Dagur - 17.01.1998, Blaðsíða 9

Dagur - 17.01.1998, Blaðsíða 9
rD^tr LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 1998 - 9 FRÉTTIR L. ithólsvik j-rj uþplýsijc^skiltí lcikvðllur Lyngberg Mlaníiusl iunhvctfisl'r«ðsl» Fossvogsbakkar scglbrctli stglinear flotbryggja bryggja ;ur er gert ráð fyrir 50x100 metra sjóbaðslaug, sem er álíka stór og fótboltavöllur. í hana mun '<juhlíð sem gerir sjóinn yivolgan. Dýpið fer eftir sjávarföllum en verður þó aldrei meira en tveir ;ð hvítum skeljasandi. Þarna verða einnig heitir pottar, búningsaðstaða og sólböð. Ráðuneytið bauð á kostnað fyrirtækjanna Samgönguráðimeytið sendi erindi til Al- þingis og bauð sam- göngunefnd til Bruss- el. Formanni sam- göngunefndar finnst ekkert athugavert við að fara í boði íyrir tækja til útlanda. „Eg þekki það ekki að nefndir Al- þingis fari í boði fyrirtækja til út- landa. Okkur barst boð frá sam- gönguráðuneytinu um að það byði samgöngunefnd Alþingis til Brussel og það var þegið enda þótt að það sé afar sjaldgæft að ráðuneytin bjóði þingnefndum í ferðalög. Ég hygg að telja megi slík boð á fingrum annarrar handar. Reglan er sú að fari þing- nefndir til útlanda er það á veg- um og kostnað Alþingis,“ sagði Friðrik Olafsson, skrifstofustjóri Alþingis, vegna ferðar samgöngu- nefndar til Brussel á kostnað Landssíma Islands hf. og Islands- pósts hf., sem mjög er umdeild. „Ákvörðunin um að bjóða þing- nefndinni í þessa ferð var tekin fyrir áramót, áður en ég tók sæti sem stjórnarformaður Landssíma íslands hf. þannig að ég kýs að svara ekki fyrir þetta," sagði Þór- arinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri VSI og stjórnarfor- maður Landssfma íslands, í sam- tali við Dag um þetta mál. „Þetta var þannig að sam- gönguráðherra kom að máli við samgöngunefnd og bauð okkur til þessarar ferðar til að kynna okkur þær mikJu breytingar sem eru að verða í fjarskiptamálum í Evrópu og hafa þegar haft og munu enn frekar hafa mikil áhrif hér á landi. Ég vissi ekki að ferðin yrði kostuð af Landssíma íslands hf. og ís- landspósti hf. Ég tel hins vegar að það hefði engu breytt um ferðina hefðum við vitað það. Það er svo spurning hvort það sé óeðlilegt að ferðin sé kostuð af ríkisfyrirtæki. Ég tel ekkert óeðlilegt við það. Ferðin er farin á þeim forsendum að verið er að fjalla um málin með faglegum hætti en ekki á for- sendum einhverra fyrirtækja. Þess eru mörg dæmi að bæði fréttamönnum, og jafnvel ráð- herrum, séð boðið í ferðir á for- sendum fyrirtækjanna sem bjóða. Þar má nefna sem dæmi ef Flug- leiðir hf. opna nýja flugleið," sagði Einar K. Guðfinnsson, for- maður samgöngunefndar Alþing- ÍS. - S .DÓR SSByggir býst viö sektuin Sigurður Sigurðsson hjá SS- Byggi á Akureyri telur að mán- aðarseinkun á verkhluta við Giljaskóla teljist ekki alvarlegt frávik. Tafirnar hafi orðið vegna þess að gluggar bárust of seint til landsins og svo hafi það seinna komið til að gler brotnaði þegar gámur valt. Allar aðstæður hafi orðið á þann veg að fresta hafi þurft verkinu og Sigurður vísar því alfarið á bug að hags- munir fyrirtækis hans hafi orðið til þess að fresta því að börnin í Giljaskóla kæmust í viðunandi húsnæði. „Ég nenni ekki að taka þátt í neinni kosningabaráttu og vil sem minnst tjá mig um þetta,“ segir Sigurður. Eins og Dagur hefur fjallað um hafa foreldrafélög Giljaskóla og leikskólans Kiðagils gefið í skyn að annar verkhluti Gilja- skóla hafi tafist vegna annarra verkefna og hafi verktakinn, SS- Byggir, sætt færis vegna þess að Akureyrarbær innheimti aldrei dagsektir. En á Sigurður von á að þurfa að greiða dagsektir vegna þess að skiladagur um- rædds verkhluta við Giljaskóla dregst frá 15. des. ‘97 til I. febr- úar ‘98. „Það verður örugglega reynt að beita mig dagsektum en ég mun Iíka reyna að sporna gegn því. Umræðan hefur beinst í þá átt að ég verði að greiða sektir þótt ekki hafi ráðist við þetta.“ — BÞ Sjö sóttu um ríkislögreglustióra Sjö sóttu um embætti ríkislögreglustjóra en umsólínarfrestur rann út þann 15. janúar. Það eru Arnar Guðmundsson, skólastjóri Lögreglu- skóla ríkisins; Georg Kr. Lárusson, sýslumaður í Vestmannaejjum, Haraldur Johannessen, varalögreglustjóri í Reykjavík, Hjördís Björk Hákonardóttir, hérðasdómari, Stefán Hirst, skrifstofustjóri Iögreglunn- ar í Reykjavík, Valtýr Sigurðsson, hérðasdómari og Þórir Oddsson, varalögreglustjóri. Bogi Nilsson, sem verið hefur ríkislögreglustjóri frá því embættið var stofnað um mitt síðasta ár, hefur sem kunnugt er verið skipaður rílds- saksóknari í stað Hallvarðs Einvarðssonar sem hætti fyrir aldurs sakir urn áramót. Mega uröa í FífLholtum Guðmundur Bjarnason, umhverfisráherra, hefur staðfest úrskurð skipulagsstjóra frá því í haust og fallist á fyrirhugaða urðun úrgangs í landi Fíflholta eða Jörfa á Mýrum. Leyfið er þó háð ákveðnum skilyrð- um, m.a. er þess krafist að efni verði aðeins tekið á tilgreindum svæð- um og að gengið verði þannig frá við það að aldrei verði ófrágengin sár í landinu sem eru stærri en sem nemi eins árs efnistöku. Einnig er þess krafist að gerð verði áætlun um endurheimt votlendis þannig að bætt verði þau svæði sem skerðast vegna sorpurðunarstaðarins. Barist gegn viðskiptabanni Almennur borgarafundur verður í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag vegna al- þjóðlegs baráttudags gegn almennu viðskiptabanni á Irak. Tilgangur- inn er að hvetja til samstöðu um að refsiaðgerðum gegn almenningi í Irak verði hætt, en samkvæmt upplýsingum frá NICEF hafa 600 þús- und börn látist af völdum viðskiptabannsins. Meðal ræðumanna á borgarfundinum verða Sigurður A. Magnússon, rithöfundur, Kristján Árnason, verkamaður, og Ogmundur Jónasson, þingmaður. Tekinit meö fíkniefni íslendingur sem var að koma heim frá Amsterdam var í \ikunni tekinn á Keflavíkurflugvelli með 130 g af amfetamíni. Maðurinn bar fíkniefn- ið innvortis. Málið er upplýst.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.