámið dag hvern en viðvera á skóladag- heimili - er jafnt og viðvera nem- enda í skólanum - í Iitlum sem engum tengslum við tómstunda- iðkun barna. Að því undanskildu eru nemendur ekki skyldaðir til að vera á skóladagheimili sem getur valdið erfiðleikum einkum ef vist harns á því veldur við- skilnaði við vini þar sem sumir eru á skóladagheimili en aðrir ekki. Að lokum fylgir námi bama að skyldunáminu undanskildu oft mikil fyrirhöfn hvort tveggja fyrir börn og foreldra og ósjald- an er það nokkuð fjárhagslega þungt í vöfum. Ef foreldrar geta hins vegar ekki skapað börnum sínum skilyrði til að komast til manns í sem víðustum skilningi eru mun minni möguleikar en ella á að þau börn, sem og aðrir, uppgötvi hvaða eiginleika hin fyrrnefndu hlutu í náðargjöf. Og eins og margur veit er afleiðing slíks einatt sú að viðkomandi finnur sér ekki stað í tilverunni, fýllist vonleysi og vanmætti, sem títt tengist auðnuleysi - vímu- efnavanda og/eða ofbeldi - er fram líða stundir. „Að vera eða vera ekki“ eða svo ég vitni í Fidel Castro sem sagði eitt sinn (nokkurn veginn) eftirfarandi: Orvænting í huga og hjarta manns elur af sér örvæntinga- fullar athafnir hans. Tilgangurinn með því að draga slíka dimma mynd upp af hlut- skipti þeirra sem hlotnast ekki skilvrði til að vera eiginn skapar- ar er að undirstrika mikilvægi margþættrar menntunar innan mæra skyldunámsins sem liður í því að skapa börnum jöfn skil- yrði til alhliða þroska óháð ójöfnum lífskjörum þeirra. Öflugur skóli er jafnaðarstefna I þeim tilgangi að útvíkka skyldunámið samfara einsetn- ingu skólans og lengingu hans þarf tvennt að koma til: Vilji til samvinnu og auknir fjármunir. Frumskilyrði víðtækara skyldu- náms barna er góð og öflug sam- vinna Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur annars vegar og þeirra fagaðila sem í dag hafa umsjón með menntun barna í listgreinum, tölvufræðum, heimspeki, íþróttum og verk- menntun af hvers konar tagi hins vegar. Það er höfuðatriði í stefnumótun Reykjavíkurlistans sem er við völd í dag; að koma á víðtæku, formlegu samstarfi við ofannefnda fagaðila. Einsetning skóla má nefnilega ekki hafa í för með sér að börnum verði óhægt um vik að stunda nám á fyrrnefndum sviðum heldur á einsetningin þvert á móti að stuðla að því. En hvað með aukna fjármuni? Menntun er pólitík og pólitík er fyrst og fremst forgangsröðun opinberra fjármuna m.t.t. verð- mætamats og hagsýni. Helsti vandi grunnskóla Reykjavíkur er vöntun á fjármagni og aðstöðu- Ieysi bæði m.t.t. húsa- og tækja- kostar en hið síðarnefna er vita- skuld afleiðing hins fyrrnefnda. Þó er Island og þar með talin Reykjavík vel í sveit sett Ijár- hagslega miðað við mörg önnur iðnvædd þjóðfélög. A Islandi rík- ir sem sagt velmegun skv. öllum almennum mælikvörðum eins og forsætisráðherra Islands vék að í áramótaræðu sinni. Velmeg- unin er þó þeim annmörkum háð að vera ansi misskipt. Af- kvæmi þeirrar misskiptingar er mismunandi pólitfsk hugmynda- fræði; einstaklingsfrjálshyggja eða íhaldsstefna versus jafnað- arstefna. I huga undirritaðrar er inntak jafnaðarstefnunnar að skapa einstaklingum jöfn skil- yTÖi í samfélagi þar sem menn fæðast ójafnir. I þeim skilningi er velferðarkerfið og almenn- ingsskólar - afurð vestrænnar jafnaðarstefnu - einungis eðlileg framvinda þar sem hin ábyrgðar- fulla samkennd, sem einkenndi stórfjölskylduna fyrr á tímum, var leyst af hólmi með almanna- tryggingakerfi samfara breyttum þjóðfélags- og atvinnuháttum. En fyrst og fremst er jafnaðar- stefna í anda siðmenningar og eitt mildlvægasta kennileiti sið- menningar er mannúð. I nú- tímasamfélagi eru því skattar í slíkum skilningi eitt birtingar- form mannúðar þó mörgum kunni að þykja það undarlegt. I huga þorra þeirra sem aðhyllast einstaklings- og frjálshyggju er það hámark óréttlætisins að fá ekki að njóta ávaxta erfiðis síns (erfða og/eða gjafa) í friði. Með öðrum orðum eru margir hverjir á móti skattheimtu sem hefur það meginmarkmið að styrkja stoðir samfélagsins sem heildar. Astæðan er sú að skattheimta kemur ekki einungis þeim til góða heldur öllum. Það, sem er aftur á móti frumforsenda frið- sæls samfélags og eitt mikilvæg- asta skilyrði almennrar hagsæld- ar, er mannúð - samkennd manna með mönnum - sem kemur m.a. fram í því að hver og einn deilir hagsæld sinni með öðrum enda eiga þeir „sælu“ yf- irleitt margt og mikið undir þeim sem eru það síður. Að láta sér annt um almannahag er því einfaldega siðaðra manna hátt- ur. Opinberir skólar - einkafyrirtæki Með ofannefnt í huga má færa rök fyrir því að þeir sem hafa íjárhagslegt bolmagn til að gera þjóðfélaginu gagn umfram það að borga skatta og auka hagvöxt skv. tölum Þjóðhagsstofnunar ættu að sjá sér hag í því að styrk- ja skóla á vegum Reykjavíkur- borgar með einum eða öðrum hætti t.a.m. á sviði nýbreytni, tilraunastarfsemi og tölvuvæð- ingar. Með tilvísan til hins síð- astnefnda er endurnýjun tölvu- búnaðar í grunnskólum Reykja- víkur mikið þjóðþrifamál m.t.t. nútímavæðingar í skólastarfi. Jafnframt er mikilvægt að aulca tölvubúnað skólanna en nú „...eru að jafnaði 24 nemendur um hverja tölvu í skólum borgar- innar.“ (Starfsáætlun Fræðslu- miðstöðvar Reykjavíkur 1998, bls. 64, nóv. 1997.) Lokaorð Uppskeran er háð sáningunni. Mannauðurinn er fjársjóður Is- lendinga á tímum alþjóðavæð- ingar í viðskiptum og menningu sem og í samskiptum einstak- linga og þjóða yfir höfuð. Það, að einkaíyrirtæld og fagaðilar á tilteknum námssviðum styrki menntun barna í Reykjavík með einhverjum hætti, er óhefð- bundið en mögulegt enda hefur það verið gert þó í litlum mæli sé. Góð menntun er gulls ígildi og ef vei er að menntun ung- menna staðið í hvívetna eins og stefnumótun Reykavíkurlistans hefur að augnamiði myndu aliir efla eiginn hag með því að styrl- - ja stoðir samfélagsins um ókoni na tíð.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.