Dagur - 16.01.1998, Side 9

Dagur - 16.01.1998, Side 9
FÖSTVDAGUR 16. JANÚAR 1998 - 9 T>npir Ragnhildur Helgadóttir, bóka- safns- og upplýsingafræðingur, hefur starfað með Kvennalistan- um í nokkur ár. Hún var á lista flokksins í Reykjavík fyrir siðustu alþingiskosningar. Sólveig Jónsdóttir er útgáfu- og kynningarfulltrúi starfsmannafé- Iags Reykjavíkurborgar. Hún hef- ur starfað talsvert með Grósku, en hefur ekki til þessa verið áber- andi í starfi með Kvennalistan- um. Enginn ðruggui Sem fyrr sagði ríkir mikil óvissa um úrslit prófkjörsins og þeir sem Dagur ræddi við voru allir heldur varfærnir í spám og reynd- ar flestir sammála um að enginn væri öruggur. Ovissan um fylgi flokkanna virðist ekki alveg jafn mikill og um einstaklingana. Al- þýðubandalagið er talið sterkast, þá Framsókn og svo Alþýðuflokk- urinn og nokkuð öruggt þykir að Kvennalistinn fái minnst fylgi. Þetta veltur hins vegar mjög á því hvernig fylgismenn flokkanna skila sér í prófkjörið. Steinunn efst Nokkuð víst er talið að Steinunn V. Oskarsdóttir verði efst hjá Kvennalistanum en um röð hinna treysta fáir sér til að spá. Helgi Hjörvar er helst talinn geta ógnað borgarfulltrúum Al- þýðubandalagsins, en það er þó talið fremur ólíklegt að hann velti Arna eða Guðrúnu. Hins vegar er talið víst að hann fái góða kosn- ingu. Hann er sagður sækja tals- vert fylgi til ungliða í öðrum flokkum, ekki síst meðal krata, en virðist umdeildari í eigin flokki. Óvissa hjá krötum Líkt og hjá Alþýðubandalaginu virðast flestir veðja á að borgar- fulltrúar Framsóknar haldi sínu. Alfreð lenti í neðsta sæti í kosn- ingu í fulltrúaráðinu og mun hafa hrokkið illa við og setti allt í gang. Sigrún er einnig sögð vinna ötul- lega að framboðsmálunum, en skiptar skoðanir eru um hvort þeirra er sterkara. Óskar Bergs- son er talinn líklegastur til að ná þriðja sætinu. Óvissan virðist meiri hjá Al- þýðuflokknum. Líklegast er talið að þar verði Pétur Jónsson og Hrannar Arnarson efstir. Framan af var rætt um Hrannar sem höf- uðandstæðing Péturs, en nú er talað um bandalag á þeim bæn- um. Búist er við að Helgi Pétursson fái góða kosningu. Hann er sagð- ur vinsæll í Alþýðuflokknum, en þær raddir heyrast einnig að hann megi ekki fá OF góða kosn- ingu, því það kunni að styggja framsóknarmenn. Stefán Jóhann er einnig talinn geta komið sterk- ur út. Hann er að vísu Iítt þekkt- ur, en kom sá og sigraði í kosn- ingum í fulltrúaráði krata og er sagður njóta stuðnings forystu- manna flokksins. Allir eru þessi spádómar með miklum fyrirvörum og eins og í venjulegum prófkjörum veltur mikið á því hversu mikla vinnu frambjóðendurnir Ieggja í að kynna sig. Ymsir hafa áhyggjur af því að konur geti komið illa út úr prófkjörinu, en það yrði að teljast mikið áfall fyrir Reykjavíkurlist- ann, sem hefur hælt sér sérstak- Iega fyrir að vera jafnréttissinnað- ur listi og núið sjálfsstæðismönn- um því um nasir að vera það ekki. il

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.