Dagur - 24.01.1998, Síða 8

Dagur - 24.01.1998, Síða 8
8- LAUGARDAGUR 24. JANÚAR 1998 FRÉTTASKÝRING ro^tr SOFFÍA SIGURÐAR DÓTTIR SKRIFAR Hverju breytir samein- ing sveitarfélaga í fjárhagslegn og þjónustulegu tiUiti? Eftir tvær vikur verður kosið um sameiningu Selfoss, Sandvíkur- hrepps, Eyrarbakka og Stokkseyr- ar í eitt sveitarfélag. Kosning mun fara fram laugar- dag 7. febrúar og verður þá kosið um nafn á nýja sveitarfélagið um leið. Ef sameiningin verður sam- þykkt, verður kosið til nýrrar sveitarstjórnar á sama tíma og annars staðar í vor og hún tekur svo við völdum um leið og form- leg sameining á sér stað 7. júnf. I þessum sveitarfélögum bjuggu 5.472 íbúar 1. des sl. og yrði þetta því þriðja stærsta sveitarfé- Iagið utan höfuðborgarsvæðisins. Þær spurningar sem fólk veltir fyrir sér eru einkum þrjár: Hvern- ig breytist Ijárhagsstaðan, hvernig breytist þjónustan og eflist bú- setusvæðið? Svo skiptir nafnið líka máli. Nýtt nafn Nú hafa verið valin 4 nöfn sem fólk fær að kjósa um fyrir hið væntaniega sveitarfélag. Nöfnin eru Arborg, Árbvggð, Flóabær og Flóinn. Niðurstaðan verður bind- andi, það nafn sem fær flest at- kvæði verður fyrir valinu. Margar fleiri hugmyndir komu fram, en nefndin telur ekki ástæðu til að gefa þau upp, því úr þessum verði valið. Þessi fjögur sveitarfélög eru öll hluti af Flóa, ásamt 3 sveitar- hreppum öðrum. Þá hefur þetta svæði ásamt Hveragerði, Olfusi og Þorlákshöfn oft verið kallað Arborgarsvæðið. Fjárhagsstaðan Sandvíkurhreppur er eina sveitar- félagið þar sem peningaleg staða er talin jákvæð og er það upp á 1,6 milljónir króna. Það stafar af því að hreppsnefndinni þótti Vegagerð ríkisins ekki nógu rösk í vegavinnunni og tóku sig til og malbikuðu sjálfir vegarspotta í sveitinni. Þar sem um þjóðvegi er að ræða, telst þetta vera inneign upp á 4 milljónir króna hjá Vega- gerð ríkisins, sem greidd verður einhvern tíma þegar viðkomandi vegarspotti kemst inn á vegaáætl- un. Hin sveitarfélögin eru öll með neikvæða peningalega stöðu. I yfirliti frá þeim eru tilgreindar peningalegar eignir sveitarsjóðs, skuldir, lífeyrissjóðsskuldbinding- ar og ábyrgðir, félagslega íbúða- kerfið og eigið fé Selfossveitna bs. Alis mun þá hið nýja sveitarfé- lag standa með neikvæða pen- ingalega stöðu upp á rúmar 170 milljónir, eða um 32 þúsund á hvern íbúa. Þetta telst nokkuð Eftir hálfan mánud greiða Selfyssingar og nágrannar þeirra I Sandvíkurhreppi og á Stokkseyri og Eyrarbakka atkvæði um hvor og velja því nafn i leiðinni. góð staða miðað við önnur sveit- arfélög. Skattar Mjög lítill munur er á útsvarsá- lagningu milli sveitarfélaganna og verður útsvarið allsstaðar það sama eftir sameiningu. Yms sér- gjöld eru hins vegar misjöfn. Þau halda sum hver áfram að vera misjöfn, því ekki er hægt að rukka um sömu þjónustugjöld, nema sama þjónusta sé veitt. Þannig er t.d. um vatnsskatt og holræsa- gjöld, en líka um fasteignagjöld. Lögum samkvæmt er heimilt að innheimta mismunandi fast- eignagjöld í sama sveitarfélagi eftir þvf hvort öll þjónustan sé sú sama á svæðinu. I hinu nýja sveit- arfélagi munu verða bæði þétt- býlissvæði og bændabýli. Gert er ráð fyrir að fasteignagjöld verði lægri á sveitabæjum. Þá eru með- altekjur fólks hæstar á Stokkseyri og Eyrarbakka, en lægstar í Sand- víkurhreppi og skatttekjur af hverjum íbúa í samræmi við það. En þegar saman er komið verður niðurstaðan sú sama og meðal skatttekjur af íbúum Selfoss eru nú. Leiðir þetta til eflingar? Sameiningarnefndin heldur því fram að sameiningin muni leiða til öflugra sveitarfélags sem muni fá til sín aukinn fólksfjölda og aukinn atvinnurekstur. Það má nú segja manni hvað sem er, en býr eitthvað haldfast á bak við þessi orð? Það sem menn sjá er að á sama tíma og fólki hefur ver- ið að fækka á landsbyggðinni, þ.m.l. á Suðurlandi, hefur orðið fólksfjölgun á öflugum þéttbýlis- stöðum og þ.m.t. á Selfossi. A þessu svæði er nú þegar fjölbreytt félags- og menningarlíf. Félagsleg þjónusta er líka góð. Búsetu- möguleikar eru fjölbreyttir í sveit, sjávarþorpum og þéttbýli. Stutt er til höfuðborgarsvæðisins og ná- grannabyggða sem auka enn á möguleika í atvinnutækifærum, þjónustu og afþreyingu. Mun Hverju breytir samemingm fyrir íbúa þessara sveitarfélaga? Sandvíkurhreppui: - Skóli, leikskóli, íþróttahús og félagsheimili, allt var þetta á Selfossi og verður áfram, auk þess sem aðgangur opnast að þessum stöðum í sjávarþorp- unuin. -•Hreppsskrifstofa var ekki til og flyst nú frá eldhúsborði ein- stakra manna í Stjórnsýsluhús á Selfossi. - Peningaleg staða sveitarsjóðs verður neikvæð, en velta og ráðstöfunarfé stóreykst. - Utsvar hækkar örlítið, fast- eignaskattar og þjónustugjöld verða svipuð framanaf, en munu hækka til jafns við það sem gerist annars staðar með aukinni þjónustu. Stokkseyri og Eyrarbakki: - Ekki er gert ráð fyrir breytingu á skólum, en líklegt er að fólk nýti sér frekar að geta valið milli leikskóla niðurfrá eða á Selfossi. - Aðalskrifstofa hreppsins flyst á Selfoss, en gert er ráð fyrir þjónustustöðvum á bæði Stokkseyri og Eyrarbakka. - Peningaleg staða sveitarsjóðs verður minna neikvæð, en velta og ráðstöfunarfé eykst. - Skattar verða mjög svdpaðir og áður. Selfoss: - Fjölbreyttari búsetumöguleik- ar opnast með því að haida samt allri sömu þjónustu og áður. - Stjórnsýsla og allar þjónustu- stofnanir verða óbreyttar. - Peningaleg staða sveitarsjóðs versnar, en skatttekjur aukast líka og neikvæð peningaleg staða eykst í hlutfalli af skatt- tekjum úr 40 í 55%. - Skattar verða óbreyttir.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.