Dagur - 24.01.1998, Síða 10
10 - L A U G A R n A G II R 24. JANÚAR 199 8
ÞJÓÐMÁL
Tíl vamar j eppuin
SIGURÐUR
HREIÐAR
RITSTJÚRI
SKRIFAR
Það er lenska hér á landi að þeg-
ar mengun ber á góma í fjölmiðl-
um skal hún ævinlega mynd-
skreytt með bílum. Þó er stað-
reyndin sú að bílar hér á Iandi, og
þá alveg sérstaklega einkabílar,
eiga tiltölulega litla sök, innan
við fjórðung miðað við heildar-
brennslu á olíu og bensíni, á
þeirri útblástursmengun sem hér
er tíðast nefnd í samfloti með
tískuorðinu gróðurhúsaáhrif.
Þetta meinta loftfyrirbæri er í
sjálfu sér vafasöm vísindi sem lík-
lega eru sprottin af því að í ýms-
um greinum vísinda eru til menn
sem hafa enga afkomulöguleika
af vísindum sínum nema geta
búið til einhvern þann
heimsendaboðskap sem líklegur
er til að geta orðið þeim lífvæn-
legur.
Arni Benediktsson á þjóðmála-
grein í Degi 9. janúar síðastlið-
inn. Eg er honum sammála um
margt, til að mynda ,að sendi-
nefnd okkar í Kjótó hafi staðið
sig vel og niðurstaðan sé viður-
kenning á því hve framarlega við
stöndum í nýtingu mengunar-
lausrar eða -IitiIIar orku en ekki
heimild til að menga meira en
aðrir.
Bensíneyðsla jeppa
En það sem vakti mig til skrifta
var sú staðhæfing Árna að með
jeppakaupum væri stefnt í út-
blástur „...frá allt að 25 lítrum af
bensíni í 100 km akstri þar sem
notandinn hefði komist vel af
með útblástur frá 8-10 lítrum."
Þarna hefði Árni betur fylgst
með samtíðinni. Jeppar sem eyða
allt að 25 lítrum á hundraðið
flokkast sennilega flestir undir
fornbíla núorðið.
Ég hef átt nokkra jeppa um
dagana og haft afskipti af fleiri.
Eyðslufrekasti jeppinn sem ég
hef átt fór með 15-18 lítra á
hundraðið. Jeppinn sem ég átti í
fyrra komst af með 9-11 lítra á
hundraðið sem virðist nokkuð
nærri óskastöðu Árna. Af góðri
reynslu af þeim bíl fékk ég mér
yngri og aflmeiri jeppa sömu teg-
undar. Sá virðist mér fara með
10-12 Iítra á hundraðið. Báðir
eru að sjálfsögðu búnir hvarfakút
og valda mjög lítilli mengun.
Allra stærstu nýir jeppar munu
óbreyttir fara með upp undir 17
lítra að meðaltali þannig að Árni
ýkir ekki nema rúmlega 30%.
Mengun einkabílanna
Þar komum við að talsvert stór-
um kjarna málsins. Bættur vél-
búnaður bíla, sem nýtir eldsneyt-
ið mun betur en áður, ásamt góð-
um megnunarvarnabúnaði, hefur
gert það að verkum að mengun
frá bílum (einkabílum) er hverf-
andi þáttur í íslenskri umferð.
Miðað við tölur um olíubrennslu
hér á landi fara bílar sem brenna
bensíni aðeins með um 20% olíu-
brennslu. Vaxandi tjöldi þessara
bíla er búinn hvarfakútum og
mengun því hlutfallslega minni
en brennslutalan segir til um.
Samkvæmt tölum frá Skrán-
ingarstofu, sem birtust í bílablaði
DV 11. október sl. hafði CO í út-
blæstri bensínbíla á Islandi
minnkað um 20% á árunum
1991 til 1996. Og árið 1996 var
áhrifa hvarfakúta ekki farið að
gæta nema lítillega í útblásturs-
mælingum, þar sem sá búnaður
varð ekki að skyldu fyrr en ára-
mótin 1995 og nýir bílar koma
ekki til skylduskoðunar í íyrsta
sinn fyrr en þriggja ára.
Af þessum tölum má líka lesa
Utför móður okkar, tengdamóður, ömmu og
langömmu
INGIBJARGAR VALDIMARSDÓTTUR,
Dvalarheimilinu Hlíð Akureyri,
verður gerð frá Akureyrarkirkju
þriðjudaginn 27. janúar kl. 13.30
Hermann Stefánsson, Kristín Friðbjarnardóttir,
Sigrfður Stefánsdóttir, Gunnar Pálmarsson,
Bragi Stefánsson, Snæborg Stefánsdóttir,
Birgir Stefánsson, Guðrún Leonardsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn
Þökkum innilega samúð og hlýhug við andlát
og útför móður okkar og tengdamóður
FRÍÐU SÆMUNDSDÓTTUR,
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Dval-
arheimilisins Hlíðar fyrir frábæra umönnun.
Stefán Hallgrímsson, Sigrún Bergmann,
Lilja Hallgrímsdóttir, Baldur Frímannsson,
Guðmundur Hallgrímsson, Anna G. Hugadóttir,
Hafliði Hallgrímsson, Ragnheiður Árnadóttir.
að 30% bíla í umferðinni eiga sök
á 70% allrar útblástursmengunar.
Vitað er að mestmegnis eru þetta
gamlir bílar, flestir hverjir - mis-
vel stilltir eyðsluhákar án megn-
unarvarnabúnaðar. Þeir sem
halda í þessa gömlu bíla eru
þrenns konar: 1) metnaðarlausir
bílasóðar sem hanga á gömlu
druslunum sínum meðan þeir
geta hökt milli staða, 2) fátæk-
lingar sem eru að reyna að nota
gamla greyið sitt af þvá þeir geta
ekkert annað, 3) þeir sem hafa
fest elsku við gamla bílinn sinn,
gjarnan amerískt dollaragrín og
eyðsluhák, Iangt umfram það
sem skynsamlegt er, en ást spyr
sjaldnast um skynsemi.
Sumpart er þetta síðastnefnda
líka vegna skammsýnnar neyslu-
stýringar sem refsar þeim sérlega
sem vdlja kaupa og geta keypt
nýja bíla með stórar, aflmiklar
vélar sparneytnari og vistmildari.
Rekstrarleg hagkvæmni og vist-
mildi hafa ekkert vægi í vöru-
gjaldsákvörðunum, heldur þrá-
heldni í verðmat eftir sprengi-
rými véla. Lágbrunavélar með
litla mengun (t.d. „hreinbruna-
vélin“ frá Toyota) og GDI lág-
mengunarvélar (t.d. nýja vélin frá
Mitsubishi) eru í sama vöru-
gjaldsflokki og aðrar með sama
sprengirými sem sumar hverjar
menga verulega miklu meira.
Þeir sem vilja kaupa bíla með
minnstu og sparneytnustu vél-
arnar fá heldur í engu að njóta
þess. Verðmunur á þessum
minnstu bílum miðað váð næstu
stærð fyrir ofan verður óeðlilega
og óhæfilega lítill, fyrst og fremst
vegna vörugjalds. Staðhæft hefur
verið að með því sé verið að vern-
da kaupendur þvá þeir séu svo
hættulegir. Það er ósönnuð stað-
hæfing og verður sífellt rangari
með hverri nýrri kynslóð smábíla.
Og því stærra hlutfall sem þeir
yrðu af umferðinni, því rangari
verður hún.
Leiðir til úrbóta
Mengun af útblæstri bíla getum
við að verulegu leyti Iagað hér-
lendis með tvennu: Verðlauna þá
sem farga gömlu druslunum Sem
menga mest, og þá sem láta sér
duga að nota litla og eyðslugr-
anna bíla. Þetta fyrra hafa marg-
ar þjóðir þegar gert, t.d. Norð-
menn.
Hvað þá með aðra orkugjafa en
þessa hefðbundnu, bensín og
olíu? Nú þykir fínt að tala um
rafbíla. Mengun af framleiðslu
raforku er ekki vandamál á Is-
landi. En eru rafbílar mengunar-
lausir? Þeir þurfa að geyma orku-
forða sinn í sér. Bíll af meðal-
stærð þarf upp undir hálft.tonn
af rafgeymum til þess að komast
um 100 km. Er framleiðsla þess-
ara rafgeyma mengunarlaus? Er
eyðing þessara rafgeyma, sem yf-
irleitt endast illa, mengunarlaus?
Er sá bíll hagkvæmur kostur sem
er nær fullhlaðinn af sjálfum sér
og kemst ekki nema svo sem upp
í Borgarnes á hleðslunni og þarf
svo nokkurra klukkustunda
„hvíld“ áður en hann getur tekið
annan 100 km sprett?
Vetni er einn möguleikinn. Það
hefur líka verið vandamál hvern-
ig eigi að geyma vetnið og hvern-
ig eigi að koma þvá á farartæki til
nýtingar. Kannski er þetta á réttri
leið. Hún er ekki fýsileg enn sem
komið er. Mér skilst að til að
framleiða v'etni þurfi mikið raf-
magn. Víðast í heiminum þýðir
það milda mengun. Hvorar tveg-
gja þessara aðferða, rafmagn eða
vetni, er á heimsvísu ekki annað
en tilflutningur á mengun. Til að
framleiða rafmagn þarf víðast
kol, olíu eða kjarnorku, og ekkert
af þessu getur kallast mengunar-
frítt. Fyrir utan augljósa Ioft-
mengun má kannski nefna nöfn
eins og Sellafield eða Dounreay.
Eða hafa menn gleymt Tsér-
nóbil?
Eftir er að nefna metangas.
Það má nota til að knýja sam-
göngutæki. Það hefur að vísu
þann galla að þurfa sérstaka
geyma og afar stóra miðað við
hefðbundið eldsneyti. Venjulegur
fólksbíll þarf metangasgeymi sem
fyllir nærri skottið. Þetta er þó sá
kostur sem við Islendingar eigum
líklega að skoða í alvöru, ekki síst
af því að það puðrast nú þegar út
í loftið uppi á Álfsnesi. Mengun-
in er sem sagt fyrir hendi og því
gæti verið skynsamlegt að láta
hana koma að gagni í leiðinni.
En fyrir alla muni, hættum að
gefa í skyn að bílar séu mesti Ioft-
mengunarvaldurinn. Birtum
heldur myndir af skipum með
heimsendafréttum um „gróður-
húsaáhrif.“
Hættum að gefa í skyn að bítar séu mesti loftmengunarvaldurinn. Birtum heldur
myndir afskipum með heimsendafréttum um „gróðurhúsaáhrif.“
Eru laiut heiinsius
vanjjakkla'ti?
VILHJALM
URINGI
ARNASON
FORMAÐUR NEYTENDA-
FÉLGAS AKUREYRAR,
SKRIFAR
í áratugi höfum við Akureyringar
notið ágætrar þjónustu Flugleiða
(Flugfélags íslands). Sú þjón-
usta var reyndar dýru verði keypt
í skjóli ríkisverndaðrar einokun-
ar. Á meðan á einokuninni stóð,
Ijáðu forsvarsmenn Flugleiða
aldrei máls á því að hægt væri að
lækka fargjöld almennings, -
þvert á móti.
Breyting til batnaðar
Sfðastliðið sumar var einokun-
unni loksins aflétt og önnur fé-
lög gátu farið að keppa við Flug-
félag Islands. Islandsflug hóf
áætlunarllug með miklu lægri
fargjöld en Flugfélag Islands.
Flugfélag íslands sá sig þá nauð-
beygt til að svara í sömu mynt og
Iækkaði sín fargjöld til samræm-
is. Loksins fékk frjáls samkeppni
að blómstra og viðskiptavinirnir
nutu ávaxtanna.
Laun heimsins
Nú skyldi maður ætla að Akur-
eyringar væru Islandsflugi þakk-
látir fyrir að stuðla að lækkuðu
fargjaldi, og sýndu þakklæti sitt í
verki með því að fljúga fremur
með „félaginu sem gerði fleirum
fært að fljúga“, ... nei öðru nær.
Of margir Akureyringar virðast
jafn skynugir og búpeningur sem
röltir á sama gamla básinn sinn,
á meðan tuggan þar sýnist svip-
uð og á hinum staðnum. Is-
Iandslflug hefur af þeim sökum
ekki uppskorið farþegaljölda á
Akureyri, í samræmi við þær
samgöngu- og kjarabætur sem
félagið hefur fært svæðinu.
Vemm meövilaðir neytendnr
Meðvitaðir neytendur stuðla að
hagstæðum viðskiptum fyrir sig
og sína, með því að nota þá skyn-
semi sem þeim er gefin, til að
bregðast við breytilegum að-
stæðum. Akureyringar! til að
tryggja góða flugþjónustu á Iág-
marksverði, þurfum við a.m.k.
tvö flugfélög. Við þurfum að
stuðla að þva á meðvátaðan hátt,
að það geti verið lífvænlegt fyrir
bæði félögin að þjónusta okkur,
og að þau veiti hvort öðru að-
hald. Við hröktum verslunina
Bónus burt af svæðinu með of
Iitlum viðskiptum, Kaupfélag
Eyfirðinga bætti okkur skaðann
að nokkru, með því að halda
áfram með „Bónusverð“ á Akur-
eyri. Flugfélag Islands er ekki
KEA.