Dagur - 17.01.1998, Qupperneq 5

Dagur - 17.01.1998, Qupperneq 5
 LAVGARDAGUR 17. JANÚAR 1998 - S FRÉTTIR Bíllaus heimili hehningi fleiri en fyrir finim árnm Heimilum með ör- hylgjnofn og mynd- handstæki fjölgaði gríðarlega síðustu tíu árin en híllausum heimilum fjölgaði líka um helming. Fjöldi bíllausra heimila tvöfald- aðist frá árinu 1990 til 1995, þegar 9. hvert heimili í landinu var án bíls, eða næstum eins mörg eins og tíu árum áður, þ.e. fyrir „bílakjarasamningana" 1986. Heimili án þvottavéla voru jafn mörg og þau bíllausu og fjölgaði í sama hlutfalli. Gríðar- Ieg aukning hefur hins vegar orðið í annarri tækjavæðingu heimilanna í landinu. Fjöldi ör- bylgjuofna hefur t.d. meira en fimmfaldast, myndbandstæki 2- 3 faldast og uppþvottavélin \irð- ist loks að r^’ðja sér til rúms. Þróunin í tækjavæðingu heim- ilanna er meðal athygliverðra upplýsinga sem neyslukannanir Hagstofunnar leiða í ljós. Sú síð- asta 1995, náði til nærri 1.400 heimila af öllum stærðum og gerðum, einnig þeirra sem búa einir í heimili. Helmingi fleiri með vídeó en nppþvottavél Orbylgjuofninn var enn fremur sjaldgæfur á heimilum (12%) árið 1985, en nú er aðeins þriðj- ungur heimila án hans. Þá var heldur ekki myndbandstæki nema á þriðja hverju heimili, en núna á 80% allra heimila. Enda virðast ótal margir sætta sig bet- ur við uppþvottaburstann og „viskustykkið" en að vera án „víd- eós“. Því uppþvottavélar voru á helmingi færri heimilum en myndbandstæki fyrir áratug - og eru enn. Sjaldgæfastur er þó þurrkar- inn, sem einungis er á innan við Uppþvottavélar eru þarfaþing, en þær eru á helmingi færri heimilum en myndbandstæki. þriðjungi heimila. Seljendur heimilistækja virðast því enn hafa óplægðan akur í sölu upp- þvottavéla og tauþurrkara. Tekið er fram að þurrkarar í sameign í fjölbýlishúsum eru ekki meðtald- ir og sama á við um þvottavélar, sem skýrir kannski hvað þeim hefur fækkað, þannig að níunda hvert heimili (12%) er nú án þessa þarfaþings. FrystiMsttun/skápum aflur að fækka Sölumöguleikar margra annarra heimilistækja einskorðast hins vegar næstum við endurnýjun tækja vegna bilana, eða stofnun nýrra heimila. Utvarp, sími og kæliskápur hafa Iengi verið eins algeng á heimilum eins og sjálf eldavélin, þ.e. á næstum hverju einasta heimili. Svipað er með sjónvarpið, sem einungis vantar á innan við 3% heimila, en samt þrisvar sinnum fleiri en 1990. Þá vekur athygli að frystiskáp- um/kistum hefur fækkað umtals- vert á síðustu fimm árum (kannski vegna minni sláturgerð- ar?) og finnast nú aðeins á 70% heimila. — HEI Flugraös inaiiiii hótað Haukur Hauksson aðstoðarflug- málastjóri hótaði Gunnari Hilm- arssyni flugráðsmanni, því að birta tvær ótilteknar yfirlýsingar sem ekki er vitað hvað innhalda, ef hann drægi ekki ummæli sín í Degi til baka. Þetta kemur fram í fundargerð Flugráðs. Gunnar hafði í viðtali við Dag talað um tugmilljóna króna vönt- un á tekjum Flugmálastjórnar. Haukur og samgönguráðherra túlkuðu þetta sem aðdróttun um ólögmætt athæfi, þótt skýrt hefði komið fram að Gunnar hafði átt við vöntun á tekjum vegna þess að Flugleiðir sleppa að mestu við að greiða eldsneytisgjald. Ráð- herra hefur einnig sagt að Gunn- ar hafi síðan dregið ummæli sín til baka, en hann kannast ekki við það. Dagur stendur við sína frétt og Gunnar Hilmarsson hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann segir m.a. „Eg hef engin ummæli mín dregið til baka. Hins vegar mátti misskilja orðalag fréttar í Degi ... enda kjósa aðilar máls að gera það þrátt fyrir leiðréttingar bæði f blaðinu og í FIugráði.“ I öðru Iagi segir Gunnar að hann hafi engum „brigslað um misferli í starfi af þessari stærð“ eins og samgönguráðherra hafi haldið fram. „Menn hafi hins vegar kosið að reyna að afgreiða málið um eldsneytisgjaldið á þennan hátt og það segir ef til vill meira en mörg orð.“ — VJ Ruslahaugur Gáms t Straumsvik meö Hafnarfjörð í baksýn. Húsið er fullt afsorpi og ruslahaugar blasa við frá Reykjanesbraut.. Rakið rottubæli, sagöi Ijósmyndarinn. mynd: pjetur FuHt hús af sorpi selt á nauðungarapphoði Nýtísku sorpflokkim- arfyrirtæki, Hring- henda Gámur, lognað- ist út af. Nýi Fjárfest- ingabanki atvinnu- lífsins keypti eignina á nauðungarupphoði Fasteignin Reykjanesbraut 950 var nýlega slegin hæstbjóðanda á nauðungaruppboði á 14 milljón- ir króna. Húsið er risastórt með mikilli lofthæð, 11.991 fermetri á leigulóð með leigusamning sem rennur út 2005. Húsið hef- ur um margra vikna skeið verið ómannað, en fullt af fyrirtækja- sorpi, og á útisvæði eru einnig sorphaugar. Ibúar í Hafnarfirði hafa í samtali við Dag látið í ljósi ótta um að rottur kæmu sér þarna á legg og gætu hugsanlega valdið rottuplágu í bænum. Eigandi fyrirtækisins sem þarna starfaði, Hringhendu Gáms, var Guðjón Þorbjörnsson. Fyrirtækið lenti í kröggum og lauk því svo að Fiskveiðisjóður íslands óskaði eftir uppboði. Fjárfestingabanki atvinnulífsins mun nú leita að aðila til að reka fyrirtækið eða yfirtaka húsnæð- ið, en sérhæfðar vélar þess munu farnar af staðnum. Eig- andi fyrirtækisins mun dvelja er- Iendis. Hringhenda Gámur var stofnað í því skyni að fínflokka sorp og hafði til þess geysistórt húsnæði þar sem áður fyrri átti að starfa fiskeldisstöð en auk þess góðan vélbúnað. Heilbrigðisfulltrúinn í Hafnar- firði, Guðmundur Einarsson, sagði að ekki væri hætta á rottu- gangi frá athafnasvæði Hring- hendu Gáms. Ymsir íbúar bæjar- ins bafa Iátið í ljós ugg vegna þess arna í samtölum við Dag. Guðmundur sagði að ekki hefðu borist neinar kvartanir til emb- ættisins vegna hugsanlegs rottu- gangs eða óþrifa frá svæðinu. Embættið fylgdist vel með gangi mála þarna. „Þarna er ekki vandamál á ferðinni um hávetur þó það taki nokkrar vikur frá uppboði og þangað til sýsiumaður hefur gengið frá málinu. Það gerist ekkert á þessum tíma,“ sagði Guðmundur Einarsson heil- brigðisfulltrúi í gær. Magnús Jón Arnason, bæjar- fulltrúi í Hafnarfirði, kom með fyrirspurn í bæjarstjórn í fyrra- dag vegna þessa máls. „Eg var nú bara að spyrjast fyrir um hvað þarna væri á seyði. Við vorum að ræða um þetta mál fyrir jólín. Skemman þeirra er troðfull af sorpi. Þetta átti að vera mjög flott flokkun á sfnum tíma en ekkert gengið eftir. Það átti Iíka að hirða timbur og kurla það, jafnvel að senda það til húshit- unar í Eyjum. En það hefur þess í stað verið urðað. Frá jólum hef- ur ekkert gerst hjá þessu fyrir- tæki og mér sýnist full þörf á að fylgst sé með þessu,“ sagði Magnús Jón Arnason. — jbp HREINSIÐ LJÓSKERIN REGLULEGA yUMFERÐAR RÁÐ AKUREYRI Engar breytingar hjá FÍ Fulltrúar Flugfélags Islands, Sig- urður Aðaisteinsson stjórnarfor- maður og Páll Halldórsson fram- kvæmdastjóri, komu á fund bæj- arráðs og gerðu grein fyrir starf- semi FI á Akureyri, flugsam- göngum frá Akureyri út um land og til Grænlands. Ekki er fyrir- huguð nein grundvallarbreyting á starfseminni á Akureyri þrátt fyrir nokkrar aðgerðir sem gerðar hafa verið eða kunna að verða gerðar í hagræðingarskyni. Minnihlutinn gegn hækkun leikskolagj alda Lagt var fram brét frá foreldrafé- lögum leikskólanna í bænum varðandi fyrirhugaða hækkun leikskólagjalda og eins lagði fræðslumálastjóri fram blöð með samanburði á gjaldskrám Ieik- skóla í nokkrum sveitarfélögum. Bæjarráðsmaður Sigríður Stef- ánsdóttir óskar bókað að bæjar- fulltrúar minnihlutans stóðu ekki að síðustu hækkun leik- skólagjalda og töldu hana of mikla. Hún leggur til að íyrir- huguð hækkun verði dregin til baka meðan raunverulegar kostnaðarhækkanir við leikskóla og samanburður við önnur sveit- arfélög eru skoðuð nánar. Tillög- unni var vísað til bæjarstjórnar (næsti fundur 20. janúar). Mótun uinhverfisstefnu Með vísan til samþykktar bæjar- ráðs 10. desember sl. og bæjar- stjórnar 16. desember sl. um átak í umhverfismálum vísar bæjarráð til bæjarstjórnar kosn- ingu 5 aðalmanna og 5 vara- manna í nefnd til að hafa yfir- stjórn með verkefninu. Bæjarráð telur eðlilegt að grunnurinn að mótun umhverfisstefnu verði sú stefnumótun sem þegar hefur komið fram í vinnu \áð endur- skoðun aðalskipulags Akureyrar. Akureyrarbær kaupir Þiugvelli Akureyrarbær hefur samþykkt að kaupa fasteignina Lækjargötu 6, íbúð á 2. hæð, ásamt tilheyrandi Ieigulóðaréttindum, sbr. bókun bæjarráðs 6. febrúar 1997, af Búnaðarbanka íslands fyrir 3,1 milljón króna. Einnig hefur verið samþykkt að kaupa fasteign og erfðafestuland býlisins Þingvalla við Norðurlandsbraut af Sigur- laugu Njálsdóttur, Sigurði F. Sig- urðssyni og Lilju Osk Sigurðar- dóttur fyrir 7 milljónir króna. Umsókn um hlutafé í Skugga Sælgætisverksmiðan Skuggi hef- ur sótt um hlutafjárframlag til framkvæmdasjóðs Akureyrar að upphæð 5 milljónir króna. Bæj- arráð vísaði á fundi sínum 15. janúar erindinu til umsagnar at- vinnumálanefndar. — GG

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.