Dagur - 17.01.1998, Qupperneq 7

Dagur - 17.01.1998, Qupperneq 7
LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 1998 - 7 RITSTJÓRNARSPJALL Davið Oddsson: Quo vadis? Verðugur andstæðingur Húrrahrópin til heiðurs Davfð Oddssyni fimmtugum í dag verða einlæg: hann á sterka að, aðdá- endur marga, er óumdeildur for- ingi Flokksins, líður vel í emb- ætti sem blómstrar í góðæri, gæl- ir við þá tilfinningu að vera vin- sæll rithöfundur. Lengsti sam- felldi forsætisráðherraferill lýð- veldisins. Ekki óðveðursský í augsýn. Getur einn maður beðið um meira? Meira? Þegar Davíð Oddsson Ieit fimm- tugur í spegilinn í morgun gæti honum hafa flogið í hug: hvað meira? Eða: hvert nú? 20-30 góð ár eftir af starfsævi sem þegar er krýnd vegtyllum sem þættu ærn- ar hverjum stjórnmálamanni sjö- tugum. Eftir formannsáhlaupið sögu- lega gegn Þorsteini Pálssyni fór Davíð orðvar gegnum fyrstu kosningabaráttu sína til Alþingis. A eftir var staðan ekki beysnari en svo að vinstristjórn Stein- gríms, Ólafs Ragnars og Jóns Baldvins lafði. Frekar en rífast við Hjörleif og alla hina sem höfðu talað gegn EES kaus JBH að afhenda Davíð kórónu lífsins. Borgarstjórinn varð forsætisráð- herra áður en hann hafði komið í fatahengi Alþingis; nýsestur í skugga fálkans í Valhöll. Muniði eftir Davíð afkróuðum í sjónvarpsfréttum, sveittum í alltof þröngri skyrtu að reyna að útskýra einhverja krísu sem sjón- varpsfréttamönnum datt í hug? Gömlu einvaldstaktarnir úr borg- inni gengu ekki í hagsmunasam- tök þjóðarskútunnar, efnhagsóár- an, reynsluleysi, janvel skandalar. Enginn segir „Bermúdaskál" við Davíð í dag. Meðan Davíð bragg- aðist í embætti undir faglegri Ieiðsögn ráðgjafa innanlands og utan sáu kratar um rokk og ról ríkisstjórnarinnar; tóku alla þá -ske.lli „se.tu .higLsast gtátu J.L\y- stæðari samanburð var ekki að finna fyrir Davíð sem óx inn í embættið og keypti og seldi þar til þjóðin kaus næst. Hvað er á bakvið? Það er ekki aðeins að Davíð hafí nef fyrir völdum, valdamenn hafa nef fyrir honum. Man nokkur eftir því að Davíð hafi ógnað ein- hverjum hagsmunum í valdastétt landsins? Þvert á móti hefur hann áunnið sér traust hennar (sem vissulega var tvíbent) og er nú með þéttan hring fárra áhrifa- manna kringum sig: Kolkrabba- menn úr viðskiptalífinu og ráða- menn úr hinum pólitíska armi þess, valdakjarnanum í Sjálf- stæðisflokknum. Þetta eitt, sem er ærið, dygði samt ekki. Davíð kann leikinn. Verklagni í ríkisstjórn hefur hann, þefvísi og klókindi í pólitískri refskák, svo mjög að hann leitast við að af- neita þeim hæfileika. Honum gefst að tala til kjósenda og vex lagni að stýra sjálfum sér hjá vandræðum, til vinsælda. Hann er fjarstaddur þegar andar köldu í stjórnmálum, heldur sig fjarri skaki þingsins, lætur fjölmiðla ekki ná í sig nema þegar honum hentar; ansar ekki leiðindum. „Frelsandi engill" er birtingar- formið sem hann kýs þegar þjóð- in er Ieið á einhverjum látum. Hann heldur sig ofan við amstur dægranna. Samt væri allt þetta ekki nóg til að skýra sterka stöðu Davíðs. Vei þeim sem gerir á hluta hans. Sem er nokkuð sem hann skil- greinir bæði persónulega og pólitískt í senn, enda órjúfanlega samofið. Besta dæmið er at- vinnumissir vinar hans Hrafns: útvarpsstjórinn laminn í svaðið, vinurinn endurreistur, þátttöku neitað. Hann er vinur vina, en svonefnd „hefnigirni" annáluð, að mestu óstaðfest þó í opinberri umræðu. Óttinn við Davíð er pólitísk stærð; fælingarmátturinn staðreynd. Með öðru er vald Davíös fólgið í viðurlögum. Refs- ingu þeirra sem ekki makka rétt. Þau sár sleikja menn í hljóði. Pólitík Davíds Hann er þegar kominn á spjöld sögunnar sem einn af „sterku" foringjum Sjálfstæðisflokksins. Næstur á eftir Bjarna Ben. En hvert er erindi Davíðs Oddssonar í pólitík? Völd valdanna vegna. Harðir andstæðingar Davfðs lengst á vinstri kantinum fá brjóstsviða og klígju þegar minnst er á völd valdanna vegna. Davíð blómstrar. I gamla daga var hollvinafélag- ið með þá plötu á fóninum að hann væri Margaret Thatcher. Ekkert er fjær sanni. Hún var með hugmyndafræðilega sýn og einbeitta verkáætlun. Vel getur verið að Davíð hafi ætlað það sama, en nú er platan sú að stjórnmálamaður eigi ekki að hafa neina sérstaka sýn fyrir samfélagið. Það sem Davíð segir um samfélagsmál, þjóðmál eða heimsmál ristir óvenju grunnt fyrir mann í hans stöðu. Með einfalda áætlun um að minnka opinberan rekstur, þar sem það gengur. Láta að öðru leyti tímans vél malla undir „framfaramálum" sem hagkvæmt er að semja um hveiju sinni. Bregst við. Hann er íhaldsmaður af gamla skólanum. Hvað veist þú um Davið? Hvar er pólitíska takið á Davíð? Svarið felst í því sem \ið vitum um stjórnmálamanninn Davíð Oddsson, formann stærsta stjórnmálaflokksins og forsætis- ráðherra síðan 1991. Veist þú fý'rir hvað Davíð Oddsson stend- ur í mikilvægum málum? Svari hver fyrir sig: „Sameign þjóðarinnar". Þegar Davíð bauð sig fram til þings í fyrsta skipti talaði hann um að gera ákvæðið um sameign þjóðarinnar „virkara". Hvað svo? Hann skellir í lás í ávarpi á 1600 manna landsfundi Sjálfstæðis- flokksins með nokkrum vel völd- um útúrsnúningum um mesta hitamál síðari tíma og lokar fyrir umræðu. Kemur nýlega með inn- legg: þetta sé bara smávægilegt skattamál. Hvar stendur Davfð í deilu „sægreifa" og þess hluta þjóðarinnar sem málið brennur á? Heilbrigðismál. Allan stjórnarferil Davíðs hafa heilbrigðismálin velkst í enda- lausri kreppu. Hver er sýn for- sætisráðherra á þennan mála- flokk sem allir hafa áhyggjur af og tekur stærstan hluta ríkisút- gjalda? Menntamál. Framtíðin er f mannauðinum. Þetta gæti Davíð hafa sagt, en getur einhver nefnt tillögu Dav- íðs um menntamál? Umhverfismál. Aramótaræða hans var af- greiðsludæmi. Grunnfærinn en snaggaralegur afgreiðslustíll sem stundum einkennir framgöngu Davíðs. Slegið úr og í, reynt að þóknast á báða bóga, en yfír- gnæfandi órökstudd hentistefna og rangfærslur. Ræða sem hvergi hefði gengið hjá manni í hans stöðu. Kjördæmamál. Þeir dagar voru eitt sinn að Davíð hafði skoðun á vægi at- kvæða. Veist þú hvar það mál er statt í pólitískri veröld forsætis- ráðherra? Jafnréttismál. Jafnrétti kynjanna brennur á þeim sem hafa áhuga á samfélag- inu. Hver er skoðun Davíðs? Hún er eftirlýst af Sjálfstæðis- konum, en hann svarar ekki. Landsbyggðin. Skiljanlegar áhyggjur. Evrópumál. „Ekki á dagskrá". Forysta Davíðs Iiggur ekki í stefnumótandi hugmyndum. Málefnalegt frumkvæðisleysi er dómur samstarfsmanna fyrr og síðar, þeir kannast ekki við skap- andi pólitíska hugsun. Ekki leið- sögn. Þetta er ein ástæðan fyrir því að andstæðingum gengur frámunalega illa að ná pólitísku taki á Davíð. Hann er ópólitískur. Ekkert tak? Davíð ristir samt djúpt í valda- tafli stjórnmálanna. Þau eru er- indi Davíðs. Smám saman hefur hann þóknast þeim aðstæðum sem íslensk stjórnmál eru, og sveigt undir verklag sitt og bú- hyggindi. Engum hefur tekist þetta jafn vel hin síðari ár. Hann er engum líkur. Nema Steingrími Hcrmannssyni. Aðferð hans er margslungin. Ekki lýðskrum. Forystuhæfnin höfuðkostur, stöðumat gott. For- inginn kemur inn á mildlvægum punktum til að höggva á hnúta - að því er virðist - þótt það sé frek- ar að greiða úr stundarflækju. Hann trúverðugur í hlutverk- inu. Stendur við sitt. Hefur vit á að gera sér ekki upp meðaumkv- un. Davíð er ekki ástríðupólit- íkus. Þykist ekki vera það. Allir muna eftir Olafí Ragnari og Jóni Baldvin ræða af hita og krafti um hin breiðu spjót stjórnmála og hreyfiafl heimsins. Enginn eftir Davíð. Hann talar sjaldan til hjartans: umfjöllun um fátækt í íjölmiðlum er árás á ríkisstjórn- ina, ekki áhugi á fólki; á „litla manninn" í þjóðfélaginu minnist hann aldrei - ekki undir neinum formerkjum. Hvorki heimsmannslegur né höfðinglegur - oft alþýðlegur og skemmtilegur. Hrokinn ekki jafn áberandi og oft fyrr og reiðiköstin dempaðri. Alltaf valdsmannsleg- ur. Nákvæmlega. Hann hræðist ekki það vald sem hann hefur, hann beitir því. Valdið er aðferð Davíðs. Það er engin leið að sigra Davíð á heimavelli. I stjórn snýst honum enginn snúning. Það er bara eitt tak á Davíð: svipta Dav- íð því sem gerir Davíð að því sem hann er. Svipta hann völdum. .Í^ítöir Aámar Davíð þarf ekki að hafa áhyggjur eins og er. Staðan er firnatraust. Svo mjög að framtíðin virðist spurning um hvað hann vill sjálf- ur. Davíð er verðugur andstæðing- ur þeirra sem vilja breyta ís- lensku samfélagi. Hann á skilið hófið í dag. Hamingjuóskir, húrrahrópin. Eftir eitt ár verður þriðja kosningabarátta Davíðs til Alþingis byijuð. Formaður? Ekki spurning. Afram forsætisráð- herra? Mjög líklegt. En \ ill hann það? Við vitum það ekki, og það væri ekki óeðlilegt að hann vissi það ekki sjálfur. Þegar Davíð Oddsson býr sig til veislunnar í Perlunni í dag og horfír í spegil- inn áður en hann gengur til móts við fagnandi fjöldann er grafín spurning í hugskoti: Quo vadis? Hvert stefnir? Framundan endurtekning. Hann safnar ekki auði á sæmi- legum Iaunum. Afrækir hæfileika sem honum þykja dýrmætir; listamaðurinn og bælda bó- hemlöngunin hafa tekið sig upp. Kúpla sér út? Taka stjórnafor- mannsstöður í Kolkrabbanum, þéna almennilega, skrifa, njóta lífsins? Vera Guðjón bak við tjöldin? Koma síðar og hirða Bessastaði? Freistandi. En eitt heldur Da\ið við efnið. Þingvell- ir árið 2000. Þegar Frelsarinn verður hylltur vill Davíð vera númer eitt.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.