Dagur - 16.01.1998, Side 11
FÖSTUDAGUR 16. JANÚAR 19 9 8 - 11
Thypr.
ERLENDAR FRÉTTIR
Indónesía:
Upplausn
yfírvofandi
í Qölmiðlum fer ýmsum sögum af
kreppunni í Austurlöndum fjær.
Þvx' sést haldið fram að þar séu
menn komnir yfir það versta í
þeim efnum, en samkvæmt öðr-
um fréttum fer ástandið í efna-
hagsmálum versnandi í a.m.k.
sumum ríkja þessara.
Indónesía er e.t.v. verr á sig
komin af völdum kreppu þessarar
en nokkurt ríki annað. Horfur
eru á að þarlendis læsi kreppan
sig inn í stjórnmálin og að af því
leiði alvarlega ókyrrð í eyjaríki
þessu miklu, sem er fjórða íjöl-
mennasta ríki heims með yfir 200
milljónir íbúa.
Rúpían hriðfellui
Haji Mohamed Suharto, fyrrum
hershöfðingi, hefur verið forseti
ríkis þessa frá því að hann og her-
inn rændu völdunum fyrir 32
árum. Við það tækifæri var um
hálf milljón raunverulegra og
meintra kommúnista drepin, en
herinn taldi kommúnistaflokk
landsins þá helsta keppinaut sinn
um völdin. Síðan hefur efnahags-
lífið verið á skriði fram á við og
honum stundum allhröðum, svo
að landið hefur verið talið með
efnahagsundralöndum Austur-
og Suðaustur-Asíu. Lítið hefur
verið þar um lýðræði og mann-
réttindi, en því tóku Iandsmenn
Iengi vel með þolinmæði, vegna
þess að lífskjör margra þeirra
bötnuðu við vöxtinn £ efnahagslíf-
inu. Og stjórn Suhartos hefur
verið fljót að berja niður af hörku
alla þá, er hún hefur grunað um
óþægð. Niðurstaðan af þessu öllu
varð sú að Indónesía fékk á sig
orð ekki aðeins sem land efna-
hagsgrósku, heldur og stöðug-
leika, með þeim árangri að er-
lendir fjárfestar sóttu þangað og
það átti greiðan aðgang að er-
lendum og alþjóðlegum lána-
stofnunum.
En nú hefur slegið í bakseglin.
Skógareldar bættu stórvandræð-
um ofan á vandræði þau er
kreppan olli, en þau eru orðin
ærin. Gjaldmiðill Iandsins, rúpí-
an, hefur fallið um 70% gagnvart
dollarnum frá því að kreppan
hófst sl. ár. Sögusagnir um að al-
gert efnahagslegt hrun og félags-
Ieg upplausn standi fyrir dyrum
hafa orðið til þess að fólk hamstr-
ar matvörur og annan varning
hver sem betur getur. Tvær millj-
ónir manna hafa misst atvinnuna
af völdum kreppunnar og grann-
löndin Malasía og Taíland, einnig
hart leikin af kreppunni, hóta að
reka úr landi tæplega milljón
Indónesa, sem eru í vinnu í lönd-
um þessum. I þessum heimshluta
sem víðar hafa menn ekki tamið
sér þá nærgætni við innflytjendur
sem nú þykir sjálfsögð á Vestur-
Iöndum.
75% cfnahagslífsins
Ofan á þetta gengur orðrómur
um að heilsa Suhartos, sem er
rúmlega hálfáttræður, sé að bila.
Það er alvarlegt mál eins og á
stendur, þar eð karlinn er eftir
Baksvið
Gremja beinist gegn
Kínverjum, sem stjór-
na efnahagsmálunum
að mestu, og bömum
Suhartos forseta, sem
græða á tá og fingri í
skjóli föður síns.
langa valdatíð sína og velgengni í
efnahagsmálum orðinn stöðug-
Ieikatákn, burtséð ífá því hvernig
fólki annars líkar við hann. Hann
lætur kalla sig Bapak Pembang-
unan, sem útlagt er „Þróunarfað-
ir.“
Margra mál er að stjórn
Suhartos hafi brugðist f viður-
eigninni við kreppuna, geri sér
ekki ljóst hve alvarleg kreppan sé
og dragi því á langinn ráðstafanir
til bóta. Þetta hefur leitt til þess
að í fyrsta sinn frá því að Suharto
tók völd hafa svo heitið geti
heyrst innanlands kröfur um að
hann segi af sér. En óvíst er hvað
þá tæki við. Suharto hefur yfir-
höfuð ekkert um það sagt hvern-
ig hann vilji að stjórnarfarið verði
í landinu eftir sinn dag.
Samfara öryggisleysinu beinist
óánægja og reiði í hraðvaxandi
mæli að tveimur aðilum: börnum
og öðru venslafólki Suhartos og
kínverska þjóðernisminnihlutan-
um, sem er 3-4% landsmanna.
Þessir aðilar hafa gert með sér
bandalag. Kínverjarnir, sem
margir eru snjallir í Ijármálum og
kaupsýslu, eru sagðir hafa um
75% efnahagslífsins í sfnum
höndum. Suharto hefur hlaðið
undir Kínveijana, gegn því að
íjölskylda hans fái dijúgan skerf
af kökunni sem efnahagslífið gef-
ur af sér. Fjögur af sex börnum
forsetans eru a.m.k. í orði kveðnu
aðalráðamenn í stærstu fyrir-
tækjasamsteypum landsins.
Indónesía er yfirlýst fijálshyggju-
land í efnahagsmálum, en það
hefur ekki komið í veg fyrir að
ríkisvaldinu væri beitt til að
greiða fyrir atvinnurekstri barna
og tengdabarna Suhartos. I raun
er þetta kannski þannig að kín-
verskir aðilar reka fyrirtækin, þótt
manneskjur í forsetafjölskyldunni
ráði þeim að nafninu til og hafi
gríðarháar tekjur af þeim.
Megawati Sukarnoputri
Indónesar eru almennt ekki mjög
velviljaðir kínverskum löndum
sínum og telja að ítök Kínverj-
anna í efnahagsmálum séu úr
hófi mikil. Skandinavískur frétta-
skýrandi kemst svo að orði að í
Indónesfu fari saman vanþroski í
stjórnmálum, ofbeldishefð og
veruleg þykkja milli þjóða og
trúflokka. Landsmenn eru svo
margskiptir eftir þjóðerni og trú
að varla er hægt að segja að nein
indónesísk þjóð sé til. Ur þessu
geti orðið háskaleg blanda, ef
kreppan Ieiði til verulegrar félags-
legrar ókyrrðar, er sagt.
Af þeim sem Iíklegir eru til að
keppa um völdin \ið Suharto og
hershöfðingjana er einna vænleg-
ust til árangurs talin Megawati
Sukarnoputri, aðsópsmikil dóttir
Sukarnos, upphaflegs landsföður
Indónesíu. Hún hefur harma að
hefna á Suharto, sem á sínum
tíma dró völdin úr höndum föður
hennar.
Evrópuráðherrar til Alsír
í næstu víku
ALSÍR - Stjórnvöld í Alsír féllust í gær á að taka á móti sendinefnd
frá Evrópusambandinu í næstu viku að því tilskildu að nefndin verði
skipuð ráðherrum nokkurra Evrópulanda. Sendinefnd frá Evrópu-
sambandinu, sem átti að fara til Alsír í dag, var neitað um aðgang að
landinu á þeim forsendum að í henni væru engir ráðherrar heldur að-
eins háttsettir embættismenn. Nefndin á að ræða við stjórnvöld í Al-
sír um fjöldamorðin þar í landi undanfarið.
Spenna eykst milli tsraelsmauna og
Palestínumanna
ISRAEL - Israelskir og palestínskir hermenn
beindu byssum sínum hvorir að öðrum í gær
og ísraelskir hermenn skutu á palestínskan
leigubíl. Spenna milli Israelsmanna og
Palestínumanna hefur vaxið verulega síð-
ustu daga, rétt áður en fundir Jassers
Arafats, forseta Palestínumanna, og Benja-
mins Netanjahu, forsætisráðherra Israels,
með Bill Clinton Bandaríkjaforseta eiga að
fara fram. Arafat sagði viðræðurnar sem
fram eiga að fara í Washington 20.-22. jan-
úar verða vendipunkt, ekki bara í samskipt- Jasser Arafat.
um ísraels og Palestínu heldur í málefnum
Austurlanda nær almennt. Hann sakaði jafnframt ísraelsmenn um að
spilla fyrir viðræðunum og leggja allar hugsanlegar hindranir í veg
fyrir að þær geti borið árangur.
Þorrablót Arnarneshrepps.
verður haldið í Hlíðarbæ laugardaginn 24. janúar kl. 20.30.
Hreppsbúar fjölmennið og takið með ykkur gesti.
Brottfluttir velkomnir.
Miðapantanir í símum 462 6071 Signý, 462 6887
Róbert og 462 2460 Sigrún fyrir miðvikudaginn 21. janúar.
Nefndin.
m
Framsóknarflokkurinn
Ungt framsóknarfólk athugið!
Samband ungra framsóknarmanna gengst fyrir opnum stjórnar-
fundi laugardaginn 17. janúar í húsnæði Framsóknarfélaganna að
Dalshrauni 5 í Hafnarfirði. Fundurinn stendur yfir frá kl. 10-16.
A fundinum verður rætt um sveitarstjómarmál og undirbúning
sveitarstjómarkosninganna í maí og einnig um 60 ára afmæli
SUF, en samtökin verða 60 ára í júní á þessu ári. Allt áhugasamt
ungt framsóknarfólk er hvatt til að mæta. Nánari upplýsingar em
veittar á skrifstofu Framsóknarflokksins í síma 562-4480.
Framkvæmdastjórn SUF
SKÓLASTJÓRI
Staða skólastjóra við
Svalbarðsskóka
í Þistilfirði er laus til umsóknar frá og með 1. ágúst nk.
Upplýsingar veita Elfa Benediktsdóttir formaður
skólanefndar í síma 468 1305 og Jóhann Sigfússon
oddviti í síma 468 1107.
Umsóknir skulu berast fyrir 15. febr. nk.