Dagur - 17.01.1998, Qupperneq 11

Dagur - 17.01.1998, Qupperneq 11
LAUGARDAGUR 17.JANÚAR 1998 - 11 ERLENDARFRÉTTÍR Frá miðborg Kaupmannahafnar: Færeyingar eru Dönum ævareiðir. Færeyingar vom hlunniamir GUÐSTEINN BJARNASON skrifar Gagnrýni á dönsk stjómvöld er staðfest í skýrsln rannsóknar- nefndar um banka- hneykslið. Skýrsla rannsóknarnefndar um færeyska bankamálið var birt í gær og kemur þar fram áfellis- dómur á hendur dönskum stjórnvöldum, sem hafi ekki veitt Færeyingum réttar og fullnægjandi upplýsingar um fjár- hagsstöðu Færeyjabanka þegar þeir tóku við rekstri hans árið 1993. Gagnrýnin beinist m.a. að Richard Mikkelsen, fyrrverandi seðlabanka- stjóra Danmerkur, sem stjórnaði samningavið- ræðum, og danska bankaeftirlitinu sem sinnti ekki hlutverki sínu sem skyldi. fjögur síðdegis að dönskum tíma. Danska dagblaðið Jyllands- Posten skýrði þó frá því strax í gærmorgun að í skýrslunni kæmu fram þungar ásakanir á hendur ráðherrum í dönsku rík- isstjórninni, einkum þó Mogens Lykketoft sem var fjármálaráð- herra í ríkisstjórn Pauls Schluter þegar Færeyingar voru knúnir til að taka við rekstri Færeyjabanka, sem áður var í eigu Den Danske Bank í Danmörku. I skýrslunni segir að Lykketoft hafi í apríl 1993 skipað danska bankaeftir- litinu að láta eiga sig að sinna eftirliti með bankanum. Fjár- hagsstaða bankans var þá mjög erfið og skömmu síðar varð hann gjaldþrota, en Færeyingar þurftu Beðið í ofvæni Lengi hefur verið beðið eftir birtingu skýrslunn- ar. Klukkan átta í gær- morgun gekk formaður rannsóknarnefndarinnar, Jörgen Grönborg, á fund dómsmálaráð- herra Danmerkur, Frankjensen, og afhenti honum skjalatösku með skýrslunni, sem er mikil vöxtum. Rúmlega klukkutíma síðar gekk Vibeke Larsen, umboðs- maður danska ríkisins í Færeyj- um, á fund færeyska lögmanns- ins, Edmund Joensen, og afhenti honum eintak af skýrslunni. Fjölmiðlar fengu svo ekki aðgang að skýrslunni fyrr en klukkan Den Danske Bank við ábyrgð á fjárhagsstöðu bankans. Mörgum þykja niðurstöður skýrslunnar þó ekki nógu afger- andi, og mögulegt sé að túlka þær á ýmsa vegu eftir því hvað hverjum og einum hentar best. Af þeim sökum ógni skýrslan ekki tilveru dönsku ríkisstjórnar- innar. Gagnrýni hefur einnig komið fram varðandi vinnuna við gerð skýrslunnar. Meðal annars skýrði Berlingske Tidende í gær frá því að ekki hefði verið rætt við tvo ráðherranna í ríkisstjórn Schlúters, Anne Brigitte Lund- holt iðnaðarráðherra og Anders Fogh Rasmussen skattamálaráð- herra. Lyse Lyck, lektor við Verslunarháskólann í Kaup- mannahöfn, segir það óeðlilegt að ekki hafi verið rætt við alla ráð- herrana vegna þess að hlutverk nefndarinnar hafi verið að fá heildar- yfirlit yfir það sem gerð- ist. Edmund Joensen, lögmaður Færeyja, fékk skýrsluna i hendur snemma í gærmorgun. að taka á sig tap bankans, sem nam um 13 milljörðum. Ýmstr túllamarmöguleikar Skýrslan þykir koma sér sérlega illa fyrir Mogens Lykketoft fjár- málaráðherra og eru kröfur um að hann segi af sér. Hlutverk nefndarinnar var að gefa heildar- yfirlit yfir atburðarásina í tengsl- um við bankamálið og meðal annars svara því hvort danskir ráðamenn hafi komið tapinu yfir á Færeyinga og losað þannig Færeyingar reiðir Mikillar reiði og tor- tryggni gætir í Færeyjum gagnvart dönskum stjórnvöldum vegna bankamálsins, og munu niðurstöður skýrslunnar vafalaust ýta undir kröf- ur um að Færeyjar segi skilið við Danmörku. Danir hafa þó margir _ bent á að bankamálið hafi komið í kjölfarið á efnahagskreppunni í Færeyjum, en sé ekki orsök hennar. Efna- hagsstefna Færeyja á níunda áratug aldarinnar, með gengdar- lausum ofíjárfestingum í sam- göngumannvirkjum og fiskiskip- um, hafi verið eins óheppileg og mögulegt var. Undanfarið hefur efnahagur Færeyja farið batnandi, aðallega vegna góðrar fiskveiði, en nú eru teikn á lofti um að Færeyjar séu aftur á leið í efnahagsörðugleika sem erfitt verði að sjá fram úr. Atvinnulausir mótmæla meira FRAKKLAND - Franskir atvinnuleysingjar héldu í gær áfram mót- mælum sínum með sérstökum aðgerðadegi. Þrýstingur vex þar með enn á forsætisráðherra landsins, Jospin, en tveir af stjórnarflokkun- um í vinstri stjórninni, græningjar og kommúnistar, styðja kröfur at- vinnulausra. Mótmælaaðgerðirnar hafa nú staðið yfir í fimm vikur, og eru helstu kröfurnar þær að lágmarksatvinnuleysisbætur verði hækkaðar og sömuleiðis verði bætur til atvinnulausra yngri en 25 ára hækkaðar. Starfsemi í japönskum kjamakljúf stöðvuð JAPAN - Kjarnaldjúf í japönsku borginni Kashiawazaki var lokað í gær vegna gruns um að geislavirk efni hefðu lekið út. Aukin geisla- virkni hafði mælst í einum kjarnorkuhverfli stöðvarinnar, en í ná- grenni stöðvarinnar mældist þó ekkert óeðlilegt. Til öryggis var starf- semi í ldjúfnum hætt og er nú verið að ganga úr skugga um hvort leki hafi komist að stöðinni. Kjamorkuviðskipti milli Bandaríkj- anna og Kina BANDARÍKIN - Bandarísk fyrirtæki geta hugs- anlega innan skamms hafið útflutning á tækja- búnaði fyrir kjarnorkuver til Kína. Bill Clinton, forseti Bandarfkjanna, hefur þegar gefið grænt ljós á slík viðskipti, en þingið hefur tveggja mánaða frest til að andmæla. Þar sem Kínverj- ar selji ekki kjarnorkubúnað til ríkja, sem grun- uð eru um að hafa í hyggju að koma sér upp kjarnorkuvopnum, lítur ríkisstjórn Bandaríkj- anna svo á að Kínverjar hafi uppfyllt öll skilyrði sem Bandaríkin hafa sétt til þess að unnt sé að taka upp friðsamleg viðskipti við þá með kjarn- orkuútbúnað. Ritter fór frá írak ÍRAK - Vopnaeftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna undir forystu Bandaríkjamannsins Scott Ritter yfirgáfu í gær Irak eftir árangurs- Iausar tilraunir til að sinna vopnaeftirliti undanfarna daga. Irakar hafa neitað eftirlitsnefndinni um aðgang að stöðum þar sem leita átti vopna, og báru því við að í nefndinni væru of margir Bandaríkjamenn auk þess sem Ritter var sagður hafa gerst sekur um njósnir. Ritter sagði að brottför eftirlitshópsins þýddi þó ekki neina stefnubreytingu af hálfu Sameinuðu þjóðanna um að stunda ætti vopnaeftirlit í Irak. „Við komum aftur," sagði Ritter. STUNDUM VERÐUR ÞU AÐ TRÚA Á SJALFAN ÞIG G.l. Jane sló rækilega í gegn í Bandaríkjunum og sat 2 vikur á toppnum. Hasargellan Demi Moore hefur aldrei verið flottari. http://WWW.NET. IS/BORGARBÍÓ Ccrevrbié DIGITAL SOUND SYSTEM

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.