Dagur - 17.01.1998, Síða 8

Dagur - 17.01.1998, Síða 8
8- LAUGARDAGVR 17. JANÚAR 199 8 FRÉTTASKÝRING Útivistarparadís í Nai GUÐ- MUNDUR RÚNAR HEIÐARSSON SKRIFAR Sjóböð og baðströnd iiuian seilingar í Naut- hólsvík. Á eftir að veita Bláa lóninu harða samkeppni um hylli almennings og ferðamanna. Strand- verðir gæta öryggis gesta. „Það er alveg ótrúleg slökun sem maður fær út úr því að fara úr heitri gufu eða heitum potti, synda síðan í köldum sjó og fara svo að því loknu aftur í heitan pott. Maður finnur nánast fyrir hverjum vöðva,“ segir Gísli Arni Eggertsson hjá Iþrótta- og tóm- stundaráði. Nýtt Hf Aður en langt um líður geta Reykvíkingar og aðrir landsmenn spókað sig á góðviðrisdögum á baðströnd, synt í volgum sjónum og farið í heita potta í Nauthóls- vík. Borgaryfirvöld stefna að því að blása nýju lífi í Víkina og gera hana að útivistarparadís sem jafnvel getur orðið harður keppi- nautur Bláa Iónsins um hylli al- mennings og ferðamanna. Þarna verður einnig aðstaða fyrir sigl- ingamenn að ógleymdu stríðsminjasafni sem ætlunin er að setja á fót á svæðinu. Hreinar fjörur Það hefur löngum verið á dagskrá borgaryfirvalda að endurvekja Nauthólsvfkina sem útivistar- svæði lyrir borgarbúa. Með til- komu hreinsi- og dælustöðvar- innar við Ananaust sem opnuð var í vikunni verður stutt í það að fjaran í Nauthólsvík og aðrar fjör- ur á suður- og vesturströnd höf- uðborgarsvæðisins verða lausar við þá mengun og þann óþrifnað sem fylgt hefur skólpi frá holræs- um borgarinnar. Aðrar fjörur verða síðan hreinar eftir tvö ár eða um aldamótin þegar stöðin á Laugarnesi tekur til starfa. Vmsælt útivistarsvæöi A sínum tíma eða á miðjum sjö- unda áratugnum varð þessi mengun til þess að borgarbúar gátu ekki lengur stundað sjóböð í Nauthólsvíkinni. A árunum þar á undan eða frá byrjun sjötta ára- tugarins naut hún ómældra vin- sælda hjá öllum aldurshópum sem útivistarstaður. A undan- förnum árum hefur engu að síður verið umfangsmikil starfsemi í Nauthólsvíkinni á vegum Iþrótta- og tómstundaráðs og nægir í því sambandi að nefna siglingar. Þá hefur svæðið notið sívaxandi vin- sælda sem útivistarsvæði og alltaf eitthvað um að fólk sjáist þar við iðkun sjóbaða á góðviðrisdögum. A þessu ári ráðgera borgaryfir- völd að veija fimm milljónum króna til skipulags- og undirbún- ingsvinnu við svæðið. Þeir bjart- sýnustu telja að Nauthólsvíkin geti opnað á ný eftir jafnvel eitt eða tvö ár. Miðað við þær yfirlýs- ingar sem Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir borgarstjóri hefur gefið, má ætla að það geti orðið sumarið 2000. I það minnsta hefur hún heitið því að synda yfir Nauthóls- vikina klukkan 14 á þjóðhátíðar- daginn 17. júní það ár. Ylvolgur sjór Yngvi Þór Loftsson landslagsarki- tekt sem unnið hefur að frum- drögum að skipulagi fyrir Naut- hólsvíldna fyrir borgina segir að stefnt sé að því að sjóbaðstaður- inn verði afgirtur. Það verður annaðhvort gert með gijóthleðslu eða flotgirðingu sem nær frá gamla bryggjusporðinurn að Kýr- hamrinum vestan við Víkina. Gert er ráð fyrir að sjóbaðstaður- inn verði 50 sinnum 100 metrar að stærð, eða álíka stór og fót- boltavöllur. Þangað verður svo leitt heitt vatn með sérlögn úr hitaveitutönkunum á Oskjuhlíð svo sjórinn verður ylvolgur. Búist er við að dýpið verði frá hálfum metra og upp í tvo metra eftir því hvernig stendur á sjávarföllum. Upp af Víkinni er svo gert ráð fyr- ir fyrir heitum pottum og aðstöðu fyrir sólböð. Þar verður einnig búningsaðstaða og böð. Síðast en ekki síst verður baðströndin út- búin hvítum skeljasandi þar sem gestir geta flatmagað á heitum sumardögum. Skjólsælt er í Nauthólsvík og hitastig oft hærra en á öðrum svæðum í borgarland- inu. Óvíst um kostnaö I þessum frumdrögum að skipu- lagi Nauthólsvíkur sem gert var fyrir fjórum árum er ennfremur gert ráð fyrir flotflekum út í sjó- baðstaðinn. Út frá hugsanlegri grjóthleðslu eða flotgirðingu kemur sfðan flotbryggja. Handan við það verður aðstaða fyrir þá sem stunda siglingar á seglbrett- um. Þar verða einníg bátanaust og flotbryggja og aðstaða fyrir siglingafólk. Ovíst er hversu margir geta verið á sama tíma í Nauthólsvíkinni þegar svæðið verður tilbúið til notkunar. Þó er ekki loku fyrir það skotið að þarna geti verið aðstaða fyrir allt að 2 þúsund manns. Sömuleiðis er ekki vitað hvað uppbyggingin muni kosta mikla íjármuni. Við- búið er það muni kosta einhverja tugi milljóna króna og jafnvel meira. Það fer hinsvegar alfarið eftir því hvað borgaryfirvöld eru tilbúin að kosta miklu til við það verk. Strandverðir Aftur á móti er einsýnt að ströng öryggisgæsla verður á svæðinu þar sem m.a. verður fylgst með baðgestum úr turni. Það þýðir væntanlega að borgarbúar muni eignast sína strandverði þótt þeir verði kannski ekki í líkingu við þá sem landsmenn þekkja úr sjón- varpinu. Það er þó aldrei að vita nema íslensk útgáfa af Pamelu Anderson muni sjást á svæðinu, albúin til aðstoða Ianda í vanda. Á síðari tímum verður væntan- lega tekin afstaða til þess hvort seldur verður aðgangur að svæð- inu eða ekki og hvort það verður girt af. Hinsvegar er viðbúið að þar muni rfsa einhver veitingaað- staða. Olfklegt er talið að borgin muni sjá um rekstur þess. Þá er einnig óvíst hver kostnaðurinn verður við rekstur Nauthólsvfkur. Þessi mál og önnur er varða fram- tíð svæðisins eiga eftir að koma til umræðu innan borgarkerfis- ins. Perluband Guðrún Ágústsdóttir, formaður skipulagsnefndar Reykjavíkur- borgar, segir að búið sé að endur- skoða þau skipulagsdrög sem gerð voru árið 1994 fyrir Naut- hólsvíkina. Hún segir að það verði hægt að vinna eftir þeim mjög fljótlega. Guðrún bendir jafnframt á að í nýja aðalskipulagi borgarinnar til ársins 2016 hafi verið felldur niður vegurinn sem átti að liggja á milli Oskjuhlíðar og Nauthólsvíkur. Ef ekki þá hefði þessi hraðbraut eyðilagt töluvert mikið fyrir því andrúms- Iofti sem borgaryfirvöld hyggjast skapa með uppbyggingu Naut- hólsvíkur og nágrennis. „Með þessu erum við búin að þræða útívistarsvæði borgarinnar upp á samfellt perluband," segir Guðrún Agústsdóttir. Jákvætt og spennandi Hún bendir á að með fyrirhugaðri starfsemi í Nauthólsvík sé búið að skapa útivistarsvæði borgar- innar eina samfellu frá Seltjarn- arnesi að Elliðavatni og uppí Heiðmörk. Samfara því hafa möguleikar borgarbúa til útivistar aukist til muna, enda geta þeir gengið, skokkað eða hjólað alla þessa leið. Með tilkomu aðstöð- unnar í Nauthólsvík skapast m.a. tækifæri fyrir útvistarfólk og aðra til að nýta sér þá möguleika sem eru fyrir hendi. Þar geta menn slappað af og haft það náðugt á milli ferða sinna um útivistar- svæði borgarinnar. Sjálf minnist hún vel þeirra tíma þegar hún sem unglingur lagði leið sína í Nauthólsvík til að sleikja sólskin- ið, sýna sig og sjá aðra. „Ég held að allir séu mjög já- kvæðir og spenntir gagnvart þessu. Enda höfum við ekki get- að nýtt okkur kosti strandarinnar eins og vera ber. Það er sem bet- ur fer að breytast til betri vegar," segir Guðrún Ágústdóttir. hugsanlcg floigiröing cöa grjólhlcösla Ilot Nauthólsvík / þessum drögum að skipulagi Nauthólsvíl renna heitt vatn frá hitavatnstönkum úr Ösl metrar. Baðströndin verður mt

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.